Alþýðublaðið - 30.11.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.11.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝPUBLAÐIÐ Finmiíudagur .“SO. nóv. 1050 Sinfónítthljómsveitin T n. k. sunnudag 3. des. k'. 3 StjóHfi'ándi:' í Þjóðleikliúsiríu, ".,r£nirri nni ;uÖa 1/! hljómsveitarstjóri frá Stuttgart. Viðfangsefni eftir: Mozart, Brahms og Tsehaikovski. Aðgöngumiðar á 15 og 20 krónur seldir hjá Eýmundsson, Lárusi Blondal og Bókum og ritföngum. Samkvæmt tilmælum frá Bæjarráði Reykja- víkur munu eftirtalin sérgreinafélög kaupsýslu- manna í Reykjavík loka sölubúðum sínum og skrifstofum allan daginn þ. 1. desember vegna manntals þess, er fram fer þann dag: r Apótekaraféíög Islands Félag búsáhalda- og járnvörukaupmanna í Reykjavík Félag ísl. byggingarefnakaupmanna Féiag ísl. sfórkaupmanna Félag -kjöfverzlana í Reykjavík Félag mafvörukaupmanna í Reykjavík Félag raffækjasala Félags fóbaks og sælgæfisverzlana Félag vefnaðarvörukaupmanna Skókaupmannafélagið Þess skal sérstaklega getið, að vörður er í Laugavegs Apóteki allan þennan dag. f. h. ofnataldra sérgreinafélaga Verzlunarráð ísiands Aaælt Saltað folaldakjöt sel verkað og ódýrt selj- um vér í helum, hálfum og kvarttunnum. Samband ísl, Samvinnufélaga Sími 2678. F r ank Yerby HEITAR ASTRIDUR fyrir sér þennan glæsilega, ít- urvaxna elskhuga sinn. ,.Ég bjóst viðr því, áð bid mín. Uilyti iaun“, mælti hún býðri, lágri rödd. „Ó, bjarta hetja, minna le-yndu drauma a Laird svaraði stuttaralega hinni skáldlegu kveðju henn- ar. „Eigum við að verða sam- ferða?“ spurði hann. í sama mund og þau riðu hlið við hlið út úr borginni, nat maður nokkur inni í lækn- ingastofu dr. Felix Terra- bonne. Ljótur maður og ótrú- iega horaður. Læknirinn gat okki varizt ónotalegum hroili, þegar hann leit þennan mann- aumingja, nakinn að beltis- stað, enda þótt honum væri Ijóst, að slíkt væri ekki lækni sæmandi. Afi læknisins og fað- ir, sem báðir höfðu verið mik- ils metnir fæknar í New Orle- ans, hefðu áreiðanlega hleypt brúnum, ef hann hefði trúað þeim fyrir slíkri vanþroska- kennd. En hvað um það; því gat enginn neitað, að Wilkes var heldur ógeðslegur sjúkling ar. Hvenig í fjandanum mátti það ske, að hann var enn í tölu lifenda? Ungi læknirinn laut að honum og snerti laus- lega rauðan, briskynjaðan blett blett á stærð við silfurdal; ör eftir gamalt skotsár, sem glóði á gulleitu hörundi sjúklings- ins. Slíkt sár mundi hafa orðið hverjum venjulegum manni að bana, en Wilkes hafði hlotið þá und í orustunni við vélskól- ann fyrir sex árum síðan, — og lifði enn. Læknirinn ungi tók að athuga sjúklinginn, og óftir því, sem hann athugaði hann betur, jókst undrun hans. Líffæri sjúklingsins voru bók- staflega öll meira og minna sýkt, — hann hafði til dæmis berkla í báðum lungum. Nei, það var engum vafa bundið, að hann átti aðeins fáar vikur ó- lifað; sennilega aðeins nokkra daga. ,,Jæja?“ hvíslaði sjúklingur- inn spyrjandi, hrjúfri rödd. Læknirinn ungi leit undan; tók að horfa út um gluggann á myrk kvöldskýin. Enn veitt- ist honum það örðugt að birta ólæknandi sjúklingi dauða- dóm. Og þar sem öllum þrifn- aði var mjög ábótavant í New Orleans þá j vgr þar mgígt' margt slíkra sjúklinga. , 'rh.Því miguýý,; (Fi^þjg.hann, ’.ágt, og horfði ejjn ut'" um : | • Lk- r. V Ji.2 Xiífeí i ... '..ö gluggann. , v< „Engin von, læknir . 1 . ha?