Alþýðublaðið - 20.09.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.09.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. sept. 1951 ÚtgefandL- Alþýðuflokkuriiœ. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. AfgreiSslusími: 4900. Frelsið til að okra cg auka dýrtíðlna ÞAÐ er vel skiljanlegt, að greinar þær, sem Pétur Pét- ursson, fyr'rverandi verðgæzlu stjóri, hefur undanfarið skrif- að í Alþýðublaðið um dýrtíð- ina og hina frjálsu verz’un og um verðhækkanirnar og álagn inguna, hafi farið töluvert í hinar fínu taugar Morgunblaðs ritstjóranna. En þegar þeir hyggjast svara rökstuddri gagnrýni hans á hinni frjálsu verzlun með brígzlyrðum ein- um, þess efnis, að hann langi bara til þess að „komast að sinni fyrri jötu“, eins og það orðar það, þá missir s’.íkur mál flutningur algerlega marks. Pétur Pétursson hefði sjálf- sagt getað verið verðgæzlu- stjóri enn, ef hann hefði kært sig um. En hann vildi það ekki eftir að ríkisstjórnin hafði af- numið verðlagseftirlitið á hér um bil öilum nauðsynjum al- mennings og gert verðgæzluna að hégóma einum. Það var al- veg samkvæmt hans eigin ósk, að hann var leystur frá starfi verðgæzlustjóra, þegar svo var komið; og umrædd brígzlyrði Morgunblaðsins eru því ekkert annað en rógur einn. * Það er' og Morgunblaðinu vel kunnugt, að Pétur Péturs- son barðist manna mest gegn afnámi verðiagseftirlitsins. Hann sagði fyrir þær afleiðing ar slíkrar ráðsmennsku ríkis- stjómarinnar, sem nú eru komnar á daginn — aukna á- lagningu á nauðsynjar almenn ings og aukna dýrtíð; og þess vegna stendur það engum nær en einmitt honum, að benda nú á, hvernig komið er. En það er einmitt þetta, sem Mórgunblaðið þolir ekki. Það er því nauðugt, að þurfa að viðurkenna, að sá vöxtur dýr- tíðarinnar, sem síðan verðlags- eftirlitið var, illu heilli, afnum ið, sé að miklu leyti aukinni á- lagningu innanlands, einkum heildsalanna, að kenna, eins og Pétur Pétursson hefur leitt rök að í greinum sínum; og því hefur blað íhaldsins og verzlun- arokursins nú allt á hornum sér. „í grein hins fyrrverandi verðgæzlustjóra er ekki gerð hin minnsta tilraun,“ segir Mórgunblaðið, „til að sýna, að hækkuð álagning heildsala eigi þatt í aukningu dýrtíðarinnar ....“, og „hinn fyrrverandi verðgæzlustjóri minnist ekki einu orði á stórfelldar verð- hækkanir á mörkuðum erlendis, sem valda dýrtíð um mikinn hluta alls heimsins.“ Hvort tveggja er þetta fleip- ur eitt hjá Morgunblaðinu. Pétur Pétursson hefur í skrif- um sínum hvergi borið á móti því, að verðhækkanir hafi orð- ið á mörkuðum erlendis; en hann hefur hins vegar sýnt fram á það, að þeim verðhækk- unum verði ekki um kennt, þegar imgverskt hveiti, sem bú- ið er að flytja inn, er allt í einu hækkað eftir afnám verð- lagseftirlitsins um 30 hvert kílógramm, og farið er að selja eina ávaxtadós, sem kostaði ekki nema 10 krónur í innkaupi, á hvorki meira né minna en 20 krónur í útsölu! Og í einhverju hlýtur það þó að liggja, öðru en verðhækk- unum erlendis, að dýrtíðin vex svo miklu örar hér en í nokkru nálægu landi; og er þá ekki öðru til að dreifa upp á síð- kastið en vaxandi verzlunar- okri síðan íhaldstjórnin vann sitt síðasta óhappaverk. — að afnema verðlagseftirlit.ið og gefa verzlunina a’gerlega frjálsa. * Fram hjá þessum rökum sneiðir Morgunblaðið alveg í rógsgrein sinni í gær, eins og það er raunar vant að sneiða fram hjá öllum rökum. I stað þess stagast það á eldgömlum og úreltum s’agorðum á móti „höptum“, en með „frjálsri verzlun“, eins og þar með sé allur vandi leystur. En það gæt- ir þess bara ekki, að þó að hugsunarlaus lofsöngur þess um frjálsa verz’un kunni að láta vel í eyrum heildsala og sumra kaupsýslumanna ann- arra, sem nota sér slíkt verzl- unarfyrirkomulag til þess að okra á almenningi, þá hefur hann allt annan og óþægilegri hljóm í eyrurti