Alþýðublaðið - 20.03.1951, Side 4

Alþýðublaðið - 20.03.1951, Side 4
i ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Þriðjudagur 20. marz 1951 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími 4900. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Skömm Framsóknar. VINNUYEITENDUR settust í gær á rökstóla hér í Reykja- vík til að skipuleggja andstöðu við þá sanngjörnu og sjálfsögðu kröfu alþýðusamtakanna, að full vísitela sé greidd á kaup. Hér er því um að ræða eins konar herráð gegn verkalýðs- hreyfingunni, enda dró Vísir enga dul á það í frétt sinni um ráðstefnuna á laugardag. En vinnuveifendur eru hér ekki einir að verki. Ríkisstjórn aft- urhaldsflokkanrTa styður þá með ráðum og dáð. Þessu til á- herzlu ávö«puðun tveir ráðherr anna herráðsfund vinnuveit- endanna við setningu hans í gær. Fyrir valinu urðu Stein- grímur Steinþórsson forsætis- ráðherra og Björn Ólafsson við- skiptamálaráðherra. Það er ekkert undarlegt, þó að Björn Ólafsson gangi fyrir þessa ráðstefnu vinnuveitenda og flytji henni skoðanir sínar. Hann á þar heima. Hitt mun vekja furðu, að Steingrímur Steinþórsson sláist í fylgd með honum og telji sig eiga þangað það erindi að veita atvinnurek- endavaldinu lið gegn verka- lýðssamtökunum. En þegar bet- ur er að gætt, mun naumast við öðru að búast. Framsóknar- flekkurinn er í pólitískum á- lögum og þjónar afturhaldinu af engu minni áhuga en íhaldið. Það er því aðeins ný sönnun um óheillaþróun hans og lán- leysi, að ráðherra úr liði hans gengur nú fyrir ráðstefnu at- vinnurekenda við hlið heildsal- ans Björns Ólafssonar til að á- varpa hana og gefa henni ráð um, hvernig haga skuli barátt- unni við verkaiýðinn og laun- þegana. Hitt er ömurlegt, að Steingrímur Steinþórsson skyldi veljast til þessa verks í umboði Framsóknarflokksins. Þessi ganga hefði óneitanlega betur hæft Hermanni Jónas- syni en Steingrími Steinþórs- syni. * Sú var tíðin, að Steingrímur Steinþórsson þótti einn af frjáls lyndustu og víðsýnustu mönn- um í opinberu lífi íslendinga. Hann bar raunar ekki gæfu til þess að verða jafnaðarmaður, eins og hugur hans forðum stóð til, enda þótt Þorgils gjallandi hvetti hann til að stíga það spor og teldi, að hann yrði þá maður að meiri. Steingrímur skipaði sér undir merki bænda- samtakanna og samvinnuhreyf- ingarinnar og gat sér mikinn og góðan orðstír í sókn og vörn fyrir Framsóknarflokkinn, meðan hann hélt trúnaði við stefnu sína og hugsjón. Alþýðu- flokkurinn átti á þeim árum á- nægjuleg samskipti við Stein- grím Steinþórsson. Hann var þá umbótasinnaður hugsjóna- maður og drenglundaður sam- starfsmaður. En það varð ógæfa Steingríms, að hann valdist til þess hlutskiptis að skipa for- sæti afturhaldsstjórnarinnar, sem nú er við völd. Síðan er hann sem stjórnmála- maður gerbreyttui’. Hann hefur gengið fram fyrir skjöldu afturhaldsins í því að knýja fram ýmis óþurftarmál þess og leitt Framsóknarflokkinn lengra og lengra út á foraðið, þar sem hann er nú staddur. Og í gær