Alþýðublaðið - 25.05.1951, Page 7

Alþýðublaðið - 25.05.1951, Page 7
Föstudagur 25. maí 1951. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Félaig.slíf. Farfuglar 'ríJÓLREIÐAMENN. Hringferð uin Reykjavík á reiðhjóli. Lagt af stað frá Lækjartorgi kl. 10 á sunnudag og hjólað um Örfirisey, Gróttu, Álfta- nes, Vatnsenda, Klepp og Lækjartorg. Skotlandsfarar mæti í skrifstofunni í kvöld, VR Vonarstræti 4, kl. 8—10. FERÐAFÉLAG ráðgerir ÍSLANDS að .fara gönguför á Esju og líka gönguför á Skálafell næstkom. sunnudag. Lagt af stað kl. 9 árdegis frá Austur- velli. Ekið upp undir Esju og. gengið upp Bleikdal austur eftir fjallinu eða gengið upp Gunnlaugsskarð og þá austur á Hátind (909 m.), þá haldið vestur eftir fjallinu og niður að Mógilsá. — Hin ferðin er gönguför á Skálafell. Gengið á fellið austanvert (Skíða- skála KR), þá vestur í Svína- skárð og sunnan við Stardals- hnúk að Tröllafossi. Nú er haldið með Leirvogsá að Varmadal. Farmiðar seldir til hádegis á Íaugardag og við bílana. fer til Vestmannaeyja í kvölc úr eik með stoppaðri setu kr. 180.00. Enn fremur alls konar hús- gögn í fjölbreyttu úrvali. Húsgagnaverzlun Guðmunclar Guðmundssonaa Laugarveg 166. Skrafað og skrifað Frarnh. af 4. síðu um langt skeið hafði lifað á betli úti fyrir einni af aðal verzlunum borgarinnar. Við rétt arhöldin kom í Ijós, að maður inn fyrirleit ekkert eins og að vinna, en betlið, það var iðja við hans hæfi! — Það var held ur ekki óarðbært. Hann hafði að jafnaöi aflað á þennan hátt um 200 mörk á dag; hann bjó í fimm herbergja íbúð og ók í eigin bifreið til ,vinnustaðar ins“. — ík. — Þýzkalandsfaramir (Frh. af 1. síðu.) sem íslenzka knattspyrnuliðið bíður í Þýzkalandsförinni. Það var fyrst sigrað í Dússeldorf með 10; 0. Útbrefðsð Aijiýðublaðitiu! 3—5 skrifsfofuhirberfi óskast leigð nú þegar eða síðar í sumar, helzt í eða nálægt Miðbænum; Undirritaður gefur nánari upplýsingar. GUNNAR E. BENEDIKTSSON, lögfræðingur, Bankastræti 7, Símar 4033 og 4966. Augiýsendur Alþýðublaðsins, er æfla að koma augiýsingum í sunnudagsblaðið, eru vinsamlega beðnir að skila augíýsingahandrifum fyrír kl. 7 e. h. á fösfudag. r Arsþing Nordisk Hofel- og Resfauranfforbundeí haldið hér í júlí. DAGANA 2. til 5. júlí n. k. eru væntanlegir hingað til lands 14 ful’.trúar frá Norð- urlöndum til að sækja ársþing Nordisk Hotel- og Restaurant- forbund, sem haldið verður hér í Reykjavík dagana 6. til 12. júlí. AUs verða 22 í hópnum, bar af 8 eiginkonur fulltrú- an’na. Samband veitinga- og gisti- húsaeigenda annast mcttökur gestanna, en fulltrúar frá þeim samtökum hafa sótt ársþing undanfarinna þriggja áfa, sem hcldin hafa verið í Kaup- mannahöfn, Osló og Helsing- fors. Gestirnir eru þessir: Frá Danmörku: Hr. A. Vi’lads-Olsen og frú_ Hotel Kong Frederik, Kaupmanna- höfn, Hr. Ernst Weinold og frú, Grand Hotel, Kaupmannahöfn, hr. W. Kesby og frú, Hotel Richmond, Kaupmannahöfn, hr. cand. jur. Allan Hansen og frú. Frá Finnlandi: Hr. Jorma Soiro og frú, Hotel Torni, Hels ingfors, hr. eand. jur. Onni Salo_ og einn fulltrúi til við- bótar, sem ekkj er vitað um nafn ,á. Frá Noregi: Hr. Odd.Becker og frú, Restaurant Frascati, Oslo, hr. Patterson og cand. jur. Tron Tönneberg hæstarétt arlögmaður, Osló. Frá Svíþ.jóð: Hr. Wilhelm Meier, Grand Hote1., Stokk- hólmi, hr. Olaf Rudbeck og frú og hr. cand. jur. Sigurd Rietz. Fulltrúarnir koma