Alþýðublaðið - 18.01.1951, Page 5
Fiinmtudagui* 18. janúar 1951.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Bjarnadóftín
ERINDIÐ, sem hér birtist, örlítið stytt, flutti frú
Bjarnveig' Bjarnadóttir í ríkisútvarpinu síðast liðinn
mánudag, í dagskrárlig þess um daginn og veginn. Er-
indií) vakti mikla athygli og hafa Alþýðublaðinu borizt
mörg tilmæli um að freista þess að fá það til birtingar.
Hefur höfundurinn nú góðfúslega 'eyft blaðinu að birta
það í dálkum sínum.
OG NÚ ER BYRJAÐ nýtt
ár. Ég las í dagblaði, að það ó- |
trúlega hefði skeð, að aðeins (
f jórir menn voru teknir úr um-;
ferð á gamlárskvöld sökum öl-1
æðis og stungið inn í kjallara 1
lögreglunnar — Þetta gamlárs 1
kvöld kvað hafa verið það ró-;
legasta í fjölda mörg ár. Spá j
ýmsir, að hér sé um að ræða
hugarfarsbreytingu 'hjá fólki.
Og færi betur, að svo væri, því
og margir hafa haft af því á-
hyggjur miklar og margvísleg-
ar, hve Bakkus hefur verið
dýrkaður mikið undanfarin ár,
— ekki sízt foreldrarnir, sem
horft hafa upp á það, að efni-
leg börn þeirra yrðu honum að
bráð.
En mörgum brá í brún, beg-
ar eitt af dagblöðum bæjarins
birti þá fregn nýlega, að ýmis
af aðalíþróttafélögum bæjarins
hefðu stórfelldar vínveitingar
á skemmtunum þeim, sem fé-
lögin halda. Mörgum varð á að
spyrja: „Hverjum er nú að
treysta?11 Kjörorð félaganna
hefur verið: „Heilbrigð sál í
hraustum líkama.“ Foreldrarn-
ir hafa hvatt unga fólkið til
þess að ganga í íþróttafélögin
og ætlazt til, að þangað sæktu
þau þrótt og heilbrigði, and-
lega og líkamlega. —- Það er
engin furða, þó að margur yrði
hissa. En þegar málið upplýst-
Ist betur, var helzt að sjá, að
sökin væri einnig að finna hjá
sumum stjórnendum samkomu
húsanna. Þeir leigja salarkynn-
in ekki öðrum en þeim, sem
leggja á borð með sér vínveit-
ingaleyfi. Eklcert tillit er tekið
til þess, þó að æskufólk eigi í
hlut, aðeins hugsað um það eitt,
að ná inn sem mestum gróða í
aðra hönd, hvernig svo sem
hann er fenginn. Það er engin
furða, þó að ástandið sé ömur-
legt, þegar þannig er í pottinn
búið.
Ég held, að gestir, sem neyta
ekki áfengis, séu í meðallagi
vel séðir á skemmtunum veit-
ingahúsanna, að minnsta kosíi
sumum þeirra. Kvöld eitt fór
kunningi minn ásamt vini sín-
um á skemmtun í eitt af aðal
veitingahúsunum hér. Þeir eru
báðir bindindismenn og hugð-
ust sitja yfir kaffibolla eða öl-
glasi, því að þeir voru búnir að
kaupa aðgöngumiða að
skemmtuninni. Allt gekk vel í
fyrstu. Þarna ríkti glaumur og
gleði, og dansinn dunaði dátt,
,og tóku þeir þátt í honum. En
þeim brá í brún, þegar þeir
.komu að borðinu eftir einn
dansinn og sáu, að borðið var
þéttskipað af fólki, sem þeir
könnuðust ekki við. Piltunum
var sagt kurteislega, að nú
væri borðið ætlað öðrum en
þeim. Þeir mölduðu í móinn;
fannst þetta súrt í broti. En
allt kom fyrir ekki. Þeir hypj-
uðu sig út.
Fyrir nokkru var ég boðin
rneð góðu kunningjafólki mínu
í máltíð að kvöldi dags í eitt
af veitingahúsunum hér í borg.