skeði sá ömurlegi at- burður, að Steingrímur Stein- þórsson lét Hermann Jónasson og Eystein Jónsson hafa sig til þess að ganga á fund ráðstefnu atvinnurekendanna í fylgd Björns Ólafssonar og ávarpa hana, þegar hún settist á rök- stóla til þess að skipuleggja baráttuna gegn alþýðunni og launþegunum, fólkinu, sem forðum vann með Framsóknar- flokknum, meðan hann var og hét. Það er sárt að sjá slíkan mann sem Steingrím Steinþórs son gerast pólitískan förunaut Björns Ólafssonar og ráðunaut atvinnurekendavaldsins á her- ráðsfundi þess. En skýringin er auðfundin, ef hennar er leitað. Óheillaþróun Framsóknar- flokksins er orðin svo víðtæk og átakanleg, að Steingrímur Steinþórsson verður að vinna þetta verk í umboði hans, þó að hann glati með því sæmd sinni. Þeir fylgjendur Framsóknar- flokksins, sem trúað hafa því til þessa, að hann væri enn sá, sem hann forðum var, þurfa nú naumast frekari vitna við. Flokkurinn hefur dæmt sig sjálfur. íjí Þetta eru efndirnar á því loforð var endurtekið af Stein- fyrir síðustu kosningar, að hann vildi vinna með verkalýðs- hreyfingunni í landinu. Það lofurð var endurtekið af Stein- grími Steinþórssyni, þegar nú- verandi ríkistjórn tók víð völd- um. Þá lýsti hann yfir því í á- heyrn þjóðarinnar, að stjórn hans vildi hafa samráð við al- þýðusamtökin og taka tillit til þeirra. Þetta voru fögur orð. En þeim fylgdi ekki meiri al- vara en það, að nú hefur rikis- stjórnin samráð við atvinnu- rekendavaldið gegn verkalýðn- um og tekur óskorað tillit til þess. Alþýðusamtökin hafa ekki á- stæðu til þess að áfe'.Iast Björn Ólafsson og flokksbræður hans í ríkisstjórninni fyrir fjandskap í sínn garð. Þau áttu ekki á öðru von úr þeirri átt. En sannar- lega gátu þau vænzt þess, að Framsóknarflokkurinn léti annað og betra af sér leiða en að ganga á bak orða sinna og svíkja öll loforð sín jafn blygð- unarlaust og nú er komið á daginn. Alþýðusamtökin í land- inu munu að sjálfsögðu- heyja til sigurs baráttu þá, sem fer í hönd. En það er sárt að sjá mann eins og Steingrím S.tein- þórsson fremstan í fylkingu andstæðinganna, þó að skömm Framsóknarflokksins hafi að vísu verife vituð áður. Z( skógræklarfé- lög eru nú starf- andi hér á landi TUTTUGU OG SEX skóg rækíarfó'.ög eru nú stax-fandi hér á landi. HiS elzta þeirra er Skógræktarfélag EyfirSinga, sem var stofnað 11. maí 1939, eSa hálfum öðrum mánuði eldra en Skógræktarfélag Is- lands, sem var stofnað 27. júní það ár. Skógræktarfélögunum fjölg- að síðan smátt og smátt. Eitt var stofnað 1931, eitt 1933, tvö 1938, eitt 1939, þrjú 1940, tvö 1942, þrjú 1943, þrjú 1944, eitt 1945, tvö 1946, eitt 1947, tvö 1948 og tvö 1950. Flest fengu þessi félög styrk til starfsemi sinnar árið, sem leið; Skógræktarfélag íslands og Skógræktarfélag Reykjavík ur fengu 18 þúsund krónur hvort, Skógræktarfélag Eyfirð- inga 15 þúsund, Skógræktar- félag Suður-Þingeyinga 12 þús und, Skógræktarfélag Hafnar- fjarðar 10 þúsund og önnur 1000—7500 krónur. SVIR Söngæfing í kvöld kl. 8,30 