Alþýðublaðið - 28.12.1950, Side 4
4
' Útgefandi: AlþýSuflokkurínn.
: Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing-
fréttaritari: Helgi Sæmundssop: auglýs;
ingastjóri: Emilía Möiler. Ritstjómar-
símar: 4901 og 4902. Auglýsingasími
4S06. Afg*ei3siusími 4900. A'ðsetur: Al-
þýðubúsiS.
Alþýðuprent-miðjan h.f "
Hækkuð úlsvör
- lækkaS kaup.
ÍHALDSMEIRIHLUTINN í
bæjarstjórn Reykjavíkur lofar
jafnan gætilegri fjármála-
stjórn, þegar kosningaóttinn
raskar andlegu jafnvægi hans.
En það er minna um efndirn-
ar. Þegar völd hans hafa verið
framlengd, heldur hann upp-
teknum hætti. Við næstu kosn
ingar eru svo loforðin endur-
tekin ti] þess að svíkja þau á
ný,
Afgreiðsla fjárhagsáætlipiar
P.eykjavíkur fyrir næsta ár c:r
glöggur og órækur vitnisburð-
ur um þessi vinnubrögð ílialds
meirihlutans. Við síðustu bæj-
arstjórnarkosningar var því ó-
wpart haldið fram at forustu-
mönnum ihaldsins, að ’ieirra
tilgangur vær] sá að hal-’a tit-
svörunum í skefjuni. og þá
vildu þeir taka einstaklega
mMrið tillit til greiðslugetu bæj
arbúa. Og Reykvíkingar létu
blekkjast. íhaldið fékk völd
sín framlengd. Efndunar eru
nú komnar í ljós. Við samn-
ingu fjárhagsáætlunarinn-
ar markaði íhaldið þá stefnu,
að útsvörin skyldu hækkuo u:n
6 milljónir króna. En á síðustu
stundu ákvað það svo að bæta
2 milljónum við. Útsvörin á
n.æsta ári verða því ailt að 65
rnilljónir króna. Slík eru vlnnu
brögð íhaldsmeirihlutans, þeg-
ar hann telur sig ekki þurfa
að hafa áhyggjur af í hönd
farandi kosningum.
Þetta er þó ekki aðalatriði
málsins, þó að vissuiega skipti
útsvarshækkunin sérhvern bæj
arbúa miklu Mergurinn máls-
ins er sá, hvernig verja skuli
þessum fjármunum, sem sóttir
eru fyrirhafnarlaust ofen í
vasa Reykvíkinga. Á að verja
þeim til aukinnar atvinnu í
bænum? Eru bæjarbúar með
greiðslu hinna hækkuðu út-
svara að safna í sjóð, sem auki
öryggi þeirra í framtíðinni?
Þessum spurningum verður
að svara neitandi. Fjárveiting-
ar til verklegra framkvæmda
í Reykjavík verða á næsta ári
rojög hinar sömu og þær voru
á útlíðandi ári. En skrifstofu-
bákn bæjarins verður aukið.
Reykvíkingar eru því síður en
svo að safna í saroeiginlegan
sjóð, sem tryggi afkomu þeirra
og veiti þeim aukið öryggi. Út-
svarshækkunín rennur í hotn-
lausa hít skrifstofubákns og
eyðslusemi.
■f
Útsvarshækkunin í Reykja-
vík er því ekkert annað en ný
kauplækkun. Atvinnurekstur-
inn ber ekki aukin útsvör.
"V erzlunin mun heldur ekki
geta tekið á sig þessa nýju
bagga, enda sízt af öllu til þess
ætlazt af íhaldsmeirihlutanum.
Útsvarsaukningin Iendir því á
herðum launþeganna. Það á að
sneiða kaup þeirra meira á
ræsta ári en nokkru sinni fyrr.
íhaldsmeirihlutinn í Reykja-
vík er roeð þessum ráðstöfun-
um að leggjast á sveif með rík
isstjórn afturhaldsflokkanna og
ALÞÝÐUBLAÐJÐ
Fimmtudagur 28. des. 195ff.
meirihluta hennar á alþingi.
Þessir aðilar hafa myndað sam
fylkingu, er berst fyrir því að
minnka kaupgetu almennings
og leggja honum aukna
-greiðslubagga á herðar jafn-
framt því, sem hætta atvinnu-
levsis og skorts færist nær.
