Alþýðublaðið - 29.11.1951, Side 4

Alþýðublaðið - 29.11.1951, Side 4
AB-AIþýðubSaðið 29. nóv. 1951 Anægja og hrós íhaldsins Nýl' bœjartOgarL Bæjarútgerð Reykjavíkur fær J J ~ bráðum áttunda togara sinn. Heitir hann „Þorkell máni“ og er stærstur allra bæjartogar- 'anna, með dieselvél og útbúinn hraðfrystitækjum. „Þorkell máni“ var smíðaður í Goole á Englandi, skammt frá Hull. Mun hann fara reynsluför sína í fyrstu vikunni í janúar, en því næst koma hingað heim. Á myndinni' sést .„Þorkell máni“ við hafnargarð í Goole, þar sem hann liggur nú. FYRIR SKÖMMU vék AB nokkrum orðum að frumvarpi Skúla Guðmundssonar, sem sem er augljóst tilræði við ferðaskrifstofu ríkisins. Til- gangur þess vax rakinn og á það bent, að Skúli virðist orð inn íhaldssamari en sumir vist mennirnir á sjálfu flokks- heimili íhaldsins. Tímihn hef ur látið mál þetta afsk:pta- laust til þessa. Hann virðist aldrei þessu vant svo skyn- samur að gera sér ljóst, að það sé verr farið en heima setið að æt’a að taka upp hanzkann fyrir Skúla. En Vísir rauk upp til handa og fóta og lofsöng Skúla og frum varp hans. Það sýnir og sann ar, að hjarta íhaldsins slær í takt við frumvarpið, þó að flutningsmaður þess sé fyrr- verandi kaupfélagsstjóri og' sportbóndi norðan úr Húna- þingi. Og í gær gerir svo Morgunblaðið frumvarpið að umræðuefni í forustugrein sinni. Það á naumast orð yfir aðdáun sína á því og velþókn unina í garð flutningsmanns ins! Morgunb’aðið segir, að „það einkénnilega hafi gerzt, að það sé einn af þingmönn-' uni Framsóknarflokksins“, sem frumvar.pið. flytur. Síð- an bætir það við eftirfarandi orðum og ljómar af gleði gróðavonarinnar fyrir hönd einkaframtaksins: „Ánægju- leg sinnaskipti v.irðast því hafa orðið hjá Framsóknar- mönnum í þessu efni.“ Og svo koma hinar venjulegu skammir um Alþýðuflokkinn fyrir að standa í vegi fyrir því, að einstaklingar geti grætt á fyrirgreiðslu pg leið- beiningum til handa erlend- um ferðamönnum. A.B hefur áður látið svo um mælt, að frumvarp Skúla Guðmundssonar sé í anda í- haldsins, en hins vegar muni það ekki vilja láta á þessari gróðahneigð sinni bera og kippi því í Skúla, sem nú virðist orðinn sprellikarl í bandi hjá því. Það liggur í augum uppi, að umbjóðendur Skúla norður í Húnaþingi geta enga hagsmuni haft af tilræði hans við ferðaskrif- Ný snurða UM NOKKURT SKEIÐ hafa menn verið að vona, að draga myndi til samkomu- lags og vopnahlés í Kóreu fyrir jólin; og hefur það eink um verið talið góðs viti, að samningamenn beggja stríðs- aðila skyldu nýlega, eftir fjögurra mánaða þjark, verða ásáttir um markalínu herj- anna eftir að vopnahlé hefði verið samið. En ýmislegt bendir nú til þess, að menn hafi verið helzt til fljótir að trúa á friðar- og samningsvilja kommúnista. Nú kemur nefnilega sú frétt frá Panmunjom, að þeir taki ekki í mál að leyfa neitt eft- irlit í Norður-Kóreu með því, að. vopnahléssamningar, ef til kæmi, yrðu haldnir. En fyrir sameinuðu þjóðirnar er slíkt eftirlit höfuðatriði, enda sögðu fulltrúar þeirra í Pan- stofuna. En einkaframtak í- haldsins á mikinn leik á borði, ef frumvarpið nær fram að ganga. Og málgögn þess urðu líka fljót til að taka upp vörn fyrir Skúla, þegar AB lagðist gegn þessu óþurftar- máli. Vísir og Morgunblaðið keppast við að lofa frumvarp- ið og vegsama flutningsmann þess, en Tíminn þegir þunnu hljóði. Meginröksemd Skúla fyrir því, að ferðaskrifstofan eigi ekki að hafa einkarétt á fyr- irgreiðslu og leiðbeiningum til handa erlendum ferða- mönnum, á að heita sú, að sá háttur sé il’a séður í ná- grannalöndunum og leiði til þess, að ferðamannaviðskiptin verði minni en ella! AB hef- ur hrakið þessa firru og þarf ekki neinu við að bæta. En nú hefur verið rifjað upp á alþingi, að flokksbróðir Skúla Guðmundsonar, Hermann