Alþýðublaðið - 06.12.1950, Side 1

Alþýðublaðið - 06.12.1950, Side 1
TRUMAN lýsti yfir hvi í r^eðw í gær, að hersveitir sam- eímiðu þjóðanna í Kóreu berð- ust gegn heimsvaldastefnu oí beldi kommúnista og að öll ameríska þjóðin sem einn maður að baki h'uta af æsku Iandsins, er þátt: tæki í hildarleiknum þar. Lét Truman enn fremur svo um niælt, að íhlutun kínverskra kommúnista í Kóreu hefði auk iö að miklum mun hættuna iðiu hcimsstyrjöldinni. Peir Truman og Attlee héldu gær annan fund sinn ásamt ráðgjöfum sínum um borð í lystisnekkju Trumans á Poto- macfljóti, en viðsteddir fundi þeirra eru ráðgjafar beggja ríkjanna í utanríkismálum og hermálum. Því var lýst yfir í London í gær, að Ernest Bevin, ucun- ríkismálaráðherra Breta, hefði frestað fyrirhugaðri för tinni til Vestur-Þýzka'ands þaugað til Attlee sé kominn heim og hafi gert brezku stjórninni grein fyrir árangri víðræðn- anna við Truman. Myridin sýnir amerískan hermann í Kóreu með særðan félaga. lýfl mef á sund mólinu í qærk mannlaus, er kom- ínn í haria í oær. -------------------- BER SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA í Kóreu er nú i að kcma <sé/unn nýrri varnarlínu suður af Pyongyang, feamkvsenoit herotjórnartilkynningu MacArthurs í 'gær, eftir að nafa hörfað brott úr höíutiborg Norður-Kóreu, og gat hún talizt mannlaus, þegar hersveitir Kínverja og Norður-Kóreumanna tcku hana herskildi. HÖRÐUR JÓHANNESSON, Ægi, setti nýtt íslandsmet í 100 m. baksundi á snndmeistara- móti Reykjvaíkur í særkveldi. Hið nýja met lians er 1:15,5 mín., en fyrra metiö, sem Guð- mundur Ingólfsson ÍR átti, var 1:15,7. Keppni í 100 m. skriðsundi var mjög hörð og tvísýn, en þar áttust við Ari Guðmunds- son Ægi og Pétur Kristjánsson Ármanni. Ari sigraði á- 1:01,2 mín., en Pétur synti á 1:01,4. Sigurður KR-ingur vann 200 m. bringusundið og 100 m. flug sundið, Þórdís Árnadóttir Á 200 m. bringusund kvenna, Sjöfn Sigurbjörnsdó.ttir Á 100 m. skriðsund kvenna og Ari Guðmundsson Ægi 400 m. skriðsund karla. Enn fremur fór fram úrslita- leikur sundknattléiksmóts Reykiavíkur. Urðu úrslit þau, að Á sigraði KR með 3 : 0. — Reykjavíkurmeistarar Ár- manns eru: Ögmundur Guð- mundsson, Theódór Diðriks- son, Hafsteinn Sölvason, Ólaf- ur Diðriksson, Einar Hjartar- son. Rúnar Hjartarson, Guðjón Þórarinsson og Sigurjón Guð- jónsson. Sókn norðanhersins áleiðis til austurstrandarinnar he'dur áfram, og leggur hann mikla áherzlu á að reyna að ná hafn- arborgunum á sitt vald til að hindra brottflutning hersveita sameinuðu þjóðanna á þessum vígstöðvum. Herskip Breta og Eandaríkjamanna, sem þar eru ívrrr, héldu í gær uppi ákafri l;kothríð á her kommúnista á ströndinni, en meginhluti hans er Skipaður skæruliðum. Hiris vegar er buizt við, að hinn siuv-uLegi her Kínverja og Norður-Kóreumanna muni skerast í leikinn þá og þegar. Sunnanherinn kveikti í öll- um birgðaskemmum sínum í Pyongyang áður en hann yfir- gaf hana. og loguðu eldar víðs vegar í borginni,' þegar her sameinuðu þjóðanna hélt það- an á brott til hinnar nýju varn- c.rlínu í suðri. Kommúnista- herinn náði fyrst flugvelli borgarinnar á vald sitt, en hélt síðan inn í Pyongyang, enda var þar engu viðnámi að mæta. Óbreyttir borgarar í Pyong- yang hafa flúið þúsundum saman suður á bóginn undan- farna daga. Þó hefur brott- flutningur þeirra