Alþýðublaðið - 22.11.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.11.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝBUBLAÐIÖ MiSvikudagur 22. nóv. 1950. Samþykkfir farmanna og NÝÁFSTAÐIÐ ÞING F. F. S. í., Faririanna- og fiskimanna samband íslands, gerði eftir- farándi samþykktir: GRÆNLANDSMÁL. 1. 14. þing .F. F. S. í. leyfir sér að beina þeirri áskorun til íslenzkra útgerðarmanna, að c þeir láti einskis ófreistað til að hagnýta sér fiskveiðimöguleika við Grænland, og skorar á al- þingi og ríkisstjórn að styðja hverja slíka viðleitni. Jafn- framt endurtekur þingið fyrri samþykktir til stjórnarvalda um að fylgja fram af fremsta megni réttindakröfum Islend- tnga til Grænlands. 2. Þingið samþykkir, að F. F. S. I. beiti sér fyrir undir- skriftasöfnun hjá sjómönnum, átvegsmönnum og öðrum til stuðnings framkominni þings- ályktunartillögu Péturs Otte- sen alþingismanns, um réttindi íslendinga til Grænlands. VITAMÁL. 1. 14. þing F. F. S. í. þakk- ar Emil Jónssyni vitamála- stjóra góðar undirtektir hans og framkvæmdir í vitamálum, og leyfir sér að beina þeim til- mælum til vitamálastjórnarinn ar og fjárveitingavaldsins í landinu, að við vitafram- kvæmdir næstu ára verði lögð sem mest áherzla á að hagnýta nýjustu radiotækni í sambandi við vitaþjónustuna. Enr. frem- ur verði að því unnið, að út- búa vita á andnesjum og við Cjölfarnar siglingaleiðir, með pokulúðrum og ofansjávar og neðansjávar hljóðmerkjum. Einnig verði komið upp radar- tækjum til leiðbeiningar við innsiglingar við fjölsóttar og erfiðar hafnir, svo sem Siglu- f.jörð og Vestmannaeyjar. 2. 14. þing F. F. S. í. skorar á vitamálastjórnina, að auka til muna ljósmagn Storhöfða- vitans í Vestmannaeyjum, og f sambandi við það verði raf- magn frá bæjarkerfinu leitt út í vitann. 3. Þingið beinir þeirri áskor- un til vitamálastjórnarinnar og alþingis, að reistur verði á næsta ári radiostefnuviti eða miðunarstöð á Arnarnesi við ísafjarðardjúp, enn fremur að reistu^ verði radioviti á Bjarg töngum. 4. Einnig skorar þing F. F. S. í á vitamálastjórnina að sjá svo um, að vitaverðirnir á heim stöðum, sem Slysavarna- félagið leggur til radiomiðun- arstöðvar, taki að sér starf- rækslu tækjanna, enda verði í þær stöður valdir hæfir kunn- áttumenn, sem njóta trausts sjófarenda. 5. Þá skorar þingig á vita- ir því, að hrundið verði í fram kvæmd þeim vitabyggingum, málastjórnina að beita sér fyr er fyrri þing F. F. S. í. hafa niælst til að byggðar verði, þár á meðal vita á Hrólfsskeri í Evjafirði. SÍMAMÁL. 14. þing F. F. S. í. Iýsir fyllsta stuðningi sínum við til- lögu þá, er alþingismennirnir Jóhann Þ. Jósefsson, Pétur Ottesen og Finnur Jónsson hafa borig fram á alþingi um að fela ríkisstjórninni að hlut- ast til um það við landssím- ann, að vélbátum, sem talstöðv sr hafa, verði látin í té án endurgjalds vitneskja um veð- urfar, sjávarlag, landtökuskil- yrði og anhað, er máli skiptir fyrir öryggi þeirra, og telur að bér sé um þýðingarmikið at- riði að ræða til stuðnings fiski veiðum og aukins öryggis skipa. Jafnframt skorár 14. þing F. F. S. I. á flutningsmenn sömu tillögu, að beita sér fyrir því, að alþingi það er nú situr, feli ríkisstjórninni að hlutast til um við landssímann: 1. Að vörður verði haldinn allan sólarhringinn við loft- skeyta- og ta'stöðvarnar í Vest mannaeyjum og á Siglufirði. Sérstök fjárveiting verði veitt til aukinna útgjalda í þessum efnum ,ef nauðsyn krefur. Þá verði tryggt að stöðvar þessar séu útbúnar varaaflgjafa, sem grípa megi til, ef aðalraf- straumur rofhar af einhverj- um ástæðum. 2. Að landssímanum sé sjálf- um skylt að tryggja talstöðv- arnar, er hann leigir til fiski- skipa. 