Alþýðublaðið - 06.11.1951, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.11.1951, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞriSjudagur 6. nóvember 1851 SINFÓNÍA OG PERSIL ,,Ó, -— smfónía!“ segir hún og andvarpar af aðdáun og feg inleík. .,Horngrýtds hávaði!“ segir hann ólundarlega. ,,Þáð er leiðinlegur galli á uppeldi þínu og menntun,“ segir hún, „hversu tónlistin héfur orðið þar algerlega út undan. Maður, sem hvorki hefur þekkingu eða löngun til að njót.a hinnar seðri tónVistar er brjóstumkennanlegur. Hann fer á mis við svo mikinn Iist- rænan unað í lífinu!“ ,,Að mínu áliti yrði lífið mun þolanlegra, ef enginn hefði tekið sér fram um slíka hávaðaframlsiðslu . , .“ ,.Ó, þá væri lífið fyrst fyrir alvöru tómt og íilbreytiuga- snautt, ef maður hefði ekki tækifæri til að baða sálina í glitrandi tónaflóði sinfóníunn- ar! Ég get ekki hugsað mér annað dásamlegra en að sitja í ró og næði og hlusta . . . hlusta . . . láta hljómana streyma um huga minn í þögn og lotnirtgu og þvo burt blettina eftir erf- iöi og annríki dagsins . . .“ „Nú, — ef það er hægt að nota sinfóníurnar sern eins kon ar Persil eða sápulút . . .“ „Að þú skulir ’eyfa þér að tala sísvona, maður Peril og sápulútur, — það er þá 'iika skáldleg samlíking. Það er þá líka hljómurinn í þeim orðum.“ Og frúin andvarpar. en að þessu sinni er það hvorki að- dáun né feginleiki, sem and- varpinu veldur. „Að hugsa sér aðra eins samlíkingu. Annars . . .“ Og hún verður hugsi eitt andtartak. „Annars er það í rauninni einkennilegt, að þér skyldi detta slík samlíking í hug . . .“ „Það er ekkert einkennilegt við það. Hún lá svo beint við því, sem þú sagðir.“ „Já, það hlaut að vera Það hlaut að hafa verið ég, sem átti upptökin að slíkri samlíkingu. Hún er nefnilega, þegar allt kemur til alls, síður en svo frá- eit. Veiztu hvað, . þú hefur náttúrlega heyrt um þessi h 1 j óðbylg j ubvottatæki giet i ð. ‘1 „Jú, það héld ég. Það kemur fyrir, að maður les auglýsing- arnar.“ ,,Það er nefnilega þetta furðu lega. Þau þvo þvottinn með tcnum; losa öll óhreinindin úr honum með töframætti þeirra. Þao sannar þetta, sem ég sagði áðan, — því að það var jú ég, sem eiginlega sagði það, að hljómarnir búa yfir einhverj- um duldum hreinsunarkrafti, svona í líkingu við ... f lík- ingu við Bersil og sápulút . ..“ „Nú þykir mér þú vera orðin óskáldlcg í samlíkingunum, og það þegar jafn háfleyg list og sinfónían á hlut að máli!“ Og Fratnhaídssagan 99- IRSKT Helga Moray: það er ekki laust við, að sigur- hreim brigði fyrir í rödd hans. Jafnvel háði. „Ekki óskáldleg, aðeins raun hæf. Það er eins og ég hsf alltaf sagt, maður á að halda sér við það raunhæfa. Ekki hvað sízt í listinni, því að maður getur fyrst skilið hana og notið á- hrifa hennar til fulls, ef maður hefur eitthvað raunhæft að halla sér að. Og hvað sinfóní- una snertir, þá iiefur maður það raunhæfa éinmitt þarna. Hinn hreinsandi máttur, sko. Nú fyrst skil ég þessi dásam- legu áhrif, sem ég verð fyrir í hvert einasta skipti, sem þeir leika sinfóníu í útvarpið. Hvern ig hið glitrandi tónaflóð þvær sálina í bókstaflegri merkingu; hreinsar af henni alla bletti og flekki eftir erfiði og annríki dagsins . . ,-,Eins og peril eða sápulút- ur. . . . En segðu mér eitt, — hvaðan hefurðu þetta ..glitr- andi tónaflóð?“ Hefurðu lesið það í einhverjujm tónlistardóm inum í blöðunum eða hvað?