Alþýðublaðið - 16.11.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.11.1951, Blaðsíða 1
Veðurútlit: Korðaustan gola; bjartviðri. Forustugrein: fhaldið og útflutningur kjötsins. ' XXXII. árgangur. Föstudagur 16. nóvember 1951 262. tbl. Þing S. Þ. setur svip sinn áParís. 200 milljóMim við ein umræðu á aiþinai! Allsherjarþing sameinuðu þjóðanna setur svip sinn á París um þessar mundir. Hér sést flugvöllur borgarinnar með fánum allra sameinuðu þjóðanna við hún. Kominiformrskin hafa Tvöfaldað her sinn við landa- mæri Júgóslavíu á 2 árum! Kæra Júgóslavíy. rædd á þingi sam- einuðu þióðanna í París í gær. HARÐAR DEILUR urðu í gær á allsherjarþingi samein- uðu þjóðanna, scm nú situr í París, út af ákæru Júgóslava á liendur Rúslandi og leppríkjum þess. Utanríkismálaráðherra Júgóslava sagði í ræðu sinni, að Rússland og leppríkin heí’ðu nú 25 herfylki á landamærum Júgós’.avíu, og væri það helm- ingi meira Ifð en fyrir tveimur árum. í kæruskjalinu eru Rússar á* sakaðir um að hafa gert ítrek- aðar tilxaunir til þess .að hafa áhrif á innahríkismál Júgósla- víu með ofbeldi, hótunum og viðskiptakúgun. Sagði hann að Rússar hefðu nú um nokkurt skeið rekið skipulagsbundna skemmdar og undirróðursstarf- semi í Júgóslavíu í þeim til- • gangi að koma stjórninni á kné. Krafðist ráðherrann að við- skiptaþvingunum 'tússa í garð Júgóslava væri þegar aflétt og milliríkja viðskiptum Austur- Evrópu verði komið í eðlilegt horf. í svarræðu sinni sagði rúss- neski fulltrúinn að ákæra Júgó { slava hefði ekki við nein rök að styðjast. Hins vegar kvað hann Júgóslava hafa gert land sitt að bandarískri herbækistöð í þeim tilgangi að. ráðast á Rúss land og fylgiríki þess. Truman iízl ekki á fjórveldafund í BLAÐAVHDTALI í gær sagði Truman Bandaríkjafor- seti, að hann áliti fjórvelda- fund um deilumál Vesturveld- anna og Rússlands ekki heppi- legan. Kvað hann réttast að gera út um slíkt á fundum sam- einuðu þjóðanna, enda væri Torp verður að end- urskipuleggja norsku sfjórnina Fjórir ráðherrar auk Gerhardsens hafa beðizt lausnar FREGN FRÁ OSLÓ í gær henndi, að Oscar Torp, lúnu nýi forsætisrá'ðhen-a Noregs, væri nú aó endurskipuleggja stjórnina, með því að fjórir ráðherrar hennar aðrir en Ger- hardsen hcfðu beðizt lausnar. Talíð var, að hinn nýi ráðherra listi yrði lagður fyrir norska stórþingið í dag. Á meðal ráðherranna, sem beðizt hafa lausnar, eru Jens Christian Hauge landvarna- málaráðherra og Meidelhagen fjármálaráðherra. Fullyi't er, að við embætti fjármálaráðherra taki Tygve Bratteli, varafor- maður norska alþýðuflokksins. þeim samtökum ætlað það hlut- verk, og ekki ástæða til þess að ætla, að það mætti ekki tak- ast. Furðulega ábyrgðarlaus tillaga um meðferð motvirðissjóðsins TVEIR ÞINGMENN STJÓRNARFLOKKANNA, þeir Pétur Ottesen og Jörundur Brynjóllsson, flytja á alþingi þingsályktunartillögu um að skora á ríkis- stjórnina að tryggja það, að ekki minna en helmingi mótvirðissjóðsins (allt að 200 milljónum kr.!) verði varið til lánastarfsemi í þágu landbúnaðarins. Var þessi tillaga til umræðu í sameinuðu þingi í gær og ekki annað sjáanlegt en að ætlunin hafi verið að lauma henni í gegn m alþingi við eina umræðu, enda þótt hér sé um að ræða ráðstöfun á stórfé! Tillagan hljóðar svo orSrétt:-1 „Alþingi ályktar að skora á rík isstjórnina, að gera, eftir því sem við verður komíð, ráðstaf anir til að tryggja, að ekki minna en helmingi mótvirðis- sjóðsins, eins og hann verður, þegar Marshallaðstoðinni lýk- ur, verði varið til Lnastarfsemi í þágu landbúnaðarins, þegar féð er tiltækt t/1 slíkrar ráð- stöfunar." Ein umræða var á- kveðin um tillöguna! Emil Jónsson benti á það, að tilgangurinn með