Alþýðublaðið - 10.07.1951, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.07.1951, Blaðsíða 5
1 Þriðjudagur 10. júlí 1951. ALMÐUBLAÐIÐ ■r • Gylfi Þ, Gíslason: mfinna iafnaðar J AFN AÐ ARMANN AHRE YF- INGIN er alþjóðleg eins og auð valdsstefnan og einræðishyggj- an, sem hún berst gegn. Á síð- ari hluta 18. aldar urðu miklar brevtingar á atvinnuháttum í Vestur-Evrópu. Iðnbyltingin svonefnda gerbreytti fram- leiðsluaðferðum og samgöngu- skilyrðurn, atvinnu- og vc.rzl' unarfrelsi ruddi sór til rúms, framtak einstaklingsins átti að móta atvinnulífið og frjá*-; sam keppni að ríkja. Hagkerfið, sem segia má, að hafi verið fullmót- að í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku í lok 18. aldar, var nefnt auðvaidsskinulag eða kapítalismi. Á bernskuskeiði þess urðu miklar framíarir samhliða því, að þaö þroskað- ist. En á því voru einnig ógn- þrungnar skuggahliðar. Hin nýia stétt, sem fæðst hafði rneð auðvaldsskipulaginu, verkaTýðs sféttin í bæjunum, bjó við hörmuleg kjör. Kaupgjald i iðn aðinum var svo lágt, að það hrökk tæplega fyrir brýnustu nauðsynjum. Vinnutíminn var oft 14—16 stundir í sólarhring, og konur og börn þræluðu jafnt sem karlar. Verkalýðurinn bjó í hreysum og barðist við sjúk- dóma. Hann lifði öinurlegu lífi. Þá varð jafnaðarstefnan til, sem andóf gegn þessu ástandi og hugsjón um nýtt þjóðfélag og betra. Hugsjónin um þjóðfé- lag, þar sem allir menn séu írjálsir og jafnir, vinni saman eins og bræður og eigi sameigin •lega öll gæði, er gömul, líklega jafngömul sjálfu manúkyni. En ranglæti og miskunnarleysi auð valdsskipulagsins veitti henni byr undir báða vængi og varð til þess, að æ fleiri fóru að velta því fyrir sér, hvernig slíkt þjóð félag ætti að skipuleggja og hvernig ætti að koma því á. Þannig varð smám saman til kenningin um að koma á frclsi, jafnrétti og bræðralagi með því að taka upp sameign á mikil- vægustu framleiðslutækjunum og síðar að láta skipulagðan þjóðarbúskap leysa skipulags- leysi einkarekstursins aí hólmi. Þessi stefna var nefnd jafnað- arstefna, sósíalismi. Formælendur hennar kvöddu sér hljóðs í ýmsum löndum, á Frakklandi, Þýzkalandi. Éng- landi og víðar. Verkamenn höfðu myndað með sér samtök til eflingar hagsmunum sínum, verkalýðsfélög. H’nar nýju kenningar fengu góðan hijóm- grunn innan þeirra. Og þar kom, að fylgismenn þeirra í mörgum löndum bundust sam- tökum til þess að stuðla að framgangi þeirra. FYRSTA ALÞJÓÐA- SAMBANDIÐ Fyrsta alþjóðasamband verka manna var stofnað 1864. Pól- verjar höfðu gert uþpreisn gegn rússneska keisaraveldinu, og hpfðu frjálslyndir mehn um gjörva’.la Evrópu samúð með þeim. Átti málstaður þeirra einkum miklu fylgi að fagna innan verkalýðshreyíingarinn- ar. Á Englandi og Frakklandi lýstu verkamannafundir stuðn- ingi við Pólverja. Og sumarið 1863 var haldinn r/þjóðafundur í Lundúnum, þar sem margir verkamenn töluðu máli Pól- verja. í kjölfar þess fundar hitt ust fulltrúar frá verkamannafé lögum á Englandi og megin- GYLFl Þ. GÍSLASON, ritari Alþýðuflokksins, hefur í tilefni af endurreisn alþjó'ðasambands jafnaðarinanna skrifað tvær greinar uni a’þjóðasamstarf jafnaðarmanna fyrr og nú; og birtist fyrri greinin í blaðinu í dag. Síðari greinin, sem nefnist „Endurreisn alþjóðasambands jafnaðarmanna og hugsjón jafnaðarsíefnunnar“, mun vei'ða birt í blaðinu á fimmtudaginn. landinu til viðræðna um