Alþýðublaðið - 23.11.1950, Blaðsíða 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÖ
Fimmtudagur 23. nóv. 1950.
Dr: Álfur
Orðbengils:
UM HUGRÆN VIDBRÖGÐ.
Sálfræðingar nútímans kunna
sitt fag. Þeir geta skrúfað manns
sálina í sundur eins og einn bíf-
vélavirki vélina í ford eða bjú-
ikk, tætt upp leg og leiðslur og
cíðan sett allt saman aftúr;
bent á hvar bilunin sé, ef u:n
bilun er að ræða og nefnt hana
hátæknilegum nöfnum, sem er
ófaglærðum gríska og latína.
Það eiga og fræðingar þessir
eammerkt með öðrum faglæro-
um, að bilunin er venjulega
sama bilunin og sjálfri sér lík
eftir aðgerðir þeirra, en það er
þó alténd munur að hafa heyrt
hennar fagheiti, jafnvel þótt
maður kunni ekki að hafa það
rétt eftir.
Bifvélavirkjar kunna mörg
ráð að gefa um heppilega með-
ferð vélarinnar; sálfræðingar
allt eins um heppilega meðferð
sálarinnar, en fáir muna þau aða
skeyta þeim, meðan greiður er
vegurinn og dagurinn. Minnast
þeirra þá fyrst, þegar eitthvað
gengur úr lagi og eru þó engu
bættari.
Til eru þeir ökumenn, sem
ekki viðurkenna neina bilun
fyrr en vélin stöðvast. Heyri far
þagarnir annarleg hljóð skrölt
eða sfræki, og spyrji ökuþór
hverju sæti, hefur hann þó allt
. af svör til reiðu, er fullr.ægja ó
fróðum; kveður eitthvert dót
hringla til í skottinu og valdi
það hávaðanum; , ekkert að
marka þótt þeim ófróðu heyrist
hann úr vélinni, hljómburð
urinn í slíkum farartækjum sé
þeim furðum háður, að þaðan
heyrist öll hljóð. Oft fer þá líka
svo, að þeir ófróðu taka að
heyra lióvaðann úr skottinu;
þeir, sem trúa á þá forsjón, er
aitur við stýrið.
Almenningsvagnar. — (stræt
isvagnar) — eiga sína vél, þjóðir
sína sál, hvort tveggja aðilarn
ir sína ökuþóra. Þar er þó vél og
sál oftar í ólagi en lagi, hvað
sem veldur; má vera að þar sé
um áhrif að ræða frá sólblett
unum. Valda hin heyranlegu
bilunareinkenni oft nokkrum
ugg meðal þeirra, sem eiga at
hvarf fyrir aftan forustusætin;
jafnve.l gremjú. Reynir þá rnjög
á “ raðkænsku ökuþóranna'.
hyerju þeir geta fundið upþ ó
til þess að leiða athygli samferða
manna frá bilunarbrestunum oc
róað þá, talið þeim trú um að
allt sé í lagi. Bregðast þeir og
við þeim vanda á mjög ólíkan
hátt.
Það er gamalt og gott ráð þeg
ar málum er þannig farið, að
segja þeim fyrir aftan íorustu-
sætið sögur, eða fá þá til að taka
þátt í sameiginlegri getraun eða
leik; fá þeim eitthvert verkefni,
sem dreifir huga þsirra og hugs
un frá sjálfri biluninni eða öllu
heldur einkennum hennar. Gef-
ast þá draugasögur vei, sömu-
leiðis svíræðar frásagnir, einnig
pólitízkar þrætur. deilur um
menn og málefni, jafnvei Gróu
sögur. Er þetta sálfræðileg
reynsla ökuþóra bæði þjóða og
. farartækja.
J Flogið hefur það fyrir, að þeir
^eem athvarf eiga aftan forustu-
sætanna í almenningsvagni þjóð
I arinnar, hafi þózt heyra kyn'iegt
skrölt og skark framan úr vélar
húsinu að undanförnu; sumir
jafnvel getið sér þess til, að þar
kynni að vera um alvarlgea bil-
un að ræða og kviðið algerri
vélarstöðvun.
Og ökuþórarnir hafa gripið
til hins gamla og reynaa ráðs.
Að vísu hafa þeir farið þá króka
leið að fela þeim andríkustu
og skemmtilegustu meðal far
| þeganna framsögnina, enda þeir
hinir sömu nálægt síjórnarsæt
unum.
Því er það að háttvirtur höf
undur (HH) hefur upphafið sína
raust; segir hann nú meðfarþeg
um sínum hinar skemmtilég
ustu draugasögur, blandaðar
tvíræðum bröndurum og pólitík
eftir ölium kúnstarinnar reg’
I um, sem að engu leyti eru síðari
I því, er Snæfellingar hafa bezt
j gert á því sviði, enda er maður
ínn kunnur söguþulur.
Er allt útlit á, að bragðið
muni heppnast og þarþegarnir
gleyma um stund öllum áhyggj
um varðandi vél og akstur. Enda
mun h. h. eiga í pokahorninu
enn magnaðri og tvíræðari sög-
ur, — eíjí reynir.
