Alþýðublaðið - 16.09.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.09.1951, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 16. sept. 1951. Útgefandi: AlþýOuflokkurimi. Ritstjóri: Stefán PjeterssoB, Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Yenlunarokrið. DÝRTÍÐIN hefur aldrei ver ið meiri en nú, enda hefur rík isstjórn afturhaldsflokkanna tekizt að setja heicnsmet á því sviði. Aldrei hefur almenningi gengið erfiðlegar að láta tekj- ur og gjöld standast á. En sam tímis þessu raka fulltrúar sér réttindastéttanna að sér okur gróða. Óstjórnin í vei'zlunarmálun um er slík og þvílík, að marg- ar algengar nauðsynjavörur eru seldar á mismunandi verði hinum ýmsu verzlunum, að elrki sé minnzt á hinar dýr- ari vörutegundir, sem megir. gróðavonirnar eru tengdar við. Þessi ér afleiðingin af af- námi verðlagseftirlitsins, sem gripið var til að kröfu heild- salanna með Bjöm Ólafsson í broddi fylkingar. Vöruverð og álagning hefur hækkað og kaup máttur launanna stórminnkað. En svo halda málgögn ríkis- stjórnarinnar því fram, að þetta sé almenningi til hags og að ástandið í verzlunarmálun um sé ólíkt betrfi. en þegar A1 þýðuílokkurinn hafði úrslitaá- hrif á stjórn Iandsins! * Pétur Pétursson fyrrverandi verðgæzlustjóri hefur undan- fama daga gert þessi mál ýtar- lega að umræðuefni í tveimur greinum hér í blaðinu. Og sannarlega eru upplýsingar hans athyglisverðar. Hann nefnir sem dæmi um álagning- una og verðhækkanirnar, að ananasdósir, sem nú er á boð- stólum í verzlunum bæjarins, kosta í innkaupi tæpar þrjár krónur, en í útsölu því sem næst tuttugu krónur dósin. Hann upplýsir og, að þessai sömu dósir myndu vera seldar á rúmar tíu krónur, ef gömlu verðlagsákvæðin væru haldin, þrátt fyrir bátagjaldeyri og söluskatt. Sést bezt á þessu, hver hin hækkaða álagning er orðin og bverjar afleiðingarnar af hinni „frjálsu /erzlun“ aft- urhaldsstjómarinnar. Stjórnarvöidunum hefur ekki verið nóg að binda þjóð- inni bagga bátagjaldeyrisins og söluskattsins. Þau hafa iafn framt leyft stórfellda hækkun álagningar í heildsölu og smá- sölu eins og sjá má á dæmi því. sem nefnt er í grein Péturs Pét urssonar og hér hefur verið minnzt á. Og þó er ástæða til að ætla, að þetta dæmi sé síður en svo einstakt í sinni röð. Okr ið getur kannski talizt hlutfalls lega mest á ávöxtunum, en verð lagið á öðrum vörutegundum er stigmunur en ekki eðlismunur. * Kaupmenn héldu því löng- um fram á árunum, þegar verzl unarmálin voru í höndum Al- þýðuflokksins,, að álagningin vaéri of lág. Þeir í-östuddu þá skoðun með því, að þeir seldu fyrst og fremst nauðsynjavör- ur, sem lægsta álagning væri á ieyfð, en vegna vöruskortsins gætu þeir lítið eða ekkert selt af dýrari vörum með hærri á- lagningu. Krafa þeirra var því sú, að annaðhvort yrði þeim leyfð hærri álagning á nauð- synjavörur eða innflutningur hinna vörutegundanna aukinn til landsins. Og hvernig standa svo þessi mál í dag? Innflutn- ingur dýrari vörutegundanna með hærri álagningunni hefur verið stóraukinn, en að vísu ekki fyrr en verðið á heims- markaðinum var yfirleitt kom ið upp úr öllu valdi. Samt neyð ist