Alþýðublaðið - 06.11.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.11.1951, Blaðsíða 4
ÁLÞÝÐUBtAÐIfy ÞriðjftðfegiHh ffisft «óvcmT)ei? tl9ól- Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Ólík viðbrögð víð alviifnuleysíiiu TALSMENN íhaldsstjórnar innar gera sér mjög tíðrætt um það, hve vel hafi tekizt að af- stýra atvinnuleysi hér á landi með gengislækkuninni. í stjórnarblöðunum er gengis- lækkunin sí og æ lofsungin, ekki hvað sízt fyrir þetta; og í hinni „stóru“ rseðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins gerði Ólafur Thors það að þungamiðju skrumsins um af- rek núverandi ríkísstjórnar. En meðan þannig er sungið í stjórnarblöðunum og í hópi, 'hinna sjálfhælnu forustu- manna ríkisstjórnarinnar, verður atvinnuleysisvofan stöð ugt áleitnari úti um allt land. Hundruð ef ekki þúsundir vinnufúsra manna ganga þeg- ar atvinnulausir; og sumstaðar eru heil bæjarfélög undir lögð af atvinnuleysinu, svo sem Siglufjörður og ísafjörður. En hér suður í Reykjavík þykjast ráðherrar og aðrir talsmenn íhaldsstjórnarinnar ekkert af þessu vita. Það hefur tekizt að afstýra atvinnuleysi, segir Ól- afur Thors; og mér er ekki kunnugt um neitt atvinnu- leysi, segir Björn Ólafsson! * Það er auðvitað ekki að furða, þótt slíkir herrar séu tregir til þess að hlusta á að- varanir Alþýðuflokksins og fall ast á tillögur hans til úrbóta. I fyrrahaust, þegar atvinnu- leysið gerði fyrst alvarlega Vart við sig á Vestfjörðum, Iétu þeir það eins og vind um eyru þjóta, er Alþýðuflokkurinn bar fram tillögu á alþingi um skipun sérstakrar nefndar til þess að rannsaka atvinnuástand ið úti um land og undirbúa ráð stafanir gegn hinn bvrjandi at vinnuleysi. Og nú horfa þeir aðgerðalausir á það, að ný- sköpunartogaramrr sigli með saltfiskinn til Danmerkur, til pökkunar þar, meðan fiskþurrk unarhúsin standa ónotuð eða lítt notuð hér heima og mörg þúsund vinnufúsar hendar hafa ekkert fyrir sig að leggja. Ef slík og þvílík óstjórn á að viðgangast lengur, fær Alþýðu flokkurinn ekki séð, hvernig hjá þvi verði komizt, að stofna hér atvinnuleysistryggingar til þess að sjá hinum atvinnulausu og fjölskyldum þeirra farborða. Hefur hann þó aldrei dregið neina dul á þá skoðun sína, að ólíkt æskilegra sé að sjá ö!l- um fyrir atvinnu en að greiða hundruðum eða þúsundum manna atvinnuleysisstyrki. * Það er í þeirri von, að jafn- vel stjómarflokkunum skiljist þetta slika, að Alþýðuflokkur- inn flytur á því þingi, sem nú situr, í annað sinn hið stór- merka frumvarp sitt til laga um togaraútgerð ríkisins til atvinnujöfnunar. Þar er ein- mitt bent á leiðir iil þess að sigrast á atvinnuleysinu í kaup stöðunum og sjávarþorpunum úti um land, þar sem einria ískyggilegast er nú á statt, sök um aflabrests og óstjórnar í landinu. Það eru höfuðfyrirmæli þessa merka lagafrumvarps Alþýðu- flokksins, að ríkið kaupi og geri sjálft út eigi færri en fjóra togara af þeirri stærð og gerð, sem heppilegust sé talin til veiða á heimamiðum fyrir hrað frystihús og