Alþýðublaðið - 17.12.1950, Side 7

Alþýðublaðið - 17.12.1950, Side 7
Sunnudagur 17. desember 1950 ALÞYÐUBLAÐIÐ Bœkur og höfundar David Graham PhiIIips: Sús- anna Lenox. Skáldsaga. Jón Helgason þýddi. ísafoldar- prentsmiðja h.f. Reykjavík 1950. SAGAN af Súsönnu Leno-, falli hennar og reisn, hefur far ið mikla sigurför um hciminn. J Höfundur hennar, Bandaríkja- j maðurinn David Graham Phillips, tryggði sér með henni ■ öruggan sess á skáldábekk þjóðar sinnar, en hann dó ár- ' ið 1911 mjög um aldur fram, aðeins 44 ára gamall. Nú er skáldsaga þessi komin út í á- gætri íslenzkri þýðingu Jóns Helgasonar blaðamanns. Hún mun að sjálfsögðu vekja mikla athygli, þótt fordómarnir í garð slíkrar bókar séu vonandi úr sögunni. Þetta er saga ungrar stúlku, sem lendir á villigötum og ger- ist vændiskona. Ættfólk henn- ar og almenningsálitið hxekur hana út í ógæfuna, og fall hennar vérður mikið. En hún bíður aldrei tjón á sálu sinni, á.virðingar hennar, sem hún ber enga sök á, verða aðeins ryðblettir á góðu st.áli. Hún kynnist mestri mannlegri nauð, sem getur, en samt er hún sig urvegari í sálarstríði sjálfrar sín — og ekki síður gagnvart þeim, er hún selur líkama sinn. Hún skírist og herðist í hreins- unareldi mótlætisins, sem skað- brennir aðra. Og hún vinnur mikinn sigur að lokum. Vænd- iskonan gerist leikkona og get- ur sér frægð og frama. Hún stendur á hátindi í sögulok, og höfundurinn fullgerir mynd hennar með orðunum: „Hún hefur lært að lifa, en — hún hefur líka greitt það dýru verði“. „Súsanna Lenox“ er áhrifa- mikil og markvís þjóðfélagsá- deila. íslenzkir lesendur gera sér naumast í hugarlund, hví- þess að bjóða almenningsáliti oddborgaranna og faríseanna líka djörfung hefur þurft til byrginn á þann hátt sem David Graham Phillips gerði í sögu þes'sari, enda varð einnig hann að gjalda lífsreynslu sína og höfundardirfsku dýru verði. En merkilegust er þó sagan fyrir persónulýsingar sínar. Myndin af Súsönnu Lenox er stærst og gleggst. En allur sá fjöldi sögu- fólks, sem höfundurinn teflir fram, hefur hlutverki að gegna, og myndir þess eru dregnar af mikilli listrænpi hæfni. Sagan er gamaldags, en hún ber sér- kenni, sem naumast gleymast lesandanum. Hún er langdregin og ýmsar brotalamir á bygg- Ingu hennar, en þó er engin hætta á því, að lesandinn gef- ist upp við lesturinn. Sagan hrífúr hann með sér eins og þungur straumur og sleppir ekki tökum sínum á honum fyrr en að bókarlokum. Málsvarar oddborgarastétta Bandaríkjanna í árdögum ald- arinnar töldu söguna af falli og reisn Súsönnu Lenox ýkta. Nú myndi enginn dirfast að kveða upp slíkan dóm. Sagan . er jafnvel sönn fyrir augum ís lenzkra lesenda, sem þó þekkja ekki nema af afspurn þá þol- raun, er höfundurinn velur Sús önnu að hlutskipti. En við þekkjum aðrar þolraunir, sem koma í sama stað niður. Sam- félag Súsönnu Lenox var eklti I eitt um ao búa börnum sínum mótlæti og böl og binda byngsta bagga þeim, sem beztir eru og diarfastir. ís’endingar gera sér allt of litla grein fyrir þeirri hryggilegu staðreynd, hversu margar perlur eru hér ó landi bornar út á mannfélagshaug fátæktar og andlegs skipbrots jsfnvel á velgengnisárum. hvað þá, þegar afturhóldið þreytir sinn gráa leik eins og allur Lug- ur þess stendur ti’ . Hér er sann- arlega viúfangsefni fvrir skáld okkar og rithöfunda. En vanda- mál eins.aklingVnna í völund- arhúsi Reykjavíkurborgar virð- ast þe:m fjarlæg og óviðkom- andi. En vonándi kemur fram á sjónarsviðið fyrr en síðar rit- höfundur, sém