neytandans, sem okrið kemur niður á. Almenn- ingur lætur því ekki blekkja sig lengur með neinum lofsöng um frjálsa verzlun, né heldur með lastyrðum um ,,höptin“. Hann veit af dýrkeyptri reynslu, hvað afnám verðlags- eftirlitsins, sem Morgunblaðið á hér sérstaklega við, þegar það ta’ar um „höptin“, hefur haft í för með sér, — stóraukið verzlunarokur og ört vaxandi dýrtíð; og hann kærir sig ekk- ert um að færa slíkar fómir á altari hinnar frjálsu verzlunar. * Annas mætti Morgunblaðið vel íhuga það einu sinni, hvern- ig á því stendur, að allar ná- grannaþjóðir okkar telja sér enn nauðsynlegt, að viðhalda verðlagseftirliti, og sumar þeirra, eins og til dæmis Banda aura ríkjamenn, hafa hert stórkost- lega á því upp á síðkastið, í þeim yfirlýsta tilgangi, að koma í veg fyrir dýrtíð og verðbólgu. Þannig fara ná- grannaþjóðir okkar að, — enda er árangurinn hjá þeim eftir því. Þar hefur a’ls staðar tekizt að halda dýrtíðinni í þó nokkr- um skefjum. En hér er verð- lagseftirlitið afnumið og verzl- unarokrið gefið algerlega frjálst með þeim afleiðingum, sem öl’- um eru kunnar, — að allt er að fara á bólakaf í dýrtíð! ---------+-------- Matreiðslakennsla ffuff úr bamaskélum r \ vantar ungling til að bera blaðið til áskrifenda i þessum hverfum: Skerjafirði Grímsstaðaholti. Talið við afgreiðsluna. Sími 4900. FRÆSLURÁÐ REYKJAVÍK UR hefur samþykkt, að mat- reiðslukennsla skuii hér eftir fara fram eingöngu í skólum gagnfræðast’gsins, eins og ráð er fyrir gert í lögum um gagn- íræðanám. Verða skólaeldhús bæjarins því afhent gagnfræðaskólunum til afnota í samráði við hlutað eigandi barnaskólastjóra og- fræðslufulltrúa. Samið verður við fasta matreiðslukesmara að flytjast að gagnfræðadeildun- um. ---------«----:---- Sýningar á Rigoleifc fíætfa um mánaða- mófín MJÖG GÓÐ AÐSOKN hefur verið að óperunni Rigoletto frá því sýningar hófust á ný. Hef- ur nú fengist leyfi fyrir frú Evu Berg til þess að vera hér út þennan mánuð og verður ó- peran flutt þangað til á móti Lenharði fógeta. Verða því til tölulega fáar sýningar enn þá á óperunni. Strax og sýningjm lýkur á Rigoletto hefjast sýningar á „|myndunarveikinni“, Dýrkeyptir sérfræðingar. — Slæm reynsla. Áhyggjur íveggja kimningja minna. ÞAÐ ER DÝRT að byggja. Jafnvel þó að menn séu sæmi- lega stæiir fjárhagslega ætla þeir alveg að kikna undir kostn aðinum og að likindum hefur engum síðastliðinn áratug tek- izt að gera svo háa áætlun um byggingarkostnað, ?ð kostnað- urinn hafi ekki farið langí yfir hana. Algengt er að maður heyri þá segja, sem standa í byggingaframkvæmdum: „Hetði ég vitað hvað þetta mu.ndi kosta, þá hefði ég ails ekki þor- að að byrja.“ FLESTIR BYGGJA eingöngu til þess að fá þak yfir höfuðið, og það eru mörg dæmi til þess, að fólk vilji fórna öllu aðeins til þess að eignast það. Margir hafa hvorki til hnífs né skeiðar eftir að hafa flutt inn í eigin íbúð og í mörg ár veröur að spara allt meðan verið er að reyna að lækka skuldirnar, Þjóðleikhúsið og íslenzku leikritin ÞJÓÐLEIKHÚSH) hefur nú tekið til starfa eftir sumar- leyfin, og athygli þjóðarinn- ar beinist að þessari mikil- vægu stofnun, sem á að verða hof orðsins listar á íslandi í framtíðinni. Margt hefur vel tekizt í starfi þjóðleikhússins síðan það var vígt á sumar- daginn fyrsta í fyrra. En auð- vitað má að ýmsu finna. Og slíkri- stofnun er mjög nauð- synlegt, að hún sé gagnrýnd af sanngirni og réttsýni sam- tímis því sem hún fær verð- skuldaða viðurkenningu. AÐ ÞESSU SINNI verður að- eins vikið að einum þættin- um í starfi þjóðleikhússins. Hann er sýningar þess á ís- lenzkum leikritum, Hér er tvímælalaust um að ræða að- alatriðið í starfsemi þess. Meginskylda þjóðleikhússins er að efla og styrkja íslenzka leiklist, og grundvöllur henn- ar er að sjálfsögðu og verður íslenzk leikritagerð. Hún er enn eftirbátur annarra