Alþýðublaðið - 16.12.1951, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 16.12.1951, Qupperneq 5
T¥ö merkisafmæli Sigurlaug Sýrusdóttir. r ' P'" . ■ "• HJONIN Sigur’aug Sýrus- dóttir og Elimundur Ögmunds son að Dvergasteini á Sandi eiga bæði merkisafmæli á þessu ári, sem nú er að líða. Sigurlaug verður sjötug í dag, 16. desember, en Elimundur varð sjötíu og fimm ára 29. september. Bæði eiga þau ætt- ir sínar að rekja um, norðan- vert Snæfellsnes o g Breiða- fjörð. Ung settu þau bú saman á Sandi og hafa búið þar síðan, eða í nærfellt 50 ár, eignazt ellefu böm, en misstu tvö ung. AUt gott fólk og mannvænlegt. Sigurlaug er góð kona og hjálpsöm, svo að af ber. Hún hefur aldrei mátt neitt aumt sjá, svo að hún reyndi ekki að ba:;ta úr þvi eftir beztu getu, en geta hennar í þeim efnum hefur verið mikil, því að ekki getur handlagnari konu við hjúkrun en hana af ólærðri konu að vera. Það munu lækn arnir mæla, sem í Ólafsvík hafa verið. Það er sennilegt, að væri Sigurlaug nú á sínum marmdómsárum mundi hún hafa kosið að verða hjúkrun- arkona fremur en flest annað. Sigurlaug er vel hagmælt. Hún hefur gert mörg eftirmæli og íækifærisvísur og henni er létt um að yrkja eða hugsa um hugðarefni sín. En það er þá helzt á næturnar, þegar aðrir hvílast og sofa. Elimundur er drengur góð- ur. Það vita allir, hvað í þeim Eiimundur Ögmundsson. orðum fiest. Ungur fór hann á sjóinn, sem títt var um drengi á þeirri tíð. Um tíma var hann í sigiingum, en lengst af hefur hann verið á þilskipum og opn um skipum við Breiðafjörð. Og það hefur sagt mér mætur mað ur, sem þekkir hann, að ekki hafi önnur rúm verið betur skipuð en hans. Það er gaman að heyra Elimund segja frá þeim gömlu, góðu dögum. Þá var Sandur ein stærsta útróðra stöð á landinu. Formennirnir komu með skip sín og skips- hafnir hvaðanæva að af Breiða firði út á Sand til að róa þar á vetrarvertíðinni. í þeim hópi var margur hraustur drengur. Og þá voru margar dáðir drýgðar. Sumar af þeim hetjusögum lifa enn í minnum elztu manna, eitthvað mun hafa verið fæit í letur, en flestar munu glat- aðar, og því er verr. Já, góða Sigurlaug og Eli- mundur. Lífsbaráttan hefur ver ið hörð, og leiðin er orðin nokkuð löng, en þar hafa þó verið sólskinsblettir og til þeirra verður ykkur áreiðan- lega oft hugsað. Það hefði ver- ið gaman að vera kominn til ykkar og geta glaðzt með ykk- ur, en þess er enginn kostur. Við bið.ium forsjónina að gefa ykkur bjart og fagurt ævi- kvöld. G. K. Jóji Arnasson: ER KOMIN I BOKAVERZANIR. Þessi bók er 2. útgáfa'af hinu fræga gátusafni Jóns Árnasonar. sem safnaði þjóðsögunum. Bókin er í sama broti og þjóðsögurnar og með öll- um sama frágangi og gamla útgáfan og ættu allir, sem eiga þióð- sögurnar að eignast þetta safn líka. Gáturnar eru ákjósanlegar til skernmtunar fyrir unga og gamla. Það er tilvalin skemmtun í jólaeyfinu og skammdeginu að leika sér að gáturrí eins og í ..gamla daga“. Gáturnar eru skemmtilegasta jóla- bókin og skapar nýjan þátt í jóla- QÍeðinni á heimilunum. Fæst í öllum bókaverzlunum. áðalfundur Byggingasamvinnufélags starfsmanna ríkisstofnana, verð ur haldinn í samkomusal Edduhússins, miðvikudaginn 19. þ. m. kl. 17. Venjuleg Aðalfundastörf. Þeir, sem hugsa sér að sækia um fjárfestingarlevfi fyrir næsta ár, gefi sig fram á fundinum. Stjórnin. s s V- s s s s s s s V s ,s ■ s s s s s s s s s s s s s s ■s s s s ,s s s s s s s s s s s s s s s s Ný barnabók OSKUBUSKA | S með teiknimyndum eftir Walt Disney \ Þeíta er sagan af Öskubusku litlu, sem Walt Disney gerði heimsfræga með S hinni undurfallegu kvikmynd. Nú er hún komin út í bók — 53 litprentaðar myndir úr kvikmyndinni. Yngstu lesendurnir niunu fagna þessari hók, ems og kvikmyndinni Lítið á hana áður en þér veljið aðra gjöf. Látið jólahjöllu okkar vísa yður veginn. Ljósafæki, heimilistæki, húsáhöld í mikíu úrvalL Silfurborðbúnaður frá Petholo h.f. Einnig handunnir vindl- ingakassar, sem spila lög þegar þeir eru opnaðir. Fallegar jólatrésseríur með 16 mislitum ljósum. Varaperur fyrirliggjandi. Vesturgötu 2. — Sími 80946. Gjafobókin í ár er HEITAR ÁSTRÍÐUR • Verð kr. 45. AB 5,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.