Vinkona mín átti afmæli. og
var það tilefni boðs þessa.
Þegar búið var að bera okkur
súpuna, kom þjónninn, prúð-
mannlegur og kurteis, til okk-
ar og sagði vig þann, sem beðið
hafði um matinn: „Afsakið,
herra. Var það eitthvert sér-
stakt vín?“ — En ætlun okkar
var ekki að setjast að vín-
drykkju, þó að við skryppum
kvöldstund inn í veitingastað.
— En við skildum,' hvers af
okkur var vænzt.
Ég hef heyrt, að þegar kvölda
tekur, sé töluverður greinar-
munur gerður á gestum þeim,
rem sækja veitingastaðina.
Kváðu þeir sitja í fyrirrúmi,
sem víndrykkju stunda.
I október síðast liðnum voru
gefin út fyrirmæli af mennta-
málaráðherra, Birni Ólafssyni,
sem allir hugsandi menn og
konur eru honum mjög þakk-
lát fyrir. Fyrirmælin eru þau,
að algerrar reglusemi er kraf-
izt af nemendum og kennur-
um opinberra skóla.
Það er opinbert leyndarmál,
að vínneyzla hefur verið all-
mikil á skólaskemmtunum ung-
linganna undanfarin ár. Marg-
ir foreldrar, sem sent hafa
reglusöm og mannvænleg börn
sín í skólana, hafa haft áhyggj
ur af þessum skemmtunum og
fundizt þær allt of tíðar. En
foreldrarnir virðast ekki ráða
þar neinu um, — þeirra álits
er aldrei leitað um þá hluti.
Það virðist vera lítil samvinna
milli skóla og foreldra.
Ég gleymi aldrei atviki, sem
ég var áhorfandi að á skóla-
skemmtun hér í bænum. Þetta
kvöld var veður mjög fagurt.
Bjartviðri og blæjalogn. Ég
gekk út mér til hressingar.
Gekk ég fram hjá unglinga-
skóla nokkrum. Á efri hæð
skólans var gleðskapur mikill,
músik og dans í hálfrökkri. Ég
staldraði við og leit upp í glugg-
ann. Var stór gluggi opinn, og
á gluggakistunni vóg salt ung-
ur, laglegur piltur, dauða-
drukkinn. Brjóstið, höfuð og
handleggirnir héngu lífvana út
um gluggann. Pilturinn gat á
hverri stundu dottið út íyrir og
af því hlotizt mikið slys, því
að fallið var hátt. Eftir dálitla
stund greip í hann sterkleg
hönd, og heyrði ég að sagt var
með drafandi málrómi:
„Heyrðu, lagsi. Ertu dauður?“
Pilturinn var dreginn inn fyrir
— honum var borgið.
Síðar frétti ég af dansleik
þessum. Kennari skólans gætti
þess, að ,allt færi fram með ró
og spékt, og að vín væri alls
ekki haft um hönd. En nokkrir
drengjanna' léku á kennarann.
Komu þeir sér saman um, að
aðdrættir vínfanga á skóla-
skemmtun þessa skyldu fara
fram inn um opinn gluggann.
Voru vínflöskurnar dregnar upp
í taug, og býst ég við, að lag-
legi drengurinn dauðadrukkni
olaldakjöt
í 1—2 kg. pökkum:
Steik.
Smásteik
í gluggakistunni hafi verið sá,
sem tók á móti, og hafi tekið
drjúgan toll af. j
Það væri óskandi, að reglu-
gerð ráðherrans bæri tilætlao-
an árangur, hva’ð snertir vín-
neyzlu í skólum. i
Ég held mér finnist fátt eins
óhugnanlegt og að sjá mann-
vænlegt æskufólk ölótt. Ég skil
ekki í því háttalagi, að meina
því leigu á samkomuhúsunum,
nema því aðeins að vínveitinga
leyfi fylgi leigubeiðninni. Það
hefur a’drei þótt fallegt, að
leiða þá í freistni, sem veikir
eru á svellinu.