Edduhúsinu við Lindargötu. Aðalfundur Byggingasamvinnufélags starfsmanna Flug- félags íslands h.f. og Loftleiða h.f. verður haldinn í Félagsheimili verzlunarmanna, Vonarstræti 2, miðh., mánudaginn 2. apríl kl. 20.30. STJÓRNIN. Mútukrafa lögregluþjónsins og félaga hans á hendur fornsalanum. — Sala strætisvagnanna. MÚTUKRAFA Iögregluþjóns- ins og félaga hans á hendur fornsalanum Hjálmtý Guð- varðarsvni hefur vakið mikla athygli og gremju alnxennings. Það er ekki óeðlilegt, því að skörin er farin að færast upxi í bekkinn þegar verðir laga og réttar fara að taka þátt í glrep- ÞAÐ ER EKKI óalgengt er- lendis, að upp komist um lög- regluþjóna, sem gerzt hafa sek- ir um trúnaðarbrot í starfi sínu. Nú alveg nýlega hafa um 10 lögreglumenn verið dæmdir í Kaupmannahöfn fyrir þátttöku í hinu svokallaða köngulóar- máli. Það er jafnvel ekki ótrú- um, bjóðast til að þegja og legt, að slík afbrot komi fyrir í hylja, ef þeir fái mútur. Þetta. stórum starfsmannahóp, þó að er nýtt mál hér á landi sem betur fer, því að ekki hefur áð- ur heyrzt um það, að lögreglu- hörmulegt sé, og þrátt fyrir ýtr ustu aðgæzlu er kannske ekki hægt að koma í veg fyrir það, að þjóuar gerðust sekir um slík af- . inn í fjölmennt lið slæðist mis- brot. indismenn, en nú eru lögreglu- ! þjónar hér orðnir töluvert á ÉG BÝST VIÐ, að ýmsir noti annag hundrað. nú tækifærið til þess að helia sér yfir lögregluna, gefa í skyn ÞETTA ER EKKI SAGT til að fleiri kunni að vera sekir, og Þess að verja lögregluna á neinn breiða út sögur um það. En ég hátt, heldur til þess að vara fólk vil vara almenning við að trúajvið því að gleypa við flugum því. Vitanlega verður sá lög- , þeirra manna, sem nota hverja regluþjónn, sem hér um ræðir,' átyllu til þess að gera lögregl- rekinn úr lögreglunni með skömm, dæmdur og bonum hegnt samkvæmt ströngustu á- kvæðum laganna, því að hér er um alvarlegt brot að ræða og stórhættulegt að sýna nokkra linkind. En ekki má falla skuggi; “ á lögregluna í heild fyrir afbrot þessa manns. Tímabœr áminning til fjárhagsráðs FULLTRÚARÁÐ VERKA- LÝÐSFÉLAGANNA í Reykja vík hefur nýlega skorað á fjárhagsráð að hraða sem mest veitingu fjárfestingar- leyfa fyrir þeim byggingum, sem leyfá á að byggja á þessu ári, svo að unnt sé að hefja vinnu við þær, undir eins og veðrátta breytist til batnaðar með vorinu. Þessi áskorun fulltrúaráðsins er ekki að ó- fyrirsynju fram komin. Reynslan hefur sýnt það und- anfarin ár, að dregizt hefur. mjög úr hömlu veiting leyf- anna og byggingarefni ekki komið til landsins af þeim á- stæðum fyrr en seint og síðar meir. Fyrir þessar sakir hafa fyrstu framkvæmdir við byggingarnar tafizt fram und- ir haust. En er vetur gengur í garð, er sjaldnast hægt áð vinna nokkuð að ráði við þær úti, og stöðvast vinnan þá alveg, ef ekki er svo langt komið, að halda megi áfram vinnu innan húss. ÞARFLAUST ER UM ÞAÐ AÐ RÆÐA, hversu miklu er heppilegra fyrir þá, sem éru að byggja, að vinnan geti gengið nokkuð jafnt og greið- lega og ekki