“ „Ekki spyr ég svo að! Aldrei á mér að geta dottið neitt frumlegt í hug! Það var þó vænti ég ekki ég, sem fann upp samlíkinguna með Persilinn? Ekki á ég þó víst lika að hafa stolið henni úr einhverri blaða- grein? Ég dreg það satt að segja stórlega i vafa, að þú hafir þekkingu eða hæfileika til að gera þér grein fyrir hversu mérkileg uppgötvun sú samlík- ing er. ... Hugsaðu þér bara; — hver veit nema að ég hafi einmitt dottið þarna ofan á sjálfan leyndardóm sinfóníu- tónlistarinnar! Hinn dularfulla hreinsandi kraft, s-jm á raun- hæfan hátt segir til sín, begar hljóðbylgjutækið bær þvottinn hreinan á sama hátt og sinfón- ían þvær sálina. Stórfenglegt!“ „Já, stórfenglegt!“ „Og nú hefst snnar þáttur! Mér finnst ég vera orðin allt önnur manneskja strax eftir fyrsta þátiinn. Svo hrein á sál- inni . . .“ „Ætli það væri þá ekki hyggilegast fyrir big að skrúfa fyrir strax? Ég meina að það sé óvíst að þú þolir meiri þvott í bili. Þú kynnir að upplitast á sálinni!" „Skammastu þín. Og nú ætla ég að láta þig vita það, að ég ætla að hlusta á bennan þátt!“ „Takk . . .“ Nokkur þögn. Og svo segir frúin: „Hef ég nokkurn tíma sagt þér hvað hún frú Sveinsson sagði okkur í saumaklúbbnum um hana frú Hansson — —?“ Saga frá SuSur-Afríku rei þ ý u b I fyrst hann gat orðið svona reið- ur vegna þess, að honum þótti kjól hennar of fleginn í háls- inn, þá var hægurinn nærri fyr- ir hana að kýnda enn betur eld afbrýðiseminnai En, — þegar hún sá hann sýna hollenzku konunni, sem hann dahsaði við, svo mikið til. lit að það riálgáðist ástleitni, þá vár henni meira en nóg boðið, og henni kom fyrst til hugar, áð hann kynni að vera drukkinn. Fimm dansar, — og enn hafði hann ekki beðið hana um dans. Hún tók að óttast, að hún hefði gengið of langt í leik sínum...... Það var skömmu fyrir kvöld- verðinn, að hún mætti honum í anddyrinu. Ósjálfrátt bar hún hendina að hálsmálinu og dró það saman; hann veiti því at- hygli, og henni áuldist ekki, að hann hafði gaman af. „Þetta er aiveg dásamlegt veizluboð, Katie,“ mælti hatm og með dálitlum háðshreim. „Allt fyrirfólk er mætt, — einkum þó brezka embættis- mannastéttin, að maður nú ekki tali um liðsforingjana.“ ,,En, Páll .... hér eru Bú- arnir jafn fjölmennir og brezku gestirnir.“ „Auðvitað. Þetta er stórfeng- ilegt samkvæmi. Ég er stoltur af litlu írsku stúlkunni, það get ég fullvisað þig um . ... “ ,,Ég veit ekki almennilega hvað þú meinar með því. Þegar allt kemur til alls, er ég fædd og alin upp í umhverfi mjög svipdðu þessu .. . . “ „Ég veit það og skil. Þú ert nú komin aftur í þitt gamla umhverfi, en svo illa vill til, að þú ert sjálf ekki söm og þú varst áður En hvað þýðir að, vera að fást um það?“ Rödd hans varð hrjúf og hranaleg. „Hver andskotinn, ■— þú hefur svert augnahvarma þína öld- ungis eins og hver önnur Mal- ajastelpa. Hamingjan góða, hvað ætlast þú eiginlega fyrir með slíkum hégómabrellum? Sannarlega ert þú nógu glæsi- leg og hefur nægilega mikið að dráttarafl, þegar karlmerin eru armars vegar, til þess að þú þurfir ekki að grípa til jafn auðvirðilegra ráða í því skyni að vekja á þér athygli þeirra.