önnur fiskiðju- ver; og séu þessir togarar látn- ir leggja upp afla sinn þar, sem atvinnuleysi gerir vart við sig eða mest er þörf aukinnar atvinnu á hverjum tíma. Þannig á að jafna atvinnu í kaupstöðum og sjávarþorpum landins og koma í veg fyrir það, að þau geti orðið bjargar laus af völdum atvinnuleysis- ins. Það er ekki ætlast til þess, að slíkri togaraútgerð ríkisins fylgi neitt nýtt skrifstofubákn. Fi-umvarpið mælir svo fyrir, að stjórn hennar skuli falin síld- arverksmiðjum ríkisins, og framkvæmdastjóri þeirra jafn framt vera framkvæmdastjóri ríkistogaranna; er og ekki ólík legt, að í mörgum tilíellum gætu farið saman hagsmunir beggja fyrirtækja, þar eð ríkisverk- smiðjurnar verða nú jafnan að vera aðgerðalausar lengri eða skemmri tíma ársins sökum vöntunar á hráefni til vinnslu. * Það er enn ókunnugt, hvern- ig stjórnarflokkarnir taka í þessa hugmynd Alþýðuflokks • ins að þessu sinni. í fyrra, þeg ar hann bar frumvarpið fram í fyrsta sinn, fékk það engan byr hjá þeim; má vel vera, að svo farienn og stjórnarblöðin og ráðherrarnir segi síðan, eins og þeirra er vani, að Alþýðu- flokkurinn hafi engin úrræði á að benda! En áreiðanlega mun Iagafrumvarpið um togaraút- gerð ríkisins til atvinnujöfn- unar þykja ólíkt merkara úti um land, þar sem atvinnuleysið sverfur nú að, en ábyrgðarlaust glamur þeirra Ólafs Thors og Björns Ólafssonar um það, að gengislækkunin hafi afstýrt öllu atvinnuleysi; því að hvað, sem þeir Ólafur og Björn kunna að ímynda sér, þá vita þúsund- ir það í dag vel, úti um land, hvað atvinnuleysi þýðir. I þeirra eyru er ekki hægt að ta’a ósvífnara öfugmæli en það, að gengislækkunin hafi afstýrt atvinnuleysi; því að það var hún, sem fyrst leiddi það á ný yfir landsfólkið! I<U SKEMMTIFUNDUR var haldinn í Alliance Francaise í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 29. október s. I. Hófst fundur- inn klukkan hálf níu um kvöld ið með fyrirlestri, er franski sendikennarinn, M.. E. Schyd- lowsky, flutti. Fjallaði erindi þetta um franska höfunda og bækur, sem komið hafa út í Frakklandi á þessu ári, og var hið fráðlegasta. Því næst var sýnd franska kvikmyndin Bim og að loku mstiginn dans til kl. 1 eftir miðnætti. Samkoma þessi var fjölmenn mjög og fór hið bezta fram. Var einkum margt af ungu fólki og fer áhugi æskunnar vaxandi fyrir félaginu, enda meira líx í því nú en nokkru sinni fyrr. Á þessum eina fundi bættust um tuttugu nýir meðlimir við félagatöluna, enda hefur hún aldrei verið jafn há og hún er nú. Nemendasamband Kennaraskólans í Reykjavík heídur FUND miðvikudaginn 7. nóv. klukkan 9 síðdegis í Verzlunarmannaheimilinu uppi. FUNDAREFNI: Aðalfundarstörf. — Gamanvísur: Soffía Karlsdóttir. -— Upplestur. FJOLMENNIÐ. STJORNIN. Þúsimdir í Cirkus Zoo. — Fyrirtækiö beppnasí. — „Þetta er ekki hægt“ tekst vel. — Tvær íslénzkar kvikmvndir. i ÞAÐ FÓR eins og mig; grun- ! aði, að aðsóknin að Cirkus Zoo, eftir að ljónin komu, myndi verða gýfurlega mikil. íslend- ingar hafa aldrei fyrr haft