Alþýðublaðið - 14.09.1951, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 14.09.1951, Qupperneq 1
XXXII. árgangur. Föstudagur 14. sept. 1951 298. tbl. Við íótstall frelsísgyðj unnar 32 Grikkir, sem komu nýlega með gríska hafskipinu ,,Nea Hellas“ til New York til þess að setjast að í Bandaríkjunum, óskuðu að fá að stíga á land við hið fræga líkneski frelsisgyðj- unnar við hafnarmynni heimsB'orgarinnar. Þeim var leyft það og var myndin tekin af þeim við fótstall gyðjunnar. Islenzkar verksmiðjur vel búnar vél um, en skorturá faglærðu vinnuafli segir iðnaðarsérfræðingur frá Efna- hegssamvinnustofnuninni í París, ------------------».— .... T. H. ROBINSON, iðnaðarsérfræðingur frá Efnahagssam- vinnustofnuninni í París, sem hér hefur dvalizt um skeið, lét svo um mælt á fundi í Félagi íslenzkra iðnrekenda 10. þ. m., að verksmiðjur hér væru yfirleitt jafnvel eða betur búnar vél- um en verksmiðjur af sömu stærð í Bandaríkjunum, en skortur væri hér á faglærðu vinnuafli og iðnaðarverkfræðingum. Robinson dvaldist hér um mánaðarskeið og he'msótti 40 verksmiðjur í Reykjavík. Hafn arfirði og Akureyri, en er nú farinn til Noregs. Verk hans hér var í því fólgið að gera til- lögur um bættar framleiðsluað ferðir í íslenzkum iðnaði. Robinson kvaðst hvað eftir annað hafa verið spurður að því, hvort íslendingar hefðu efni á því að verða iðnaðar- þjóð. Þessari spurningu kvaðst hann svara með annarri spurn ingu: „Hafa íslendingar efni á því að vera ekki iðnaðarþjóð?11 því að hans áliti væri hagnýt- ing þeirra möguleika, sem nú- tíma iðnaður hefði að bjóða, nauðsynlegt skilyrði fyrir auknum þjóðartekjum og betri lífskjörum. Það væri einnig mjög þýðingarmikið í þessu sambandi, að mikil fólksfjölg- un ætti sér nú stað hjá okkur, og því yrðu menn að gera sér T. H. Robinson. ljóst að sífelld aukning iðnað- arins og afköst í iðnaðinum væri undirstaða þess að allir hefðu næga atvinnu, en að öðr um kosti mundi atvinnuleysi, Framh. á 7. síðu. Samþykkt þess eínis var gerð á fundi iforrisons, Schumans og Achesons í Washington í gær UTANRÍKISMÁLARÁÐHERHAR Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands samþykktu á fundi sínum í Was'hington í gær, að Vestur-Þýzkalandi skuli veitt aðild að væntanlegum Evrópuher, og er þar með trvggt, að Þjóðverjar verði í framtíðinni þátttakendur að landvörnum Evrópu og leggi til liðskost í her þann, sem Eiserihower á að stjórna. Er tekið fram í fréttum um þessa ákvörðun Morrisons, Schumans og Achesons, að ein- hugur hafi ríkt um hana, en þetta var talið eitt af meginvið- fangsefnum ráðstefnu þeirra í Washington. Utanríkismálaráð- herrarnir halda fimmta fund sinn í Washington í dag, en síðan fara þeir til Ottawa, höf- uðborgar Kanada, á fund At- lantshafsráðsins, Talið er, að utanríkismála- ráðherrarnir hafi rætt um vænt anlega þátttöku Tyrkja og Grikkja í Atlantshafsbandalag- inu, en engin opinber tilkynn- ing hefur verið gefin út um þann þátt viðræðnanna. Hins vegar er fyrirfram vitað, að stórveldin þrjú munu meðmælt því, að Tyrkir og Grikkir hljóti aðild að Atlantshafsbandalag- inu. Aftur á móti eru sum smá- ríkin mótfallin því, en Lange, utanríkismálaráðherra Norð- manna, sem er kominii vestur um haf á leið til