Alþýðublaðið - 28.12.1950, Qupperneq 8
Börn og ungiingar.
Komið og seljið
Alþýðubíaðið.
í Aliir vilja katipa
ASbýSub!a5i«.
Gerlzt Sskrifendufi
að Alþýðublaðinu.
Aiþýðublaðið inn «
bvert heimili. Hring^
ið í síma 4900 og 4908J
Mýndin sýnir viðbótarbygginguna við olíubryggju Shell í
Skei’jafirði og hvernig ciíhieiðslan liggur niður í sjóinn.
Síðan liggur leiðslan á sjávarbotni út til olíuskipsins,
sem sést úti á firðinum og ber í bryggjuna. Við bryggjuna er
iitli báturinn, sem verið hefur í förum mil’i bryggjunnar og
olíuskipanna öll árin frá því að olíuskip byrjuðu að koma til
Shell, eða í 23 ár, og má geta þess, að aldrei hefur nokkurt
slys skeð í sambandi vig löndun olíunnar.
Neðansjávarleiðsla lögð frá Shell-
bryggjunni M) rn. úf í Skerjafjörð
-----------------------
Eykur afköst og bægindi við losun oiíu-
skipa, sem koma til stöðvarinnar.
-------♦-------
NEÐANSJÁVAROLÍULEIÐSLA hefur veriö lögð frá
Shell-brj ggjunni í SkerjafirSi 260 metra út í fjöi'ðinn, og er
Seiðsla þessi sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og auðveldar
snjög losun olíuskipanna. Fyrir jólin var 9000 sinálcsta olíu-
skip losað við Shellstöðina, og tók losun þess ekki nema rúman
scf'arhring. Er nú hsegt a5 dæla um 300 tonnum á klukkustund
gegnum neðansjávarleiðsluna, en áður var einungis hægt að
'osa rúmar 100 smálestir á klukkustund.
Á laugardaginn var bauð
forstjóri Shell blaðamönnum
um borð í olíuskipið ,,Sepia“,
sem þá var verið að enda við að
Losa með þessari r.ýju aðferð,
en það er þriðja skipið, sem los
ar í gegnum neðansjávardæl-
una. Það var í haust sem Shell
íét leggja þessa. leiðslu, og er
hún um 260 metra löng og 8
tommu víð. Kom leiðslan fuil-
búin til landsins en var sett
saman hér. Var það Landssmiðj
an sem annaðist það ver, og var
leiðslan soðin saman á þurru
landi.’en síðan var henni fleytt
á tunnum í heilu lagi á þann
stað, sem henni skyldi sökkt.
Á ytri enda leiðslunnar eru
fimm 8 tommu víðar gúmmí-
slöngur tengdar saman og eru
þær teknar um borð í skipin,
þegar þau losa. Þegar dælingu
er lokið er lokað fyri'- enda
gúmmíslöngunnar og henni síð
an sökkt, en vír er fest við enda
hennar og síðan er vírinn fest
ur í bauju, þannig að auðvelt
er jafnan að ná slöngunrj upp
úr sjónum.
Til þess að íyrirbýggja, að
leiðslan verði fyrir hnjaski, var
byggð viðbót við olíubryggju
Sheli, sem þó er laus við sjáiía
aðalbryggjuna, en þar kemur
leiðslan upp úr sjónum, og þar
er búið svo um, að hægt er
að dreifa olíunni til hinna ýmsu
geyma olíustöðvarinnar í landi.
Aðferð sú. sem notuð var við
að losa olíuskipin áður en þessi
neðansjávarleiðsla kom til sög
unnar, var í því fólgin, að lögð
var flotleiðsla frá olíubrýggj-
unni'út í skip, eins og enn tíðk
ast hjá öðrum olíustöðvmn. Var
gömlu flotleiðslunni haldið uppi
með tunnum og þurfti að draga
hana í land í hvert sinn, sern
lokið var við losun skipa.
_ MENZIES, forsætisráðherra
Ástralíu, var gestur Nehrus í
Nýju Delhi á jólunum.