“ spurði Wilkes. „Nei, engin von. Það hrygg- i mig, Wilkes, að ég skuli neyðast til að segja yður þetta, en það er engin von“. „Allt í lagi, læknir góður“, svaraði Wilkes rólega. „Ekki eigið þér neina sök á því“. „Þér hafið þegar lifað sex árum lengur en efni standa til, eí' yður er nokkur huggun að vita' það. Skotsárið, sem þér hlutuð, mundi hafa drepið hvern venjulegan mann“- Wilkes. reis hægt á fætur og tók að klæðast. í húmi ljósa- skiptanna litu hendur hans út eins og holdlausar kjúkur. Fingur hans titruðu og skulfu, begar hann ætlaði að hnýta hálsbindi sitt, svo að læknirinn sá aumur á honum og hnýtti það fyrir hann. „Þakka þér fyrir, læknir“, hvíslaði Wilkes. „Þér eruð sæmdarmaður.“ Hann þagði um hríð og smám saman færð- ist djöfullegt glott á skÍBhorað andlit hans. „Segið mér eitt, læknir góður,“ mælti hann eins og annars hugar. „Það er lík- lega orðin myndarleg fjárupp- hæð, sem ég skulda yður. Þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem ég leita á fund yðar. Og senni- tega á ég yður það nokkuð að þakka, að ég er ekki þegar dauður og grafinn“. „Þér skuldið mér ekki neitt“, svaraði læknirinn ungi. „Ekki get ég tekið fé fyrir það, að kveða upp dauðadóm, og megna þó ekki að sjá svo um að framkvæmd hans verði frestað svo nokkru nemi. Og eitt ætla ég að minnast á við yður, Wilkes . . .“ „Og hvað er það, læknir (C „Ef þér aðeins gætið þess að hafa hægt um yður þessa daga, sem þér eigið ólifað, þori ég því sem næst að fullyrða, að dauðinn sjálfur valdi yður ekki miklum þjáningum. Að bðrum kosti er hætt við að dauðdagi yðar verði hræðileg- ur og kvalafullur. Farið þér yður því hægt og róiega á n|þst|injiÞ.’ í ?guðs-' alþiáttugs nafni“. ,lýjlke5.,gl9;tti enn. ,,Ég mun kveðja þennan lieim meðl nokkurri viðhöfh, lier'ra ÍXéÍkiÁír“J urraði hann. „Að minnsta kosti mun ég reyna að sjá svo um, að ég Idjóti þá fylgd til helvítis, sem íg tel mér sæma“. Að svo inæltu laut hann lækninum lítið eitt, bauð honum góða nótt og hvarf á brott. „Fylgd?“ tautaði Terra- bonne ungi, er sjúklingurinn var farinn. „Hvern skrambann getur hann hafa meint með því?“ Röskum stundarfjórðungi níðar spurði Wilkes eftir Hugh Duncan í St. Charleg gistihús- inu. Þegar hann gekk inn í skrif stofu Hugh, varð Hugh íitið upp; hann virtist verða dálítið undrandi, er hann sá gestinn, en brosti þó. En bros- ið hvarf skjótt; hann reis á íætur, hægt og virðulega og alvarlegur á svip og rétti gest- ir.um náhvíta, kalda og granna hönd í kveðjuskyni, og gestur- inn þrýsti hana holdvana, hör- undsgulum kjúkum. „Mér var sagt, að þú lægir veikur“, mælti Hugh, lágt og hæversklega, „og ég hafði á- kveðið að heimsækja yður við tæ-kifæri . . Wilkes lét fallast niður í mýksta hægindastólinn. Hann glo.tti illgirnislega framan i Hugh, og litlu, innföllnu, lymskulegu augun hans leiftr- uðu af djöfullegri kæti. „Þú getur sparað þér öll fög- ur orð“, urraði hann hásum t’ómi. „Sparaðu þau, kunningi, og geymdu þeim, sem þeirra hafa þörf. Þú berð ekki minnstu samúðarvitund í brjósti til okkar Etienne Fox, oða til neins annars, sem fram- kvæmir myrkraverk þau og glæpi, sem þú hefur skipulagt. í þína eigin þágu“. Hann glotti og lækkaði róminn. „Þú ættir nú að sína þá rausn af þér, að bjóða mér einn af þessum úrvals vindlum þínum“. Hugh svaraði þessu ekki neinu, en rétti honum kassann, og Wilkes valdi sér vindil, mjóan, þétt vafinn. Hann þef- aði af honum með slíkri á- fergju, að nasir hans titruðu; gerði sér síðan hægt um vik og Auglýsið í Atþýðublaðinu! I. desember-fagnaður Alþýðuflokksfélags Reeykjavíkur og Félags ungra jafnaðarmanna verður föstudaginn 1. desember í Iðnó og hef kl. 80,30 e. h. stundvíslega. Fjölbreytt ,skemmtisk rá. Nánar auglýst í blaðinu á föstu- dag. Aðgöngumiðar má paita í síma 5020, 4906 og 6724. Skemmtinefndirnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.