Alþýðublaðið - 16.11.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.11.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞYftUBLAÐlP Föstudagur 16. nóvember 1951 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Eitstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. íhaldiS og útfluln- ingur MORGUNBLAÐIÐ kastar í gær mörsiðrinu og gerist for- mælandi þess, að Eutt verði út dilkakjöt í stórum stíl. Þegar hefur verið veitt leyfi -fyrir út- flutningi á 700 smálestum, og Samband íslenzkra samvinnu félaga sótt um leyfi fyrir 600 smálestum í viðbót. Leyfi þessi eru í verkahring Ólafs Thors atvinnumá’ aráðherra. Hann veitti leyfið fyrir umræddum 700 smálestum og hefur nú síð ari umsóknina til athugunar. Morgunblaðið ræddi þetta mál fyrir fáum dögum og virtist telja varhugavert að flytja út meira af dilkakjöti af fram- leiðslu þessa árs en búið væri að ákveða. Ólafur Thors mun á landsfundi íhaldsins hafa gefið í skyn, að frekari kjöt- útflutningur yrði ekki leyfður. En nú er sem sé komið nýtt hljóð í strokk Morgunblaðsins. Það bendir til þess, að Ólafur Thors hugsi sér að veita um- rætt viðbótarleyfi og kalla þannig kjötskort yfir þjóðina. Það er vel farið, að Morg- unblaóið sku’.i taka þátt í þess um umræðum. Afstaða þess skiptir sannarlega miklu máli. Framsóknarflokkurinn getur ekki framkvæmt kjötútflutning þann, sem SÍS beitir sér nú fyrir, nema með fulltingi íhaldsins. Ólafur Thors segir síðasta orðið í þessu máli. Sjálf- stæðisflokkurinn ber því full- komlega sinn hluta áþyrgðar- innar á því, ef kjöt verð- ur flutt út í svo stórum stíl. að hér verði tilfinnanlegur kjötskortur eins og bersýni- lega er að stefnt. Yfirgnæf- andi meirihluti af fylgjendum Sjálfstæðisf okksins er áuðvit að andvígur þessu óhæfu verki. Samt virðist ástæða til þess að ætla, að forustumenn flokksins ætli sér að láta und- an fóstbræðrunum í flatsæng stjórnarsamvinnunnar. Og hvað kemur .til? Þessu er auðvelt að svara. Báðir stjórnarflokkarnir þreyta með sér ábyrgðarlaust kapp- hlaup um bændafylgið í land- inu. Þeir telja, að bændum sé kjötútflutningurinn mikið keppikefli, og þess vegna. taka þeir báðir til fótanna eiiiu sinni enn. Fyrir þeim vakir bersýnlega að endurtaka leik- inn frá í sumar, þegar land- búnaðarafurðirnar voru hækk aðar ólöglega af fulltrúum : stjórnarf okkanna vegna auka kosninganna í Mýrasýslu! ' Þetta er hin raunverulega ástæða 'til -þess, að íhaldið er nú í þann veginn að láta und- an kröfunni um aukinn kjötút- flutning, en ekki það, sem Morgunblaðið reynir að gefa í skyn í forustugrein sinni í gær. En vissulega væri Sjálf- stæðisflokknum ho’lt að hyggja að því, hvort hann sem „flokk- ur allra stétta“ hefur efni á því að vera með í þessari hneykslan legu ráðsmþnnsku. Og hvað sem því líður, þá er engum blöðum um það að fletta, að kjötúeflutningurinn nær engri átt og neytendur láta ekki bjóða sér slíkt og þvílíkt þegjandi. Það er óverjandi, að láta íslendinga sæta kjöt- skorti vegna þess að fluttur sé út verulegur hluti kjötfram- leiðs’.unnar fyrir gjaldeyri, sem síðan er notaður