Alþýðublaðið - 30.11.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.11.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÖ Fimmíudagur 30. nóvr. 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing- fréttaritari: Helgi Sæmundsson; auglýs- ingastjóri: Emilía Möller. Ritstjórnar- símar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4966. Afgreiðslusími p490©. Aðsetyr: Al- þjýðuhúsið. >.,< j|4| £ f. •• v . Alþýðupiení-*fnið3& ‘ h.f I í ÞEGAR leppríki Rússa í Norður-Kóreu hóf ofbeldis- árás sína á lýðveldið í Suður- Kóreu síðast liðið sumar, sagði mörgum þegar í stað þungiega hugur um, að sú skriða, sem þar með var hleypt af stað, yrði stöðvuð fyrst um sinn. Og þó að fáir hafi máske gerzt svo berorðir um árásina í Kóreu á opinberum vettvangi og Bert- rand Russell, hinn heimsfrægi brezki rithöfundur, sem þá þegar sagði, að fyxsti þátt- ur þriðju heimsstyrjaldarinnar Væri hafinn, þá munu þeir engu að síður hafa verið býsna marg- ír, sem eitthvað svipað hugs- uðu og sögðu í sinn hóp Bertrand Russell þóttist þeg- ar í sumar sjá það fyrir, að Rússar myndu ekki telja sig geta þolað þann álitshnekki, sem þeir myndu af því hafa austur í Asíu, ef leppríki þeirra í Norður-Kóreu yrði gersigrað af hjálparher sameinuðu þjóð- anna, sem strax var sendur til liðs við lýðveldið í Suður-Kó- reu. Og þessi spádómur hins mikla spekings virðist nú ó- neitanlega vera að rætast, þótt ekki séu það að vísu Rússar, Eem nú hafa verið sendir til liðs við hinn sigraða her kom- múnista í Norður-Kóreu, held- iur Kínverjar. íhlutun kínversku kommún- istastjómarinnar í Kóreu á síð- ustu stundu hefur orðið ýms- um úti um heim mikið undrun- arefni, — þó varla þeim, sem þekkja Moskvukomúnismann og fyrirætlanir forustumanna hans. Það blekkti margan í bili, að hvorki Kínverjar né Rússar jskyldu skerast í leikinn meðan hjálparher sameinuðu þjóð- anna stóð höllustum fæti í Suð- ur-Kóreu í sumar og aðeins lít- íð lið frá Kína eða Sovétríkj- unum hefði til þess nægt, að reka hann í sjóinn, eins og lengi var boðað af komúnistum að gert myndi verða; og menn voru eftir ósigur árásarhersins í haust farnir að trúa því, að takast myndi, þrátt fyrir allt, að takmarka stríðið við Kóreu og ljúka því með fullum sigri sameinuðu þjóðanna og lýð- ræðisins fyrir veturinn. En þá kom hin óvænta íhlutun kíh- versku kommúnistastjórnar- innar, sem á síðustu stundu virðist hafa látið til þess leiðast af Rússum, að skerast í leikinn og nú á nokkrum vikum hefur sent inn í Norður-Kóreu ofur- efli liðs, vel þjálfað í margra ár borgarastyrjöldum í Kína og vel vopnum búið, sem hinn tiltölulega iltla her sameinuðu þjóðanna á r.