flestir með Gullfossi 5. júlí og fara með Dr. Alexandrine 13. júlí. M.unu þeir flestir búa á Hótel Borg meðan þeir dvelja hér. Ferðasaga Rúss- iandsfaranna Framh. af 4. síðu. sem ekki eru fyrirfram barns lega hrifnir af rússneska fyr- irkomulaginu. Sumir þeirra eru þó drjúgum kunnugri öll um aðstæðum þar eystra en íslenzka „menningarnefnd- in“. Kristinn Andrésson og föruneyti hans mun ekki hafa lagt á sig að reikna út muninn á afkomu manna í Rússlandi og á Vesturlöndum. Þeir fé- lagar munu ekki haía heim- sótt fangabúðirnar eða dýfliss urnar. Þeir munu ekki einu sinni hafa spurt um afdrif listamannanna, sem horfið hafa þegjandi og hljóðalaust ef á þá hefur fallið sk l.ióti grunur, að trú þeirra á ein- ræðisherrann væri ekki aiger og skilyrðislaus. Þettá stafar af því, að val sendilnannanna var pólitískt einhæft, þó að „menningarnefndinni11 finnist það ekki. Þetta fólk trúði fyr irfram því, sem í það var log ið. Ferðasaga þess hefúr ekki fremur sannsögulegt gildi en staðhæfingar nazistanna. sem heimsóttu Þýzkaland Hir.lers, meðan hann var og' hét, og sáu alls staðar ljós en hvergi skugga í ríki gasklefanna og fangabúðanna. Þess vegna er ferðasaga „menningavnefnd arinnar" ekki til annars en hlæja að henni. r Arsíundur Ameríska- norræna fræða- félagsins________ FERTUGASTI oa: fyrsti árs- fundur Ameríska-norræna fræðafélagsins (The Society for the Advancement of Scandinavian Study) var hald inn í Ghicago föstudaginn og laugardaginn, 4. og 5. maí og var fundarsíaðurinn North P.ark Colle?e ]»ar í borg, einn nf helztu skólum Svía vestan hafs. Dr. Riehard Beck prófessor, forseti félagsins 1950—1951, hafði fundarstjórn með hönd- um; einnig flutti hann á fund- in.um erindi um Tómas Guð- mundsson og skáldskap hans, og ræðji um sameiginlega hug sjónararfleifð norræna manna í kvöldveL.lu þeirri, sem skól- inn efndi til í sambandi við ársfundinn. Áður en fundarstörf hófust, fyrir hádegið á föstudagmn, hélt dr. Beck einnig tvo fyrir- lestra um íslenzkar nútíðarbók- menntir fyrir stúdenta North Park College í samanburðarbók menntun, og hlýddu meir en 100 nemendur á. Átti prófessor E. Gustav Johnson, forseti enskudeildar skólans, hlut að flutningi þessarar fyrirlestra, en bann er maður mjög vin- veittur íslandi; kom til íslands 1935 og kemu.r aft.ur í heim- sókn þangað síðari hluta ágúst- mánaðar í sumar. Prófessorar frá háskólanum í Mið-Vesturríkjunum og víð- ar úr Bandaríkjunum fluttu einnig erindi um norrs^n fræði á ársfundinum. í stjórn félags- ins eiga sæti háskólakennarar í Reykjavík. Framhald af 8. síðu. Ekki hefur enn verið gengið fullkomlega úr skugga um, hversu skemmdir á vélum fiskimjölsverksmiðjunnar eru miklar, en álitið er að þær séu minni en áhorfðist. Þá mun öll vinnsla í verksmiðjunni stöðvast um ófyrirsjáanlegan tíma, og hefur það mjög al- varlegar afleiðingar, fyrir frystihúsin og skipin, sem. ekki ;|bta komið neinum úrgangi eða fiski til vinnslu. I gær kom togarinn Isborg af veiðum með um 200 lestir, aðallega karfa, og gat hann að- oins losað 100 smálestir hjá hraðfrystihúsunum, en hinn hlutann af aflanum verður hann að sigla burtu með. Fimm togbátar ganga nú frá ísafirði, og nokkrir smærri vélbátar, og hefur atvinna freiyur glæðst upp á síðkastið. Hins vegar veldur fiskimjölsverksmiðju- bruninn mikilli truflun á at- vinnulífinu; m. a. tapa 22 menn, sem störfuðu við verk- smiðjuna, atvinnu í bili, en þar var unnið í vöktum. 