tæki færi til að sjá Ijón og bjarndýr, nema þá þeir, sem farið hafa ! utan, en þó að þeir séu margir, þá eru hinir margfallt fleiri. Hálft sjöunda þúsund sóttu þrjár sýningar á sunnudaginn, og nú eru tvær sýningar á hverjum degi. Það er gott að fólk sknli geta leyft sér að skoða það, sem fram fer, og ekki er það síður gott, að svo virðist sem þetta bíræfna fyrirtæki Reykjarlundsmanna, ætli að heppnast með ágætum. BLÁA STJARN.AN birtist á hverju hausti— og það kemur Vœri þeim ekki sœmra að þegja? MORGUNBLAÐIÐ er frægt fyrir allt annað en gáfulegar niðurstöður. Nú staðhæfir það í Reykjavíkurbréfi sínu á sunnudag, að forustumenn Alþýðuflokksins séu fyrst og fremst „taglhnýtingar sam- særismannanna í fimmtu her- deild kommúnistaflokksins“! Manni dettur í hug, að þeim, sem þannig skrifar, geti ekki verið sjálfrátt, þótt aldrei nema Morgunblaðið með hinrs óverjandi málstað sinn eigi í hlut. í ÞESSU SAMBANDI er sann- arlega ekki úr vegi að gera svolítinn samanburð á afstöðu íhaldsins og Alþýðuflokksins til kommúnista. Þá er að byrja á því, sem gerðist í árdögum síðari heimsstyrjaldarinnar og a’drei má gleymast íslend- ingum. Um þær mundir gekk ekki hnífurinn á milli Morg- unblaðsins og Þjóðviljans, enda sáu leiðtogar íhaldsins ekki sólina fyrir Hitler, og Stalin var, eins og hann er, guð í augum kommúnista; en þá voru þessir tveir mestu fjandmenn mannkynsins i pólitísku fóstbræðralagi. í á- framhaldi af þessu tók íhald- ið höndum saman við komm- únista gegn Alþýðuflokkmim í verkalýðshreyfingunni hér á landi. Því tókst illu heilli að fá kommúnistum í hendur stjóm á Alþýðusambandi Is- lands með þeim afleiðingum, sem öllum eru kunnar og frægar munu að endemum i sögunni. Slíkur og þvílíkur var árangurinn af sameigin- legri dýrkun íhaldsins og kommúnista á Hitler og Sta- lín. EFTIR STYRJÖLDINA gerði svm foringi íhaldsins, Ólafur Thors, sér hægt um vik og lyfti tveimur kommúnistum í ráðherrastóla við hlið sér. Og svo var vináttan mikil, að hann fól þeim meðal annars að stjórna skólunum, útvarp- inu og flugvöllunum, svo að eitthvað sé nefnt af þvi helzta. Þessi vinátta Ólafs I Thors og kommúnista entist | þangað til húsbændúr Brynj- ] ólfs og Áka austur í Moskvu tóku í taumana og bönnuðu þeim að hafa frekari mök við íhaldsforingjann, nema hann fengi kommúnistum í hendur stjóm utanríkismá! anna og íslendingar skipuðu sér í sveit með leppríkjum Rússa! ÁST ÍHALDSINS á lýðræðinu er þannig tiltölulega ný af nálinni og raunar ekki til komin fyrr en eftir að úrslit síðari styrjaldarinnar voru vituð. Maðurinn, sem skrifaði Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins á sunnudag, er eftirstríðsdemókrati. En vafalaust hefur hann á sínum tíma verið aðdáandi Hitlers og haft velþóknun á Stalin, meðan griðasáttmáli Þjóð- verja og Rússa var enn í gi’di. Áreiðanlega hefur hann ver- ið stórhrifinn af kommúnist um, meðan Brynjólfur og Áki sátu í ríkisstjóm við hliðina á Ólafi Thors. Og ekki er úti- lokað, að hann eigi enn vini