ú í höggi við. >k Það var strax í sumar, eftir árásina á Suður-Kóreu, mjög fljótt grunur margra manna, að tilgangur Rússa með árás- inni væri ekki aðeins sá, og máske ekki einu sinni fyrst og fremst sá, að leggja lýðveldið í Suður-Kóreu undir sig og bæta því við leppríki sitt í alvarlegri en hin fyrri, og ] Norður-Kóreu, heldur hitt, að einkum miklu hættulegri fyrir ; flækja lýðræðisríkin, og þá fyrst og fremst Bandaríkin, inn í langvarandi styrjöld aust- ur í Asíu, fyrst við Norður- Kóreu, síðan við Kína, og binda á þann hátt mikinn herstyrk fyrir þeim austur þar, fjarri ^stur-Evrópu, svp a^Rússar. kominn. Og alla tíð síðan Kó- reustyrjöldin hófst hafá stjórn- málamenn lýðræðisríkjanna í Vestur-Evrópu horft á viðburðT ina austur í Kóreu með nokkr- um kvíða, einmitt af því, að þá hefur grunað þetta. Með íhlutun Kínverja í Kó- reu hefur þessi grunur nú enn styrkzt um allan helming. Bandaríkin og sameinuðu þjóð- irnar hafa við þá íhlutun feng- ið nýjan og hættulegan óvin að berjast við; óvin, sem ekki þarf að spara mannslífin vegna mannfæðar og er því líklegur | heimsfriðinn en hún. Hverju ber að svara við mannlalið! MIKILL meirihlut: joeirra;' sem tiinefndir liáfa verið.‘:|tif þess áð starfa við manntali© á morgun sóttu skýrslueyðublöð in í Góðtemplarahúsið í gær, en þá voru þau afhent milli kl. 10—7. Aðeins rúmlega 100 af teljurunum hafa ekki vitjað skýrsluformanna ennþá, en þeir eru beðnir að gera það helzt fyr ir hádegi í dag, en eyðublöðin verða afhent í Góðtemplarahús inu frá klukkan 10 fyrir há- degi. Til glöggvunar þeim, sem manntal verður tekið hjá, hefur yfirstjórn manntalsins meðið blaðið að birta yfirskrift Nýkomnar kvenkápur úr útlendum efnum. H. Toff. Skólavörðustíg 5. s a ' M til þes að geta haldið út langa j jr °S spurningar á skýrsluform _ þreytandi styrjöld með vopnaframlögum frá Rússum og öðrum stuðningi þeirra. Sé tilgangur Rússa sá, sem hér hefur verið stuttlega lýst, eru þeir því óneitanlega vel á veg komnir að ná honum. En hvað sem því líður, hefur íhlutun Kínverja í Kóreu á ör- fáum vikum skapað algerlega ný viðhorf austur þar, sem ekki c-ru aðeins uggvænleg fyrir hinn fámenna her sameinuðu þjóðanna, sem berst þar nú við ™ núverandi hjónabandi margfallt ofurefli, heldur og fyrir heimsfriðinn. Menn höfðu þó alltaf einhvern vonarneista um það, að hægt yrði að tak- marka styrjöldina í Kóreu og rétta aftur við friðinn, á meðan Kínverjar og Rússar héldu sér £rá beinni þáttöku í henni. En nú er sá vonarneisti orðinn á- kaflega daufur. Það er ekki annag sýnilegt en að með hinni óvæntu árás Kínverja á hjálp- arher sameinuðu þjóðanna sé hafin ný styrjöld þar, miklu inu, sem gefa þarf svör við og fara þær hér á eftir: Fullt nafn. ■— Staða á heimil inu. — Kynferði. — Fjarver- andi eða staddur um stundar- sakir. — Dvalarstaður fjarver andi manna eða heimili staddi’a. — Fæðingardagur og ár. — Fæðingarstaður. -— Fluttist inn í hreppinn eða kaupstaðinn. — Ógiftur, giftur, ekkill eða ekkja, skilinn að borði og sæng, skil- inn að lögum. — Um giftar kon ur (ekki ekkjur né skildar), upplýsingar skal aðeins gefa Hólmganga við hljóðnemann? — Áskorun til út- varpsráðs. — Skrif um spilamennsku. — Helztu ógreiningsefni stjórnarflokkanna. — Fyrstu spila- lausu jólin síðan á hinni öldinni. havaða ár gift, hvað mörg börn fædd í hjónabandi (anvanda fædd börn meðtalin)? — At- vinna? — Um þá, sem reka sjálfstæðan atvinnu. — Þeir, sem vinna hjá öðrum, greini at vinnu, þess manns, sem þeir vinna hjá. — Aukaatvinna? —• Um