sam- vinnu og samstarf. Ári síear var kvatt til mikils fundar í Lundúnum, og samþykkti hann stofnun alþjóðasambands verka manna. Á þeim fundi var Karl Marx, og samdi hann stefnu- skrárávarp sambandsins. •— Fyrsta þing þess var haldið í Genf tveim árum síðar. Vakti það mikla athygli, og óx sam- bandinu fljótJega fiskur um hrygg. Voru í því verkalýðsíé- lög og jafnaðarmannaflokkar á Frakklandi, Þý.zkalandi. Eng- landi, Belgíu, Sviss, Ítalíu, Spáni, Portúgal og Bandaríkj- unum. Það átti sér þó ekki lansan aldur. Styrjöld Frakka og Þjóð verja olli nokkru sundurlyndi imjan sambandsins. Deilur um afstöðuna til Parísarkommún. unnar urðu þess valdandi, að ensk verkalýðsfélög sögðu skil- ið við það, en bað haíði að und- irlagi Marx lýst stuðningi sín- um við hana. Þegar hún hafði verið brotin k bak aftur, hófust, víða um lönd ofsóknir pesn verkalýðsfélögum, os veiktu þær alþjóðasambandið mjög. Innan þess hófust og hatramur deilur milli Karls Marx og Mikaels Bakúníns, en hinn síð- arnefndi var stjórnleysingi, sem mikil áhrif haíði innan verkalýðshreyfingarinnar. — Varð allt þetta tij þess að iama sambandið, og var það að síð- ustu lagt formlega mður 1876. Það hpfði ekk’. starfað nema rúman áratug, en starf bess var engu síður mikilvægt, því að það átti úrýgstaú þátt í þvi, að yerkaiýð.slireyfingin gerði málstað jafnaðarsteín- unnar að sínum málstað. Þau bönd, sem þá vorn knýtt milli jafnaðarmannalireyf- ingarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar, reyndust báðum hreyfingunam bin mesta lyftistöng og haía aldrei rofnað síðan. ANNAÐ AI.ÞJÓÐA- SAHBANDIÐ Ýmsar tilraumr voru bráð- lega gerðar til þess að endur- reisa alþjóðasambandið. Árið 1889 gengust þýzkir jafnaðar- menn fyrir því. að haldinn var alþjóðafundur í París, og var þar samþ"kkt að stofna alþjóða samtök, er hlutu nafnið annað alþjóðasambandið. í fyrstunni átti stjórnleysisstefnan nokkra íormælendur innan samtak- anna, en þeim var vísað á brott úr sambandinu eftlr nokkrar dedur. Hins Veeár gætti brátt skoðanamunay milli þeirra. sem v.'ldu vinna að framgangi jafn- aðarstefnunnar á vegum lýð- ræðis og bihgræðis. og hinna. er töldu st’órnarbyltingu nauðsvn lega og vildu haga starfsaðferð- urr. í samræmi við það. TJm það TTar og mjög rætt. hvort jafn- aðarmenn ættu að taka þátt í 'íkisstjórhuna meö fulltrúum borgaraflokka tii þess að koma "rarri ejnstökum umbótamálum. Þá lét alþjóðasambandið og baráttun geg.i ófriði mjög til sín taka. Það markaði hins vegar aldrei skýra afstöðu til þess, hvað jafnaíarmannaflokk ar og verkalýðsféiög skyldu hafast að, ef ófrióur brytist út. Því fór sem fór, e:’ heimsstyrj- öldin fyrrý skall á 1914. í Þýzka jafnaðármannafldkknum, sem var forustuflokkur innan al- þ j ó ðasamband sihs, reyndist meirihluti fyrir því að greíða at kvæði með fjárveitingum til j stríðsins. Flokkurinn lýsti að i vísu yfir andstöðú við heims- 1 veldisstefnuna, sem væri undir rót styrjaldarinnar, og lýsti sig andvígan öllum landvinning- um. En þar eð striðið væri skoll ið á, vi'ði flokkurinn að stuðla að sigri þjóðar "innar og sam- þvkkti því fjá-yeitíngar 111 stríðsins. Sams kona" afstóðu tóku iafnaðarmannaflokkar og verka’vðshrevfing. ■ anharra stvrialdarbióða os liðaðist al- þjóðasambandið þannig sund- ur. Innan jafraðarmanna- o<? verkalýðshrevfmga" hir.ra ýmsu stv-íaldarbióða gæfti margra sjónarrhjða. meðan