3. Ag landssímanum verði gert skylt að senda út á-stutt- bylgjum daglegan fréttaút- drátt, er fréttastofa útvarpsins leggur til, til íslenzkra skipa á höfum úti. 4. Að öll símaviðskipti ís- ienzkra skipa við land, til að fá radiomiðanir, verði gjald- frjáls. 5. Að landssímanum verði gert skylt að hafa næga vara- hluti til talstöðva, og hæfan viðgerðarmann í helztu ver- stöðvum. 6. Að landssímanum verði gert skylt að endurútvarpa til sjófarenda veðurfregnum að nóttu til, frá öllum stöðvum landssímans, þar sem nætur- vörður er haldinn. Æskulýðsvlka K. F. U. M. og K. F. U. K. Samkoma í kvöld kl. 8.30. Síra Sigurjón Þ. Árnason talar um Pál postula. Allir velkomnir. F r cink Y erby - HEITARÁ enn fremur vildum við gjarna, að þér tækjuð sæti í fram- kvæmdaráoi fyrirtækisins sem óopinber ráðunautur. Aðstoð yðar myndi verða okkur ómet- anleg við að koma fyrirtækinu á laggirnar.“ Laird hallaði sér aftur á bak Hann horfði fast á bankastjór- ann, sem ahugaði Laird í laumi, en gat engin svipbrúgði á hon- um séð. „Hlutabréfin munu stór- hækka í verði á skömmum tíma,“ mælti bankastjórinn enn. „Á samri stundu og þér heitið okkur liðsinni eruð þér orðinn vellríkur maður. Hverju svarið þér?“ Laird þreif flöskuna, setti hana á munn sér og saup drjúg- an teyg. Síðan þurrkaði hann sér um munninn með handar- bakinu, leit glottandi á banka- stjórann, en augu hans glömp- uðu af glettni. „Ég svara því einu til,“ mælti hann og hló við, „að þér skuluð halda aftur til Hugh Ðuncan eins hratt og hesturinn ber yð- ur, og segið honum að fara til helvítis.“ Bankastjórinn gapti af undr- un. Hann minnti mest á þorsk, sem dreginn hefur verið inn á þilfar. Laird rak upp skelli- hlátur. „Segið honum það líka, að enginn skyldi senda strákkjána, þegar einhvers þarf við. Og komið yður nú út sem skjótast, iitli labbakútur.“ Enda þótt bros léki um varir Lairds og rómur hans væri gáskaþrunginn, var einhver kuldaglampi í augum hans, eitt hvað, sem minnti á kalt, blik- andi stál. Bankastjórinn sá sér þann kost vænstan að hypja sig á brott. Á næstu andrá mátti heyra hratt fótatak hans niðri í anddyrinu og útidyra- hurðinni skellt að stöfum. Þá reis Laird úr sæti sínu, stökk niður stigann og út gang- inn, löngum, léttum skrefum. Nokkru síðar var hann stiginn á bak hesti sínum og þeysti niður götuna í náttmyrkrinu. Hávaxinn holdskarpur og hórkulegur maður (reif borgar- ritarann fram úr rúrninu um miðja nótt. Þessi óvænti gestur minnti mest á val í vígahug. Borgarritaranum þótti sem eld- ur og eimyrja brynni úr aug- um hans. Og enda þótt embætt- ismaðurinn maldaði í móinn. varð hann að láta undan og fvlgja gestinum niður í borgar- skrifstofuna; þar grúskuðu þeir í lóðaréttindaskjölum r.okkra hríð. Stundu síðar héldu þeir báð- ir á brott. Laird hafði skrifað upp nöfn nokkurra manna og heimilisföng, og borgarritarinn lagðist til svefns hundrað döl- um ríkari. Hálfum mánuði síðar var umsókn Sameinuðú sláturhús- anna samþykkt i fylkisþínginu með miklum meirihluta at- kvæða. Og þann 17. febrúar 1869 bar sendinefnd mikils metinna borgara að garði hjá gamla Lascals; átti hún erindi við Laird, og gerðist þá þröng inni í litla herberginu hans. Laird kvaddi gestina virðu- lega, bauð þá velkomna og bað Júníus að bera þeim vindla og vín. Síðan beið hann þess, að þeir bæru upp erindi sín. Það var Smalls, sem hafði orð fyrir nefndinni; hann var nú sýnu hugrakkarren forðum, enda hafði hann að þessu sinni einvalalið sér til aðstoðar. ,,Hvað hyggist þér fyrir, Laird,“ hrópaði hann. „Ég fylgdist með atkvæðagreiðsl- unni og sá, að þér greidduð umsókn oxkar mótatkvæði. Hvaða brögð eru það, sem þér hafið á prjónunum?