Margt skeður sorglegt á
skemmtistöðunum í sambandi ‘ -----------
vio vínveitingarnar. Það er eng regluna, því að betra væri fyr- ið úr býtum meðan á því stóo.
lnl*. fnrða’.Þ° að foreldrarmr , ir hann ag Hggja í „kjallaran-; Nú hefur hann fullt kaup. En
ha í ahyggjur miklar og marg- um« en fyrir hunda og manna í bæði eru fátæk, og margt þarf
Samband ísl. samvinnufélaga.
Sími 2678.
r, ve§na örlaga sona sinna og fótum f húsasundi. En ég gat
dætra. einhvern veginn ekki komið
mér að því, að láta lögregluna
Það rífjast upp fyrir mér ann hirða hann- sá mikið eftir
að raunalegt atvik. Það var fag Þvi>' hafa ekki gert það.
urt vorkvöld. Eitt af fegurstu
vorkvöldunum í Reykjavík. Mér hefur orðið tíðrætt um
Ég var á gangi með móður áfengismálin hér í borg. En
minni. Gengum við Lækjargöt • hugleiðingar um þau, hvörfluðu
una, og ætluðum að stytta okk að mér, eftir lestur greinar
ur leið að Austurvelli. Fórum þeirrar í dagblaðinu, sem birti
við gegnum sund, sem lá þar á þá fregn, að stórfelldar vín
milli húsa. í þessu baksundi er
fornfálegt og gamalt hús. Upp
við húsvegginn studdist góð-
iegur dauðadrukkinn 17 ára pilt
ur. Hann húkti þarna einn og
yfirgefinn — svo sorglega ein-
mana í þessu ömurlega ástandi.
Við gengum til hans, og yrtum
á hann. Mér skildist á honum,
að hann hefði setið að drykkju
með félögum sínum í veitinga-
húsi þar skammt frá, og þeir
svo yfirgefið hann. Ég spurði
piltinn, hvort við ættum ekki
að ná í bíl, og hjálpa honura
heim. En þá fékk hann málið,
og mælti: „Mamma og pabbi
eru skilin. Mér þykir svo und
ur! vænt um mömmu mína.
Hún vill allt gera fyrir mig. En
ég hef komið drukkinn heim,
og hún hefur ekki fundið að
því við mig, en ég hef séð hana
gráta yfir því, — Ég get ekki
horft upp á mömmu mína gráta.
Ég fer ekki heim“. Við spurð-
um drenginn, hvort hann vildi
koma heim með okkur. En það
var ekki viðlit. Við urðum að
skilja hann eftir þarna, í vesal
dómi sínum og einmanaleik. Ég
var að hugsa um að kalla á lög
veitingar færu fram á vegum
íþróttafélaganna. Það er sorg
legt, að þetta skuli koma fyrir,
um líkt leyti og bindindiseftir-
lit er hafið í skólunum.
Við íslendingar setjum met
í ýmsu, þótt smáir séum. Eitt
metið erum við að nálgast. Hér
kvað fjórða hvert barn, rem nú
fæðist, vera óskilgetið. Ýmsar
eru víst ástæðurnar. Ég nefni
hér eina, sem vert er að gefa
gaum að, og fulltrúar okkar á
alþingi geta hæglega ráðíð bót
á.
Allir vita, hvað skattaálög-
urnar eru orðnar þungar. Þær
eru því valdandi, að oft er erf-
itt fyrir ungt og efnalítið fólk,
að gifta sig, um leið og það
skapar sér heimili. Unga fólk-
ið hefur uppgötvað það, að fjár
hagslega séð, er heppilegra fyr.
ir það, að búa saman ógift en
gift. Unga stúlkan stundar at-
vinnu, og hún heldur áfram að
vinna utan heimilisins, þótt hún
stofni bú með piltinum sínum.
Pilturinn er ungur, og hefur
nýlokið einhverju námi — til
dæmis, iðnnámi, og borið lít-
Barnaskólar hyggðir fyrir 33
milljónir á þremur árum
SÍÐAST LIÐIN ÞRJÚ ÁR hafa verið bygg’ðir barnaskólar
og skólastjóraíbúðir fyrir samtals 33 milljónir króna, og áætlað
er að á þessu ári muni vera þörf á að verja um C milljónum
króna til bessara framkvæmda.
