Alþýðublaðið - 18.01.1951, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.01.1951, Qupperneq 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. janúar 1951- « Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritsrtjórnarsímar: 4901 og 4902 Augiýsingasími: 4906. Afgreiðslusími 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hagkvsm verzlun fyrir hverni ÞAÐ MÁ SEGJA, að komm- únistar hafi hingað til verið einir um það, að verja inn- flutninginn á hinu rándýra og lélega ungverska hveiti. En sú vörn hefur ekki tekizt þeiro höndulegar en svo, að for- manninum í stjórn sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sem einnig ber mjög fyrir brjósti hina „hagkvæmu vöruskipta- verzlun" við Ungverjaland, þótti nauðsynlegt að koma til liðs við þá í Morgunblaðinu í gær, og það því fremur, sen hitt aðalstjórnarblaðið, Tíminn, hefur ekki treyst sér til ann- ars en taka alveg hispurslaust undir þá rökstuddu gagnrýni, sem Alþýðubiaðið hefur hald- ið upp.i á þessi hneykslanlegu viðskipti. :Jí Ólafur Jónsson, formaður í stjórn sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sem er annar að alaðilinn hér á landi að hinni „hagkvæmu vöruskiptaverzl- un“ við Ungverjaland, með því að sölumiðstöðin er selj- andi fisksins, sem kommúnist- ar kaupa hveitið fyrir, segir, að „sagan um ungverska hveitið“ sé að vísu mjög vel fallin til að blekkja „fávísa neytendur“, eins og hann kemst að orði, sem „aðeins ein blína á aurana, sem úr budd- unni fara“, en „gera sér litla grein fyrir, hver er raunveru- leg undirstaða veraldlegrar vel ferðar þeirra“, svo að orð ÓL- afs Jónssonar um íslenzka neytendur séu enn við höfð. En þessum vesalingum segir hann nú í Morgunblaðsgrein sinni í gær það sama og Þjóð- viljinn hefur sagt þeim undan- farið, að hér sé um „hagstæða verzlun að ræða, miðað við hag landsmanna í heild“; og fær- ir hann fram því til sönnunar verðið, sem sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hafi fengið fyr ir fiskinn, svo og það magn, sem fyrir hann hafi fengizt af ungversku hveiti. Neitar hann því að vísu ekki, að ungverska hveitið sé nokkuð dýrt miðað við hveiti frá Kanada, — 35% dýrara, segir hann sjálf- ur, þó að Ólafur Thors viður- kenndi hins vegar fyrir jól, að verðmunurinn væri 44,8%. En af slíkum verðmun hefur hann bersýnilega engar áhyggjur frekar en kommúnistar. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna fær sitt fyrir fiskinn og kommún- istar sitt fyrir hveitið. Og hver efast þá lengur um, að hér sé um „hagstæða verzlun að ræða, miðað við hag landsmanna í heild“? En þá kemur bara þriðji að- ilinn til sögunnar „fávísir neytendur, sem aðeins ein- blína á aurana, sem úr budd- unni fara“, og eru alls ekki vissir um, að þessi verzlun sé svo hagstæð fyrir þá, sem Ól- afur Jónsson segir. Þeir sjá, að vísu, að sölumiðstöð hrað- frystihúsanna muni með þess- um vöruskiptum við Ungverja land losna við fiskinn fyrir sæmi’.egt verð og að komm'ún- istar muni hafa álitlegan hagn að af sölu hins rándýra ung- verska hveitis. En þeir kæra sig bara ekkert um það, að verða fyrir þessa „hagkvæmu vöruskiptaverzlun“ sölumið- stöðvarinnar og kommúnista að kaupa lélegt ungverskt hveiti mánuðum