almenningm- til að kaupa þessar vörur, því að hann get- ur ekki án þeirra verið. En samtímis er hækkuð álagning- in á nauðsynjavörurnar, sem einnig hafa stórhækkað í inn- kaupi. Og allt eru þetta byrð- ar, sem eru lagðar á almenn- ing samtímis því, sem atvinnu- ástandið fer versnandi, en skattar ríkis og bæja hækkandi. Verzlunarokrið á meginþátt- inn í því, að lífskjör almenn- ings hafa verið stórkostlega skert undanfarna mánuði. Og það er engin afsökun, þó að verðlag hafi eitthvað hækkað á heimsmarkaðinum. Dýrtíðar 1 metið er. íslenzkt afrek eins og svo sjá má á því, að hér hefur verð bólgan aukizt miklu meira en í nágrannalöndunum, sem við höfum aðallega skipti við. Þau höfðu líka vit á uð reyna að flokkurinn, sem lézt ekki una ástandi verzlunarmálanna fyr- ir síðustu kosningar og fer með umboð vinnandi fólks í sveitum landsins, skuli hafa gerzt tag’hnýtingur íhaldsins í herferð þess gegn lífskjörum almennings og aðstoðað það við að koma á hinum nýju verzlunarháttum. Hann hefur með afstöðu sinni í verzlunar- málunum sýnt, hversu ger- spilltur hann er orðinn. Hann hikar ekki við að láta íhaldið fara sínu fram í verzlunarmál- unum gegn því að Steingrímur, Hermann og Eysteinn fái að vera í flatsæng stjórnarsam- rínnunnar við hliðina á Ólafi, Birni og Bjarna. Og svo leggst hann lágt. að hann fær heild- salanum Birni ólaíssyni yfip- Stjóm verzlunarmálanna í hendur með þeim afleiðingum, sem nú eru. komnar á daginn. AFLATREGÐAN hjá tcgurunum hér við land er alvar- legt mál *** Aður fyrr var þessi tími .ágætur á Halanum *** Grænlandsveiðarnar geta gerbrejí-tt viðhorfum í togaramálum, ef þær verða áfram stór, liður í útgerðinni. *** Þurfa togarar þar vafalaust að vera stærri og verka fiskinn sjálíir, m. ö. o. litlar, fjótandi fiskiverksmiðjur. Atvinnu- og fjárhagsástand er nu geigvænlegt í öllum minni kaupstöðum og þorpurn á Norðurlandi, eftir síitlar- leysið *** Hefur vonleysi gripið fjölda manns, þar sem Ktfar líkur virðast á þolanlegri afkomu, og bíða margir eftir tækifæri til að komast eitthvað burt — helzt suður. Einn af uppbótarþingmönnum kommúnista, Steingrímur Aðalsteinsson, er'bíleigandi og bílstjóri *** Hann hefur á þessu ári 20 krónur í tekjuskatt, og mun erfitt að finna annan híl- stjóra í landinu, sem hefur minna, þótt afkoma þeirra sé ekki tiltakanlega góð og þeir hafi ekki þingfararkaup að anki *** Það er sama sagan um alla kommabroddana í þessum efnum. - Aðalstræti breytir nú mjög um svip, þegar verið er að rífa og flytja burt þrjú hús til þess að rýma fyrir Morgun- b’.aðshöllinni *** Hvernig sem á því stendur, þá er Aðalstrætið eini hluti miðbæjarins, þar sem íhaldsmeirihlutinn í bæjar- stjórn er búinn að ganga frá skipulaginu endanlega. Orðrómur gengur um það, að hvalveiðistöðin verði innan fárra ára flutt annað hvort til Hafnarfjarðar éða í landshöfnina nýju á Rifi á Sæfellsnesi *** Menn spyrja, hvort hvalstofninn mundi ekki þola aðra veiðistöð, t. d. á Norðausturlandi; en hvalveiðar eru sennilega blómleg- asta útgerð landsins. BÆJARSTJÓRN ÍIIALDSINS hefur víðar verið skrýtin mannahöfn gaman kvikmynd- : en hér í Reykiavík *** Þegar íhaldið var rekið frá á ísafirði, íslenzka ríkisstjórnin lét það , ina: ,,Þetta allt og ísland líka“. : kom í ljós, ao Matthías Biarnason (bróðir Björgvins) hafði gefið mál hins veear afskiotalaust: Gerist sinn hluti myndarinnar ; út víxil fyrir 25 000 krónum án leyfis hæjarstjórnar *** Þegar þangað til vörurnar höfðu stór ! á hverju Norðurlandanna fjög \ Skutull skýrði frá þessu, brá Matthías við og greiddi víxilinn! hækkað í verði á 'heimsmarkað ' urra, en myndin hefst á fundi * inum og sumar jarnvel gengið til þurrðar. Þá loksins fór hún rr FARIÐ ER .að sýna í Kaup- birgja sig upp af vörum í tíma. út af örkinni. Og ofan á hinar stórfelldu verðhækkanir hefur hún bætt mikilli hækkun á- lagningi.rínnar og auk þess tekið sér fram um að ryðja hömlum verðlagseftirlitsins úr vegi braskaranna. * Auðvitað þarf engum blöð- um um það að fletta, í hvers mynd þetta verzlunarástand sé. Það er eins og íhaldið hef- ur þráð og beðið eftir árum saman. Nú loksins hefur það fengið fram vilja sinn í sam- vinnu við Framsóknarflokk- inn. - - Raunverulega er ástæðu- Jaust að áfellast íhaldið í þessu efni. Það er að hugsa um sig, og þarf engum að koma á óvart þó að það neyti allra bragða við að skara eld að sinni köku. íhaldið er og verður þannig, þó að það reyni af og til að hylja úlf sinn sauðargæru. Hitt er ó- afsakanlegt, að Framsóknar- konunganna þriggja í Málmey | , Stoðugur orðromur er um það, að Ólafur Thors ætli að 1914. Ung kona tendrar þar ást j Ja8a, S1S ut ur stjornmalum yegna heilsubrests Sigfus areld í brjóstum hinna konung ! Sigurnjartarson hefur yenð yeikur og tegi R. Helgason unað legu fylgdarmanna - og ávöxt ser vel 1 ,fæílhans 1 0fJarstjorn ...... Fmnur Jonsson hefur urirrn verður lítil stúlka. Eng-. le&ð 1 s^ukrahusl undanfarið' inn veit um faðernið. Hún er, KOMANDI HAUST verður örlagaríkt fyrir bókaútgáfu og samnorræn. ^ •, prentiðn landsins *** íslenzk tímarit finna mjög fyrir sam- Með fullorðins árum verður ]íeppnj erlendu ritanna, og nú mun koma í ljós, hversu rnikla hún svo leikkona, Hlbeðin hvar sem hún fer, og greinir myndin frá dvöl hennar og ævintýrum á Norðurlöndunum fjórum. En að síðustu „stingur. hún af“ með íslendingi fró manni sín- um og aðdáendum. Viðgerð á Fossvalns- sfífium á ísafirði VIÐGERÐ fór fram á Fossa- vatnsstíflunni á ísafirði í júlí og ágúst í sumar og einnig var gert við lekastaði á þrýsti- vatnspípunum. Einn lekastað- bókaútgáfu þjóðin þolir, þegar nóg er af öðrum vörum til gjafa um jólin. 47 fiskifélög í Þýzkalandi hafa mótmælt því, að Bonn- stjórnin leyfi innflutning á íslenzkum ísfiski’ og kaupi íslenzkan freðfisk, meðan þýzldr togarar þurfa að selja afla sinn í mjölverksmi'ðjur. ísafold gefur í haust út skáldsögu eftir Jón Sigurðsson í Yztafelli, og nefnist hún Helga Sörensdóttir. HVAR ER EINAR NÚ? *** Þegar íslenzku fulltrúamir á norræna þingmannafundinum í Stokkhólmi fóru heim, varð einn þeirra eftir: Einar Olgeirsson *** Síðan hefur ekkert frá honum frétzt, og spyrja menn, hvert hann hafi nu farið og hvað hann sé að gera. ur er þó enn á Fossavatns- stíflu, en ekki verður hægt aS gera