Alþýðublaðið - 30.12.1950, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÖIÐ
Laugardagur 30. des. 1950
Útgefandi Alþýðuflokkurinn..
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndai.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson
Augiýsingastjóri: Emilía Möller
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Sjómenn rísa upp
gegn réltleysinu
RÁÐSTEFNA SJÓMANNA-
FÉLAGANNA, sem Alþýðu-
sambandið hafði boðað til, sat
stuttan tíma að störfum. Verk-
efni voru þó mikil. Hin svo-
kallaða lækning gengislækkun
armanna á vandræðum vélbáta
flotans, hefur mistekizt með
öllu. Þeíta hefur sjálfur yfir
læknirinn Ólafur Thors viður-
kennt á alþingi, með því að
komast þannig að orði, sjö
mánuðum eftir lækninguna,
að vandræðin ha.fi aldrei ver-
ið meiri en nú. Þessi hlið máls
ins snýr bæði að útvegsmönn-
um og sjómönnum. og er hin
ömurlegasta, þó að útvegsmenn
séu þannig settir, að þeir hafi
flestir varla málungi matar.
Hin hliðin, sem snýr ein-
göngu að sjómönnum, er enn
ömurlegri. Sjómenn á síldveiði
skipunum eru orðnir réttlaus-
ustu menn í þjóðféiaginu. Þeir
eiga sumir inni gamlar sjó-
veðskröfur. Alþingi hefur bann
að þeim að innheimta þær og
engar ráðstafanir gert til þess
að þær fáist greiddar. Margir
fengu hluta af sumarlaunum
fyrir vinnu sína árið 1949 eftir
nærri eins árs bið og enn hafa
engar ráðstafanir verið gerðar
til þess að greiða tvo þriðju
eða meira af launum síldveiði-
sjómanna fyrir 1950, en inn-
heimtan bönnuð með lögum.
*
Alþingi skyldi við þetta mál
eins og annað er sjávarútveg-
inn varðar, óleyst, þegar þing-
menn fóru í jólafríið. Stjórn-
arliðið í Sjálfstæðisflokknum
og Framsóknarflokknum stóð
eins og múrveggur gegn öllum
tillögum Alþýðuflokksi ns um
að veita fé til þess a$ greiða
sjóveðski-öfurnar og framlag til
að koma vélbátaflotanum á
stað upp úr áramótunum.
Ekki mátti á milli sjá, hjá
hvorum flokknum kæruleysið
gegnvart sjávarútveginum og
réttlætismálum sjómanna, var
meira. Allur fjöldi síldarsjó-
manna kemur þó heim félaus
eftir sumarið og í atvinnuleysi,
að minnsta kosti norðanlands
og vestan. Það var því heldur
kuldaleg ,,vetrarhjálp“, sem
sjómenn fengu frá stjórnar-
flokkunum fyrir jólin.
*
Stjórnarflokkamir eru með
aðgerðum sínum og aðgerða-
leysi að gera að engu þann
rétt síldveiðsjómanna, að fá
laun sín greidd í peningum og
að launakiöfur hafi forgang
fyrir öðrum kröfum.
Höfuðverkefni sjómannaráð-
stefnu Alþýðusambandsins var
að kippa þessu í lag,' og bera
samþykktir ráðstefnunnar þe^s
vott. Verkamenn hafa oft áð-
ur þurft að fylkja liði gegn
afturhaldinu í Sjálfstæðis-
flokknum og Framsóknar-
jf&kknum. En meðan allt sótti;
upp á við með atvinnu, kom"
margt eins og af sjálfu sér, en
ir kaupendur,
sem borga Alþýðublaðið árið 1951 fyrir
fram, fá í kaupbæti Jólahelgina og Al-
þýðuhelgina 1949 og 1950 (það, sem ekki
er uppselt).
Gerist kaupendur að Alþýðublaðinu.
Alþýðublaðið
þó á grundvelli gamalla átaka
og uppbyggingar. Síðan halla
fór undan fæti, eru þessir í-
haldsflokkar samtaka um að
vega í hinn gamla knérunn,
hvenær sem því verður við
komið.
Sjómannaráðstefnan er sem
framhald Alþýðusambands-
þings órækur vottur um, að
ætlunin er ekki að láta íhalds-
öflunum haldast uppi að
troða á sjálfsagðagta rétti sjó-
manna eða annarra verka-
manna.
Útvegsmenn vélbáta hafa
árangurslaust kallað á aðstoð
og skilning Sjálfstæðisflokks-
ins, sem fer með sjávarútvegs-
málin. Kemur nú til kasta Al-
þýðusambandsins og félaga
þess að nota mátt samtakanna
til þess að sækja rétt sjó-
manna í hendur Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks
ins. Þegar samtakamættinum
verður beitt, þarf ekki að ef-
ast um sigurinn.
r
Arbók Landsbankans
1949 komin út
ÁRBÓK LANDSBANKANS
1949 er komin út, og er þar að
vanda mjög ítarlegt yfirlit yfir
hag þjóðarinnar á því ári, svo
og reikningar bankans fyrir það
ár. Ritið hefst að þessu sinni á
ítarlegri skrá yfir uppsláttar-
orð, sem gerir mun auðveldara
ag nota skýsluna sem heimild.
