Alþýðublaðið - 06.12.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.12.1950, Qupperneq 4
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Miðvikudagur 6. des. 1950. Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing- fréttaritari: Helgi Sæmundsson; auglýs- lngastjóri:. Emilía Mqller. Ritstjórnar- fiími'r: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4S0f. AfgreiÖslusími. 4900. Aösetur: Al- þýðjibúsið. AlþýðuprenWiiðjan h.f £. Sósíalisminn og íýðræðið ÓLAFI BJÖRNSSYNI, hin- um hvatvísa hagfræðingi í- haldsins, nægir nú bersýnilega ekki lengur að hafa verið með í að leggja á ráðin um .það, hvernig kjör verkalýðsins og Iaunastéttanna hér á landi skyldu skert með gengislækkun krónunnar. — Ef ráða má af nýútkominni grein eftir hann í tímariti ungra íhaldsmanna, „Stefni“, ætlar hann sér nú ekkert minna en að ganga af sósíalismanum dauðum; en sem kunnugt er hefur það reynzt mörgum ,.kollegum“ hans, bæði lifandi og dauðum, erfið- ara verk en þeir héldu í upp- hafi. „Það hefur-komizt inn í ís- lenzkt mál“, ségir Ólafur Björnsson, ,,að kalla sósíalis- mann jafnaðarstefnu11. En þetta þykir honum ekki ,,heppilegt“, „sósíalismi og jafnaðarstefna í eiginlegri merkingu þess orðs, á í rauninni lítið skylt hvað við annað .. . . Markmið sósíalism- ans er framkvæmd hugsjóna, sem meginþorri fólksins í hin- um frjálsu löndum heimsins aðhyllist. Þær hugsjónir eru velmegun, öryggi, jöfnuður og lýðræði. En allsstaðar þar sem sósíalismanum hefur verið komið á, hefur rejmdin orðið örirgð, ójöfnuður og takmarka- laust einræði. Og enda þótt tekizt hafi að tryg>’a atvinnu öryggi, þá hefur í stað þess kom ið hið persónulega öryggis- leysi, sprottið af hinum sífellda ótta fólksins við hina alráðu ríkislögreglu“. Þetta skýrir Ólafur Björns- son þannig, að þjóðnýting at- vinnutækjanna leiði óhjákvæmi lega til algers einræðis. Ein- staklingurinn verði í slíku skipulagi svo háður yfirvöld- unum, að hann hafi enga að- stöðu til að gagnrýna þau eða veita þeim nokkra andstöðu. „En andstaðan til þess að gagn- rýna stjórnarvöldin er frum- skilyrði og hornsteinn hinna lýðræðislegu mannréttinda. Af þessu leiðir, að því fer svo fjarri, að sósíalisminn sé spor í áttina til auýins íýðræðis, að hann er beinlínis ó.samrýman- legur lýðræðishugsjóninni“. Svo mörg eru þau orð íhalds- hagfræðingsins; og er bezt að segja það hér strax, að það er ekkert nýtt í þeim. Allt hefur þetta heyrzt áður, ekki aðeins einu sinni, heldur mörgum sinnum, án þess að sigurför sósíalismans um heiminn hafi verið heft, hvað þá heldur, að tekizt hafi að ganga af honum dauðum. En augljóst er, að það er þó sérstaklega einn ,,kollega“, sem Ólafur Björns son er hér að tyggja upp, Friedrich Hayek, sem á árum aniiarrar heimsstyrjaldarinnar gaf út bók, er margir íhalds- menn hafa síðan reynt, með litlum árangri þó, að færa sér í nyt. Má í því sambandi minna á, að ekki ómerkilegri stjórn- málamaður en Winston Churc- hill gerði kenningar Friedrichs Hayeks að aðaluppistöðu í kosn ingabaráttu sinni við jafnaðar- menn á Englandi fyrir fimm ár um og fullyrti jhvorki meira né minna en að algert einræði og alvöld rikislögregla myjiidi sigla í kjölfár jafnaðarm’anria- sigurs í þeim kosningum! Nú