Jpnasson, hefur manna ræki- legast vísað þessari blekkingu á bug. Það var árið 1935. Þá var Framsóknarflokkurinn gerólíkur því, sem hann er nú. En orð Hermanns þá eru enn í fullu gildi, og það, sem Skúli Guðmundsson mælir riú fyrir munn íhaldsins, hins vegar staðlausir stafir. Svo er þá eftir að vita, hvort Hermann Jónasson hef- ur einnig gerzt sprellikarl í bandi hjá íhaldinu eða hann ber gæfu til þess að standa við orð sín og afstöðu 1935. Hér skal engu um það spáð; þeirri spurningu mun afgreiðsla málsins á alþingi svara á sín- um tíma. En sannarlega er það athyglisvert, hvort Fram- sóknarfiokkurinn verður að greiða samvinnuna við íhaldið því verði að ganga á bak orða formanns síns og gera sig að hlægilegu viðundri í augum þjóðarinnar. Afnám vinnu- miðlunarinnar, húsaleigulag- anna og verðlagseftirlitsins sýnir raunar, að við öllu má búast af Framsóknarflokkn- um í flatsænginni hjá íhald- inu. En öllu hljóta þó að vera einhver takmörk sett einnig pólitískri niðurlægingu Framsóknarflokksins. á þráðinn munjom í gær, að án þess væri þýðingarlaust að semja við kommúnista um vopna- hlé. Fullt.rúar sameinuðu þjóð anna fara fram á það, að skip uð verði sameiginleg eftirlits nefnd, sem sé frjáls ferða sinna um alla Kóreu til þess að líta eftir því, að vopna- hléð yrði ekki misnotað til nýrra herflutninga inn í landið og undirbúnings und- ir nýja árás og nýtt stríð. En kommúnistar neita að leyfa slíkt eftirþt í þeim hluta landsins, sem þeir halda, og segja, að það sé óþarft! Augljóst er, að hér eru eng in heilindi á ferð frekar en fyrri daginn. Og hætt er við, að lítið verði úr vonunum vopnahlé í Kóreu, ef komm- únistar halda fast við slíka afstöðu. IÐUNNARÚTGÁFAN hefur gefið út og fyrir sköm'mu ;sent á markað bók, sein nefnist Ald- arfar o? örnefni í Önundarfirði eftir Óskar lækni Einarsson. Titill þessarar bókar er svo greinargóður, að af honu.m má marka, hvert /iðfangsefni hennar er. Hins vegar mundi margur halda, að siíkur bókar- titill lofaði varla læsilegu og hugðnæmu lestrar j . ui. Örnefna skrár eru oftast rær þurrar heimildir, sem ge a öðlazt líf við íræðilega rannsókn og úr- vinnslu. En Óskari lakni hefur tekizt. að leggja metin svo hag- anlega á skálarnar, að í járnum stendur um þurra örnefnalista og safamiklar lan^s- og þjóð- lífslýsingar. Bókin er því mjög ánægjuleg lestrar. Maður les hana og finnst ef-tir á sem mað- ur hafi verið á ferð um Önund- arfjörð með þauikunnugum manni, sem gerði sér allt far um að skýra og fræða og kveikja áhuga og vinarhug til byggðarlagsins. Óskar læknir segir i formála, að sér hafi brátt orðið Önund- arfjörður eins kunnur og kær og heimamönnum, eftir að hann settist að sem héraðslækn ir á Flateyri. Og það leynir sér ekki heldur í bókinni, að hann rennir ástaraugum til þessa byggðarlags, og Önfirðingum helgar hann ritið. Þetta mætti verða fagurt fordæmi. F'jöl- mörg eru þau byggðarlög, sem bíða þess, að þeim verði gerð sömu skil, að skráð verði ör- nefni þeirra og byggðarfróð- leikur og lýsingar a líiskjör- um alþýðu, atvinnuháttum, vinnubrögðum og sér- eða sam kennilegum siðum. Hér er geysilegt verkefni fyrir hendi. Og fjölmargir eru þeir menn, ekki sízt í Reykjavík, sem fctera ríkan ástarhug til fyrri heima- hága sinna og eiga þá ósk heit- asta að vinna þeim eitthvað til gagns eða sóma, svo sem í fóst- urlaun eða máske eins konar sonarbætur. Hver veit nema margir þessara manna gætu innt af hendi svipað' verk og Óskar læknir, goldið þá skuld, er fceir telja sig í, og reist átt- högum sínum álíka minnis- varða og hann hefur reist Ön- undarfirði? Er þetta ekki til- valið, verkefni se';n bíða og menn, sem leita verkefna? Bók eins og þessi er engin dægurfluga. Hún blífur, eins og þar stendur. Þótt hún sé læsi- leg eins og