Árbókin hefst á stuttu heild-
aryfriliti yfir hag þjóðarinar á
árinu. Þá kemur kafli um
landbúnað, um útgerð og sjáv-
ariðnað, verklegar fram-
kvæmdir og iðnað, verzlun og
samgöngur, verzlunina við út-
Minnt á hörmuleg tíðindi. — Reynsla gamlaárs-
kvöldanna. — Dýr gleðilæti. — Allslaus byggð-
arlög. — Lykilinn að skilningnum. —
Gleðilegt nýtt ár.
ÞRJÁR SYSTUR létu lífið í öðru hefur gert fólk að hálfgarð
eldsvoffa í Kaupmannahöfn á (
afffangadagskvöld og margir
meiddust. Drukkinn maður var
valdur að brunanum. — Þannig
hljóðaði ein útvarpsfréttin eftir
jólahátíðina. — Misnotkun á-
fengis segir ætíð til sín, þó aff
margir vilji gleyma því og
muni betur málsháttinn „Iióf-
Iega drukkið vín gleður manns-
ins hjarta“.
UNDANFARIÐ hefur verið
haldið upþi hörðum áróðri
gegn áfengisnautn. Það hefur
verið kvartað urtdan þessum á-
róðri. Ekki get ég tekið u'ndir
þær aðfinnslur, því að ég heí
ekki orðið var við. að fram haíi
komið í honum annað en nak-
inn sannleikurinn, hvernig svo
ssm afstaða manna er til banns
eða bindindis.
GAMLAÁRSKVÖLD hefur
löngum verið eitt mesta
drykkjuskaparkvöld ársins. Og
þá hafa mörg og hörmuleg slys
orðið, auk þess sem það með
lönd, fjárhag hins opinbera,
verðlag, atvinnukjör og fleira,
greiðsluviðskipti við útlönd,
verðbréfamarkaðinn, vaxta-
kjör, útlán og innlán, og að
lokum koma reikningar bank-
ans.
Allt á sömu bókina lœrt
um vitfirringum á götum
Revkjavíkur. Vel væri ef nú
brygði út af venjunni og menn
gættu hófs að þessu sinni, ekki
aðeins í meðferð áfengis, held-
ur og í framkomu sinni á al-
mannafæri.
DANSLEIKIR verða haldnir
í flestum samkomuhúsum ann-
að kvöld. Það er ef til vill ekki
að ástæðulausn að ýmsir vilji
gjarna kveðja gamalt ár og
fagna nýju í stórum hóp við glas
og glaum, fara því a£ heimilum
sínum í félagskapinn. En vafa-
samt er það þegar börn eru á
heimilunum og getur haft slæm
áhrif í framtíðinni fyrir heim-
ilin. En hver verður þar að ráða
við sjálfan sig. En dýr þykja
mér gleðilætin. Heyrt hef ég
um, að verð aðgöngumiðu að
einni samkomunni sé 500 krón-
ur fyrir parið!
STAÐREYNDIR SÝNA, að
fátækt og bjai’garleysi þjáir nú
byggðarlög á þessu landi. Vel
væri verð nokkurra aðgöngu-
miða komið í matvæli til að
senda allslausum heimilum í
Flatey til dæmis. En hvað þýð-
ir að tala um það? Það er ekki
hægt að fórna glensi eins gaml-
árskvölds í slíka viðkvæmni,
•enda virðist mér að hver sá þyk
ist nú stærsta hetjan, sem mest
getur fordæmt viðkvæmni í op-
inberum umræðum og bók-
menntum. Sjálfum hefur mér
oft fundizt að viðkvæmnin væri
bezti lykillinn að skilningnum
og skynseminni.
TÍMINN hefur á hendi forustu
afturhaldsins í baráttu þess
gegn symfóníuhljómsveit-
inhi. Hefur hgnn nú einu
sinni enn ráðizt á Alþýðu-
blaðið í einkadálki Ilalldórs
frá Kirkjubóli vegna stuðn-
ings þess við hljómsveitina,
og kennir þar margra skrýt-
inna grasa eins og vænta
mátti í þeim jurtagarði.
Starkaður gamli, en það er
dulnefni Halldórs, birtir í
Baðstofuhjali Framsóknar-
blaðsins í gær bréf, sem dálks
ritstjórinn segist hafa fengið
sent úr dreifbýlinu, og segir
þar, að bréfritarinn skilji
ekkert í þessum áhuga Al-
þýðublaðsins fyrir hljómsveit
armálum, því að það eigi ein
vörðungu að hugsa um fá-
tæklingana í landinu!