saman fyrir 35—45 % hærra verð en það, sem ágætt og fáanlegt hveiti frá Kanada nú kostar. Slíka verzlun telja þeir lítið hag- stæða fyrir sig, þó að hún kunni að vera hagstæð fyrir sölumið stöð hraðfrystihúsanna og fyr- :r kommúnista: og Ólafur Jónsson verður áreiðanlega að gera betur en í Morgunblaðs- grein sinni í gær, ef hann ætl- ar að sannfæra neytendur um hið gagnstæða. Það þýðir nefnilega ekkert í þessu sambandi að vera að fimbuifamba um , hagstæða vöruskiptaverzlun", eins og lcommúnistar hafa verið að gera og Ólafur Jónsson gerir einnig nú. Menn spyrja: Hag- kvæma vöruskiptaverzlun fyr ir hvern? Og þá liggur það í augum uppi, að vöruskipta- verzlun, sem til þess leiðir, að allur almenningur hér innan Lands verður mánuðum saman að kaupa lélegt ungverskt hveiti 35—45 % dýrara en ágætt hveiti, sem fáanlegt er frá Kanada, er síður en svo hag- kvæm fyrir hann. Þvert á móti þýðir slík verzlun fyrir al- menning stóraukna dýrtíð, eins og um nýja gengislækkun væri að ræða. Og þetta leyfa kommúnistar og Ólafur Jóns- son sér að vera að gylla fyrir þjóðinni af því að þ e i r græða á þessum viðskiptumi Alþýðublaðið hefur áreiðan- iegar heimildir fyrir því, að ungverska hveiti.ð, sem inn verður flutt í skiptum fyrir fiskinn frá sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, muni nema um 3500 lestum. Sé það rétt, sem Ólafur Jónsson segir, að verð þess verði 35% hærra en það sem nú er greitt hér fyrir hveiti frá Kanada, þá hækkar hvert kíló hveitis um hvorki meira né minna en 95 aura, eða úr 'kr. 2,70 upp í kr. 3,65 kílóið, þegar ungverska hveitið kemur á markaðinn. Með öðr- um orðum: Skatturinn, sem lagður er á íslenzka neytendur með innflutningi og sölu 3500 lesta af ungversku hveiti mun koma til með að nema hvorki meira né minna en 3 325 000 — þremur milljónum og þrjú hundruð tuttugu og fimm þús- und — krónum! Svo miklu dýrara verður það en sama magn af miklu betra hveiti, sem fáanlegt er frá Kanada! Þetta er, sem sagt, miðað við þann verðmun ungverska og kanadíska hveitisins, sem Ól- afur Jónsson viðurkennir. En sé hann meiri, eins og Ólafur Thors sagði fyrir jólin og full ástæða er til að halda, ekki sízt eftir að við erum nú komnir í alþjóða hveitinnkaupasam- bandið og getum þess vegna fengið ódýrara hveiti frá Kanada en áður, verður skatt- urinn, sem lagður er á íslenzka neytendur með ungverska hveitinu, ennþá gífurlegri. Þannig lítur hún þá út, fyr- ir neytendur, þessi „hag- kvæma vöruskiptaverzlun“ við Ungverjaland, sem kommún- istar og Ólafur Jónsson eru að reyna að gylla fyrir þeim. En sem sagt: Fyrir Ólaf og komm únista, sem græða stórfé á þessum viðskiptum, horfir mál ið vitanlega öðruv isi við. Skipulagsleysi veldu'r aívinnuleysi og tjóni. — Stórvirk fyrirtæki aðgerðalaus. —- Kappsigling, sem getur valdið kollsiglingu. — Fisksalan í bænum enn. TOGARARNIR OKKAR selja vel í Englandi um þess- ar mundir. Vélbátarnir hafast ekki að. Útgerðarmenn eru í einhvers konar verkfalii. Það er alitaf stopp einhvers staðar í ; I þessum helzta atvinnuvegi okk-' ar. Ég skal játa, að ég hef ekki mikið vit á sjávarútvegsmálum.' En sem ómenntaður alþýðumað ur á þessu sviði finnst mér að ( eitthvað sé bogið við