séu tilfinnan- legar tafir vegna skorts á efni. Og ekki er það síður á- ríðandi -fyrir iðnaðarmenn og byggingaverkamenn. Atvinnu . leysi er mikið í þeim stéttum, og. því brýn þörf á því, að hægt sé að vinna úr því bygg- ingarefni, sem keypt er til landsins, sem jafnast árið um kring. ÞEIR, SEM KUNNUGASTIR ERU í þessum efnum, telja einnig, að atvinnuleysið hjá iðnaðarmönnum og bygginga verkamönnum stafi meðal annars af því, hve seint leyfi voru veitt á síðast liðnu ári. og nú krefst fulltrúaráð verkalýðsfélaganna þess, að sú sagan verði ekki látin endurtaka sig. ÞAÐ ER EKKI ANNAÐ SJÁ- ANLEGT en að fjárhagsráð geti sér að skaðlausu veitt tímanlega fjárfestingarlevfi fyrir öllúm þeim byggingum, sem á annað borð á að leyfa. Er ' riaumast hægt að verjast því að halda, að það sé ein- mitt ein af mörgum skyldum fjárhagsráðs að haga leyfis- veitingum þannig, að bygg- ingavinnan gangi sem jafnast og greiðlegast — nýbygging- ar geti hafizt þegar að vor- inu og sem fæstir þurfi að missa atvinnuna, þegar veður spillist að haustinu, af því einvörðungu, að ekki var hægt að koma byggingu nema tiltölulega fárra húsa svo langt áleiðis yfir sumarið, að innivinna gæti þá hafizt. VERÐUR ÞVÍ EKKI ANNAÐ SÉÐ en að fjárhagsráð hljóti að taka kröfu fulltrúaráðs- ins vel. Það er vissulega mik- ið í húfi. Víða um land er komið mikið atvinnuleysi, og allra bragða verður að leita til þess að koma í veg fyrir, að það breiðist enn út. I vetur hafa iðnaðarmenn og byggingaverkamenn orðið fyrir atvinnumissi vegna sein- lætis fjárhagsráðs við Ieyfis- veitingarnar í fyrra, og það eitt ætti að vei'ða því nægi- leg áminning til þess að bregðast skjótar við í ár, ekki sízt, er þeir, sem í þessum efnum vita bezt, hvar skór- inn kreppir að, hafa nú látið til sín heyra. una tortryggilega, manna, sem af einhVerjum dularfullum á- stæðum telja lögregluna sér allt af fjandsamlega. NÚ HEFUU borgarstjórinn auglýst eftir tilboðum í stræt- isvagnana. Það á að afhenda ein staklingum rekstur þeirra, Reksturinn hefur ekki gengið vel. Bæjarstjórrjin hefur van- rækt þetta nauðsynjamái Reyk- víkinga og með' auglýsingu sinni lýsir hún yfir því, að hún geti ekki annast stjórn þessa fyrirtækis. ALMENNINGUR mun fá að reyna það, hvaða þýðingu það hefur, að einstaklingar ráði yfir þessum samgöngutækjum. Hann mun fá að reyna það, eir.s og hann fær nú skarþefinn af dýr- j tíðaraukningunni. Einstaklingar munu seilast djúpt í vasa bæj- I arbúa, því að ekki býst ég við j að bæjarstjórnin tryggi það með ' samningum við þá, sem kaupa, ' að ekki verið okrað á almenn- I ingi. Úrslil á hand- knatlleiksmóf- inuí HANDKNATTLEIKSMÖT- INU lýkur í kvöld með úrslita- leikjum í meistaraflokki kvenna, 1., 2. og 3. flokki karla. Keppnin hefst kl. 8 e. h. í í- þróttahúsi I.B.R. við Háloga- land. Enn fremur fer fram leikur í 1. fl. karla: KR og SBR, en Ieik þessum var frestað þ. 16. marz. Ferðir verða frá Ferðaskrif- stofunni. ’.i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.