til misjafn- lega þarfs innflutnings og vafa- lítið verður nýtt vatn á myllu verzlunarokurs og dýrtíðar. * f sambandi við þessar um- ræður er svo gefið í skyn, að kjötneyzla íslendinga sé of mikil. Vísir notar til dæmis tækifærið og fordæmir kjötát- ið á íslenzku togurunum. En j málgögn íhaldsins og Fram- sóknarflokksins ættu að gefa einhver svör við því, livað á að koma í stað kjötsins, ef afturhaldsflokkarnir knýja fram vilja sinn í þessu máli. Og a’menningur á kröfurétt á því að vita, hvað verður gert til þess að trj'ggja miðlun kjöts ins, ef af frekari útflutningi 'verður. Bretar verða að spara mjög við sig kjöt eins og Morg 1 unblaðið bendir á í gær, þó að kjötskortur þeirra stafi af allt öðrum ástæðum en hinn vænt 'anlegi kjötskortur hér á Iandi. En það fá a’lir sama kjöt- 1 skammt á Bretlandi. Hins veg ar er ástæða til þess að ætla, að hér eigi að taka upp þann hátt, að keppt verði um kjötið já heimamarkaðinum eftir leik ■ reglum „einkaframtaksins“. Heildsalamir og þjónar þeirra við Morgunblaðið og Vísi fá vafalaust ríflegan sikammt. Áreiðanlega verður einnig séð fyrir þörfum Tímamanna. En kjötskorturinn á að bitna á þeim fátækustu, verkalýðnum, þeim þj óðf élagsþegnum, sem erfiðast eiga með að bæta sér upp kjötskortinn. Vísir er meira að segja byrjaður að fjargviðrast yfir kjötáti tog- arasjómannanna, sem vinna hin erfiðustu störf við kaldr- analega aðbúð. Það er satt, að þeir borða mikið kjöt. En ætli heildsalamir hér í Reykjavík rildu skipta við þá samt? Og hvor aðilinn ætli hafi fremur til kjötsins unnið, togarasjó- maðurinn eða heildsalinn? * Og svo er Tíminn að burðast við að reyna að klóra í bakk- ann, en tekst ekki höndulegar en svo, að hann fullyrðir, að þeir, sem séu andvígir kjötút- flutningnum, séu kommúnist- ar og kjötsalarnir í Reykjavík! Það sýnir betur en nokkuð annað, hvar Tíminn stendur í afstöðunni til sannleikans og staðreyndanna. En ætli reynsl an eigi þó ekki eftir að leiða í ljós, að drjúgum fleiri en kommúnistar og kjötsalar eigi hlut að því að fordæma þetta óhæfuverk — þar á meðal ein hverjir fyrrverandi kjósendur Rannveigar Þorsteinsdóttur og Þórðar Bjömssonar? íslenzfcir flugmenn NOKKURT ATVINNU LEYSI hefur verið hjá íslenzk- um flugmönnum að undan- förnu, og hafa nokkrir þegar leitað atvinnu erlendis, og fleiri fluemenn munu hafa í hyggju að fara utan í atvinnu- leit. Þrír ungir flugmenn eru ný- lega famir til Bretlands og hafa þegar fengið atvinnu, tveir, sem aðstoðarflugmenn milli Bretlands og Singapore og einn sem aðstoðarflugmaður á vöruflutningavél mill Bretlands og Súdan. Flugmenn þessir eru Sveinn Gísláson, Hallgrímur Jónsson og Loftur Jóhannesson, allir úr Reykjavík. Nokkrir fleiri flugmenn munu hafa hug á því að fara ut an á næstunni í atvinnuleit. Samkomuhúsið Röðull. Samkomusalurinn þar verður til leigu og afnota í vetur til ýmis konar skemmtanahalds og samkvæma fyrir þá, sem vilja vera lausir við áfengisveitingar. Enginn þarf því að biðja um áfengisvínveitingsdeyíi til þess að fá leigt þar. Forstöðumaðurinn verður til viðtals að Röðli, dag- lega