giftar konur og börn heima er hjálpa heimilisföður við at fá þá skrifstofustjórann og út- MEÐAN SAKADÓMARINN í Reykjavík rannsakar ástandið í ríkisútvarpinu, hvað hæft kunni að vera í áburði skrif- utofustjóra útvarpsráðs á hend- ur útvarpsstjóra, ræðir almenn ingur um málið og skiptist í flokka — og má varla á milli sjá hvor flokkurnn er stærri. Fer það að venju, að einn trúir því, sem annar trúir ekki, að öðrum þykir sem skrifstofu- stjórinn hafi farið of geyst af stað, en annar telur að nauð- synlegt liafi veriff að höggva hart svo aff eitthvaff yrffi gert. GESTUR í BÆNUM skrifaði mér bréf í gær og biður mig fyrir þá orðsendingu til út- varpsráðs, hvort það vilji nú ekki útvega sér ódýran dag- skrárlið ,núna í hallærinu, sem auk þess yrði afar vinsæll, svo að allir landsmenn hlustuðu, að vinnu hans. Skýra skal frá í hverjú það aðallega er fólgið. •— Almenn próf? — Sérfræði- próf? Kirkjufél. Kíkisb.réttur. varpsstjórann til þess að ræða mál sín fyrir opnum tjöldum í útvarpinu. Þetta telur gestur- inn mundi verða vel þegið. Myndlistarsýningin í þjóðminjasafninu þess að sjá yfirlitssýningu íslenzkrar myndlistar, er opnuð var fyrir skömmu; en listaverkin, sem þar getur að líta, verða sýnd í Osló upp úr áramótum. Aðsókn að sýn- ingunni hefur þegar orðið mjög mikil, enda er þetta einstakt tækifæri til að kynn- ast þróuninni í list íslenzkra málara og myndhöggvara. MYNDLISTIN Á ÍSLANDT hefur tekið svo miklum íram- förum undanfarna áratugi, að ævintýri er líkast. Rík;ð hefur gert mikið að því að styrkja myndlistarmenn, en því miður hafa listaverk þeirra verið öllum almenn- ingi svo til lokuð bók til 'þessa. Listasafn ríkisins hef- ur verið á víð og dreif, og tækifæri til að kynnast því hafa aðeins gefizt á fáum yf- irlitssýningum, en þó að sjálfsögðu aðeins l:|lum hlula þess. Nú eru horfur á því, að úr rætist í þessu efni eftir að bygging nýja þjóðminjasafns ins er komin til sögunnar. Þetta er mikils virði. Lista- safn ríkisins er. einn af fjár- sjóðum íslenzku þjóðarinnar. En til þess að full not verði að honum, verður almenn- ingur að eiga þess kost að sjá listaverkin. SÝNINGIN í ÞJÓÐMINJA- SAFNINU einskorðast þó síð- ur en svo af listaverkum þeim, sem eru í eigu lista- safns ríkisins. Þarna eru til sýnis fjölmörg listaverk í eigu einstakra manna, og þau á almennnigur engan kost á að sjá, nema á sýningum sem þessari. Listaverkin eru valin af mönnum úr hópi málara og myndlistarmanna, og hef- ur verið reynt að leggja til hliðar í því sambandi deilur þær, sem illu heilli eru á baugi í samtökum þessara listamanna og hafa leitt til sundrungar þeirra. Virðist á- stæða til þess að ætla. að val- ið á listaverkunum hafi yfir- leitt tekizt mjög vel, þótt auð- vitað verði aldrei öllum gert til hæfis í því efni. En vissu- lega er skylt að játa það, að veljendum listaverka á sýn- ingu þessa var svo mikill vandi á höndum, að enginn getur ætlazt til, að öll sérsjón- armið væru tekin til greina. Og virðist engum vafa bund- ið, að val listaverkanna á sýn- inguna, sem nú stendur yfir, hafi tekizt