Alþýðublaðið - 10.07.1951, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.07.1951, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. júlí 1951. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ SKIPAUTGCRÐ RIKISINS „Esja" vestur um land til Akureyrar hinn 16. þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna í dag og á morgun. Farseðlar seiair á fimmtudag. „Ármann" 'Tékið á mótii flutningi til Vestmannaeyja daglega. ísgarnssokkar Sumarkj ólaef ni Tvisttau tvíbreitt Sirz, margár tegundir Sængurveraléreft Dúnhelt léreft Lakaléreft Dúkadamask- Peysur og stakar peysur Teygjubelti Sokkabandabelti Sloppatölur o. m. flr VERZLUNIN SNÓT Vesturgötu 17. jafnaðarmanna Framh. af 5. síðu. varð til mikils gagns að því leyti. Kommúnistasambandið varð hins vegar að harðsnúnum undirróðurssamtökum. Komm- únistaflokkur Sovétríkjanna hafði þar tögl og hagldir, og al- þjóðasambandið varð brátt að tæki rússneskrar utanríkis- stefnu, en flokkar þeir, sem voru í því, voru beittir járn- aga. Annað alþjóðasambandið lamaðist mjög, þegar nazista- stjórnin á Þýzkalandi bannaði þýzka jafnaðarmannaflokkinn og leysti þýzku verkalýðsfélög- in upp, og er heimsstyrjöldin síðari skall á, lagðist starfsemi þess niður. Tveim árum eftir að Þýzkaland réðist á Sovétríkin og þau urðu styrjaldaraðili við hlið Bandaríkjanna og Bret- lands, eða vorið 1943, var þriðja alþjóðasambandið leyst upp, án efa til þess að auðvelda sam- vinnu Vesturveldanna og Rúss- lands. Eftir stríðið hófu bæði ja|n- aðarmenn og kommúnistar aft- ur nokkurt samstarf á alþjóða- vettvangi, en þó með nokkuð öðrum hætti en áður. Komm- únistaflokkar Austur-Evrópu stofnuðu til Kominform'sam- takanna í Varsjá í marz 1947, en jafnaðarmenn hafa haldið nokkur alþjóðaþing og auk þess hefur samvinnunefnd verið starfandi í Lundúnum. Verður í annarri grein vikið að þessum þingum, endurreisn alþjóðasam bands jafnaðarmanna og fram- tíðarverkefnum hinnar alþjóð- legu j afnaðarmannahreyíingav. iaíniefli 1 KNATTSPYRNULIÐIÐ frá Vaalarengen í Oslo, sem hér er í boði KR. keppti við KR-inga í gærkveldi. Lauk leiknum með jafntefli 1:1. Vaalerengen skoraði sitt mark í fyrrihálfleik enn KR kvittaði í þeim síðari. í heild var leikur þessi dauf ur. Var seinni hálfleikur þá sýn um betri. Bæði Iiðin áttu ýmis góð tækifæri, sem illa nýttust. Mark Norðmanna var skorað á 38. mín. leiksins og gerði það hægri innherji, með lang- spyrnu, sem helzt virtist eiga að verða sendin.g fyrir mark. Síðari hálfleikur hófst með sókn af hálfu Norðmanna, sem þó var hrundið, en er fáar mín- útur voru af hálfleik, komzt h. úth. inn fyrir vörn KR og virtist eiga alls kostar við mark þeirra, en Bergur er snar í snúningum, hleypur út og fær borgið, skömmu síðar kemst v. innh. frír inn fyrir, en aft- ur er það Be’rgur sem bjargar með það að hlaupa fram. Þarna bjargaði Begur upp á eigin spýt ur h. úth. eftir ágætan stunðn átt að vera næsta auðvelt að skora. KR-ingar hefja nú sókn, v. úth. KR fær góða sendingu en mistekst algjörlega fyrir opnu marki. Stuttu síðar leik- ur h.úth. eftir ágætan stundn ing, þar sem hann er í dauða- færi við norska markið, og enn mistekst v. úth. fyrir opnu marki, þarna hefðu minhsta kosti átt að vera 3 mörk á Vaalerengen ef allt hefði verið með feldu. Og enn átti Óli Hahnesar ágætt færi á mark innan vitateigs, en mistókst. Loks á 33. mín leiksins tekst Herði að skora með ágætu skoti og endar leikurinn þannig með jafntefli. Yfirleitt var þessi leikur tilþrifalítill og úrslit ekki ó- sanngjörn. Bezti maðurinn í liði KR var Gunnar Guðmunds son f. innh. Bergur var að vanda nrjög öruggur og snjall í marki. Enginn Nörðmannanna bar sérstaklega af í leik þéss- um. Næsti leikur Vaalerengen verður við Val n.k. miðvigku- dagskvöld. Frétt í Tímanum. ÞAÐ er auðséð á „Tíman- um“, £.