klukkan 5,30—6,30 síðdegis. — Sími 5327. Stjórn skemmtifélags goodtemplara (SGT). Ágæt saga lesin í iítvarpið. — Kristmann Guð- mundsson og „Morgunn lífsins“, — Húsabygging- ar og lóðjr. — Sparifé og ríkisstjórnarloforð. ÞAÐ MUN mælast vel fyrir, að Kristmann Guðmundsson hefur nú hafið lestur einnar stórbrotnustu skáldsögu sinnar, Morguns lífsins, í útvarpið. Ilér er um að ræða ei'tirmhinilega sögu, örlagajjrungna og ramm- íslenzka, en það niunu einmitt vera slíkar sögnr, sem útvarps hlustendum líkar bezt. Eg vona aðeins, að Kristmann forðist það, að stytta söguua og draga úr henni. Það má ekkert hverfa úr sögunni, örlagaþungi hennar líður fram og ef sleppt er köfl- um eða hlutum, rofnar sam- hengið og sagan missir mikið. ÞAÐ ERU EINMITT sögur á borð við Morgun lífsins, sem á að lesa í útvarpið. Hún lýsir hetjulund og segir frá afreks- verkum, en um leið er hún sál- fræðileg, án þess þó að vera myrk fyrir hinn almenna les- anda, sálfræðilegar skáldsögur, sem eru miklar í dýpt sinni hafa ekki reynst vinsælar í út- varpinu, enda er erfiðara að fylgjast með blæbrigðum sögu og stíls, þegar hlustaö er á það í útvarpinu, en þegar maður les sjálfur. HIjSNÆÐISLAUS SKRIFAR: ,,Það er mikið skrifað um það í dagblöðunum nú (11. nóv.) að maður að nafni Snorri Halldórsson hafi smíðað sér hús og flutt í það að 14 dögum liðnum frá því að' grunnur þess var steyptur. Ekki efa ég að þetta sé rétt, «n frásögnin gaf mér umhugsunaréfni, sem rétt er að birta líka. ÞEGAR fjárhagsráð gaf út boðskapinn um .ið leyfilegt væri að byggja smáhýsi, taldi ,Tilboðið‘ í verðlagsnefnd landbúnaðarins bæði ég s ^ ■ fjöldinn, V og að FRÁSÖGN ALÞÝÐUBLAÐS- INS í gær af því „tilboði" bændafulltrúanna í verðlags nefnd landbúnaðaríurða, að hætt verði við frekari út- flutning dilkakjöts en þegar hefur verið leyfður, ef kjöt- verðið innanlands fáist hsekk að um 60 aura nvert kíló- gramm, vakti að vonum mikla undrun og athygli. Það er að sjálfsögðu hægt að skoða slíkt „tiIboð“ frá ýms- um hliðum; en pað er sama hvernig á það er iitið, — það er a’lavega jafn hneykslan- legt, að slík ósvinna skuli fram borin. í FYRSTA LAGI cr með „til- boði“ bændafulltrúanna reynt að nota útflutning dilkaljjötsins tii þess að sprengja upp verðið á kjöt- inu innanlands, þvert ofan í öll gildandi lög um verðlagn ingu landbúnaðarafurða. Verðlag kjötsins innanlands er sem kunnugt er, sam- kvæmt lögunum . um fram- leiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu landbúnaðar- afurða og fleira, ákveðið á hverju hausti á grundvelli þess útreiknings á vísitölu landbúnaðarins, sem verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða gerir; og eftir það er engin verðhækkun á kjötinu heim- il á því verðlagsári, nema fyrir auknum gevmslu- og dreifingarkostnaði. En þenn- an laf,-'.grundvöll landbúnað- arafurðaverðsins vilja full- trúar bænda í verðlags- nefnd nú láta hafa að engu, með því að hækka verðið á öllu óseldu kjöti innanlands um 60 aura hvert kílógramm; og þessir dánumenn fara þess á leit, að fulltrúar neytenda í verðlagsnefnd leggi