festi sjóniráfall- gryfjum samfélagsins og reki hrrmsögur þeirra, sem í þær falla og hvað til þess þarf að brjótast upp úr þeim. Þá kynni svo að fara, að íslenzkar bók- menntir eignuðust sína Súsönnu Lenox. „Súsanna Lenox“ er vel út gefin bókj nema hvað illa hef- ur tekizt til um val forsíðu- myndarinnar. Kvikmyndin af „Súsönnu Lenox“ með Gretu Garbo í aðalhlutverkinu er löngu heimsfræg og kunn einn- eftir lohn Steinheck, í þýðingu Karls Ísfelcí mun verða aðalumræðuefnið á heimilinu um jólin. — kemur ungum sem gömlum í jólaskap, og hún mun Iesin oft, og ávallt me3 bros á vör. — Kostar aðeins kr. 38,00 í fallegu bandi. Odýrasta og bezta jólagjöfin. „HLÖÐUFELL" Bókin verða Sími 7385. ig hér á landi. En útgefandinn hefur valið á forsíðu bókarinn- ar mynd af annórri leikkonu! Þetta er lítið dæmi um handa- hófið í íslenzkri bókaútgáfu, en þó eitt af mörgum. Helgi Sæmundsson. Sagan af Birni Árinbirni KLUKKAN — sagan af Birni Arinbirni — eftir Jón Sigurðsson. Útg. Hkr. Rv. 1950. KLUKKAN eftir Jón Sig- urðsson skólastjóra greinir frá atbffirðum úr lífi drenghnokka á aldrinum 3—7 ára. Vettvang- ur þessara atburða er mann- margt sveitaheimili á íslandi um s.l. aldamót. Það, sem ger- ist hið ytra, er að sönnu flest fremur hversdagslegt frá sjón- armíði fullorðinna. Veikindi ber að höndum, hestar eru járnaðir, lítill frændi er ték- inn í fóstur, farið í kaupstað og til kirkju, sögur sagðar o. s. frv. En söguhetjunni, Birni litla Arinbirni, eru þetta engir smámunir. Þetta er honum allt fullkomið alvörumál, það fyllir huga bans, veldur þar umróti, fögnuði, harmi, gremju, af- brýði, tilhlökkun, meðaumk- un, furðu, forvitni, ráðgátum, trausti og tortryggni. Og þess- ar hræringar eru ekki moð- volgar; heilíndin, alhugurinn er þeirra aðalsmark. Sá hængur er oftlega á bernskulýsingum, að inn í þær er ofið hugleiðing'um og við- horfum annarra aldursskeiða en þær eiga að fjalla um. Það er vafalaust afarmikill vandi að halda slíku sundurgreindu. En ég fæ ekki annað séð en höfundi hafi tekizt jafnvel ó- venju vel að stýra fram hjá þessu skeri. Frásagnarhátturinn er á- kaflega viðfelldinn, mærðar- laus og innilegur. Lögð er öll áherzla á að inna sem gerst frá öllu því, sem við köllum í dag- legu tali smávægilegt og oft- ast nær fer fram hjá okkur. Þetta sannar bezt næmleika höfundar á viðfangsefni sitt og alúð þá, sem hann hefur í það lagt, því að í þeim heimi lifir barnið. — Málfarið er vandað og engar prentvillur rakst ég á. Auk þess, sem hér hefur ver- ið talið, hefur bókin að geyma fjölmörg athyglisverð dæmi þess, hvernig sú kynslóð, sem ólst upp kringum aldamótin, var að heiman búin að hug- myndum varðandi líf og til- veru. Ég hef fengið fullar sönnur á því á mínu heimili, að börn vilja lesa þessa bók og heyra. En ég tel hana engu síður eiga erindi til þeirra fullorðnu, sem hafa ánægju af að kynnast hugarheimi barna. Myndir í bókina hefur Ás- geir Júlíusson gert, ekki ó- snotrar flestar. Á. H. Lina langsokkur í Suðurhöfum ÞRIÐJA BÓKIN um Línu langsokk er nýkomin út og nefnist Lína langsokkur i Suð- urhöfum. Félagsútgáfan gefur bókina út. erKir Hanna fekur í ..HANNA TEKUR í TAUM- A.NA“ nefnist nýútkomin telpnasaga eftir Ethel Talbot. Félagsútgáfan á Akureyri gef- ur bókina út. ÁFENGISVARNANEFND REYKJAVÍKUR hefur gefið út sérprentað ávarp til Reyk- víkinga um að ástunda hófsemi um hátíðarnar, sem í hönd fara, og hafa ekki vín um hönd. Skrifa allir prestar bæjarins stutt ávarp um sama efni. MERKIR