ð Halldór Kristjánsson er hættur að vera blaðamaður hans. Á sama tíma og Akur- eyringar vottuðu stórstúku- þinginu vináttu sína og virð- ingu, meðal annars með því að loka búðum sínum og af- greiðslustofum á meðan þing- messan fór fram, hefur „Tím- inn“ það helzt af þinginu að segja, að hann telur skrúð- gönguna til kirkjunnar hafa verið farna til þess a.ð minn- ast afmælis áfengisverzlunar ríkisins. Skyldi hann ekki, —- ef þessi fréttastéfna heldur á- fram hjá honum — flýtja þá frétt á bak næstu jólum, að þá hafi verið flutt messa til minningar um mesta glæp.inn, sem framinn hafi verið á ár- inu? Það væri í stíl við hina fréttina. En hvernig gezt hugsandi mönnum í Framsóknarflokkn- um að svona fréttaflutningi? Guðm. R. Ólafsson úr Grindavík. STYKKISHÓLMI í júlí ÍSLENZKA RÍKIÐ rekur áfengissölu í stórum stíl og hagnast vel á. Menn geta neytt þess, í hófi og óhófi, eftir því sem hver er maður til. Virðist óhófið oftar setja sinn svip á samkomur. sem haldnar eru að sumrinu til úti í sveitum lands ins. Félög, sem starfa að menn ingarmálum og halda samkom- ur til þess að afla tekna til starfseminnar, eiga ætíð yfir höfði sér að örfáir ribbaldar úr hópi samkomugesta hleypi sam komunum upp og gerist frið- spiLar. Allur fjöldinn, sem kemur til að skemmta sér, verð ur að þola margvísleg óþæg- indi, vegna óiáta dauðadrukk- inna manna, sem koma á sam- komur og valda óskunda. Um nagst síðustu helgi, 30. júní, var ég áhorfandi að slíkri samkomuómenningu, að ég fæ ekki látið kyrt liggja, án þess að vekja athygli forráðamanna þjóðarinnar á, hvar við stönd- um í þeim efnum. Félagar úr byggðarlagi einu, sem a’lir Snæfellingar vita hvert er, komu á samkomu í Staðarsveit og stóðu þar fyrir óspektum. Bræður og félagar börðust þar, rifu föt hverjir af öðrum, velt- ust í íorinni, brutu rúður í bíl og samkomuhúsi, spilltu og eyðilögðu veitingaáhöld, bæði borð, og borðbúnað, hlupu á friðsamt fólk og reyndu að sparka í það eða slá; reyndu að æsa menn upp á móti sér með því að ýta í þá og hrinda þeim. B’.óðugir og rifnir óðu þessir vesalings unglingar um og spörkuðu í höfuð þeirra, sem urðu undir, þar til þeir voru meðvitundalausir. Þessi óhugnanlegi leikur, ef leik skyldi kalla, stóð yfir um tvo tíma. Þessir brjóstumkennan- legu menn flugust á mest inn- byrðis, því að áðrir héraðs- menn voru aTsgáðir og vildu ekkj spilla fötum sínum eða mannskemma sig á að taka á þessum mannaumingjum. Það væri misvirðing við saklausar skepnur að líkja þessum vesalings mönnum við þær. Þó fannst mér það einna líkast því, sem maður sér stundum, þegar margir hund- ar koma saman, að því undan- skildu, að hundarnir haga sér sjaldan þannig að tilefnislausu. Er hægt að þola það, að rík- isvaldið standi óbeinlínis að því, að atburðir sem þessir sþilli samkomufriði á fjölmörg um skemmtistöðum úti um sveitir og héröð okkar fagra lands? Ég hygg, að fáir mæli því bót. Það eru eindregin til- mæli mín og annarra friðsamra borgara, að næsta alþingi setji lög, ef þess er ekki kostur án lagasetningar, að ríkisvaldið hafi til reiðu minnst tvo full- gilda lögreg’uþjóna með kylf- ur, handjárn og bíl, til þess að halda uppi reglu á samkomum, þar sem því verður við komið og þess er óskað utan af landi, félogunum að kostnaðarlausu. Héraðsménn myndu eins og lög mæla fyrir veita þeim þá aðstoð, sem þeir þyrftu og bæðu um. Kostnaðurinn, sem af þessu hlytist greiddist aí þeim ágóða, sem ríkið hefur af vín- sölunnj. Hinir stærri kaupstað ir hafa komið þessum málum í sæmilegt horf hjá sér með aðs'toð ríkisins., þess vegna skil ég ekki annað en þing og stjórn taki þessari málaleitan vel og hefj.i þegar raunhæfar aðgerðir. | Ribbaldarnir fara út í sveit- ir landsins til þess að láta sinn innri mann í Ijós, vegna þess 'að löggæzla kaupstaðanna léýf ir ekki, að hann skíni þar ó- hindrað, en það er einmitt ljós , ið,. sem við úti á landsbyggð- I inni, vi’jum gera útlægt úr landinu fyrst og fremst, að ' sjálf'sögðu, með betra sjálfs- uppeklj og méiri virðingu fyrir almennum mannasiðum og Ráttprýði; en þar sem það dug- jar ekki verður ytra vald að j ( taka í taumana og gæta al- menns