á stvrjöldinni stóð. Vildu sumir stuðla að pfm skiótustum 02 al- gerustum sigri sír.s lands, aðrir vinna að því. að friður yrði saminn sem fyrst og eru a'ðrir töldu hreyfinguná ekki hafa gert skvldu sína er striðið brauzt út, og vildu hagnýta Styrjaldarástandið til þess að ná völdum. Ýmsir. sem andvíg- ir voru þeirri stefnu, sem ofan á hafði orðið, komu saman ti’l fundar í /immerwald í Sviss haustið 1915, en ekki var þó stofnað nýtt albjóða^amband, þótt komið hefði það til orða. ENDURREISN ANNAES ALÞJÓÐASAMBANDSINS Að heimsstyriöldinni lokinni var hins vegar hafizt handa um endurreisn albióðasambands- ins. í febrúar 1919 var haldin ráðstefna í Bern, og hafði öll- um jafnaðarmannaflokkum og verkalýðssamböndum verið boðið að senda þangað fuiltrúa. En nú varð örlagaríkur sá skoð anamunur, sem _ lengi hafði gætt innan hreyfingárinnar varðandi baráttuaðferöir og leiðir til valdatöku. Þessi sköð- anamunur hafði á síðustu árum stríðsins valdið bemum klofn- ingi í jafnaðarmannahreyíing- unni. Rússneskir bolsévíkar höfðu náð völdum í sínar hend- ur með stjórnarbyltingu. og í ýmsum öðrum löndum Evrópu höfðu orðið stjórnarbyltingar. Innan jafnaðarmannahreyfing- arinnar gætti beirrar skoðunar. að jafnaðarmenn ættu alls stað ar að fylgia fordæmi rúss- neskra verkamanna cs bænda og efna til stiórnarbv'tlngar. Þeir. sem bessar skoðanir að- hvlltust. höfðu .sums staðar k'of ið jafnaðarmannaflpkkana og mvndað kómwiii'^afnltlta. Sendu be;r ekki fulltrúa til Bern. Ráðstefnurnar þav urðu tvær. armars vegar jafnaðár- mannaráðstefna og hins vegar Köíd borð og I hetfur veizlumðtur. ! Síld & Fiskur. Smuri brauð. cejp hxké I Ódvrast og bezt. Vmsam- legast pantið með fyrir- vara. 'matbarinn Lækjargötu fi. Sími 80340. verkaíýðsráðstefna. .Hina fyrr- nefndu sátu fulltrúar frá 26 löndum og var hinn kunni leið- togi sænskra jafnaðarmanna, Iíjalmar Branting, forseti henn ar. Ráðstefnan lýsti fy'gi sínu við jafnaðarstefnu á vegum iýðræðis, þótt byltingarstjórn bolsévíka á Rúslandi væri að vísu ekki fordæmd, enda væntu forvígismenn ráðsteínunnar þess, gð alþjóðahreyfingin klofnaði ekki. Það fór þó á aðra Jund. JAFNAÐARMANNA- ' HREYFINGIN KLOFNAR Þegar eftir að boðað hafði verið til ráðstefnunnar í Bern, boðuðu rússneskir bolsévíkar til alþjóðaráðstefnu í Moskvu, að því er þeir sögðu í framhaldi af Zimmerwaldhreyfingunni, og var þriðja alþjóðasambandið stofnað þar skömmu eftir að annað alþjóðasambandið var endurreist í Bern. Þetta al- þjóðasamband hvatti ti] heims- byltingar í því skyni að koma á alræði öreiganna. Hin alþjóðlega jafnaðar- mannahreyfing var klofín. Annars vegar voru lýðræðis- jafnaðarmenn innan annars alþjóðasambandsins. Hins vegar voru kommúnistai* inn an þriðja alþjóðasambands- ins. Síðan hafa jafnaðar- menn orðið að berjast á tvennum vígstöðvum, gegn auðvaldi og kommúnisma. Skipulag jafnaðarmannasam band.sins var ekki mjög ríg- skorðað. Það var fyrst og fremst vettvangúr umræðna um sameiginleg vandamál jafn aðarmanna í öllum löndum og Framh. á 7. síðu. TEKKNESKAR herra-skyrfur hvítar, einlitar og röndóttar, ennfremur smóking- og kjólskyrtur, tilheyrandi flibbar, slaufur og bindisslifsi. Gegn leyfum. — Fallegar vörur. — , Ný sýnishorn. — Fljót afgreiðsla. UMBOÐ: Björn Krisljánsson, heildverzlun. Austurstræti 14. Sími 1687. ,nn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.