Það er ekki talin ástæða til að
fjölga dagsverkum verkamann
anna í höfuðstaðnum. Hitt
þykir sjálfsagt að taka af þeim
ileiri krónur í eyðsluhít íhalds
meirihlutans. Það er í raun og
veru sama og fækka dagsverk-
um þeirra. Þetta er í fáum orð
um sagt reginmunurinn á lof-
orðum og efndum íhaldsmeiri-
hlutans í bæjarstjórn Reykja-
víkur.
Þannig er allt á sömu bókina
lært hjá samfylkingu aftur-
haldsins. Hún þóttist ætla að
lækna meinsemdir atvinnulífs-
ins og dýrtíðarinnar. En at-
vinnulífið hefur aldrei verið
í öðru eins öngþveiti og nú, og
dýrtíðin hefur farið sívaxandi
í stað þess að hún yrði stöðvuð,
hvað þá minnkuð. Afleiðing
þessa er sú, að þeir ríku verða
ríkari en þeir fátæku fátæk-
ari. Þetta ástand er óskadraum
ur íhaldsins. En það er hér
ekki eitt að verki. Framsókn-
arflokkurinn veitir því allt það
lið, er það þarfnast til þess að
gera þennan draum sinn að
veruleika, og gengur jafnvel
rtundum feti lengra en það, og
kommúnistar sjá það ráð eitt
uð auka vöruskiptaverzlunina .
við leppríki Rússa, þó að af-
(eiðing hennar sé fyrirsjáan-
lega dýrari og lakari vörur og
enn stóraukin dýrtíð!
Það er því vægast sagt hlægi-
íegt, þegar Tíminn og Þjóð-
viljinn mæla gegn útsvars-
hækkuninni í Reykjavík með
þeim augljósu rökum, að hún
auki dýrtíðina og skerði hag
almennings. Fulltrúa Fram-
sóknarflokksins í bæjarstjórn
Reykjavíkur leyfist þessi sýnd-
armennska af því að hann
telst til minnihlutans. En efast
nokkur um, að afstaða hans
væri önnur, ef íhaldigj þyrfti
hans með? Er ekki meðferð í-
haldsins á Framsóknarflokkn-
um talandi tákn um, hvers væn
að vænta, ef Þórður Björnsson
hefði oddaaðstöðu í bæjarstjórn
Reykjavíkur? Og hverju væri
almen'ningur í höfuðstaðnum
bættari, þó að kommúnistar
réðu úrslitum? Er þag ekki
táknrænt fyrir afstöðu þeirra,
að Einar Olgeirsson tekur á
alþingi það ómak af heildsöl-
unum og stórútgerðarmönnun-
um að berjast fyrir ,,frjálsri
verzlun“, af því að hún myndi
veita flokki hans aðstöðu til
stórfelldrar gróðasöfnunar?
Þessar staðreyndir er almenn
ingi í Reykjavík skylt að íhuga.
Honum á að geta legið í aug-
um uppi, að útsvarshækkunin
í höfuðstaðnum er hlekkur i
festi þeirrar óheillaþróunar.
sem hér hefur átt sér srað und-
anfarið og íhaldið og Fram-
sóknarflokkurinn bera ábyrgð
á, en komúnistar vildu gjarna
eiga hlutdeild í, ef flokksfyrir-
tæki þeirra fengju aðeins að-
stöðu til að græða á okkur ó-
hagstæðri vöruskiptaverzlun
við leppríki Rússa. Það væri
lítilsvirðing við alþýðu
Keykjavíkur að efast um, að
hún geri sér ekki þessar stað-
reyndir ljósar. Næstu kosning-
ar munu tákna svar Iiennar,
hvort sem þeirra verður langt
eða skammt að bíða.
Skemmtifundur
Alliance Francaise
ALLIANCE FRANCAISE
hélt annan skemmtifund sinn
á þessu starfsári mánudaginn
18. desember. — Að þessu sinni
las sendiherra Frakka, hr.
Henri Voillery, upp nokkra
kafla úr ritum hins kunna
franska rithöfundar Georges
Courteline. Var gerður hinn
bezti rómur að upplestrinum,
og sendiherranum þakkað með
dynjandi lófataki, enda er hann
kunnur sem framúrskarandi
upplesari. — Þá var sýnd kvik-
mynd, en síðan setzt að borðum
og loks dans stíginn til kl. 1
um nóttina.
Lognregn á jólum. — Atvik kært, en ekkcrt
heyrzt. — Kennari skrifar um börn
í strætisvögnum.