ðttnað kvöld
FÉLAG ungra jafnaðar-
manna í Revkjavík heldur
jólafagnað í Ingólfscafé ann
að kvöld og liefst hann kl.
20,30.
Til skemmtunar verður: Á
varp formanns FUJ, Krist-
ins Gunnarssonar; útvarp
FUJ, gamanþáttur, sem
nokkrir félagar annast; Loft
ur Guðmundsson Ies upp og
Haukur Mortens syngur.
Auk þess verður að sjálf-
sögðu dans.
Félagar eru minntir á að
fjölmenna. Einkum er þess
vænzt að ungir jafnaðar-
menn utan af landi, sem
staddir eru hér, sæki fagn-
aðinn.
Vefrarhjálpinni
bárusi rúmar
96 þús. krónur
VETRARIIJÁLPINNI bárust
samtals kr. 96 403,82 í pening-
um, en auk þess töluvert af
íatnaði. Af þessu söfnuðu
skátarnir tæpum 50 þúsundum,
en hitt barst á skrifstofuna.
Vetrarhjálpin úthluiaði á-
vísunum á matvæli og mjólk
fyrir samtals 125 þúsund krón-
ur, er skiptist milli 557 fjöl-
skyldna og einstaklinga i bæn-
um, en auk þess var nokkru út-
hlutað af fatnaði, aðaliega til
f j ölskylduheimila.
Söfnun Vetrarhjálparinnar
hefur aldrei verið meiri en nú,
og néma peningagjafirnar um
20 þúsund krónum meira en í
fyrra.
í gær voru enrf'að berast um-
sóknir til Vetrarhjálparinnar,
og mun skrifstofan verða opin
fram að áramótum og gjöfum
veitt viðtaka milli kl. 10—12
f. h. og 2—5 e. h. Sími skrif-
stofunnar er 80785.
Forstöðumenn Vetrarhjálp-
arinna^ hafa beðið blaðið að
færa bæjarbúum kærar þakkir
fyrir örlæti þeirra.
Salrná! ráðsteínunnar mun verða
kaupírygging hlutarsjómanna
-----------------:--*--------
SJÓMANNARÁÐSTEFNA Alþýðusambands íslands kem-
ur saman hér í bænum í dag. Hafa fulltrúar 35 verkalýðs-
fé'aga, sem hafa sjómenn innan sinna vébanda, verið kallaðii'
til ráðstefnu þessarar til að ræða kauptr.vggingu hlutarsjó-
mcvuna, lilutai-tryggingarsjóð, samræmiiigu á samningstíma
félaganna og fleira, sem máli skiptir fyrir sjómenn. Hefur
stjórn Alþýðusambandsins ka’lað saman þessa ráðstcfnu nú»
þar sem meiri óvissa ríkir um kaup og kjör hlutarsjómanna
cn nokkru sinni áður og þeim hefur reynzt erfiðara að fá kaup-
tryggingu sína greidda en nokkru sinni fyrr.
Til þessarar sjómannaráð- fleiri mál, er sjómannastétt-
stefnu voru kallaðir formenn
þeirra félaga, sem um mál sjó-
manna fjalla, eða aðrir stjórn-
avmeðlimir fékganna í þeirra
stað. Þá munu fulltrúar frá Far
manna- og fiskimannasam-
bandi íslands sitja ráðstefn-
una með málfrelsi og tillögu-
rétti, en starfað hefur nefnd
skipuð þrem fulltrúum frá Al-
þýðusambandinu og þrem frá
FFSÍ til að fjalla um málefni
sjómanna.
Alþýðublaðið sneri sér í gær
til Jóns Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra Alþýðusam-
bandsins, og spurði hann, hvað
helzt liggi fyrir ráðstefniinni.