ýelsæmi á mannamót- um. Allir þeir mörgu, sem vilja frið og menningarbrag á mann fundum og skemmtisamkom- um, héita á alþingi og ríkis- stjórn að horfa ekki á spillingu þess sem há’fsdfandi hlutleys- ingjar. Þjóðinni, og þeim fyrst og fremst, er það ekki vanza- Iaust að standa fyrir áfengis- sölu og gera ekki sitt til að halda uppi lögum og reglu, þar (sem það er misnotað á almanna færi. Eg þarf ekki að hafa þessi orð fleiri og heiti á alla góða drengi, hvar í flokki, sem þeir standa, að ljá þessari málaleit- an stuðning, og hefja svo öfl- ugan áróður fyrir bættri lög- gæzlu á opinberum samkomum að r.ibbaldaháttur og ölæði spilli ekki samkomufriði. Heiti ég á öll blöð landsins að birta þessa, eða hliðstæðar greinar um þetta mál, og hætta ekki fyrr en ríkisva’dið hefur liaf- ið raunhæfar aðgerðir, og helzt að engum þyki fremd í því að verði sér til skammar með’því að spilla samkomufriði manna. B. A. -----------«•---------- Framhald af 8. síðu. sérstætt, fagurt og tignarlegt, og hér fengu gestir að njóta ým islegs, sem þeir fengu akki ann ars staðar. Að vísu væru ferðir hingað dýrar, en íslendingar yrðu að stefna að því, að jafna þu met á öðrum sviðum. •— Danir höfðu á síðasta ári 150 milljónir króna tekjur af er- lendum ferðamönnum, og ekki yrðu tekjurnar minni á þessu ári. Danmörk liggur í alfara- leið, ,Þar fá menn góða þjónustu og matur er þar frægur um alla Evrópu. Villads Olsen kvaðst fagna því, að ágæt samvinna og samstarf væri milli íslenzkra gestgjafa og starfbræða þeirra á hinum Norðurlöndunum, enda væri nauðsynlegt að hefja nor- ræna samvinnu á sem allra flestum sviðum. Hann kvaðzt lengi hafa langað til að koma hingað, og nú hefði sá draumur ræst. Nú vonaði hann aðeins að íslenzka þjóðin og stjórnar- völd hennar hefðu skilning á því, að ísland getur orðið 'fjöl- sótt ferðamannaland, ef að því er unnið á réttan hátt. Odd Becker sagði hið sama um Gullfoss, en bætti því við, að hann dáðizt einnig að aðbún aðinum á ís’enzkum gistihús- um, sem hann hefði heimsótt, en seint yrðu þó gerðar of mikl- ar kröfur til fullkominna veit- ingahúsa. Norðmenn byggja nú mikið af nýjum gistihúsum og njóta styrks og stuðnings ríkis- valdsins til þess, enda er ferða- mannamóttaka nú f jórði stærsti tekjuliður ríkisins í. gjaldeyris legu tilliti. Hann kvað verðlag á öllu fara mjög hækkandi alls staðar á Norðurlöndum og hann Alþýðublaðið Minningarspjöld Krabba- meinsfélags Reykjavíkur fást í Verzluninni Remed- ía, Austurstræti 7 og j skrifstofu EIIi- og hjúkrún- arheimilisins Grund. 1 —--------------------------- Nýja Fasfeignasalan Hafnarstræti 19. Sími 1518 óg 81546. ,r Fasteigna-, bifreiða-, skipa- og verðbréfasala. gæti ekki betur séð, en sáralít- ill munur væri á verðlagi á gjsti húsum í Noregi, Danmörku og á íslandi. Velhelm Meier sagði: Það tr dásamlegt að hafa komið hing- að. Ykkur vantar stórt og myod arlegt hótel. Þó að það nmni kosta mikið, að koma því mip, þá munuð þið sanna það, að það borgar sig fljótlega á maravís- legan hátt. Hótel háfa sínar, á- kveðnu tekjur af ferðamonn- um, en menn verða að gætgmð því, að þjóðin fær margvísíeg- ar aðrar tekjur af þeim. Gisti- hús þarf ekki að sýna fjárhags- legan hagnað þó að þjóöin í heild græði á gestum þess. 'Ég vil að lokum þakka félógum mínum — íslenzku gestgjof- unum fyrir dásamlegar mótjþk- ur og ágæta fyrirgreiðslu. Fulltrúarnir af íslands hf.lfu á ráðstefnunni eru: Pétur Dání élsson, Lúðvík L. Hjálmtyrs- son, Ragnar Guðlaugsson og Hörður Ólafsson. Framhald af 8. síðu. herliðsins hér hafi reynzt of naumur og breytt þeirri ákvörð jun, sem svo hátíðlega var til- (kynnt í blöðum, að kslla her- mennina til herbúðanna kl. 10 að kveldi. I Um síðustu helgi gat að líta jhópa hermanna víðs vegar um bæinn eftir miðnætti. Þessi breyting á dvöl hermannanna ' í bænum hefur ekki verið til- kynnt af íslenzku ríkisstjórn- inni, en hlýtur að vera gerð með samþykkí hennar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.