Alþýðublaðið - 05.07.1951, Síða 4

Alþýðublaðið - 05.07.1951, Síða 4
Fimmtudagur 5. júíí 1951 I ALÞÝÐUBLAÐIÐ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Líiillátir „sigur- vegarar" ÞJÓÐVILJINN var lítillátur í gær. Hann kallaði það s’gur fyrir kommúnista í Kóreu, ef samið yrði um vopnahlé og frið við 38. breiddarbaug; 'og má með sanni seg-ja, að töluvert sé þá farið að slá af kröfunum, sem fy.lt hafa dálka hans og raunar kommúnistablaða um allan heim í heilt ár eða allt frá því, að kommúnistaherinn í Norður-Kóreu réðizt í fyrra- sumar suður yfir 38. breiddar- bauginn; því að samkvæmt þeim átti alltaf að „reka her sameinuðu þjóðanna í sjóinn“ og sameina alla Kóreu í einu rússnesku leppríki undir kom- múnistastjórn. En sem sagt: Nú er Þjóðvilj- inn, eins og Rússar, ánægður með það, ef komnrúnistar komast að samningum um vopnahlé og frið við 38. breidd- arbauginn, þannig að þeir haldi Norður-Kóreu. Má og að vísu máske til sanns vegar færa, að það sé sæmilega sloppið eftir þá eftirminnilegu ráðningu, sem kommúnistar hafa fengið í Kóreu. En mjög væru þau endalok Kóreustríðs- ins á a,ðr a lund, en kommún- ista dreymdi um, þegar þeír hófu það í fyrrasumar, og hélt áfram að dreyma allt þar til vorsókn Kínverja var brotin á bak aftur fyrir nokkrum vik- um síðan og þeir reknir tvö- faldir norður fyrir 38. breidd- arbaug. * Frá því var skýrt í fréttum frá útlöndum fyrir nokkrum dögum, að kommúnistar í Norður-Kóreu hefðu sama dag- inn og þeir tóku fegins hendi tilboði sameinuðu þjóðann'a um viðræður um vopnahlé, látið digurbarka’ega í útvarpi sínu í Pyongyang um það, að sam- einuðu þjóðirnar hefðu nú loksins látið sér skiljast, að þýðingarlaust væri fyrir þær að halda stríðinu áfram við hetj- ur kommúnismans, sem þá ný- .lega höfðu flúið sem fætur tog- uðu norður fyrir 38. breiddar- bauginn! Þessi mannalæti hinna sigruðu gerir Þjóðviljinn í gær að sínum. Hann segir, að Bandaríkin hafi í Kóreu „beð- ið mikið afhroð og margendur- tekna ósigra fyrir smáþjóð“ — skyldu það vera Kínverjar með sínar 500 milljónir, sem hann kallar það? — og nú hafi „á- rásaraði’.inn í Kóreu neyðzt til að bjóða vopnahléssamninga og herstjórn Norður-Kóreu að sjálfsögðu tekið því boði“! En um ræðu Maliks í Lake Suc- eess, sem í raun og veru var ekkert annað en beiðni um vopnahlé, segir Þjóðviljinn, að hún hafi aðeins verið „beint áframhald á tilraunum Sovét- ríkjanna frá upphafi(!) til að binda enda á b’óðsúthellingar þær og eyðileggingar, sern Bandaríkin stofnuðu til með árás sinni og leppa sinna“(!) * Allt er þetta yíirklór hinna sigruðu svo hlægilegt, að það tekur því varla að svara því. Eða hvað segja menn um þá fullyrðingu, að Sovét- ríkin hafi frá upphafi reynt að binda enda á b’óðsúthell- ingarnar í Kóreu?! Hvað eftir annað skoruðu sameinuðu þjóðirnar á þau í fyrrasumar að gera áhrif sín gildandi til þess að kommúnistaherinn í Kóreu hætti við árásina og héldi aftur norður fyrir 38. breiddar- baug; en Sové^ríkin létu þær áskoranir sem vind um eyru þjóta af því að þau sjálf höfðu fyrirskipað árásina»og héldu, að hægt yrði að „reka her sam- einuðu þjóðanna í