Alþýðublaðið - 26.11.1950, Page 8

Alþýðublaðið - 26.11.1950, Page 8
f Börn og unglingar. Komið og seljið Alþýðublaðið. Aliir vilja kaupa Alþýðublaðlð. Sunnudagur 28. nóvember 1950 1 Gerizt áskrifendurj að Alþýðublaðinu. ., Alþýðublaðið inn áj bvert heimili. Hring- ið í síma 4900 og 4906J Álykfun Alþýðusambandsþings um sjávarúfvegsmál: Þingið iagði mifeia áherzlu á vöru- vöndun framleiðslu sjávarafurða Auk þess veiða nokkur skio fyrir ísfisk- markaðina á Englandi og ÞýzkaSandi. ÞAÐ ER ATHYGLISVERT, sð togararrár leggja nú afla sinn á lnad á a. m. k. el’efu stöðum víðs vegar um landið, og rnun þetta að sjálfsögðu bæta nokkuð úr atvinnuvandræðum á þeim stöðum, sem hnossið hreppa. Eru þetta þeir togarar, sem karfaveiðar stunda, en þær hafa sem betur fer glæðzt aftur, en um skeið leit út eins og þessi veiði mæri að minnka. Togararnir le^gja nú karfa á land á eftirtöldum stöðum. í Eeykjavík hafa þessir land- að: Geir, Ingólfur Arnarson, Hallveig Fróðadóttir, og Helga- fell. í Hafnarfirði hafa þeir land- að Júlí og Bjarni riddari. í Kedavík hafa landað Kefl- víkingur og Garðar Þorsteins- son. Á Akranesi hafa landað Bjarni Ólafsson, Karlsefni og Neptúnus. Á Patreksfirði hefur Marz lagt upp á fimmta hundrað lestir, en mikið var af þorsk í aflanum. Á Flateyri hefur Akurey landað. Á ísafirði Hefur ísborg land- að. Á Djúpuvík hefur Jón for- seti landað. Á Siglufirði hefur Elliði ’.andað. Á Hjalteyri hafa þessi skip landað: Hvalfell, Goðanes, Eg- ill Skallagrímsson, Egill rauði og um skeið ísólfur. í Krossanesi hafa Akureyr- artogararnir landað: Kaldbak- ur, Svalbakur og Jörundur. Þar verða nú gerðar gagngerð- ar breytingar á verksmiðj- unni. Þá hafa nokkrir togarar veitt fyrir ísfiskmarkað, Röðull og Skúli Magnússon fyrir þýzka markaðinn, en Jón Þorláksson, forseti og Maí fyrir brezka markaðinn. (Heimild ,,Víðir“ o. fl.). Leirbrennslan Funi heldur sýningu á listmunum í Flóru þessa viku —------^------- Hefur gerí íiíraunir til framleiðslu á kaffi- og matarsettum hér á landi. -------4------- LEIRBRENNSLAN FUNI opnar í dag sýningu á leirmun- um í blómaverzluninni Flóru, og verða þar ekki aðeins til sýnis skrautvörur, heldur og kaffistell, enda hefur fyrirtækið mik- inn áhuga á framleiðslu á kaffi- og matarstellum og ýmis kon- ar matarílátum. Sýningin í Flóru mun standa í viku og verður Dpin frá 9—6 daglegai Funi hefur starfað í fjögur ár og, er frk. Ragna Sigurðar- dóttir framkvæmdastjóri, en umsjón með framleiðslunni hefur Ragnar Kjartansson leir kerasmiður, en hann nam þá iðn fyrst hjá Guðmundi Ein- arssyni frá Miðdal, en fór síð- an til framhaldsnáms í Sví- þjóð. í leirmunum Funa eru ein- göngu íslenzk efni, að undan- skildum litarefnum, og er leir- inn tekinn í Búðardal og við Laugavatn. Vinna tíu manns við leirkerasmíðina í Fossvogi, en aðalútsa’a munanna er í Flóru. . Ragnar Kjartansson segir bað sannfæringu sína, að leir- munir allir til heimilisnotkun- ar verði í framtíðinni gerðir hér á landi, enda eru efni hér nægileg og skortir aðeins vél- ar. í Funa hafa verið gerðar tliraunir með ýmis konar kaffi og matarsett, og mundi sá mikli kostur fylgja innlendri framleiðslu á þessu sviði, að hægt væri að fá einstaka muni í samstæður, þegar brotið er, í stað þess að illmögulegt er að endurnýja hluti í innfluttum leirvörum. í verksmiðjunni í Fossvogi er leirinn unninn, munir gerð- ir úr honum og skreyttir og síðan brenndir. Skorar á bæjarúlgerðlr að ganga úr FÍB og sfofna sín eigin hagsmunasamtök ---;-----4--------- SJÁVARÚTVEGSMÁL voru að sjálfsögðu eitt umfangs- mesta viðfangsefni Alþýðusambandsþingsins, og voru þetta meginatriði í ályktun þingsins um það cfni: 1. Fjögurra mílna landhelgi og síðar yfirráð yfir landgrunn- inu öllu,. 2. Fullkómin vöruvöndun brýnd fyrir sjómnnum og öðrum, er landa fiski og verka hann. 3. Bæjarfclögunum verði gert kleift að eignast og reka nýju togarana tíu. Bæjarútgerðir gangi úr F.f.B. og stofni sjálfar samtök. 4. Tryggðar séu útgerðarnauðsynjar og álagning á þeim ekki höfð óhófieg. 