má máske segja, að Fried rich Hayek og jafnvel Winston Churchill hafi verið nokkur vorkunn, er þeir héldu fram þessari vitleysu; því að þá var utan Rússiands lítil reynsla fengin af sósíalismanum við völd nema á Norðurlöndum. En víst hefðu þeir þó báðir mátt læra einmitt af Norður- löndum, hvílíkur grundvallar- munur er á sósíalismanum þar sem hann er framkvæmdur á lýðræðisgrundvelli, eir.s og í þeim löndum, og þar sem hann er falsaður af einræði og harð- stjórn, eins og á Rússlandi. En Ólafi Björnssyni er eng- in vorkunn; því að hann þekkir reynsluna af friðsamlegri og farsælli þróun sósíalismans á lýðræðisgrundvelli á Norður- löndum. Og hann hefur líka síðustu fimm árin verið sjón- arvottur að svipaðri fram- kvæmd sósíalismans á lýðræð- isgrundvelli á Englandi. Og þó fyrirverður hann sig ekki fyrir það, að vera í Stefnisgrein sinni að tyggja upp löngu af- sannaða og úrelta hleypidóma Friedrichs Hayeks og halda því fram, að sósíalisminn sé ó- samrýmanlegur lýðræðishug- sjóninni og hljóti að leiða til örbirgðar, ójafnaðar, algers einræðis og alvaldrar ríkislög- reglu! * Þessu gat Friedrich Hayek máske haldig fram með sæmi- legri samvizku á árum annarr- ar heimsstyrjaldarinnar, af því að hann þekkti ekki sósíalism- ann í framkvæmd annars stað- ar en á Rússlandi og gerði sér ekki grein fyrir því, að þar er hann falsaður af einræði og austrænni harðstjórn, sem er sósíalismanum sjálfum alger- lega frama’ndi, eiris bg sjá; má áf framkvæmd háris í lýðræð- íálöndúm Vestur-"og' Norður- Evrópú. En Ölafur Björnsson 'álégir þeffá á' 'rrióti’ bétrf vit- úrid; þVí að'hariri heftir nórit upp á það bæði hér og í ná- grannalöndum okkar, á Norð- urlöndum og Bretíandi, að sósíalisminn, þar á meðal þjóð nýting aðalg'tvinnuveganna, og lýðræðið geta ekki aðeins vel íarig saman, heldur eru meira að segja í rökréttu orsakasam- hengi, sósíalisminn beinn á- vöxtur lýðræðisins og raunar fyrst hið fullkomna Iýðræði, af því að þá ræður fólkið ekki aðeins því, hvernig þing og stjórn er skipuð, heldur einn- ig hinu, hvernig atvinnumál- unum er stjórnað og arði fram leiðslunnar skipt. Að ka!la slíkt einræði, eins og Ólafur Björnsson gerir, af því að óábyrgir atvinnurek- endur fá ekki að leika lausum hala til þess að safna auði á kostnað almennings, það er að leika sér með orð og hafa enda skipti á sannleikanum. Og hvort sem Ólafi Björnssyni líkar það betur eða verr, þá er það þó staðreynd, sem hann getur ekki í móti mælt, að hvergi er velmegun, öryggi, jöfnuður og lýðræði eins langt á veg komin og einmitt í lönd- um hins vestræna og norræna sósíalisma, sem bess vegna fullkomlega með réttu ber nafnið jafnaðarstefna. Þegar við stigum út úr myrkrinu. — Gcngíð tram hjá ; birðarglugga. Er hér, að hefjast .5,tjnH“- óýdi/. riauf Bazar V.K.F. Framsóknar. Munið bazar V.K.F. Fram- sóknar í Góðtemplarahúsinu í dag kl. 2 e. h. — Bazarnefnd. er „tjull“. Sá ég marga stranga ÖLDIN OKKAR er sérstæð bók og merkileg. Hugmyndin er ágæt og mér finnst að ritstjór- anum, Gils Guðmundssyni hafi tekizt vel að sýna fyrstu þrjá- tíu ár hennar í smækkaðri mynd, og var starfið þó mjög erfitt. Þarna getur maður séð alla helztu atburði þessa tíma- bils, en auk þess ýmsa sem marka