“ „Rétt er það,“ mælti Laird og brá hvorki brosi sínu né ró, „að ég greiddi atkvæði gegn umsókn ykkar. Ég álít, að þar sé um svívirðilega einokunar- tilraun að ræða. Fjárkúgun og ekkert annað. Þið gerið mörg hundruð slátrara atvinnulausa, herrar mínir. Þið búið svo um' hnútana, að þið getið hækkað kjötverðið eins og ykkur sjá’.f- um sýnist. Ég áleit, að þinginu væri óleyfilegt að ofurselja al- menning á þann hátt f járgræðgi vkkar. Ég greiddi því atkvæði gegn umsókn ykkar, en þið unnuð leikinn fyrir það lag- lega bragð, að þið gáfuð þing- fulltrúum þeim, er greiddu at- kvæði með henni, kost á að ger- ast hluthafar í fyrirtækinu, er umsóknin hefoi verið sam- þykkt.“ „En yður tókst samt að búa svo um hnútana," öskraði bankastjórinn, „að þér eigið nú í öllum höndum við okkur. Uti á fljótinu bíða nú flutningabát- ar svo hundruðum skiptir eftir því, að þeir komist að annarri hvorri bryggjunni, sem við ráð- um ekki yfir, og þar sem ekki er krafizt. neins ]endingarg£.lds. Fjandinn hafi brögð yðar og hrekki, herra Fournois........ Hversu lengi hafið þér átt þess- ar bryggjur?“ Laird leit á lágvaxna náung- ann og glettnisbliki sló á augu hans. „Ég náði eignarhaldi á þeim nóttina góðu, þegar þér sögðuð mér það sálfur, að Sameinuðu sláturhúsin hyggðust ná öllum bryggjum við neðri hluta f'jóts- ins á sitt vald. Þér ættuð aldrei að drekka yður fu'.lan, herra bankastjóri.“ Hinir nefndarmennirnir sendu bankastjóranum ellt annað en vingjarnlegt augríatil- iit, er þeir heyrðu hvernig í öllu lá. Vesalings lágvaxni ná- unginn fór allur hjá sér og vafðist tunga um' tönnv en rið- vaxinn, sköllóttur broddborlg- eri, Feret að nafni og kynjaður frá Texas, tók þá orðig cg for- ustuna. „Þér tapið á þessum bryggj- um, Laird Fournois," mælti hann. „Fárhagur yðar stenzt bað ekki til lengdar.“ ,.Það má vel vera,“ svaraði Laird, „að ég tapi lítils háttar á bryggjunum, en hins vegar græði ég drjúgan skilding á íermingu og affermingu skip- anna og sölu á vistum til þeirra. Eigendur þeirra vilja að öllu jöfnu fremur skipta við mig en aðra, þar eð ég tek ekki neitt iendingargjald £.f þeim.“ „Ef þér aðeins féllust á að !:aka sama lendingargjald og vio,“ drundi enn í Feret gamla, „mundum við geta komizt að ramkomu’agi, sem borgaði sig fyrir yður og okkur.“ „Annað er það,“ varð Laird að orði, ,.að mér þýkir þessi at- vinnugrein ieiðinleg og þreyt- andi. Og ef þið,- herrar mínir, næðuð eignarhaldi á þessum bryggjum, gætuð þið hækkað lendingargjöldin eins og ykkur r,ýndist.“ ,,Við þessi orð hans hækkuðu brúnir heldur en ekki á nefnd- ermönnunum. Þeir virtust allir retla ag taka til máls í einu, en Feret rétti upp hramminn til merkis um, að hann kveddi sér hljóðs. „Allt í lagi, Laird,“ drundi í honum. „Hvaoa verð setjið þér upp?“ „Fimmtíu þúsund da!i,“ svar- aði Laird ofboð rólega, „og þess utan hlutabréf upp á tíu þúsund dali, þannig, að ég hlóti atkvæðis- og íhlutunarrétt varðanai rekstur og skipulag fyrirtækisins.“ Feret leit til félaga sinna. Þeir voru dreyrrauðir í vöng- um af reiði og þungbúnir á r.vip. En Laird var rólegur og beið svars þeirra brosandi. „Ég býð yður sötíu þúsund dali í reiðu fé,“ mælti Feret. ,,Ég er ekki viss um, að við kærum okkur um að þér farið að skipta yður af rekstri fyrir- tækisins.“ „Ég tek tilboði yðar,“ svar- aði Laird og brá ekki svip. Feret hlammaði sér niður i r,tól við bor.ðið og dró ávísana- hefti sitt upp úr bróstvasanum. Laird kal'aði á Júníus og bað hann að koma með blek og penna, og gamli maðurinn var rvo flótur í ferð, að furðu sætti. Þegar ávísunin hafði verið und- irrituð, tók Laird við henni og rtakk henm kæruleysislega ' í vasa sinn, án þess að líta á hana. „Ég ætla að vona, að þér ger- ið mér þá ánægju aS þiggja svolitla hressingu," mælti hann síðan og dró upp flösku. „Það skal vera mér ánægja, GOL^ ÍAT \£) !té tf JJ JJ 4í|j|.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.