við hann fyrr en næsta sumar. Jón Jónsson klæðskeri var verkstjóri við þessa vinnu. Heil grein um húlfa samþykkt MORGUNBLAÐIÐ blés sig í ritstjórnargrein í gær upp út af því, að bæjarstjórn Hafn- arfjarðar skyldi í vikunni. sem leið, samþykkja að fækka mönnum í bæjarvinnu þar. Getur Morgunblaðið ekki annars um forsendu þeirrar samþykktar, en að hún hafi verið sú, að „nú hefur að mestu leyti verið unnið fyrir hið áætlaða fé til vega, vatns- veitu, holræsa og fleira“, svo sem lesa megi í samþykkt bæjarstjórnarinnar um þetta. En síðan ræðst blaðið með miki’.li vandlætingu á „hafn- firzku kratana", sem gert hafi þessa samþykkt, og vísi þeim, sem upp kann að verða sagt, bara til vinnumiðlunar- skrifstofu bæjarins. Þannig séu ráðleggingar þeirra. En hætt sé við, að þær nái skammt til þess að leysa at- rínnuþörf hafnfirzkra verka- manna. SVO MÖRG eru þau orð Morg- unblaðsins í gær, og eru þau enn eitt dæmið um heiðarleik þess í málflutningi eða hitt þó he!dur Morgunblaðið flutti þó samþykkt bæjarstjómar Hafnarfjarðar alla, orðrétta, á föstudaginn og vissi því, á hvaða forsendum öðrum hún var byggð; en þar stóð, að „með tilliti til' þess, að nú hefur verið að mestu leyti unnið fyrir lúð áætlaða fé tii vega, vatnsveitu, holræsa og' Ceira ogtelja verður a t v i n n u á s t a n d i ð • í bænum með betra m ó t i , samþykkir bæjarráð, að leggja tii við bæjarstjórn, að fækkað verði mönnum í bæjarvinnu" og svo framveg- is. Þessum síðari hluta sam- þykktarinnar stingur Morg- unblaðið alveg undir stól í gær og skrifar vandlætingar- grein sína út af aðeins nokkr- um orðum hennar, rifnum út úr samhengi. ÞAU ORÐ samþykktarinnar um uppsagnir í bæjarvinn- unni í Hafnarfirði, sem Morg- unblaðið þegir þannig a!veg um, eru þó byggð á svo ó- hrekjandi staðreyndum um atvinnuástandið í bænum, að hvorki bæjarfulltrúar íhalds- ins né bæjarfulltrúi kommún- ista sáu ástæðu til þess, að hreyfa neinum andmælum, þegar samþykktin kom til um- ræðu og atkvæða í bæjar- stjóm. Er og vitað, að í Hafn- arfirði er nú mikið um at- vinnu, síldarsöltun á mörgum stöðum og vinna við hafnar- gerðina, auk þess að nánast svo margir, sem vilau, gátu íengið atvinnu á Keflavkur- flugvelli, er vinnan við bvgg- ingarfrámkvæmdirnar hófst þar. MORGUNBLAÐIÐ mun ekki hagnast neitt á því pólitískt, að bera uppsagnir í bæjar- vinnunni í Hafnarfirði undir shkum ki'ingumstæðum sam- an við sams konar ákvarðan- ir íhaldsmeirihlutans í bæj- arstjórn Reykjavíkur, sem teknar hafa verið án nokkurs tillits til atvinnuástandsins í höfuðstaðnum. Þar er tvennú ólíku saman að jafna. Og svo að að endingu sé aðeins minnzt á samanbUrð Morgunblaðsins á útsvörum Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, þá eru það stað- lausir stafir, sem íha'dsblaðið fer með, að útsvarsstiginn sé yfirleitt hærri í Hafnarfirði. Hann er lægri þar á lægstu tekjum, þótt hann sé hærri þar á háum tekjum. Og ekki hefur Hafnarfjörður lagt nein aukaútsvör á skattgreiðendur sína á þessu sumri, eins og Reykjavík hefur gert undir sinni íhaldsstjórn! Lesið AiþýSubiaðið! I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.