drætti þess en ekki er hægt að telja til stórviðburða. Á þessum árum hófst mesta fram fara- og breytingatímabil, sem yfir þetta land hefur gengið — og fáurn við glögga hugmynd um það í bókinni. ÉG FÉKK þá tilfinningu þeg- ar ég var að fletta bókinni að þjóðin væri að stíga út úr myrkri. Þarna eru sagnir um hrakninga samgönguleysisins, aðrar sagnir sem harðýgði gagn vart niðursetningum, jafnvel svo að manni hryllir við, grein- ar sem vekja hlátur, eins og til dæmis smágreinin um mann- inn, sem talar í radíóverkfæri svo að mann hryllir við, grein- ir og fjölda margt fleira. Þetta er skemmtileg bók og' fróðleg, jafnvel handbók. HÚSMÓÐIR SKRIFAR: ,Ég gekk nýlega framhjá verzlunar gluggum. í þeig gat að líta kostulega ,,vefnaðarvöru“, sem við höfum alls ekki not fyrir, En það var hijalín, sem nefnt Verr farið en heima setið ALÞÝÐUBLAÐIÐ nefndi á dög unum nokkur dæmi þess, að frú Soffía Ingvarsdóttir hefði • lagt réttindamálum kvenna gott lið þann stutta tíma, sem hún sat á alþingi. Þetta hef- ur farið í taugarnar á ein- hverjum nafnleysingja, 'sem ritar skætingsgrein í Tímann í gær og heldur, að hann geti hresst eitthvað upp á orðstír Rannveigar Þorsteinsdóttur með því að reyna að gera lít- ið úr störfum og áhuga Soffíu Ingvarsdóttur. Er greinin svo fólsleg og persónuleg, að rit- stjórinn hefði átt að birta hana undir nafni, nema hún sé skrifuð af Rannveigu sjálfri, en hún hlýtur að liggja undir því illa ámæli, þótt sannarlega sé sú tilgáta ærið ónærgætnisleg í garð hennar. GREIN ARHÖFUNDURINN staðhæfir, að Rannveig hafi áður flutt á alþingi öll þau mál, sem Soffía hafi borið þar fram, og framkvæmd sumra þeirra sé vel á veg komin. Þessi ummæli benda til þess, að höfundurinn sé annað hvort mjög ókunnugur störf- um alþingis eða starblindur fylgismaður Rannveigar Þor- steinsdóttur og einstaklega ó- sannsögull, því að þau ná ekki neinni átt. Rannveig var stór orð fyrir kosningar, en hún hefur talað minna eftir að hún komst á þing, og ríkis- stjórnin hefur engan áhuga á réttindum og hagsmuuamálum kvenna. Nú segir Tíminn, að hún hafi ekki einu sinni átt þátt í ferðalagi Rannveígar til Sviss. Þar fór það! RANNVEIG ÞORSTEINS- DÓTTIR hefur á alþingi orð- ið frægust fyrir að flytja breytingartillögu við lög, sem hafa verið felld úr gildi, og lauk þessu ævintýri þannig, að hinn lögmenntaöi kven- þingmaður varð að taka tillög una aftur. Það situr því ekki á henni eða aðstandendum hennar að vera að gera litið úr störfum So'ffíu Ingvars- dóttur, sem varð sjálfri sér og íslenzkri kveriþjóð til sæmdar á alþingi. Slikur mál flutningur getur kcmið sér verst fyrri Rannveigu. því að vissulega er af nógu að taka í pólitísku syndaregistri henn- ar. FR AM SÓKN ARFLOKKUR- INN notaði Rannveigu Þor- steinsdóttur í síðustu kosning um með líkum hætti og ræn- ingjaskip friðarfána. Rannveig beitti olnbogunum af mikium dugnaði ogýókst að ryðja sér braut inn í sali alþingis. En þegar þangað er komið, þarf annars með en olnboganna. Reykvíkingar og kvenþjóðin í landinu eiga Rannveigu sem fulltrúa á alþingi. En þessi stórorða kona, sem þótt ist vera öllum öðrum frjáls- lyndari og hugrakkari, streit ist nú þögul og guggin vig að draga sigurvagn afturhalds sins á