VEÐRIÐ VAR ÓVENJULEGT skorizt, kannski leitar hann að-
á þessum jólum. Lognregn. féll
hægt og blítt í kolsvarta polla.
Það var eins og á vordegi og
maður fann. næstum því gróSur
ilm í Iofti. Jólasnjórinn kom
ekki fyrr en í gærmorgun, þá
varff allt drifhvítt í einni svip-
an. Fólki finnst ekki jólalegt
nema snjór þeki alla jörff. —
Eins og ég gat um á Þorláks-
messu var horgin nú skrautlegri
en áffur. Þetta sást enn betur á
afffangadagskvöld því að mjög
víffa í bænum hafði verið sett
upp Ijósakerfi á tré í görffum
og var gaman að þessu.
ÁHORFANDI SKRIFAR:
,,Mér kom í liug að segja frá
atviki, sem ég hef hvergi séð á
prenti, en er þó vel þess vert.
Sagan er svona: Fulltíða maður
réðist í haust er leið á 8 ára
gamla telpu, í reiðikasti, skellti
henni niður í grjóturð, tætti
niður um hana fötin og byrjaði
að lemja hana um allt bakið,
með steinhellu. Móðir telpunn-
ar heyrði í henni hljóðin og
vildi koma barni sínu til hjálp-
ar, en þá sleppti hann barninu
og snéri sér að konunni, með
hótunum og bægslagangi — sió
hana niður, en er hún gat risið
á fætur lagði hún á flótta, eins
og fætur gátu borið hana, og
hann á eftir, þangað til bíll bar
þar að og konan gat forðað sér
inn til bílstjórans, en árásarmað
urinn snéri beimleiðis.
ÞETTA MÁL var strax kært
fyrir lögreglunni, hún hefur enn
ekkert gerf í því og óbótamaður
inn gengur alfrjáls um, meðal
fólks, eins og ekkert hefði í-
Truman í sporum Roosevelts
ÞAÐ VAKTI að sjálfsögðú
gífurlega athygli, þegar
Harry S. Truman Bandaríkja-
forseti boðaði það í útvarps-
ræðu að kvöldi þ. 15. þ. m.,
eð hann myndi lýsa yfir
hættuástandi í Bandaríkjun-
um vegna hinna ískyggilegu
viðhorfa, sem skapazt hefðu
af yfirgangi Rússlands. En
þó mun hvergi nærri öllum
hafa verið það fullkomlega
ljóst, hvað þessi boðskapur
Bandaríkjaforsetans og fram-
kvæmd hans strax daginn
eftir þýddi.
ÞESS VEGNA er rétt að rifja
það upp, að fyrirrennari
Trumans í forsetastóli Banda
ríkjanna, Franklin D. Roose-
velt, steíg nákvæmlega sama
spor snemma á árum annarr-
ar heimsstyrj al darinnar, áð-
ur en Bandaríkin voru orðin
aðili að henni. Það var 27.
meí 1941. Þá Iýsti hann yfir
hætíuástandi í Bandaríkjun-
um vegna hinnar vaxandi ó-
friðarhættu fyrir þau; en þá
stóðu herskarar Hitlers við
Ermarsund og Bretland eitt
hélt uppi vörnum gegn yfir-
gangi harðstjórans.
ÞAÐ VAR EINNIG í útvarps-
ræðu,. sem Roosevelt boðaði
þá, að hann myndi lýsa yfir
hættuástandi í Bandaríkjun-
um; og hann sagði við það
tækifæri: „Við rpunum ekki
fallast á það, að Hitler leggi
heiminn undir sig .... Ég
hef í kvöld lýst yfir hættu-
ástandi í Bandaríkjunum.“
Þetta var 27. maí 1941; og frá
þeirri stundu hófst hervæðing
Bandaríkjanna fyrst í fullri
alvöru. Sívaxandi hluta
framleiðslunnar var varið til
vígbúnaðar, og um 400 000
manns var mánaðarlega
bætt við herinn. En aðeins
hálfu ári síðar gerðu Japanir
hina fyrirvaralausu árás sína
á Pearl Harbor. Þar með
voru Bandaríkin komin. í
stríðið.
í RAUN OG VERU var það
sami boðskapurinn, sem Tru-
man flutti þjóð sinni þ. 15.
þ. m. og fyrirrennai'i hans
flutti henni fyrir meira en.
níu og hálfu ári. Truman
sagði: „Við getum ekki látið
undan yfirganginum. ....