sjóinn“. Þeg ar það mistókst og Norður- Kóreumenn voru reknir ger- s'graðir norður fyrir 38. breidd arbaug í fyrrahaust, ráku þau Kínverja á blóðvöllinn til þess að rétta við hlut þeirra. Og það var, eins og áður segir, ekki fyrr en vorsókn Kínverja var farin út um þúfur fyrir nokkr um vikum, einnig þeir höfðu verið reknir norður fyrir 38. breiddarbaug, og meira en millj ón mannshfum hafði verið fórn að til einskis fyrir hinn blóð- uga valdadraum einræðisherr- ans í Kreml, að Rússar gáfu upp alla von og létu Malik biðj ast friðar í Lake Suceess; því að þótt sovétstjórnin væri ó- spör á líf Norður-Kóreumanna og Kínverja, kærði hún sig ekk ert um að senda rússneska her- menn til liðs við þá og fórna máske líka milljónum þeirra í vonlausum árásum á her sam- einuðu þjóðanna í Kóreu. Þetta er sannleikurinn um Kóreustríðið og þær viðræður, sem nú eru_ að hefjast þar um vopnahié. Frumkvæði Maliks um þær viðræður er ekkert annað en viðurkenning sovét- stjórnarinnar á því, að hún hafi beðið ósigur í Kóreu og árás kommúnista þar farið alger- lega út um þúfur, svo algerlega, að þeir megi þakka fyrir, ef þeir ná samningum um vopna- hlé og frið við 38. breiddarbaug inn og verða ekki þurrkaðir burt úr Kóreu. Og það þýðir ekkert fyrir kommúnista, hvort heldur í rústum Pyongyang eða í Reykjavík, að ætla sér að breiða yfir þennan ósigur. Hann er staðreynd, öllum aug Ijós, — svo alvarleg staðreynd fyrir kommúnista, að þeir munu áreiðanlega hugsa sig tvis var sinnum um, áður en þeir hefja nýja árás þar eystra, jafnvel þótt vopnahlé og frið ur yrði saminn á grundvelli hipna fyrri landamæra milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu við 38. breiddarbauginn. ----------9---------- Morrison lofar vlð- fali viðPravda Krefst ^ess að við- talið verði birt óbreytt. BREZKI utanríkisráðherr- ann Herbert Morison hefur leyft Pravda, blaði sovétstjórn- arinnar, að birta viðtal við sig, en Morrison áskilur sér að við- talið verði birt óbreytt og engin pólitísk ritskoðun né stytting verði viðhöfð. Þegar Morrison fyrst heyrði boð Pravda sagði hann að það væri hið skemmtilegasta spaug, því að Pravda sagði að viðtalið yrði birt þó að það kostaði blað ið nokkra kaupendur. En fyrir síðustu helgi sagði talsmaður brezku stjórnarinnar að Morrison hefði tekið boðinu, en lét þess ekki getið hvenær né hvar viðtalið færi fram. Boð Pravda er þannig til kom ið, að fyrir nokkrum vikum síð an réðst Morrison á rússnesku blöðin fyrir það að skoðanir vestrænna stjórnmálamanna væru aldrei birtar í sovétblöð- unum. Gömlu húsin í bænum og virðing þeirra. — Húsið.. við Garðastræti 23. — Kaldalónshúsið. FYRIR NOKKRU ritaði Jök- ull Pétursson málarameistari at hyglisverða grein í lesbók Morg- unbiaðsins um gömlu húsin í bænum. Síðar ritaði Thorolf Smith blaðamaður aðra grein um sama efni í Vísi og tók hann í sama streng og Jökuíl, en hann óskaði eítir því, að bæj- arstjórn færi að hugsa meira um vemthm gamalla húsa í bænum en hún hefur gert hingað til. ÉG VIL EINDREGIÐ taka í sama streng. Nokkur viðleitni er í þessa átt og þó aðeins í á- kaflega smáum stíl. Pæykvík- ingafélagið