höfundurinn hefur gengið frá henni, er hún þó fyrst og fremst heimildarrit, sem heldur gildi á sinu þrönga sviði, þó að tímar líði. Það, sem mestu máli skiptir er traust- leiki hennar sem heimildarrits um örnefni í Önunda'rfirði. Ó- kunnugum er ekki auðvelt að dæma, hve vel er unnið, cn ltennimerki virðast þó eindreg- ið benda til þess, að Óskar læknir hafi hvorki sparað tíma né erfiði til þess að kanna efni sitt út í æsar og treysta sem bezt allar undirstöður. Þessa samvizkusemi ber að virða, og það ekki síður, þóít hún verði að vera aðalsmerki hvers ör- nefnasafnara, sem vill vera starfi sínu vaxinn. Hann verð- ur að vera þess minnugur, hve mikið eftirtíminn á undir trún- aði hans, þegar hann er orðinn einn til frásagnar. Þessum örfáu orðum læt ég fylgja þakkir til höfundar g út gefanda þessarar bókar. AB — AlJiýSubla'Stð. Útgefandi: Alþýðufloklturinn. Kitstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 Kristján Eldjárn. Vanur maður ¥Í tiraSfrfsfin á fiski, sem einnig hefur matsmanns réttind., óskast. Vanur sjómaður situp fyrir atvinnunni. Umsóknir, með tilgreindum upplýsingum um starfstíma við hraðfrystingu og annað sem mati skiptir, sendist í afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. mánudag, merkt: Hraðfrysting.“ 'f$ OrSa- og mynda bókin, nfslár- legf sfafréhkver og leikfang KOMIN EK ÚT nýstárleg- barnabók, er nefnist „Orðá- og myndabókin“, og er þetta eins konar kennslubók og leikfang um leið fyrir yngstu Iesend- urna. í bókinni eru 30 litprentaðar heilsíðumyndir og 119 smærri myndir, sem Atli Már hefur teiknað við hvern staf stafrófs- ins. Hverjum bókstaf er helguð ein opna í bókinni. Öðrum meg in á opnunni eru myndir af börnum við leik,. sem einkenn- ist af athöfnum ákveðinna at- vinnuhátta. T. d. er Jói járn- smiður teiknaður við járnsmíð- ar öðrum megin í j-opnunni, en hinurn megin eru myndir ásamt með nokkrum nafnorðum, sem byrja á j. Þannig er farið með flesta bókstafina. Kalli kennari er teiknaður við. kennslu í k- oþriunni, Ólafur óðalsbóndi í ó- opnunni, o. s. írv. auk 4—5 mynda, sem byrja á viðkom- andi staf. Auk þessa er viðkomandi stafur prentaður úr stóru Istri í opnunni og í upphafi nafnorð anna með smærri teikningun- um er viðkomandi stafur að- greindur með feitu letri. Aftast í bókinni eru nokkrir tölustafir og myndskreytingar með þeim. Bókin er prentuð í fjórum litum í Lithoprenti, og er hún gefin út af Stafabókarútgáfunni í Reykjavík. Hún kostar kr. 27. --------------------- KOMNAR ERU ÚT tvæv fal- Iegar bækur handa yngstu les- endunum. Heita þær „Mása- fer3in“ og „Músin. Peres“. Þetta er þriðja prentun af ,,Músaferðinni“>, sem er eftir Vilh. Hansen og prý.dd teikn- ingum eftir höfundinn, en þýo- ingin er gerð af Freysteini Gunnarssyni skólastjóra. Bók- in er prentuð í Alþýðuprent- smiðjunni. „Músin P>eres“' er eftir Padre Lula Coloma og Ladv Moreton, en myndir eftir G. Howard Vyse. Prentfell hefur annazt prentunina. „Sjö dauðasyndir", sögur af íslenzkum sakamálum, efiir Guðbrand Jénsson „SJÖ DAUÐASÝNDIR“ nefnist bók eftir Guðbrand Jónsson iirófessor, sem Bókfells útgáfan gefur út. Flytur hún sjö sögur af íslenzkum sakamálum frá ýmsum öldum, en prófessor Guðbrandur liefur ritað allmik ið um þau efni í blöð og tíma- rit síðan 1925. Efni bókarinnar er: Apollónía Schwartzkopf, glæpasaga frá 18. öld; Þórdísarmálið, sakamál frá 17. öld; Sunnefumálið, glæpa- saga frá 18 öld; Morðið í Eyj- um, glæpasaga frá 3 7. öld; Sjö uridármorðin, glæpasaga frá 19. öld; Hamra-Setta, sakamál frá 16. öld, og Dauði Natans Ketils sonar, sakamál frá 19. öld. „Sjö dauðasyndir'* eru 219 blaðsíður að stærð og bókin prentuð í Alþýðuprentsmið j - unni. Ytri frágangur hennar er hinn ágætasti.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.