skipulag þeirra mála — og að það hljóli; að verða dýrt fyrir þjóðina áð- ur en langt um líður. FISKIÐJCVER RÍKISINS er mikil stofnun og vegleg. ÞaS mun hafa kostað allt að 10 mill jónum króna, en það vahtar allt j af verkefni, hráefni til þess að j geta. starfað að fullum krafti. ; Fyrir nokkru er lokið við að byggja eina fullkomnustu síld- arverksmiðju landsins í Örfiris- ey — og mun hún eftir því, sem mér hefur vsrið sagt, kosta um tvo tugi milljóna. Þessa verk- smiðju er ekki hægt að reka af fullum krafti vegna þess að hana vantar verkefni. Þó er það ekki vegna þess eins að ekki veiðist síld, því að svona verk- smiðja vinnur úr fleiri fiskteg- undum. HÉR ERU ÞVÍ tvö fyrirtæki, sem reist hafa' verið með ærn- um tilkostnaði, upp undir 30 milljónir munu þau bæði hafa kostað. En þegar þau eru kom- in upp standa þau að miklu leyti óvirk vegna hráefnaskorts. Á sama tíma ganga hundruð verkamanna atvinnulaus, en öll stórvirkustu framleiðslutæki til sjávarins eru samtímis sett t’I að afla fyrir einn markað. Veld- ur það ekki offramleiðslu á þennan markað og' þar með verð hruni áðúr en við er litið? Ég ber aðeins spurninguna fram og svara henni ekki. Vel mættu þeir, sem vit hafa á, gefa svarið. VITANLEGA ER ÞAÐ óhæft ástand að vélbátaflotinn skuli ekki geta haíið vertíð. En um leið og sú staðreynd er viður- kennd, vaknar spurningin um það hvort skipulagsleysi sé ekki ríkjandi í þessum málum öll- um. Er það ekki hættulegt að setja til dæmis alla togarana samtímis á ísfiskveiðar fyrir enskan markað? VÆRI EKKI HEPPILEGRA að dreifa kröftunum, þannig að reynt væri að halda sem mestu, skipta um skip á ísfiskveiðum, láta einhvern hluta flotans stunda karfaveiðar fyrir verk- smiðjurnar? ALMENNINGIJR IIUGSAR Olíufélögin og olíuverzlunin. OLÍUVERZUNIN . hefur verið mjög til umræðu í blöðum og manna á meðal undánfarið. Þarf þetta raunar engum að koma á óvart, þar sem þessi verzlun hefur aukizt stórkost lega undanfarin ár vegna gíf- urlegrar fjölgunar skipa og flugvéla, bifreiða, landbúnað- arvéla og annarra olíuhreyfla í landinu. Var því næscum eðlileg afleiðing þessarar út- þenslu, að nokkur átök yrðu um þessi viðskipti. sem í cenn eru mikil og trygg TVÖ RÓTGRÓIN fyrirtæki hafa setið að bróðurparti olíu verzlunarinnar til skamms tíma. Nú hefur hið þriðja bætzt í hópinn, Olíúfélágið h.f., og er það fyrsta slíkt fé- lag, sem má heita alísienzlu, stofnað af íslendingum fyrir íslenzkt fé. Enda þótt félagið kaupi vörur sínar af Standard Oil, er jafn fráleitt að kenna það við erlendan olíuhring og það væri að kalla Morgun- blaðið brezkan fréttahring, af því það kaupir fréttir af Reuter. SAMKEPPNI olíufélaganna hefur farið á þá lund, að Olíu félagið er nú orðið þeirra stærst, þótt jmgst sé, enda þótt hin hafi í engu rýrnað. Ber þetta glöggan vott þess, að félagið hafi verið í alla staði samkeppnisfært við hina eldri félög, og hefur sú sam- keppni, er það kom af stað, leitt til margvíslegra umbóta á dreifingarkerfi olíunnar um landið. FYRIR NOKKRU birti Þjóð- viljinn þá fregn, að Olíufé- lagið hefði gerzt sekt um stór fellt verðlagsbrot. Var brátt upplýst, að athugun á þossum ákærum væri á byrjunarstígi, og hefði tafizt vegna fjarveru