í hópi kommúnista, þótt ekki væri nema klessumálararnir, sem nú virðast öllu ráða í ís- lenzkri myridlist, í bandalági við ritstjóra Morgunblaðsins. Það leikur seria sé grunur á því, að Valtýr Stefánsson skrifi Reykjavíkurbréf Morg- unblaðsins. ALÞÝDUBLAÐK) lætur sér í léttu rúmi liggja, þó að Morg- unblaðið í reiði sinni og rök- þrotum saki forustiunenn Al- þýðuflokksins um að vera taglhnýtingar kommúnista. Það haggar ekki þeirri stað- reynd, að Alþýðuf.okkurinn er eini flokkurinn hér á landi, sem a’ltaf hefur barizt , gegn kommúnistum, enda frá upphafi verið kallaður í hópi þeirra „höfuðóvmur- j inn“. Hitt er aðeins ein af f jarstæðunum, sem vitsmuna- j verur Morgunblaðsins láta sér . detta í hug, þegar verst' stendur á fyrir þeim. Og • þetta eru mennirnir, sern á sínum tíma lágu hundflatir fyrir nazistum og eiga drýgst- an þátt í því beint og óbeint, hvað kommúnistum hefur orðið mikið ágengt hér á ( landi. Skyldi þeim ekki vera , sæmst að þegja? » líka fyrir að hún komi á vor- in. Hún er orðinn fastur liður 1 skemmtanalífi Reykvíkinga, og í raun og veru einu revíusýn- ingarnar, sem fram fara. Að rriíríu viti er það lofsvert af for göngumönnum- stjörnunnar að skemmta bæjarbúum á þennan hátt. „ÞETTA ER EKKI HÆGT" síðasta revyan, er að mínu viti ein sú lang bezta, sem hér hef- ur verið sýnd. Brandararnir eru margir mjög' smellnir, persón- urnar forkostulegar- og tvenn- ar gamanvísur alveg ágætar, þó að lögin séu ef til vill ekki eins smitandi og stundum áður. TVRIR KVIKMYNDATÖKU- MENN hafa nú sýnt kvikmynd- ir sínar, Óskar Gíslason „Bakka bræður“ og Loftur Guðmunds- son „Niðursetningurinn". Önn- ur er gamanmynd, en hin mjög alvarlegs efnis og tekin úr ís- lenzku þjóðlífi fyrr á dögum. Mér dettur ekki í hug að gera samanburð á myndunum. En það vekur athygli þegar maður hefur séð þær, að mjög Iangt eigum við í land til þess að geta gert góðar kvikmyndir. ÞETTA ER EÐLILEGT. Kvik myndatökumennirnir eiga ýið hin verstu skilyrði að búa. Fé- leysi sníður þeim þröngan stakk, margskonar tæki og tilfæring- ar vantar- og svo eigum við enga kvikmyndaleikara. Óskar Gíslason notaðist við algera leikmenn í faginu, enda mis- tókst oft — og hvimleiðar eyð- ur komu. En Loftur fékk í lið með sér ýmsa fremstu leiðssviðs leikara okkar. Og frammistaða þeirra jók ekki á álit þeirra. JÓN LEÓS, Anna Guðmunds dóttir og Haraldur Á. Sigurðs- son léku vel, en aðrir ekki. Og það vekur til dæmis hreina furðu að sjá leik annars eins leikara og Jóns Aðils. Það var því líkast að þarna kæmi íram maður, sem aldrei hefði fyrr haft hlutverk msð höndum. Annars er sagan sjálf hjá Lofti líkleg til að afla mynd hans vinsælda. Og ekki spillir rétta- kaflinn fyrir myndinni. Leikur Haralds Á. Sigurðssonar og raunar ( allur kaflinn mundi sóma sér í hvaða erlendri kvik mynd sem væri. ÉG ER, ENGINN sérfræðing- ur í kvikmyndatækni, en ég finn. þó, að eitthvað mjög mik- ið er a3 við töku þessara kvik- Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.