ISLENDINGAR. Ævisögur og minniiigar- greinar. Fjórða bindi. Þor- kell Jóhannesson bjó tii prentunar. Bókfellsútgáf- an 1950. Prentað í AI- þýðuprentsmiðjunni. - '„MERKIR íSLENDINGAR“ er orðið næsta fjölbreytt ævi- sagnasafn og fer gildi þess vax_ andi. Fyrstu bindin voru aðal- lega borin uppi af æviminning- um úr Andvara. Voru sumar þeirra að vísu ágætlega ritað- ar, en fjölluðu allar um merk- ismenn 19. og 20. aldar, sem margvíslegar heimildir voru tiltækar um aðrar. En í þessu síðasta bindi (og raunar III. bindi líka) er meginuppistaðan eldri og veigameiri ritgerðir, og eru sumar þeirra gagnmerk heimildarrit um sögu landsins. Eins og útgefandi bendir réttilega á, má telja ritgerðir Jóns Ólafssonar frá Grunnavík höfuðprýði þessa nýja bindis. Jón Grunnvíkingur var að vísu enginn ritsnillingur. Málfar hans er hvergi nærri hreint og frásögnin víða full af útúrdúr- um. En falslaus aðdáun Jóns á söguhetjum sínum. natni hans og nákvæmni að tína allt til, smátt og stórt, sem verða má til að skýra mynd þeirra, bjargar ævisögum þessum fram hjá öllum boðum, svo að þær mega teliast — brátt fvrir augljósa galla — ágætisrit 1 sirmi röð. Veldur það að vísu nokkru, að hér er fjallað um tvo af mikilhæfustu mönnutn sinnar aldar, Árna Magnusson 'og Pál Vídalín, en Jón nákom- inn til fráságnar, þar sem Árni var húsbóndi hans og átrúnað- argoð, en Páll fóstur- og læri- faðir. Eins og útgefandi Merkra íslendinga bendir á, hefur Jón Ólafsson með alúð s:nni og smámunalegri natni eigi aðeins brugið upp bráðlif- andi myndum af Árna og Pál'i, heldur einnig sjálfum sér og öld sinni, og er næsta fróðlegt að kynnast þessu myndasafni öllu. Ævisaga Jóns konferenzráðs Eiríkssonar eftir Svein lækni Pálsson er að vísu hvergi nærri eins skemmtileg og ritgerðii’ Jóns Grunnvíkings, eh efnis- mikil, greinargóð og rökvíslega samin. Hefur ævisaga þessi all- mikið heimildargildi og má því telja mikinn feng' að fá hana nú í nýrri útgáfu. Hún var gef- in út af Hinu íslenzka bók-- menntafélagi, prentuð í Kaup- mannahöfn árið 1828, og el’ fyrir löng'u orðin sárafágæt. Hafði Bjarni amtmaður Þor- steinsson safnað miklu efni t:í ævisögunnar, en fékk síðan Svein Pálssorr til að færa hana í letur. Hafa þeir félagar hafí undir höndum ýmsar heimildir um Jón, sem nú eru glataðar, þar á meðal bréf hans. Verður því ævisagan. frumheimild um margt, sem snertir líf og störf þessa gagnmerka manns og á- gæta ÍSlendings. Þessar þrjár ævisögur, ásamt ýmsum fróðlegum fýlgiskjöl- um, eru meginuppistaða fjórða bindis Merkra íslendinga. 1 síðari hluta bókarinnar eru sex ævisögur úr Andvara, er birt- ust þar á árunum 1920—1926, Þær eru þessar: Ævisaga Skúía Thoroddsens, eftir Sigurð Lýðs son, Ævisaga Þorvalds Thor- oddsens, eftir Pál Eggert Óla- son, Ævisaga Hannesar Haf- steins, eftir Þorstein Gíslason, Ævisaga Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal, eftir Grímúlf Ólafs- son, Ævisaga síra Magnúsar Andrésspnar, eftir Magnús Helgason, og Ævisaga Jóns Jenssonpr. eftir Sigurð Þórð- arson. Allir voru menn þessif mætir íslendingar og sumir’ þeirra þjóðskörungar. Eru rit- gerðirnar flestar fróðlegar og allvel samdar, þótt viðast áé fremur lýst hinu ytra borði, on persónulýsingarnar ekki sér- staklega snjallar. Þó er þar ein undantekning: Ævisaga síra Magnúsar Andréssonar, eftir frænda hans, Magnús skóla- stjóra Helgason. Er það ágæt ritgerð. eftirminnileg og moitl- uð mannlýsing. Gils Guðmunclsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.