Ottawa, hefur lagt til, að stofnað verði sér- stak Miðjarðarhafsbandalag, sem Tyrkir og Grikkir verði aðilar að- Ole Björn Kraft, ut- anríkismálaráðherra Dana, hef- ur tekið í sama streng og Lange. NORÐMENN EINDREGIÐ Á MÓTI SPÁNI FRANCOS Lange sagði, að það væri orð- um aukið, að Norðmenn og Danir hefðu á hendi sérstaka forustu um að neita Tyrkjum og' Grikkjum um aðild að Atlants- hafsbandalaginu, en þeir teldu þessi ríki eiga heima í Miðjarð- arhafsbandalagi allra orsaka vegna. Hins vegar lýsti Lange yfir eindreginni andstöðu Norð- manna gegn því, að Spánn Francos yrði aðili að varnar- samtökum lýðræðisríkjanna. s ■ ■ i OryggisréSsíafsnlr i ! ntiklu ódýrari j i en slysin | iNær 13 mil4jónir: j greiddar vegna \ : slysa við vinnu i i á 7 árum. ■ T. H. ROBINSON, iðnað- arsérfræðingurinn, sem hér hefur dva'izt við athuganir á íslenzkum iðnrekstri benii á þa‘ð í ræðu sinni á fundi í Félagi íslenzkra iðnrekenda á dögunum, að það væri í- hugunarvert, að á síðu.stu sjö árum hefðu nálega 13 millj- ónir króna verið greiddar vegn slysa í verksmfðjum og á vinnustöðum. Þetta þyrfti að koma í veg fyrir meo auknum öryggisráðstöfun- um, sem væru miklu ódýrari en hið þjóðhagslega tap, sem af slysum hlýzt, fyrir utan þá erfiðleika, þjáningar og sorg, er þau valda hinum slasa’öa og aðstandcndum hans. Viðurkennf í Teheran, að rík- isgjaldþrof sé yfirvofandi ------«,----- Stjórn Mossadeghs tekur bráðabirgða- Ián upp á 20 milljónir sterlingspunda. Taugaslappur brúð- gumi varð að leifa fil læknis SÁ ATBURÐUR gerðist ný- lega í bænum Nyköbing á Falstri í Danmörku, að ungur maður skar sig hættulega við rakstur á brúðkaupsdaginn sinn og varð a'ð leita læknis. Ungi maðurinn var mjög taugaslappur þennan dag, og þegar hann fór að raka sig, skalf höndin á honum svo mik- ið, að hann skar sig svöðusári. Varð hann að leita til læknis og láta hann gera að sárinu, áður en hann færi til prests- ins. VARAFORSÆTISRAÐHERRA PERSA tilkynnti í Teheran í gær, að ríkisgjaldþrot væri yfirvofandi í íran og því yrði eldki afstýrt, nema með róttækum og skjótum ráðstöfunum. Boðaði hann, að stjórnin í Teheran myndi taka 20 milljóna sterlingspunda ríkislán til að hægt yrði að sigrast á mestu erf- iðleikunum næstu sex mánuðina, meðan verið væri að finna önnur ráð. Bar varaforsætisráðherrann* við þetta tækifæri eindregið á móti því, að keisari landsins heíði ekki verið með í ráðum áður en gengið var frá úrslita- kostunum við Breta. Sagði hann að afgreiðsla málsins hefði far- ið fram eins og skylt væri og gagnrýni stjórnarandstöðunnar yrði því að teljast út í bláinn. Þá var frá því skýrt í frétt- um frá íran, að fyrrverandi forsætisráðhera landsins og höfuðandstæðingur Mossadeghs hefði nú endurskipulagt flokk sinn og lýst yfir ákveðinni and- stöðu við þjóðnýtingarstefnu núverandi stjórnar. Kennir Framh. á 7. síðu. Amerísk Dakota- flugvél lýnd yfir Miðjarðarhafi SKIP OG FLUGVÉLAR leit- uðu allan daginn í gær að ame- rískri Dakotavél, sem týndist í fyrrakvöld yfir Miðjarðarhafi. Þykir einsýnt, að hún hafi far- izt, en leitin að henni hafði engan árangur borið í fyradag. í flugvélinni voru 35 farþeg- ar auk þriggja manna áhafnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.