íslandi, þar sem flokk- ur hennar hefur búið Stein- grími, Hermanni og Eýsteirii sæti við hliðina á Ólaf: Thors Birni Ólafssyni og Bjarna Benediktssyni. Það er því vægast sagt mikill munur á orðum og athöfnum Rannveig ar Þorsteinsdóttur. TÍMASKÆTINGURINN í gær. sem átti að gera lítið úr Soff íu Ingvarsdóttur, skaðar hana ekki. Hún hefur ekki svikið loforð sín eða brugðizt trausli nokkurs manns. En hann verð ur til þess, að einmitt þeir. sem létu blekkjast af ræn ingjaskipi Framsóknarflokks ins af því að Jiað hafði friðar- fánann uppi, geri upp við sig hversu grátt þeir hafa verio leiknir. Fyrir höfund Tírna greinarinnar er því áreiðan lega verr farið en heima setið, hvort sem hann er nú Rann veig sjálf eða einhver armar, gífe' og liti af þessurn óþarfa varn- ingi. Ég fór að hugleiða með sjálfri mér, því innflutningur væri leyfður á slíkum hégóma,. aegar alls ekki er hægt að fá bót á flík hvað þá meira. Það óskiljanleg ráðstöfun, að eyða dýrmætum gjaldeyri í kaup ,tjulli“, þegar brýnasta vefn- aðarvöruvarning, ásamt ýmsu öðru nauðsynlégu, vantar tilfinn anlega. ÉG SÁ EINNIG í þessari sömu verzlun „tjull“-blúndur, ca. 4 cm. breiðar á kr. 14.55 metrann. Slíkar blúundur kváðu hafa verið fáanlegar í fleiri verzlunum. Er að hefjast hér ,tjull‘-tímabil í innflutningsmál um okkar? Það ótrúlegasta get- ur skeð hér. Mikið hefðum við húsmæðurnar glaðzt yfir að fá sirs í svuntu, í staðinn fyrir Detta hismi. Skyldi þessi varn- ingur koma í skiptum fyrir salt- fiskinn okkar góða, sem fluttur var til Spánar fyrir nokkrum vikum? Það væru aum skipti ef svo er. ÉG KOM NÝLEGA í heim- sókn til sjúklings, sem liggur í sjúkrahúsi liér í bænum. Á borðinu við rúmið voru blóm í vösum og konfektkassar. Ég kom með „búkett“. Sjúkling- urinn þakkaði mér fyrir, en sagði: Mikið hefði verið dásam- legt ef þú hefðir getað fært mér eina klósettrúullu í stað- inn fyrir blessuð blómin“. En ástandið er þannig í sjúkrahús- unum, sem eiga að vera til fyr- irmyndar hvað aðbúð og hrein- læti snertir, að í stað salerna- pappís teru notuð gömul dag blöð, sem búin eru að flækjast manna á meðal og allir vita að smithætta getur verið af, skort ur á þessum nauðsynlega papp ír hefur aldrei verið eins tilfinn anlegur og nú. ÉG HEF HEYRT að erfitt sé að láta sjúklingum í té hreinan fatnað vegna skorts á efni í flík ur. Meðan slíkt niðurlægingar- tímabil er í sjálfsögðustu þrifn- aðarráðstöfunum sjúkrahús-: anna, er „tjull“-varningur flutt! ur hingað til íslands um hávet-i ur, ætlaður konum til að skýlá nekt sinni. ÞAÐ ER ÓHUGNANLEGT í þessum vefnaðarvöruskorti, að horfast í augu við þær stað- reyndir, að innflytjendum skuli vera leyft að ráðstafa dýrmæt- um gjaldeyri til kaupa á aló- þörfum varningi, á sama tíma og við mæðurnar erum í hreinustu vandræðum að fata börn okkar. Það er krafa okkar húsmæðr- anna, að einungis sé flutt inn gagnleg vefnaðarvara — alls ekki ,,humbug“. Það er komið nóg af svo góðu. Ég er viss um, að fyrir þann gjaldeyri, sem not aður var til kaupa á „tjulli“ og blúndum, hefði mátt fá tölu- vert magn af salernispappír handa sjúkrahúsunum ,og efni í flíkur handa þeim og heimilis mönnum“. Hannes á Horninu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.