5. Gagngera breytingu þarf á rekstri bátaútvegsins; ríkið á- byrgist nægilega hátt verð fyrir afur’ðirnar. Þá gerði þingið samþykktir um hafnarmál, afurðasöluna, fiskveiðar við Grænland og réttindi bryta, matsveina og framreiðslumanna á skipum. LANDHELGIN Alþýðusambandsþing taldi stækkun landhelginnar eitt mesta hagsmunamál íslenzkrar útgerðar og þjóðarheildarinnar og vill að stefnt sé að yfirráð- um yfir öllu landgrunninu. Þingið taldi ríka nauðsyn á fullkomnum flota varð- skipa og flugvéla til land- helgisgæzlu vegna síaukinn- ar ágengni erlendra veiði- skipa. Verði þetta starf sam- einað björgunarstarfi, báta- eftirliti og hafrannsóknum, eftir því sem unnt er. VÖRUVÖNDUN Þingið lagði mikla áherz’.u á fullkomna vöruvöndun, og var hún sérstaklega brýnd fyr- ír skipstjórnarmönnum og sjó- mönnum, verkstjórum við löndun og öllum, sem vinna við meðferð fiskjarins. Þingið I taldi nauðsyn að nota sem full- komnastar vinnsluaðferðir, svo að afurðirnar verði samkeppn- isfærar á heimsmarkaðinum. BÆJARÚTGERÐ Þingið skoraði á ríkisstjórn- ina að tryggja, að nýju togar- arnir verði sendir til landsins jafnskjótt og þeir eru tilbúnir. Taldi þingið hagkvæmast, að • bæjarfélögum verði gefinn kost ur á að eignast skipin og reka þau, en fáist ekki nægir kaup- endur að þeim úr hópi bæjar- félaga og emstaklinga, skuli ríkið reka skipin og verði afl- inn lagður á land þar, sem at- vinnuþörfin er rnest á hverjum tíma. Þá benti þingið á, að hags- munir bæjaútgerðar og ein- staklingsútgerðar fari ekki i saman, þar sem bæjarút- gerð hljóti að leggja mcgin- áherzlu á að skipin verði á- vallt gerð út, án tillits til taps eða gróða á hverjum tíma, til að tryggja atvinnu bæjarbúa. Þess vegna skor- aði þingið á bæjarútger'ðir að ganga úr F.I.B. og stofna eigin hagsmunasamtök. Þingið lagði áherzlu á, að nægilega mikið fengist af út- gerðarnauðsynjum í lándinu Dg að álagning á þeim sé ekki úr hófi fram, eins og verið hef- ur. Þá telur það, að útgerðar- menn eigi að stofna sameigin- (ega innkau.pastofnun. Þingið (agði áherzlu á, að kleift yrði að halda áfram tilraunum með nýjar veiðiaðferðir. VÉLBÁTARNIR Þingið taldi fyirirsjáanlega stöðvun bátaflotans, ef gagnger breyting ekki verður á rekstri hans, en slík stöðvun mundi hafa hinar geigvænlegustu af- leiðingar fyrir alþýðu manna. Taldi þingið, að tryggja bæri afurðaverð og rannsaka allar hugsanlegar leiðir til að tryggja fjárhag bátanna, þar sem geng- islækkunin hefur brugðizt. Þá lagði þingið áherzlu á rífleg fjárframlög til hafnar- gerða, og verði því fé ekki dreift á margar hafnir, heldur reynt að ljúka hverri höfn á sem skemmstum tíma. Þingið taldi að halda beri á- fram fiskveiðum við Grænland og leggur áherzlu á, að Islend- Lngum verði tryggður afnota- réttur af minnst tvejm höfnum á Grænlandi. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur fund að Engihlíð 9 þriðjudaginn 28. nóv. kl. 8.30 síðd. Frú María Björnson frá Kanada flytur ræðu og frú Guð finna Jónsdóttir og fröken Helga Magnúsdóttir syngja. Félag líi að effa kynn! Morðmanna og íslendinga Andersen-Rysst heiðursfélagi þess. STOFNAÐ var hér í Reykja vík í fyrradag félagið ísland—« Noregur, en tilgangur þess eE að efla kynni IsJendinga og Norðmanna, og hefur sams konar félag starfað í Noregl um margra ára skeið. Stofn« endur félagsins voru 85 tals« ins. Thorgeir Andersen-Rysst, sendiherra Norðmanna á ís- landi, var kjörinn heiðursfé- lagi á stofnfundi félagsins í fyrrakvöld, en stjórn íslands—« Noregs skipa: Árni .G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi, og er hann formaður félagsins, en meðstjórnendur hans þeir Ól- afur Lárusson prófessor, Ólaf- ur Hansson menntaskólakenn- ari, Þorkell Jóhannesson pró- fessor og Valtýr Stefánsson ritstjóri. j Barnaspífali við ’ Laufásveg ’l BORGARSTJÓRT hefur und anfarið átt viðræður við full- trúa kvenfélagsins Hringurinn um barnaspítala, og mun vera í ráði að kaupa hús Haraldai’' Árnasonar kaupmanns við Laufsáveg fyrir barnaspítala. Hefur bæjarráð heimilað borg arstjóra að halda áfram samn- ingum um stofnun og starf- rækslu barnaspítala hér í bæ, Jón Axel Pétursson kvaðst ekki reiðubúinn að greiða at- kvæði um barnaspítala í íbúð- arhúsnæði þessu, ekki sízt e£ bráðabirgðafyrirkomulag þetta yrði til þess að tefja fyrir yggingu fullkomins barna- spítala í bænum. I Tryggva Sveinbjörnsson í næst síðasta sinn í kvöld. Er því hver síðastur að sjá, hann. Myndin hér að ofan er af Vai Gíslasyni, sem fer með hlut- verk' Jóns biskpus.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.