Alþýðublaðið - 24.12.1950, Side 4

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Side 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1950. X»»»»»»>»»»»»»»>»»» > »»>»»•»<» ❖ , ■ , '/ GLEÐÍLEG JÓL! >»>»»»»>»»»»»>»»»»»»»»»>»<>< ý GLEÐILEG JÓL! RAFALL Vesturgötu 2. •>»»>»>>>»<>>>>>>>>>>>»»»>>>>>>>>>>>>>>»;| I GLEÐiLEG JÓLÍ Almenna byggingarfélagið h.f. >>>»>»»>»>>>>>»»>>>>»»»»>»>»>»»>;,' GLEÐILEG JÓL! Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. »»»»>>>>>>>>>>>»»»»>»»»»>>í <><<<<»>,';< GLEÐILEG JÓL ! Nærfataverksmiðjan „LILLA“ h.f. Víðimel 64. GLEÐILEG JÓL! Ullarverksmiðjan Framtíðin. f I »»»»»»K»>»»»»<»»»»»>>»»§<>»»}á GLEÐILEG JÓL! f Gott og farsælt nýár! f Þökkum viðskiptin á liðna árinu. % 'í Nýja sendibílastöðin. f . A t»»»>»»»»»>»»»»»>»»»>>>»>>>»<!^ GLEÐILEG JÓL! I Nýja efnalaugin. f LJOD »»>»>»>»»»»>»»»»K>»<»»»>»<x»»ý GLEÐILEG JÓL! Prjónastofan Hlín h.f. ÉG HÉLT fertugsafmælið mitt hátíðlegt með því að efna til einnar af þeim áhugamanna leiksýningum, sem gert hafa heimili mitt í Beckenbam víð- frægt. Og samkvæmt venju hafði ég sjálfur samið sjónleik- inn, sem tekinn var til meðferð ar. Það var ævintýrasjónleik- ur í þrem þáttum, og fjallaði um dásamlegt hljóðfæri, — töfrahorn, — sem prins nokk- ur, persneskur, hafði einhvers staðar komizt yfir. Sjónleikir mínir eru svo þekktir orðnir, að ég tel enga nauðsyn bera til að geía þessa verks nánar. Ég ætla aðeins að minna lesand- ann á það, að í öðrum þætti ger ist mikilsvert atriði, sumsé, þegar ein lystileg veizla lendir öll í uppnámi, fyrir þá sök, að prinsinn, sem ill og þeldökk norn hefur með fólskulegustu töfrabrögðum sökkt niður í ið- ur koparfjallsins, þeytir horn- ið góða svo að undir tekur. Ég hafði ráðið hornþeytara úr hljómsveit herdeildar minnar til þess að þreyta hornið, og komið því þannig fyrir, að hann fremdi þá athöfn úti á gangin- um, en ekki uppi á leiksviðinu. j Fyrir bragðið mundi áheyrend um þykja sem hornþyturinn kæmi úr fjarska. Það sem af var, hafði af- mælisboðið tekizt með afbrigð um vel. Að vísu urðu gestirnir fyrir hinum mestu vonbrigð- um, þegar þeir urðu þess á- skynja, að ég hafði ekki neitt hlutverk í leiknum með hönd- um, en ég afsakaði mig; kvaðst bæði vera leikstjóri og gest- gjafi og hafa því meira en nóg á minni könnu, og þeir tóku þeirri afsökun minni með ástúð og skilningi. Ég hafði séð svo um, að hin fagra Linda Fitz- nighingale hlyti bezta sætið á áhorfendabekk, sjálfum mér ætlaði ég sæti við hlið hennar, en það fór á annan veg. Porcharlester, ungur maður gæddur takmarkaðri tónlistar- gáfu, úr 12. herdeild, lagði það undir sig og sýndi þar litla hæ- versku. Hann hefur ieiðinlega kvenlega barytónrödd, sem hann er svo heimskur, að kalla tenór. Og þar eð svo hittist á, að tónlistin var Lindu sjúkleg ástríða, varð þessi eini og lítt þroskaði hæfileiki mannsins til þess, að hún tók hann langt fram yfir margan þann, sem var honum bæði þroskaðri að aldri og fleiri og betri hæfileik um búin. Ég ákvað að trufla samtal þeirra jafnskjótt og'mér ynnist tími til, en það drógst á langinn, ég hef nefnilega gert mér það að reglu, þegar ég efni til leiksýninga á heimili mínu, að hafa auga með því, að allt sé eins og það á að vera, bæði að tjaldabaki og á sjálfu leik- ■sviðinu. Þegar ég svo, seint og síðar méira, gaf mér tóm til að finna Lindu að máli, reis Porcharlester samstundis úr sæti sínu. „Ákaflega þætti mér það gaman“, mælti hann, „ef ég mætti skreppa upp á leik- .sviðið og litast um að tjalda- baki, — ef þeim, sem ekki geta talizt til leikenda, er það leyfi legt“. „Gerðu svo vel! Gerðu ^»><»»><><><><><><><»>>>»>»»>»»»>»»>»»»<><»; vel góði! svo George Bernard Shaw. verður að gæta þess að snerta ekki á neinu og hreyfa ekkert úr stað. Sé allt ekki í röð og reglu, þegar . . . .“ „Sjálfsagt, sjálfsagt!“ svar- aði hann. „Ég þekki smámuna semi þína. Ég skal gæta þess að hreyfa ekki hendurnar úr vös- unum . . .!