ekki orðið eins mikill og ef barizt hefði verið um borgina. Verzlunarhús brenn- ur á Hellu í GÆR brann verzlunarhús að Hellu. og var sama og engu bjargað af vörunum, og talið að brúnnig hafi inni óvátryggð ar vörur fyrir 12—15 búsund Sjálft ríkisbáknið vex og verður dýrara, en verklegar framkvæmd- ir eru dregnar saman Ræða Hannibals Vakfimarssonar í gær ----------♦--------- EINI TELJANDI SPARNAÐURINN, sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnariunar, sem alþingi fjallar nú um, er niðurskurlíur á verklegum framkvæmdum, sagði Hanni- bal Valdimarsson í ýtarlegri ræðu á þingi í gær, er hann gerði grein fyrir afstöðu ATþýðuflokksins til fjárlaganna. Sjálft rík- isbákni’o, allt sem viðkemur embættismannahaldi, hefur stór- hælckað, en á sama tíma eru framlögin, sem fela í sér laun til verkamanna, iðnaðarmanna og annarra alþýðumanna, raun- verulega stórminnkuð. Hannibal gagnrýndi fjár-| lagafrumvarpið harðlega og I með rökfastri ádeilu, bæði á grundvallaratriði og einstakar greinar. Jafnframt skýrði hannj breytingartillögur sínar, en1 hann færir sterk rök fyrir því, að áætla megi tekjur ríkisins um 30 milljónum hærri, án þess að nokkrar álögur séu þyngdar, og gerir tillögur um að því fé sé varið til vega, brúa og hafnaframkvæmda, til rétt- látrar dýrtíðaruppbótar opin-1 berra starfsmanna, til afla- tryggingasjóðs, til niður- greiðslu á nauðsynjum útvegs- ins, til atvinnuaukningar á Vestur. og Norðurlandi og til almannatrygginganna. FINNST LÍTIÐ TIL KOMA SPARNAÐARINS____________ Hannibal byrjaði á því að lofa það, að fjárlög eru af- greidd fyrr en undanfarin ár og verða vafalaust samþykkt fvrir áramót, og þakkaði það fjármálaráðherra og formanni f járveitinganefndar. Þá ræddi Hannibal fyrst um hinn margbásúnaða sparnað núverandi ríkis- stjórnar. Viðurkenndi hann, að nokkur embætti liefðu verið lögð niður, en benti á dæmi þess á móti, að ný cmbætti hafa verið stofnuð og taldi hann þau fleiri, svo að vafasamt væri, hvort um nokkurn raunverulegan sparnað væri að ræða. Þvert á móti virtist ríkisbáknið enn vera vaxandi. Þá minntist Hannibal á nokkur atriði, þar sem hann taldi, að líklega væri hægt að koma við sparnaði, en ekkert hefur heyrst urn frá ríkisstjórn inni. Hann benti á hinar víð- tæku rannsóknir og vísinda- starfsemi ríkisins. Þessi starf- semi er nú á fjölmörgum stöð- um. skvldar rannsóknir á mörgum ólíkum stöðum. Taldi hann að samræma mætti þessa starfsemi og spara án þess að minnka hana og nefndi dæmi máli sínu til stuðnings. I þess- um málum er ringulreið og ekki um neina smámuni að ræða, sagði hann. Þá ræddi Hannibal ítarlega um utanríkisþjónustuna, og er þess máls getið í sé^stakri frétt í blaðinu í dag. Enn ræddi Hannibal ýmiss atriði, svo sem ráðunautahald Búnaðarfélags- ins og taldi að nota mætti út- varp til fræðslu fyrir bændur, in spara í mannahaldi. Hann benti á það, að ýmsir prestar og prófastar væru á margföld- um launum, þó varla ofhlaðnir störfum, og hefði til dæmis einn prófastur 59 500 króna árslaun, eða 10 000 meira en sjálfur biskupinn! DREGIÐ STÓRLEGA ÚR VERKLEGUM FRAMKVÆMDUM Þá kom Hannibal að verkleg um framkvæmdum. Sýndi hann fram á að öll fjárframlög til þeirra ýmist standa í stað eða lækka að krónutöhi. • n Framhald p 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.