Frá 1947 hefur verið byrjað
á byggingu 10 skólahúsa í kaup
stöðum. Tvö eru enn í smíðum,
en hin eru fullgerð. Áfallinn
kostnaður við þessar bygging-
ar er um 14,7 milljónir króna
og áætlaður kostnaður á þessu
ári um 4 milljónir.
Utan kaupstaða hefur verið
byrjað á byggingu 27 skóla-
húsa og 3 hafa verið endur-
bætt. 13 þessara húsa eru full-
gerð og 11 að mestu leyti. 31 þúsund krónur.
skólahús eru skemmra á veg
'komin. Áfallinn kostnaður við
þessar byggingar nemur 16,5
milljónum króna og á þessu
ári er áætlaður kostnaður 1,7
milljónir.
Þá hafa verið byggðir 11
skólastjórabústaðir frá 1947,
þar af eru 10 fullgerðir og
einn er í smíðum. Kostnaður
við þá nemur 1,6 milljónum
króna og til viðbótar er áætl-
að að þurf.i á þessu ári 119
að kaupa til búsins, og .allir
hlutir dýrir. Ef prestur leggur
blessun sína yfir ungu stúlk-
una og piltinn, þýðir það: haérri
skatt. En stúlkan og pilturinn
eignast ef til vill erfingja, áð-
ur en langt um líður. Éftir hæíi
legan tíma, er barninu komið í
fóstur á daginn, svo að unga
stúlkan geti hjálpað til, að afla •
til búsins. Þessi börn eru köll-
uð óskilgetin börn, og hefur
töluvert verið á fjölda þeirra
minnzt í dagblöðunum.
Að nokkru leyti er skattalög
gjöfinni hér um að kenna. Ef
gift kona vinnur utan heimilis,
eru tekjur hennar lagðar við
tekjur mannsins. Árangurimi
er: stórauknir skattar. En sjálf
sagt er, að skattleggja hjón,
hvort í sínu lagi.
Einn fulltrúi okkar kvenna á
alþingi, frú Soffía Ingvarsdótt
ir, flutti frumvarp um skatta-
mál hjóna. Það virðist ekki fá
sérstaklega góðan byr undir
vængi. Yrði það þó ekki síður
í hag karlmanna, en kvenna, ef
það yrði að lögum. Og frum-
varp þetta verður að ná fram
að ganga. Við eigum að gera
ungu fólki kleift að stofna bú,
og gifta sig. Skattalöggjöfin.
má ekki vera slíkur refsivönd-
ur, að gifting sé umflúin, vegna
hræðslu við hana. Ungt, efna-
lítið fólk, sem giftir sig og á
börn, á frekar að styðja en
hundelta, þó að unga konan
leggi það á sig, að vinna, jáfn
framt heimilisstörfunum, útan
heimilis, fyrir daglegum þörf-
um lífsins. — Og svo 1 ofaná-
lag að heyra það, að barnið
hennar sé óskilgetið. — Ég
spurði einu sinni unga indæla
stúlku, sem bjó með piltinum
sínum, hvers vegna þau giftu
sig ekki. Ég vissi, að þau vom
bæði mjög siðavönd. Unga stúlk
an svaraði: „Við verðum að
vera gift fyrir guði. Við höfum
ekki efni á, að vera gift fyrir
mönnum".
Það mun álit flestra, að hér
sé farið inn á mjög varhuga-
verða braut, bæði frá siðferð-
is- og þjóðfélagslegu sjónar-
miði séð, o.g er það nú, á valdi
fulltrúa okkar á alþingi, að
ráða bót á þessum málum, svo
vel megi við una.
Nú er tíma mínum senn að
verða lokið. Mig langar að síð-
ustu, að minnast á mikinn leik
listarviðburð hér í borg. Það er
sýningin á „Marmara“, hinu
stórfenglega leikrit Guðmund-
ar Kambans. Ég held, að ég
Framh. á 7. síðu. •