“ „Þér ættuð alls ekki að líða honum þá óskammfeilni, sem hann sýnir yður“, sagði Linda, þegar hann var farinn. ,,Ég er viss um, að hann gerir ein- hverja skömm af sér, þarna á bak við tjöldin.“ „O-jæja! Strákar eru nú allt af strákar!“ mælti ég afsak- andi. „Þannig kemur hann líka fram við herforingjann, sem þó er aldraður maður. Hvernig gengur hljómlistarmálið?“ „Ég lifi og hrærist í tóna- heimi Schuberts þessa dagana. Ó, Green ofursti, — þér hljótið að kannast við „Serenada“ eft- ir Schubert!“ „Skyldi það! Dásamtlegt lag. Einhvern veginn svona: bomms bomm- bomm- bomm- bomm- bomm- bomm, . . . eða er það ekki?“ „Jú, eitthvað í þessa áttina. Syngur herra Porcharlester ekki það lag?“ „Jú, hann er að brjástra við Skopsaga eftir Bernard Shaw það. En hann nær ekki neinum tökum á því, nema einföldustú tónhendingunum. Djúpar, þroskaðar tilfinningar getur hann ekki túlkað". „Já, — ég hef orðið þess vör, að þér álítið hann yfirborðs- mann. En þykir yður lagið fallegt?11 „Ja, ■—. hvað skal segja, . . . þykir yður það fallegt?" „Ó, ég elska það! Gætuð þér ekki sungið það fyrir okkur, að leiksýningunni lokinni?“ „Ég kem mér ekki til þess. En sjáum nú til; — þarna kemur herra Porcharlester. Þér ættuð að biðja hann!“ „Green!“ mælti Porcharlest- er, einkennilega glaðhlakkaleg- „svaraði ég, „en þú ur“. Mig langar ekki til að vekja hjá þér ástæðulausan ótta, — en þessi hornþeytari þinn er ókom inn enn!“ „Hamingjan góða!“ hrópaði ég. „Og hann sem átti að koma á slaginu sjö! Fari nú svo, að hann kæmi ekki, þá fer öll leik sýningin út um þúfur!“ Ég bað Lindu í skyndi að af- saka þótt ég hlypist á brott frá þeim. Síðan flýtti ég mér sem mest ég mátti út í anddyrið. Hið fyrsta, sem ég rak augun í þeg ar þangað kom, var geysimikið horn, er lá þar á borði. Þá skildi ég, að Porcharlester hafði gabbað mig, einungis til þess að losna við mig. Vinnukon an kvaðst hafa vísað hornþeyt aranum niður í borðstofu þjón- ustufólksins þegar, er hann kom; honum hefði verið bor- inn matur og drykkur, og sæti hann þar að öllum líkindum enn. í sömu svifum hringdi áminn andinn bjöllunni til merkis um, að brátt skyldi hornið þeytt. Hvað tafði hornþeytarann? Mig tók, að gruna margt og afréð því að skréppa niður í borðstof una. Þar sat hornþeytarinn, ein mana og yfirgefinn og steinsvaf fram á borðið. Þegar ég laut að honum, fékk ég ramman brennivínsþef í vitin. Og 'horn þeytárinn svaf þungum ölvímu svefni og vissi hvorki í þennan heim né annan. Ég sór þess dýran eið, að hann skyldi hljóta hina þyngstu refs ingu fyrir þetta svívirðilega brot á heraganum. Síðan hljóp ég upp stigann eins og byssu- brenndur og á sömu andrá kvað bjölluhringing áminnandans við í annað sinn, til merkis um, að nú skildi hornið þeytt! Á þeirri neyðarstundu eygði ég aðeins eitt ráð til þess að koma í veg fyrir, að leiksýningin mishepnn aðist með öllu. Ég greip hljóð- færið, stakk mjórri enda þess upp í mig og blés af öllum lífs og sálarkröftum. Árangurs- laust! Ég náði ekki svo miklu sem veikasta væli úr horninu. Ég vissi, að þeir á leiksviðinu voru farnir að bíða eftir hljóði úr horni, og í þriðja skiptið kvað bjölluhringing áminnand ans við, hærri og ákafari en fyrr. Ég beit tönnum um mjórri enda hornsins í reiði minrii, sogaði eins mikið loft ofan • í lungun og þau frekast tóku, þrýsti á snerta og snúða og þrýsti síðan öllu loftinu úr lungunum inn í hornið af þeim feiknakrafti, sem reiðin ein get ur veitt manni. Árangurinn birt ist í öskri, svo ógurlegu, að við sjálft lá að mínar eigin hljóð himnur rifnuðu. Ljósakrónan sveiflaðist til, stafir og hattar boðsgeta minna hrukku af snög unum og andrúmsloftið um- hverfis mig var eins og ólg- andi haf. Ég stóð náfölur og hélt höndunum að gagnaugun- um, þegar hornþeytarinn kom skjögrandi upp stigann og gest irnir tóku að ryðjast fram á ganginn, hver um annair þver- an. sjs Næstu fjórum mánuðum eyddi ég í að nema af hljóm- listarmanni hin torlærðu undir stöðuatriði hornblástiirsins. Kennárinn gerði mig brátt (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.