Ég mun á morgun lýáa yfir
hættuástandi í Bandaríkjun-
um.“ Og hann sagði enn
fremur: „Það eru valdhafar
Rússlands, sem skapað hafa
hættuástand í heiminum.......
Hin kommúnistíska heims-
yfirráðastefna hefur hleypt af
stað strði í Kóreu. Kommún-
istar hafa nú sýnt, að þeir
svífast þess ekki að hætta á
nýja heimsstyrjöld til þess að
hafa það fram, sem þeir vilja.
Þetta er hin raunverulega
þýðing þeirra viðburða, sem
eru að gerast í Kóreu. Það er
þess vegna, sem land okkar
er nú í hættu.“
ÞANNIG fórust Truman orð,
áður en-hann lýsti yfir hættu-
ástandi í Bandaríkjunum um
miðjan þennan mánuð. Það
vorú sömu örlagaþrungnu
orðin og Roosevelt viðhafði,
áður en Bandaríkin tóku í
alvöru að búa sig undir þátt-
töku í annarri heimsstyrjöld-
inni. Og eins og þá þýða þau
það, að Bandaríkin eru nú, í
fullri alvöru, byrjuð að her-
væðast og búa sig undir stríð.
En hvort til þess kemur, það
veltur á Rússlandi.
eins tækifæris að reyna kraft-
ana á einhverju öðru saklausu
barni. En til hVers eru lögin og
lögreglan, ef slíkt er látið við-
gangast óhegnt“.
KENNARI SKRIFAR: Örfá-
ar línur um börnin og strætis-
vagnana. Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að framkoma
margra barna í strætisvögnum
bæjarins er slæm. Þau eru með
óp, áflog og hrindingar. En
Hvernig stendur á þessu? Er
þetta ávöxturinn af starfi heim
ilanna og skólanna?
ÞAÐ ER MARGT réttilega
fundið að skólunum okkar. Þeir
láta nemendum sínum mik’a
fræðslu í té, en sú fræðsla er á
kostnað siðgæðis og trúar. En
það eru skiptar skoðanir um
þetta eins og gengur. Hvað sero
því líðúr, þá veit ég með* vissu,
að kennarar yfirleitt reyna að
benda nemendum sínum á, að
ósiðleg -framkoma í strætisvögn
um, sem og annars staðar er
þeim, heimilum þeirra og jafn
vel skóla til skammar. En sum
börnin láta sér ekki segjast við
fortölur kennara og foreldra. Þá
er aðeins ein leið eftir.
NÝLEGA var ég farþegi í
strætisvagni. Aftast í vagnin-
um voru allmörg börn á leið-
inni heim úr skólanum. Voru
sum þeirra með slíkan hávaða
og hrindingar að engu tali tók.
En þá kom „læknirinn“ allt 1
einu. Vagnstjórinn, ungur og
einbeittur maður, kom aftur í
vagninn, tók einn versta óláta-
belginn, og lét hann hreinlega
út. Þetta dugði. Eftir þetta heyrð
ist ekki bofs í hinum. Þannig
ættu aðrir strætisvagnastjórar
að hafa það, hreinlega að útiloka
þau börn frá vögnunum, sem
ekki haga sér prúðmannlega.
ÞEIM ER ÓHÆTT að læra að
ganga um eins og siðuðij fólki
sæmir. Fyrst þau sinna ekki holl
ráðum uppalenda sinna, verður
og á að gfípa í taumana á al-
varlegri hátt. Þeim á ekki að
líðast dónaskapúr og tillitsleysi
gagnvart öðrum, bæði hlutum
og mönnum.
MÉR FANNST hinum unga
bílstjóra farnast vel, og mættu
aðrir stéttarbræður hans vera
einbeittari gagnvart börnum
þeim og unglingum, sem haga
sér dónalega í bílum *þeirra.
Þeir mega vera vissir um, að
farþegar yfirleitt eru slíku sam
þykkir undir slíkum kringum-
stæðum. Þegar ólátabelgirnir
hafa svo fengið almenningsálit-
ið á móti sér, munu þeir brátt
láta segjast.“
hér í bænum
SJALDAN mun hafa verið
meiri ró og kyrrð í bænum um
jól sem að þessu sinni. Lög-
reglan hafði mjög lítig að
starfa, enda var drykkjuskapur
með minnsta móti, og' slökkvi
liðið var aldrei kvatt ú.t um
hátíðina, og mun það einsdæmi.