bók- menntagreina okkar, svo að þjóðleikhúsið á við ramman reip að draga. En hitt er líka augljóst mál, að forráðamenn þess gefa eklti íslenzku leik- ritunum þann gaum, sem vert væri. f ÞESSU SAMBANDI er löngu tímabært að víta það, að ekk- ert af verðlaunaleikritum þjóðleikhússins hefur enn verið tekið til sýningar. Þó hefur þegar verið sýnt ann- að leikrit eftir höfund þann, sem hreppti fyrstu verðlaun í umræddri samkeppni, svo að tækifærin hafa sannarlega verið fyTÍr hendi. Eitt af leik: ritunum, sem ta!ið var hæft til sýningar af dómnefnd þjóðleikhússins, var sýnt annars staðar á síðast liðnum vetri og auðvitað af þeirri á- stæðu, að höfundurinn hélt ekki biðina og óvissuna út. Og enn þá liggja fimm eða sex þessara Ieikrita í skrifborðs- skúffum þjóðleikhússins. ELDRI LEIKRITIN hafa ekki sætt nærri eins miklu tóm- læti af hálfu forráðamanna þjóðleikhússins og hin nýju- Samt er ástæða til að gagn- rýna einnig þann þátt í starf- semi þjóðleikhússins. Guð- mundur Kamban er ásamt Jóhanni Sigurjónssyni víð- frægasti leikritahöfundur ís- lendinga. Ekkert af leikritum hans hefur þó verið. sýnt í þjóðleikhúsinu, og hafa því þó staðið að minnsta kosti tvö þeirra til boða. Og á vígslu- degi þjóðleikhússins hafði verið fyrir komið í krystalls- sal þess brjóstlíkönum af frægustu leikritahöfundum okkar á seinni tímum, en Guðmundur Kamban gleymd- ist við það tækifæri. Manni verður á að spyrja, hvað valdi því, að þjóðæikhúsið skuli láta slíkt og þvílíkt henda sig í starfi sínu. ENN FREMUR ER TÍMA- BÆRT að vekja athvgli á. því, að enn hafa ekki öll leik- rit Jóhanns heitins Sigurjóns- sonar verið sýnd á íslenzku leiksviði. Þjóðleikhúsinu ber skylda til að bæta úr því og fyrr en seinna. Það getur heldur ekki látið mörg starfs- ár liða án þess að taka til sýningar „Skugga-Svein“ Matthíasar . Jochumssonar, frægasta og sérkennilegasta Framh. á 7. síðu. sem á íbúðinni hvíla. Það er eðlilegt að fólk reyni af fremsta megni að komast í eig- in íbúð, því að betra er að vera hálfsvangur en að eiga hvergi höfði sínu að að haila. MENN, SEM BYÖGJA, ráða ýmis konar sérfræðinga til þess að annast nauðsynleg og óhjá- kvæmileg störf, fyrst húsa- meistara til þess að gera teikn- ingar, síðan múrararneistara og trésmíðameistara. Fólk verður að treysta því að þessir sérfræð ingar viti hvað þeir eru aö gera. En svo virðist þó að þeir séu ábyrgðarlausir. Á ÞRIÐJUDAGINN vildi svo til að ég hitti tvo kunningja mína, sem báðir voru rhjög á- hyggjufullir og af sömu á- stæðu. Báðir höfðu byggt sér lítil hús fyrir sjálfa sig, annar fyrir tveimur ár,um og hinr. fyr ir fjórum árum. Nú þurfti ann- ar að láta rífa upp öll gólf í húsi sínu vegna þess að raki var að eyðileggja gólfiri. Hinn þurfti að láta rífa þakið af sínu húsi vegna þess að það lak. ÞAÐ VAR GERT R VD fyrir að það .kostaði átta þúsund kr. að rífa upp gólfin, en hinn kvaðst. mundi sleþpa með um sjö þúsund kfónur. Ég spurði hverjum þetta væri ao kenna, og þeir fullyrtu báðir að það væri að kenna húsameisturun- um og múrarameisturxmum. Ég spurði hvort ekki vtéri hægt að koma fram ábyrgð á hendur þessum mönnum íyrir vinnu- svik eða gróf mistök, en hvor- ugur taldi það líklegt. BÁÐIR VERÐA þessii* menn því fyrir stórtjóni, ög ekki mátti á bæta kostnaðinn við húsin, því að báðir hafa verið að slig- azt undir byrðunum. Húsa- meistararnir og múrarameist- ararnir hafa fengið allt sítt greitt, þeir hafa tekið við sín- um vinnulaunum — og svo bera þeir ekki neioa ábyrgð Þetta er ófært ástand. Ef ekki eru til lög, sem ákveða slíkum mönnum ábyrgð á verltum þeirra, þá verður að setja slík lög. Ef það er ekki gert, verður þetta regla, að verkin verða hálfunnin og illa unnin og eng- inn veit því hverju 'hann tekur við úr höndum sérfræðinganna. Hannes á liorninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.