-Baidiírsgöfu 30.
Hin heimsfrægu ævintýri og sögur eftir H. C. Ander-
sen, í þýðingu Steingríms- Thorsteinssonar rektors,
eru nú komin í nýrri útgáfu, í tveim bindum, prýdd
fjölda mynda, á vönduðum pappír og í góðu bandi.
Pétur Sigurðs’son háskólaritari hefur séð um út gáf-
una. Þessi ágæta bók mun nú, eins og áður, verða
talin ein kærkomnasta jólagjöfin. Vegna pappírs-
skorts er upplagið lítið. Tryggið yður bókina í tíma.
m.
Lækjargötu 6 A. — Sími 32G3.
ssonar
Frank Yerby
að: drekka skál kaupsýsluhygg-
inda yðar,“ drundi í Feret
gamla. ,,Þér eruð s'unginn
verzlunarmaður. Fjandinn hafi
það.“
Laird þakkaði lofið, og það
brá fyrir háði í brosi hans, þeg-
ar hann helti víninu í glös
þeirra.
Hefði einhverjum stjórnar-
fulltrúa hinna sameinuðu slát-
urhúsa orðið litið út um vagn-
gluggann, þegar þeir óku á
brott frá húsi Lascals gamla,
mundi hann ef til vill hafa
komið auga á unga, dökkhærða
og spengilega stúlku, sem sat á
baki á svörtum gæðingi, þar
sem skugga bar á inni í húsa-
sundi einu í grenndinni. Hún
sat þar og beið. Skrölt vagn-
hjólanna og hófatak hestanna
fjarlægðist og dó út, en stúlk-
an sat kyrr á baki svarta gæð-
ingsins og beið. Og hefði ein-
hver, sem fram hjá fór, veitt
henni athygli, hefði honum
hæglega getað virzt, að þar
væri um einkarfagurt og líf-
rænt listaverk að ræða.
En listaverkið brá skvndilega
kyrrð sinni og ró, þegar Laird
nálgaðist á reiðskjóta símum. Á
einu vetfangi hleypti stúlkan
hesti sínum út á götuna, og
nokkrum andartökum síðar
hallaði hún sér að barmi Lairds.
Hann kyssti hana áslúðlega
og rétti hana í söðlinum. Síðan
riðu þau þögul hlið við hlið um
húsasund og hliðargötur út úr
borginni og var auðséð, að þau
kærðu sig ekki um að mæta
r.einum vegfarendum. Denísa
hafði heldur ekkert fyrir því
að velja hesti sínum veg; hún
þurfti ekki annað en þrýsta fót-
leggjunum lauslega að síðum
hans eða snerta tauminn til
þess, að hann skildi og hlýddi
stjórn hennar, svo að hún gat
notið þess að horfa í andlit ást-
vinar síns. Og augu hennar
blikuðu og tindruðu eins og
biartar stjörnur.
Laird horfði béint fram,
þungbúinn og hörkulegur. De-
nísu þótti sem hún hefð: a’.drei
séð hann svo svipgneypan fyrr.
Hún hallaði sér að honum og
cnart arm hans með mjúkri
hönd sinni, og hún fann, að
armur hans titraði, þegar hún
kom við hann.
„Hvað amar að þér, Laird?“
spurði hún. „Hvað er það, sem
veldur þér svo þungum áhyggj-
um?“
„Ég segi þér það bráðum,“
svaraði hann.
Þegjandi riðu þau eins og
leið lá meðfram fljótinu og
stefndu inn í skóginn. Denísa
sat bein í söðlinum og kveið
þeim orðum, sem hún bjóst við
að hún rnundi heyra sögð áður
en langt liði.
Og þegar þau náðu í hvamm-
inn undir eikunum, stökk hún
ckki þegar af baki, eins og
vrndi hennar var, heldur beið
þess, að Laird tæki liana í faðm
nér og bæri hana niður í
hvamminn. Og þegar hún varp-
aði sér í faðm hans og fann af
honum vín- og tóbs ksþef,
blandinn lykt af sterkri sápu,
kom henni skyndilega til hug-
ar að hann hlyti að vera ákaf-
lega hreinlegur maður. Hann
hlýtur að þvo sér oft á dag,
hugsaði hún. Það er eitthvaö
annað en sóðaskapurinn hjá
mínum e'.skulegu bræðrum.
Hún hallaði sér að' bármi
hans og starði framan í hann,
spyrjandi augnaráði.
„Jæja,“ mælti hún, og rómur
hennar var þrunginn ástúð,
„seg þú mér nú hvað að þér
amar.“
Laird starði um hríð á þetta
andlit, sem svaraði að svo litlu
leyti þeim kröfum, sem al-
mennt eru gerðar til kvenlegr-
ar fegurðar, en var engu að síð-
ur gætt þeirri sérkennilegu,
töfrandi fegurð, sem hann vissi
að hann aldrei gæti gleymt.
,,Ég er í þann veginn að
fara,“ hvíslaði hann. „Heim.“
Hann sá að varir hennar
bærðust, eins og hún vildi
spyrja einhvers; en geðshrær-
ingin varð henni of sterk, og
hún mátti engu orði upp koma.