7148 félagar í umdæmisstúku Suðurlands VORÞING Umdæmisstúku Suðurlands var háð í félags- heimili templara á Akranesi dagana 19. og 20. maí s.l. Þingið hófst með guðsþjónustu í Akra- neskirkju, þar sem síra Leó Júlíusson prédikaði. Þingið sóttu um 100 fulltrúar. í um- dæmi Umdæmisstúku Suður- lands, sem nær yfir allt Suður- og Suðvesturland, eru starf- andi 6 þingstúkur, 28 undir- stúkur, 3P barnastúkur með samtals 7148 félögum. Umdæmistemplar var end- urkosinn Sverrir Jónsson. Aðr- ir í framkvæmdanefnd fyrir næsta ár voru kosin: Þorsteinn J. Sigurðsson, Páll Jónsson, Guðrún Sigurðardóttir, Páll Kolbeins, Sigurður Guðmunds. son, Kristjana Benediktsdóttir og Guðgeir Jónsson, öll úr Reykjavík. Guðjón Magnúsr.on, Sigríður Sæland og Kristinn Magnússon úr Hafnarfirði. Þingið samþykkti margar álykt anir í áfengis- og reglumálum m. a. þessar; 1. Vorþing Umdæmisstúku Suðurlands skorar á Stórstúku íslands . og alla bindindissinn- aða menn í landinu að beita sér fyrir því, að kveðnar verði nið- ur aUar kröfur um gerð á sterk- ari öltegundum en nú eru til sölu í landinu. 2. Þingið flytur menntamála ráðherra þakkir fyrir tilskipun um bindindissemi í skólum landsins og slcorar á fræðslu- málastjóra og menntamálaráðu neytið að sjá til þess að aukin verði bindindisfræðsla í skól- um og þar að lútandi reglugerð verði vel framfylgt. 3. Þingið þakkar áfengis- varnanefnd Reykjavíkur fyrir árvakurt og markvisst starf að undanförnu. 4. Þingið lýsir megnri óá- nægju yfir því, að ríkisstjórnin skuli enn ekki hafa framkvæmt viðeigandi aðgerðir til þess, að lögin um héraðabönn geti kom- ið til framkvæmda. Að þinginu loknu bauð stúk- an Akurblómið á Akranesi full trúum til kaffisamsætis. Róm- uðu fulltrúar mjög hinar ágætu viðtökur á Akranesi. Auglýsið f AlþýðublaðinuS Tilraunir með fergj- un á votheyi Á BÚNAÐARÞINGI var í vetur meðal annars samþykkt tillaga um að gerð væri athug- un á því, livernig hagkvæmast er að fergja vothey. í tilefni af því hefur land- búnaðarráðherra mælt svo fyr- ir, að á sumri komandi verði á vegum tilraunaráðs búfjár- ræktar gerðar tilraunir varð- andi verkun og fergingu vot- heys. Tilraunirnar verði gerðar á Hvanneyri og Hesti í Borgar- firði og á Hólum í Hjaltadal við forsjá skólastjóranna á bænda- skólunum. Á Hvanneyri verður reynd ferging með votheysfergju þeirri, sem kennd er við Árna Gunnlaugsson járnsmið og jafnframt ferging með steypt- um steinum eins og tíðkazt hef- ur undanfarið við votheysgerð þar á staðnum. Á Hesti verður reynd vot- heysfergja sú,‘ sem þar hefur verið notuð undanfarið að for- sögn Marteins Björnssonar verkfræðings. Tilraunirnar á Hvanneyri og Hesti verða sam- ræmdar sem ein tilraun í tveim ur þáttum. Á Hólum verður reynd önn- ur hvor hin nefnda fergja og til samanburðar fergt með grjóti. Tilraunir þessar vei'ða á öll- um stöðunum þremur jafn- framt kostnaðar- og vinnutil- raunir þannig að fram komi í vinnueiningum og ver'ði allur kostnaður við framkvæmd vot- heysgerðarinnar, með mismun- andi fergingu og öllu, er að því lýtur að koma töðunni af teig í tóft og verka hana undir fargi. Búnaðardeild atvinnudeildar háskólans mun aðstoða við til- raunir þessar. Að tilraununum loknum mun Tilraunaráð bú- fjárræktar birta skýrslu um til- raunirnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.