ÞESSI SKOÐUN er vægast
sagt móðgun við alþýðustétt-
ir landsins, en sem kunnugt
er telja fslendingar sér það
til mikillár sæmdar, að al-
þýðan hér á landi sé mennt-
aðasta alþýða í heimi. Tíminn
lítur hins vegar svo á, að hún
eigi að hugsa um það eitt að
hafa í sig og á, og honum
finnst óskiljanlegt, að ís-
lenzkt alþýðufólk geti haít
yndi af góðri tónlist. Þetta
sýnir mætavel menningarstig
blaðsins. En sem beíur fer er-
' það staðreynd, að alþýða
manna við sjó og í sveit kann
alveg eins vel að meta fagrar
listir og oddborgararnir í
Reykjavík, en Tíminn virð-
ist álíta, að symfóníuhljóm-
sveitin eigi aðeins að vera
fyrir .þá.
BRÉFRITARINN segir, að
hlustendur úti á landi geri
engan greinarmun á því,
hvort það sé hljómsveit í
Reykjavík, sem leikur í út-
varp, eða hvort leikin sé
hljómplata eftir fyrsta flokks
erlenda hljómsveit. En þetta
er ósköp fljótfærnisleg álykt-
un. Bréfritari Tímans myndi
áreiðanlega skilja, hversu
þessi tillaga hans er varhuga-
verð, ef færa ætti hana út á
önnur svið þjóðlífsins. Eig-
um við t. d. að hætta að
styrkja rithöfunda okkar og
leggja steina í listabraut
þeirra af því að hægt er að
þýða fræg erlend skáldrit á
íslenzku? Og eigum við ís-
lendingar að hætta að kaupa
og borða íslenzkt smjör af
því að svo hagar til, að hægt
er að fá jafngott eða betra og
miklum mun ódýrara smjör
frá Danmörku? Þannig mætti
nægja Tímanum fyrst um
sinn.
EN ÞÓ TEKUR ÚT YFIR,
þegar bréfritari Tímans
reynir að halda því fram, að
það sé sönnun um hvílubrögð
Alþýðuflokksins við íhaldið,
að hann barðist fjmir því, að
alþingi og Reykjavíkurbær
styrkti symfóníuhljómsveit-
ina. En var það ekki óvart
Framsóknarflokkurinn, sem
tamdi sér hvílubrögð við í-
haldið í sambandi við af-
greiðslu þessa máls á alþingi?
íhaldið klofnaði í tvennt í af-
stöðunni til symfóníuhljóm-
sveitarinnar, og allir örgustu
afturhaldsse^gir þess voru á
móti henni. En Framsóknar-
flokkurinn var allur andvíg-
ur hljómsveitinni, nema
Rannveig Þorsteinsdóttir.
Tíminn æti að birta nokkur
bréf um það, fyrir hvern hún
hafi verið að vinna með fylgi
sínu við hljómsveitina!
EIN RÖKSEMDIN í umræddu
Tímábréfi er sú, að symfóníu-
hljómsveitin eigi ekki rétt á
sér af því að unga kynslóðin
vilji ekki þessa tegund tón-
listar; hún vilji jazzinn! En
er ekki einmitt þetta sönnun
þess, að ástæða sé til-að vinna
ötullega að því að bæta tón-
listarsmekk þjóðarinnar? Á
til dæmis að hætta að gefa út
góðair bækur af því, að reyf-
ararnir seljast betur? Þannig
er allt á sömu bókina lært í
þessum málflutningi Tímans.
Þar fær ekkert staðizt, nema
sú ömurlega staðreynd, að
málgagn menntuðustu bænda-
stéttar í heimi hefur á hendi
forustu afturhaldsins í fjand-
skap þess viQ fagrai’ listir.
En mikið má Halldór frá
Kirkjubóli verða langlífur, ef
ÁRIÐ, SEM ER AÐ kveðja,
hefur reynzt okkur erfitt og við
áramótin skelfur allur heimur-
inn af kvíða. Orðtækið „Bezt er
að búast við hinu illa, því að
það góða skaðar ekki,“ er tví-
eggjað. Kvíðinn getur gert
menn að fálmandi vesalingum.
Bjartsýni í hófi er þó bezt. En
fyrirhyggjan er þó ætíð affara-
sælust. — Þökk fyrir gamla ár-
ið. Gleðilegt nýtt ár.
Hannes á horninu.
„Lífið kallar", ný
Ijóðabók eftir Krisf-
ján frá Djúpalæk
ÚT ER KOMIN ný ljóðabók
eftir Kristján Einarsson frá
Djupalæk, og er það fjórða bók
höfundarins. Nefnist Iiún „Líf-
ið kallar“ og flytur 45 kvæði.
Fyrri Ijóðabækur Kristjáns
Einarssonar frá Djúpalæk eru:
.,Frá nyrztu ströndum“, „Villt-
ur vegar“ og „ í þagnarskóg“.
„Lífið kallar“ er gefið út af
bókaútgáfunni Sindur á Akur
eyri, og er bókin prentuuð í
prentsmiðju Björns Jónssonar.
Áramótafaðnaðaur
blaðamanna.
hann á að geta forheimskað
íslenzka bændur í líkingu
við Framsóknarbroddana hér
í Reykjavík!