“ Hann er afbrýðisamur, hugs aði hún, gripin óumræðilegum fögnuði; hann er afbrýðisam- ur. Engu að síður var henni ljóst, að henni mundi vissara að ganga ekki of iangt í þeim leik að auka á afbrýðisemi hans. Hún vissi skap hans, ef hann reiddist. Þá gat hæglega farið svo, að hann léti sem hann sæi hana ekki það sem eftir var kvöldsins. „Páll,“ mælti hún rólega, „talaðu ekki við mig í þessum tóni. „Það var þjónustustúlk- an mín, sem stakk v>pp á því, að ég sverti augnahvannana. Ég viðurkenni að það var heimskulegt. Lánaðu mér vasa klútinn þinn, og ég skal þurrka svetruna áf 'hvörmunum." Hann leit á hana eins og hann vissi ekki hvað hann ætti áð halda. „Hváð hefur eiginlega kom- ið fyrir þig, Katie?“ sþurði hann. i.Þú ætlar þó ekki að reyna að telja mér trú um, að þú sért tekin að látr. að ann- arra stjórn." Hann fékk henni vasaklútinn og hún þerraði svertuná af hvörmum sér. „Þeir eru bjrrjaðir að leika fyr ir dansinum,“ sagði hann skyndilega. „Komdu; þennan dans dönsum við :,aman“ „Því miður er það ekki hægt, Páll,“ svaraði hún. „Ég hef lofað Richard þessum dansi.“ Páll van Riebeck beit á jaxl- inn. Hann tók svo fast um arm henni, að hún kenndi sárs- auka. „Reyndu að brosa, mín fagra Katie, reynd'u að brosa. Mundu það, að fólk veitir þér athygli.“ Hann leiddi hana út á gólfið. Hún reyndi að losa sig úr taki hans, en það var eins og hún væri í skrúfstykki. „Richard getur beðið,“ sagði hann og rödd hans var skip- andi. „Hann hefur nægan tíma til að dánsa við þig seinna.“ „Þetta er ósvífni, Páll.“ maldaði hún í moinn, enda þótt hún fyndi pað sjálf, að rómblærinn væri ekki svo ýkja sannfærandi. Og samt sem áður vissi hún, að það var heimskuleg't af •henni að láta undan honum svo skilyrðis- Jaust. Dansinn hófst. Henni varð litið fram í dyrnar; þar stóð Richard, auðsjáaalega særður og móðgaður, enda þótt hann bæri skapbrigði sín virðulega. Hún fann til samvizkubits, —- en hamingian góða, hvílík sæla var það ekki að balla sér að barmi Páls, finna hjartslátt hans við barm Sinn og sterka arma hans umvefja sig. . . . „Góður guð, endurvektu ást hans á mér; gefðu að hann elski mig aftur eins heitt og forðum," bað hún í hljóði. Þau dönsuðu þar fram hjá sem Richard stóð og Páll kall- aði glaðlega til hans: „Ég bið yður afsökunar á þessu, Eaton, en sönnunin er sú, að. það eru liðin tvö ár síðan að Katie hét mér þessum dansi. En hún er nú einu sinni svo laus á kost- unum, svo að éngán þarf að undra, þótt hún g’eymi slíku loforði . . .“ Richard steig skrefi nær þeim; það var eins og harin hygðist hrevfa ein- hverjum andmælum, en Páll tók snarpan snúning í dansin- um og var víðs vegar fjarri með Katie í örmum sér, þegar hann hafði loksins áttað sig. „Mér þykir þetta léitt drengs- ins vegna, en það er nú einu sinni sisvona, fallegar konur geta reynzt svo glcymnar, að furðu sætir.“ Hann laut að henni í dansinum. Fagar kon ur geta gleymt loíorðum sín- um árum saman, — eða er það ekki rétt ályktað, Katie?“ S s s s s V, Kenni að sníða og takaS V mál, kven- og barnafatnað. ^ S 5 Herdís Brynjólís s V s s Laugavegi 68. Sími 2460. S S með heimabökuðum kök- um (þjónustugjald innifalið) GILDASKÁLINN Aðalstræti 9. IKvöldverður i \ 2 réttir og kaffi j ! kr. 11.50 i ■ ■ ■ • (þjónustugjald innifalið) ■ ■ m * GILDASKÁLINN ■ ■ Aðalstræti 9. Skjaldbreið til Snæfellsneshafna, Gilsfjarð ar og Vestfjarða hinn 9. þ. m. Tekið á móti flutningi í dag og á morgun. Farseðlar seldir á fimmtudag. MARGTÁSAMA STAÐ t LAUGAVEG 10 - SIMI 33G7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.