Honum varð litið út yfir
fljótið.
„Eiginlega átti ég aðeins eitt
erindi hingað til borgarinnar,“
mælti hann og talaði svo hægt,
að við sjálft lá, að þögn yrði á
milli hvers orðs. „Það erindi
var að komast yfir peninga,
nægilega stóra fjárupphæð til
þess að ég gæti komið búskap
mínum í það horf, sem hugur
minn stendur til. Nú hefur
þetta tekizt; ég hef komizt yfir
svo mikið af peningum, að ég
get lifað áhygjulausu lífi það,
sem eftir er ævinnar. Og þá ‘er
erindi mínu í raun réttri lok-
ið.“
Denísa greip svo föstu taki
um arm honum, að górnarnir
læstust inn í holdið.
„En ég?“ hvíslaði hún. ,,Er
ég þér þá einskis virði?“
Laird leit á hana, og augna-
tillit hans var þrungið yl og
ástúð.
„Þú,“ mælti hann, og rödd
hans var hljómvana og dálítið
hrjúf, „ert mér allt. Og ein-
mitt þess vegna hlýt ég að yf-
irgefa þig.“
„Það skil ég ekki“, mælti hún
og klökkva brá fyrir í rómnum,
en tárin hrundu af hvörmum
hennar.
„Konur, sem eru þinn líki,
fæðast aðeins á þúsund ára
fresti í þennan heim. Þær eru
bornar til að sitja í hásæti, ráða
hirð í háreistum höllum. Ekki
til þess að dveljast í skuggaleg-
um skúmaskotum, þar sem
maðurinn leitar athvarfs á
laun. Ekki til þess að tign þeirra
og göfgi sé dulin skömm. Þú
crt borin drottning,. Denísa.
Skömm sé hverjum þeim
manni, sem kemur fram við
þig eins og ég hef gert, sem
rænir þig heiðri þínum, orðstír
og sjálfri lífshamingjunni.“
„Og nú,“ hvíslaði hún,
..hyggst þú þ-ess í stað að ræna
mig sjálfu lífinu.“
„Nei,“ mælti hann svo lágt
að vart mátti greina. „Þú gerir
þér það aðeins í hugarlund . . “
En Denísa gerði aðeins að
’nrista höfuðið, svo að nátt-
myrkt lokkaflóðið flaksaðist
til.
„Það er ekki neitt, sem ég
geri mér í hugarlund, Laird,
heldur veit ég það með fullri
vissu. Hvað heldur þú að verði
um mig, ef þú yfirgefur mig?
Getur þér komið til hugar, að-
eins eitt andartak, að einhvér
annar geti komið mér í þinn
stað? Aldrei mundir þú líða
mér úr minni, Laird. Fyrir hug-
skotssjónum mínum mundi ég
alltaf sjá holdskarpt, hörkulegt
andlit þitt, munnsvipinn, sem
getur á stundum orðið næSt
um því grimmúðlegur en líka
þrunginn viðkvæmri ástúð;
hinn glæsilega líkamsvöxt
þinn, hinn ljúfsára, heita fýsna-
loga, sem brennur í sál þinni.
Þeir, sem héðan í frá kunna að
verða á vegi mínum. geta aldrei
orðið mér annað en daufur
skuggi. Ég mundi loka mig
inni með endurminninguna um
þig, unz mér yrði um megn að
þola þögnina og sársaukann,
unz jafnvel andardrátturinn
mundi valda mér slíkri kvöl án
þín, að ég gæti ekki borið
hana
Hún leit á hann og brosti
gegn um tárin.
„Guð minn góður .........“
stundi hann.
Og skyndilega losaði hún sig
mjúklega úr faðmi hans, greip
aðra hönd hans í báðar sínar
og hvíslaði:
„Ef þú verður að fara,“ og
rödd hennar var tær og ástúð
þrungin, „skal kveðja mín vera
hugheil og innileg þökk.“
„Þökk,“ andvarpaði hann.
„Fyrir hvað?“
„Fyrir það, að þú hefur gætt
líf mitt ljúfustu töfrum. Fyrir
það, að þú hefur kennt mér að
þekkja þann unað, sem i því er
fólginn að elska og vera elsk-
uð. Fyrir það, að þú liefur auð-
sýnt mér þann mesta heiður,
sem ’ dauðlegri konu getur
h'otnazt .... að elska mig.“
Rödd hennar brast og grát-
urinn bar hana skyndilega of-
urliði. Og áður en hann vissi
orðinu af, hafði hún gripið
hönd háns og tekið að kyssa
hana, heitt og ákaft, eins og
biöjandi manneskja kyssir fót
dýrlingsmyndar.
Laird stóð eins og þrumu-
lostinn, fjötraður helsárri kvöl,
cvo að hann mátti ekkert að-
hafast. Hann hefði getað um-
borið reiði hennar, ásakanir
og hefndareiða, en gagnvart
s’.íkri dýrkun, slíkri einlægni
og ástúð, stóð hann algerlega
Það bezta fáanlega
selur
Samliind fsL lai
Sími 4241.