forstjóra fyrirtækisins. Morg- unblaðið, sem venjulega lítur ekki á Þjóðviljann sem sér- lega öruggt heimildarblað um viðskiptalíf lándsins, féll að þessu sinni í faðm Icommún- ista og dæmdi félagið þegar sekt um það brot, sem Þjóð- viljinn bar á það, enda þótt rannsókn sé varla byrjuð. Venjulega er svo, að verðlags mál hafa verið rannsökuð, áð ur en þau verða að blaðamál- um, svo að ekki þarf að efast um eðli málsins, en svo er ekki að þessu sinni. Hiýtur sá grunur því að koma upp, er blað dómsmálaráðherrans kveður upp slíkan dóm á und an dómstólunum, að tilgangur inn sé ekki sá að þjóna rétt- lætinu, heldur að klekkja á óþægilegum keppinaut hinna eldri olíufélaga. ÞESS BER AÐ VÆNTA, að Olíufélagið hreinsi . sig af þeim áburði, sem það heíur orðið fyrir, ella bíður þass harður dómur þjóðarinnar og því harðari, sem samvinnu- félögin eru stærsti eigandi fé lagsins. En það er hlptverk réttra yfirvalda í landinu að dæma ufn það mál, en ekki hinna furðulegu bsndanianna í þessu máli, Morgunblaðsins og Þjóðviljans. UM ÞETTA LEYTI hefur OIÍu- félagið lækkað benzínverð á Akranesi. Jafnvel þetta notar Morgunblaðið til árása á fé- lagið, enda mun slíkt koma verr við skjólstæðinga blaðs- ins en nokkuð annað í þess- um efnum. Þó liggur xyrir yf irlýsing verðgæzlustjóra þess efnis, að benzínverð á Akra- nesi hafi ávallt verið sam kvæmt verðlagsákvæðum, en hafi nú breytzt vegna nýrrar reglu, sem fjárhagsráð hefur gefið út. Lækkar verðið vegna þess að flutningskostnaður frá stöð Olíufélagsins í Hvalfirði er minni, og hafa hin félögin séð sér þann kost vænstan að gera hið sama. ÞEGAR FJARLÆGÐIR eru þannig látnar hafa áhrif á benzínverðið, liggur það í augum uppi, að Olíufélagið ætti að hafa rétt til hærra benzínverðs í Reykjavík, af því að það hefur meiri flutn- ingskostnað frá Hvalfirði en hin félögin frá stöðvum sín- urn í útjaðri bæjarins. En þetta hefur Olíufélagið aldrei farið fram á, og geti það með mjög mikið um þessi mál ein- mitt nú og það gerir hann fyrst og fremst vegna þess að at- vinnuleysið er þó nokkuð m k- íð. Væri vel ef þeir, sem hafa þessi mál með höndum, rann- sökuðu hvort ekki væri hægt að skipa þeim á annan hátt til hagsmuna fyrir alla þjóðina? FISKSALARNIR á Víöimél 35 og í Fiskbúðum Hafiiða Baldvinssonar segjast hafa haft nýjan fisk undan farið Hafa þeir sameiginlega bát með Sæ- björgu. Þessa er getið af gefnu tilefni. Leiðrétfing í FRÁSÖGN blaðsins í gær af umræðum ,á Alþingi um frumvarp Alþýðuflokksins um atvinnustofnun ríkisins var sú prentvilla, að „20 vistmenn" á Reykjalundi hefðu á síðast- iiðnum 6 árum framleitt vörur fyrir 8 millj. kr., en átti að standa „vistmenn". Þeir éru nú 90 að tölu og hefur farið fjölg- andi undanfarin ár. flutningskostnaði frá , Hval- fjarðarbotn selt benzín á nú- verandi verði í Reykjavík og á Suðurlandi, hljóta hin félög in, sem ekki hafa þann kostn- að, að græða stórfé á því að selja benzínið sama verði. Væri í því sambandi fróðlegt að fá vitneskju um það frá Morgunblaðinu, hvers vegna skjólstæðingar þess selji ekki benzín lægra verði í Reykja- vík, eins og Olíufélagið hefur oroið til að læklca veroið á Akranesi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.