vel og sé þlutaðeig- endum til sóma. AHUGI Á MYNDLIST fer mjög vaxandi hér á landi. Samsýning eins og sú, sem nú stendur yfir í nýja þjóð- minjasafninu, hlýtur að orka miklu til örvunar þeim áhuga, og er það vel. Og áreiðanlega verður það íslenzkri mynd- list til frægðar erlendis, að listaverk þau, sem hér um ræðir, verði sýnd í höfuðborg Noregs. íslenzkir myndlistar- menn hafa getið sér ágætan orðstír erlendis, en yfirlits- sýning, sem sýnir þróun ís- lenzkrar myndlistar, er þó langlíklegust til að sýna öðrum þjóðum, hvar íslend- ingar standa í þessu efni. Sú landkynning er ekki lítils virði fyrir smáþjóð, sem endur- heimt hefur óskorað sjálf- stæði og vill sannfæra heim- inn um, að hún sitji vel sitt óðal. Frami íslendinga er- lendis hefur verið mestur á sviði bókmenntanna. En nú bætast hinar listgreinarnar óðum í hópinn til staðfesting- ar því erlendis, að íslending- ar séu dugmikil menningar- þjóð, sem leggi ríkulega rækt við allar þær dyggðir, sem hinn siðmenntaði heimur vill halda í heiðri. AÐ SJÁLFSÖGÐU sendi ég þessi tilmæli rétta boðleið til ráðsins, þó að ég tslji litlar lík- ur á að það verði við áskorun- inni, enda bygg ég að þeir, sem ættu að takast á, séu ófúsir til verksins. Veldur því margt, en þó fyrst og fremst það, að annar er tungumjúkur, en hinn ekki. Báðir eru hins vegar vel ritfær- ir, og má þar varla á milli sjá. Mun ritstíllinn því þeim nær- tækari en míkrófónninn. MIKIÐ IIEFUR VERIÐ skrif að um spilamennsku í Morgun- blaðið og Tímann undanfarið. Mogginn skellti því á nafna minn frá Undirfellinu, að hann stundaði spilamennsku i hijfuð- staðnum, og gerði eitthvað, sem blaðið kallaði að „passa pott- inn“ — og veit.ég ekki hvað merkir, en kvað vera afar Ijótt að dómi Morgunblaðsmanna. NÚ RÍSA BÆNDUR UPP hver um annan þveran, likast til helzt Húnvetningar, og skrifa í Tímapn um þetta stór- mál. Telja bændur að allt sé heiðarlegt í sambandi við „pott pössun“ og ráðast á Morgun- blaðið af mikilli heift. Það er einna helzt þetta, sem stjórn- arflokkunum ber á milli núna, meðan þeir eru að skipuleggja „hliðarráðstafanirnar“, sem fólkið í landinu bíöur eftir. ÁHYGGJUR Morgunblaðsins út af spilamennsku nafna míns fara víst að minnka. Honum eru nú allar bjargir bannaðar, því að svo mikill spilamaður og hann er, eftir lýsingu bóndans frá Balaskarði að dæma í Tím- anum í gær, hlýtur að slíta mörgum spilum á stuttum tíma. Og nú fást engin spil í bænum og verða víst fyrstu spilalausu jólin síðan löngu fyrir aldamót. ER ÞAÐ OG TÁKNRÆNT fyrir ástandið í landinu meðan helztu spekingar stjórnarflokk- anna eru önnum kafnir við að „passa pottinn“. -----------»---------- Tveir menn slasast er bfll velftir Á ÞRIÐJUDAGINN varð bifreiðarslys uppi í Borgarfirði, er jeppi valt út af veginum nokkru ofan við Hreðavatn. Tveir menn voru í bílnum og rneiddust þeir báðir nokkuð. Annar maðurinn mun hafa höf- uðkúpubrotnað. Var það Skúli Pétursson frá Breiðabólsstað í Miðdölum. Var hann fluttur til Reykjavíkur og lagður í Landa- kotsspítalann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.