mótvirðis- sjóðnum væri í höíuðdráttum þrenns konar: í fyrsta lagi að örva viðskipti milli landa, • í öðru lagi að stuðla að fjárfest- ingu og í þriðja lagi koma jafn vægi ;á efnahagskerfið, ef á þarf að halda. KvaS Emil sjálfsagt, að mótvirðissjóðnum yrði ekki ráðstafað nema að vel frthug uðu máli og þá samkvæmt at hugunum, sem gerðar yrðu á efnahagskerfinu í heild; sjóðinn mætti ekki binda fyrir fram til ákveÖinna ráð stafana eða tryggja hann vissum þætti atvinnulífsins. Haraldur Guðmundsson j benti á það, að þetta mál, væri | svo stórt, að óréttlætanlegt væri að afgreiða hað með að-1 eins einni umræðu á bingi. ' Ýmis smámál væru látin fara gegnum þrjár umræður í hvorri þingdeild, en hér væri ætlazt til, að alþingi ákvæði ráðstöfun mikillar fjárhæðar við aðeins eina umræðu. Það væri skylda að taka þetta mál til rækilegrar at- liugunar áður cn gerðar væru um það tillögur til þingsins um ráðstöfun mót- virðissjóðsins. Hitt væri hrein og bein fjarstæða að ætla að afgreið.v það með þingsályktunartillögu í einni umræðu eða þótt tvær væru. Nokkur ágreiningur var um Framhald á 7 síðu. Aðild Grikkja og Tyrkja samþykkl ÞINGSÁLYKTUNARTIL- LAGAN um aðild ís'ands að viðbótarsamningi við Norður- Atiantshafssamninginn varð- andi þátttöku Grikklands og Tyrklands var samþykkt á al- þingi í gær með 32 atkvæðum gegn 5 atkvæðum kommúnista. Páll Zóphóníasson greiddi ekki atkvæði. AÐALFUNDUR fiskideildar Reykjavíkur beinir því til Fiskiþings að það beiti sér fyrir því að leitarskip verði haft á komandi sumri við strendur ís- lands til síldarleitar ásamt flug vélum. Per Lagerkvisl fær bókmenntaverð- laun Hébels SÆNSIvI rithöfundurinn Per Lagerkvist hefur verið sæmd- ur bókmenntaverðlaunum Nó- bels 1951. Lagerkvist er 60 ára gamall. fæddur í smálöndum árið 1912. Per Lagerkvist hef- ur verið mikilvirkur og f jölhæf ur rithöfundur og samið fjölda skáldsagna, leikrita, smásagna auk ljóða. í íslenzkri þýðingu hefur komið út eftir hann skáld sagan Böðuilinn, og leikritið Jónsmessudraumur á fátækra- heimilinu, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi ívrir 6 ár- um síðan. Einnig hefur ríkisút varpið flutt eitt af leikritum hans. Nokkrar af smásögum hans hafa og verið þýddar og birzt í tímaritum.. Per Lagerkvist er 4 Svíinn sem . hlýtur Nóbelsverðlaunin. Hinir eru: Verner v-in Heiden- stam. Erik Axel Karlfeldt og Selma • Lagerlöf. Lagerkvist á sæti í sænska akademiinu er hann tók við eftir dauða skáldkonunnar Selmu Lagerlöf. Þýzkur prófessor í Toronto segir að Rómverjar hafi fundið Island - —■»-■■---— ■ En hvorki kenning hans né rök eru ný, — hvort tveggja hefur verið sett fram af Kristjáni Eldjárn hér heima. NEW YORK TIMES flytur þá frétt, að þýzkur prófessor við háskólann í Toronto í Kan- ada, Fritz Heichcdheim, telji sig hafa fundið sannanir fyrir því, að Rómyerjar hafi fundið íslands í kringum árið 300 eftir Krists burð, cða meira en 500 árum áður en norrænir sæfar- ar fundu það. Prófessoi-inn hefur nýlega skýrt- frá þessu í blaðaviðtali vestán hafs, en boðar, að hann muni skrifa um þetta í brezka fornfræðaritið ,,Antiquity“. Rök prófessorins fyrir því, að Rómverjar hafi fundið ís- lands, eru þrjár rómverkar myntir, sem funtfizt hafa á austurströnd íslands og eru frá tímum rómversku keisaranna Aurclians,, Probusar og Docleti anusar, sem allir voru uppi á þremur síðustu áratugum 3. ald arinnar. Ekki er þess neitt getið í frétt „New York Times“, að hinn þýzki prófessor í Toronto hafi vitnað í grein Kristjáns Eld- járns þjóðminjavarðar um þetta; en hann birti, sem kunn ugt er, fyrir alllöngu síðar rit gerð um hina rómversku mynt- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.