hefur gengist fyrir því að bærinn sýndi Árbæ gamla sóma — og það er gert. Þó er mér sagt að umgangur innan húss þar upp frá sé ákaf- lega bágtþrginn, en urn það dæmi ég þó ekki af eigin raun. . Það er sjálfsagt að sýna elztu húsum í bænum sóma, halda þeim við og geyma þau, en þó sérstaklega þeirra, sem eru söguleg og verða enn sögulegri með tímanum. OG ÞÁ DETTUR mér fyrst og fremst í hug lítið, gamalt og óásjálegt hús. Það er húsið núm er 23 við Garðastræti. Það stendur innarlega á lóðinni, riðg að og að falli komið. En sann- færður er ég um, að með .tíman um verður það, ef það færi að standa, eitt af sögulegustu hús- um í Reykjavík. ÉG BÝST VI® ÞVÍ, að öllum sé ljóðst, að tónskáldið Sig- vaidi Kaldalóns er að verða æ vinsælla með þjóðinni, að eft- ir því, sem lög þessa skálds í tónum, verða kunnari, því meir elska.r þjóðin það og tignar. Það er eins og við heyrum í dag söng framtíðarinnar — og heyr- um þar fyrst og fremst lög Kaldalóns. SIGVALDI KALDALÓNS fæddist í þessu litla húsi við Garðastræti. Þar ætti að rísa upp minjasafn um skáldið. En það má ekki dragast að hafist verði handa í þessu efni, því að gamla húsið, þar sem skáld- ið fæddist þolir ekki veður margra ára enn ef ekkert er að gert. Það þarf að taka bað nú þegar til aðgerðar. Það þarf að dvtta að því, mála það og búa það svo að það geti staðið lengi. f ÖLLUM meiriháttar bogum eru hús mikilla manna gerð að söfnum um þá og ævistarf þeirra. Þetta er mikið sóttir stað ir — og það er einhvern veg in svo, að slík söfn setja svip á borgir. Reykjavík er mjög ung borg og við Reykvíkingar erum ekki þroskaðir borgarar enn sem komið er. En vel mættum við nú hefjast handa. Og vel færi á, því, að hús Kaldalóns yrði fyrst. SAGT ER, að borgarstjórinn hafi áhuga á listum. Ef til mætti því vonast til þess að hann tæki þetta mál til athugunar. En það má ekki dragast fengi úr þessu. Olíueinkasðla á Skógrœkt á íslandi ÞAÐ ER HAFT FYRIR SATT, að ísland hafi verið viði vax- ið milli fjalls og fjöru, er landnámsmennirnir komu hingað fyrir þúsund árum. En nú eru skógarnir fáir og smá- ir, aðeins dreifðar skógarieif- ar eftir og kræklótt kjarr hingað og þangað um landið, en sum héruð skóglaus með öllu. Alls er skógi og kjarri vaxið land talið vera um 1000 ferkílómetrar, en þar af geta varla meira en um 50 ferkíló metrar talizt góður skógur. Hins vegar er talið, að 17 000 ferkílómetrar lands hafi ver- ið klæddir skógi á landnáms- öld. ÁSTÆÐUR ÞESS, að skógur- inn eyddist eru kunnar og eiga að vera kunnar hverju einasta skólabarni á íslandi. Kemur þrennt til greina, en líklega einkum eitt. Hamfarir náttúrunnar, eldsumbrot og jökulhle.up, eru stórvirk eyð- ingaröfl og hafa vitaskuld oft og einatt höggvið mikil skörð í skóglendið, en furðulegt má heita, ef slík náítúrufyrir- brigði hafa verið fátíðari fyr- ir landnámsöld en eftir hana. Breytingar á veðurfari geta og miklu um valdið, hafi lang varandi hlýviðrisskeið staðið yfir um og fyrir landnáms- eld og síðan kólnað til muna, eins og sumir gizka á. En næst liggur þó að halda, að eyðing skóganna standi í sam bandi við komu mannsins, enda sérfróðir menn