Jón svaraði því til, áð lögum
hefði verið breytt á þann hátt,
að hlutasjómenn ættu stórem
eifiðara með að ganga eftír
kaupi sínu en áður. Muni þeir
flestir hafa fengið smágrei.Öslu
í byrjun vertíðar, en síðan ekk-
ert þar til í vertíðarlok, þegar
bezt gegnir, en mjög oft ckki
fyrr en árum síðar og stund-
um aldrei. Þó var tilgangur
hlutatryggingarinnar meðal
annars sá, að heimili sjómanna
væru ekki bjargarlaus, meðan
þeir eru í skiprúmi, og ættx
því að greiða trygginguna til
heimilanna með jöfnu millibili
a’.la vertíðma.
Hlutatryggingin, sjóveðsrétt-
urinn og hlutatryggingasjóður
bátaútvegsins verðá því, að þv:
er Jón skýrði frá, aðalmál sjó-
mannaráðstefnunnar. Auk þess
verður rætt um samræmingu á
samningstíma fyrir sjómenn og
Nann ték ú
riddara
aranum
A AÐFANGADAG viidi það ,
slys til á Halamiðum, að háseti
á togaranum Bjarna riddara úr
Hafnárfirði féll fyrir borð og
drukknaði. Maðurinn hét Gúð
mundur Danielsson og átíi
heima í Hafnarfirði. Hann var
23 ára og ókvæntur.
Tveim bjarghringjum var
þegar kastað út, en maðurinn
náði ekki til þeirra. Þá stökk
einn af skipverjunum fyrir borð
í taug og tókst að ná til Guð-
mundar, og voru báðir mennirn
ir teknir um borð, en Guð-
mundur var þá meðvitundar-
laus. Voru strax hafnar lífgun
artilraunir, og jafnframt sím-
að til héraðslæknisins á Þing-
eyri og hann beðinn að koma
til móts við togarann, er strax
hélt á leið þangað, en er lækn-
irinn kom um borð var Guð-
mundur látinn.
ina varða. >
Fundurinn hefst kl. 10 fyrir
hádegi í dag í samkomusal
Fdduhússins.
íveir 15 ára drengir
siálu strætisvagn-
inum á Lækjartorgi
ÞAÐ VORU TVEIR 15 áia
drengir, sem- stálu strætisvagn-
inum á Lækjartorgi á annaii .
í jóluum. Rannsólcnarlögregl-
an hafði upp á piltunum í gsev,
og kváðust þeir upphaflega hafai
ætlað að fá sér ökuferð upp að
Álafossi, en sneru því svo upp
í það að aka alla leið upp á
Kjalarnes, en þar stöðvaðist
strætisvagninn skammt fyrir o£
an Mógilsá, og komu þeir hon-
um ekki aftur í gang, svo a3
þeir gengu niður að Álafossi,
en þaðan komu þeir með áætl-
unarbifreið í bæinn.
Það var um klukkan 6 í fyrra
kvöld, sem strætisvagninum vai*
stolið. Var þetta vagninn R
975. Hann var mannlaus, erj'
þó látinn vera í gangi, þar eð
hann mátti heita rafmagnslaus.
Menn urðu strax varir við
þegar vagninum var stolið og
sást að honum var ekið inn
Hverfisgötu. Lögreglunni var
strav gert aðvart, og hóf hún
leit. í útvarpinu um kvöldið var
auglýst eftir honum. Litlu síðar
barst lögreglunni frétt um að
sézt hefði til hans uppi í Mos-
fellssveit. Hann var óskemrfid-
ur, þegar hann fannst, en komst
ekki í gang vegna rafmagns-
leysis. Höfðu piltarnir því yfir
gefið hann, og lauk þar mcð
hinni ævintýralegu ökuferð.
Annars var það ætlun þeirra að
snúa þarna við og aka strætis-
vagninum aftur til bæjarins.
ALLMIKIÐ var um bif-
reiðaárekstra í bænum um há
tíðina, en lítil sem engin slys
munu hafa orðið á fólki, að
því er lögreglan hefur skýrt
blaðinu frá. Samtals munu
milli 20 og 30 bifreiðar hafa
lent í árekstrum, og skemmd-
uát sumir þeirra mikið.