blessun sína yfir slíkt lögbrot gegn því, að hætt verði við frek- ari útflutning á dilkakjöti en þegar hefur verið leyfður! Um slíkt „tilboð“ ætti sann- arlega að vera óþarft að fara mörgum frekari orðum frá þessu sjónarmiði. Það for- dæmir sig alveg nægilega sjálft til þess að verða for- dæmt af öllum almenningi. EN ÞAÐ ER ÖNNUR HLTÐ á þessu „tilboði", sem rétt er að benda á, af því að hún sýn ir, hver heilindi, eða hitt þó heldur, era í öllu skrafi og skrifum stjórnarflokkanna um nauðsyn þess að standa á móti aukinni dýrtíð og verð- bólgu í landinu. Að vísu hef- ur öllúm viti bornum mönn- um löngu mátt vera það ljóst af stefnu og ráðstöfunum áreiðanlega allur þeir, sem ekkert húsnæði hefðu eða sætu í ó- náð húseigenda, æt-tu fyrst og fremst að ganga fyrir um út- , . , ,, hlutun lóða undir nefnd hús. síjómannnar, ,— gengislækk . ■ , ..... .. ,, . , , Nú langar mig að vita, hvort umnm, batagiaideynsbrask-\ . , ,, . . ’ ... ... ... | þessi skilnmgur minn sé rang- mu, afnami verðlagseftiriits- _ , 7 ur, og í öðru lagi hvort svo se, ms og aðgerðaleysmu gagn-L s, , , , , . . _ þá gert, þegar loðunum er ut- vart verzjunaroknnu — að ^lutað stjómarflokkunum liggur það i ekki aðeins í léttu rúmi, þótt1 EG ÞYKIST vita það með allt fari hér á bólakaf í dýr- ! vissu, að nefndur Snorri Hall- tíð og verðbolgu, heldur spek dórsson bjó í sínu eigin húsi, úlera þeir og gæðingar þeirra beinlínis í dýrtíðinni! Það er aðeins kaupgjaldið, sem þeir vilja halda niðri. Þetta kemur nú fram meðal armars í itrekuðum tilraun- um til þess að sprengja upp verð landbúnaðarafurða inn- anlands, þvert ofan í gildandi lög! Þannig var verð á mjólk og stórgripakjöti stórhækkað síðastliðið vor, pótt engin stoð væri ó'rir þyí í lögum; og þegar þeirri veiðhækkun var mótmælt, ge.rði ríkis- stjórnin sér hægt um hönd og gaf út - bráðabirgðalög; sem gerðu lögbrotið að lögum eft- ir á! Nú vilja fulltrúar bærida í verðlagsnefnd landbúnaðar afurða bersýnilega ganga á sama lagið og nota sér út- flutning dilkakjötsins tiL þess sinu Gunnarsbraut 42, Rvík, Þar að auki hefi ég heyrt, að hann hafi étt tvö önnur hús í bæn- um, en ef til vill er það vit- leysa og væri þá aatur að svo sé. Hvað leggur þú nú til mál- anna Hannes minn? Eg veit að þú ert sanngjarn. Margir sóttu um lóð undir smáhúsin snemma á liðnu sumri, en engin svör fengið ennþá, þó ítrekaðar hafi verið beiðnir. Er hér virkilega. á ferðinni einn klíkuskapurinn ennþá?“ SPARSAMUR ’ verkamaður skrifar: ,,Var ekki lofað á sín- um tíma .af hálfu rikisstjórnar- innar,'sem.nú' s.itur, að sparifj:»r eigendum yrðu greiddar upp- bætur á sparifé sitt, vegna gengi§fellingarinnar? Á að; svíkja það með öllu, en fjarg- að knýja fram nýja, ólöglega v'flrast yfir því um leið, að hækkun kjötverðsins innan- lands, um hvorki meira né minna en 60 aura hvert kíló- gramm! Það er \\<ýzi barjLja gegn dýrtíð og verðbólgu, slíkt og þvílíkt! fólk leggi ekki fé sitt a span- sjóð. ER ÞETTA EKKl eitthvað líkt því að rétta hundi bein en Framhald á 7. síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.