á eitt sáttir um það, að hún hafi or- sakazt af gegndarlausri beit búfjár og annarri rányrkju. KAPPSAMLEGA hefur verið unnið síðustu árin að vernd- un skógarleifa og ræktun nýrra skóga á landinu, þótt enn eigi sú hugsjón langt í land að rætast, að landið klæð ist grænum skógi á ný. Á vori'hverju er trjám plantað í a’lstórar skákir hér og þar um landið, inn eru fluttar frá ýmsum fjarlægum löndum þær tegundir trjáa, sem bezt þykja fallnar til þroska við íslenzk skilyrði, skógræktar- félög rísa upp og" skógarnir laufgast á hverju vori dálítið þroskameiri og stærri en áð- ur var. Skógræktin er starf fyrir framtíðina. Hún þer ef til vill ekki ávöxt, fyrr en sumir þeirra, er gróðursettu nýskóginn, eru löngu komnir undir græna torfu, en eru þeim mun gagnlegra og göf- ugra starf. ÞAÐ TEKUR ÞVÍ VARLA að eyða orðum að því, hverjar tekjur hafa megi af skógum, auk þess sem þeir eru lang- bezta vörn gróðurlendisins gegn uppblæstri. Verður gagn semi skóganna því naumast ofmetin, og auðvitað er hægt að nytja þá án þess að eyða þeim. Til þess þarf aðeins að verja þá fyrir skipulagslausri ágengni og rækta þá um leið og þeir eru ruddir. Víða er- lendis, í mestu skógarlöndum heims, þykir ekki hlýða að nytja skóga án ræktunar, enda margreyndur sannleik- ur, að ræktun er betri en rán ýrkja, sem þó gefur á stund- um ærið fljóttekinn gróða. HÉR Á LANDI HLJÓTA að vera öldungis ful’nægjandi skiiyrði fyrir nytjaskóg, úr því að þrifizt gat hér slíkur skógur fyrir nokkrum öldum, .og þá skoðun styður ótvírætt sú vitneskja, að við svipað veðurfar og önnur skilyrði dafna víðlendir skógar mæta vel í öðrum löndum. Það er því alls engin fjarstæða að hugsa sér, að Island verði með tímanum aftur þakið grænum skógi. Og sé það rétt, sem öll rök virðast hníga að, að eyðing skóganna hafi orð- ið af völdum mannsins, ætti það að vera skylda hans að klæða landið á ný. 0 aga AMERÍSKA OLÍUFÉLAGIÐ Standard Oil og önnur erlend olíufélög er unnið hafa að bor- un eftir olíu á Ítalíu óttast að þau verði að draga sig í hlé vegna nýs frumvarps, er ítalska stjórnin hefur borið fram um að setja alla olíu, er finnst á Ítalíu undir ríkiseinkasölu. Mik’ar líkur benda til að olía' sé í Podalnum á Norður-Ítalíu, 'en þar hafa verið framkvæmd- ar bornir, bæði af ítölskum og ' erlendum olíufélögum og ótt- ' ast þessi félög að tilgangur | stjórnarinnar sé að bola hin- um erlendu félögum burt úr Podalnum. Talsmaður ítölsku stjórnarinnar sagði, að í frum- varpi þessu væru engin ákvæði um olíuvinnslu erlendra félaga anars staðar á Ítalíu og myndi þeim verða heimilað að starfa þar sem fyrr Erlend olíufélög eru mjög áónægð með hið nýja frum- varp og þá stefnu, sem stjórn- in hefur tekið í þessu máli að . bola burt frjálsri samkeppni [og taka upp ríkisrekstur. Telja |olíufélögin að stefna stjórnar- innar brjóti í bága við efna- hagssamvinnusamning Ítalíu og Bandaríkjanna, sem undir- ritaður var í Rómaborg 1948. í samningi þessum er það tekið fram, að ítölsku stjórninni sé óheimilt að lögbinda verð eða annað viðvíkjandi sölu eða leigu á framleiðslu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.