Tíminn - 06.02.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 06.02.1964, Qupperneq 3
HEIMA OG HEIMAN ÞORRABLOT MED ÞÚRBERGI MIÐSVETRARBLÓT var haldið í Myndlistarskólanum við Freyju- götu um toelgina, og var þar heið- ursgestur Þórbergur Þórðarson rit höfundur, sem skemmti fólki að loknum snæðingi með því að segja sögiir. Þegar fréttamaður og ljósmynd- ari Támans komu á \ ett\'ang, sátu karlar og konur undir borðum i Ásímundarsal og spændu í sig þorramatinn, sem kyngt var með góðum miði úr tunnu, sem stóð þar á stokkunum úti í horni salarins. Þama voru saman komnir kenn- arar skólans með ektakvinnur, nemendur með konur, kærustur eða annars konar gesti, þéttsetnir bekkir undir borðum, sem sliguð- ust af gómsætum íslenzkum mat- íöngum. Er allir höfðu etið og drukkið nægju sína, stóðu menn og meyjar upp, og á meðan borð í salnum voru rudd, fóru flestir niður í stofu á neðri hæð, þar sem Þórbergur fékk gott hljóð á með- an hann sagði sögur góða stund. Auðvitað var beðið um drauga- sögu, og lét Þórbergur ekki ganga eftir sér með það, sagði hina mögnuðu sögu af vélstjóranum frá Aberdeen. Hún er svo sem alltaf ágæt og sígild þar sem hún stend- ur skráð af Þórbergi í Gráskinnu, en hvað er það á móts við að heyra Þórberg þylja hana með til heyrandi draugslegri rödd, þar sem við á. Ekki létu áheyrendur sér nægja þessa sögu eina, og þá tók Þórbergur til við nokkrar sög- ur af séra Árna, sumar, sem ekki eru skráðar í sögu hans hinni miklu. Er ekki að vita, hversu teygzt hefði úr sögum Þórbergs (sem líklega eru ótæmandi), ef ungir spilarar hefðu ekki innan stundar verið byrjaðir að berja bumbur og blása í lúðra uppi í salnum. Þá var ekki til setunnar boðið, heldur farið að troða dans inn af mesta móði., sem stóð nokk uð á nótt fram. Þó var gert hlé á, meðan happdrætti fór fram, voru þar vinningar góðir, leirmun- ir, sem Ragnar í Glit gaf í þann leik. Ragnar Kjartansson var lengi að alteiknikennari skólans, en hefur nú látið af því starfi og við því starfi hans tekið listmálararnir Hringur Jóhannss. og Kjartan Guð jónsson. En kennarar skólans eru alls sjö, áðurnefndir og að auki Ásmundur Sveinsson myndhöggv ari (sem lengst hefur kennt við skólann), Jóhannes Jóhannesson, Hafsteinn Austmann, Þórunn Árna dóttir og Páll J. Pálsson, en hann er einnig skólastjóri. Skólinn hef- ur nú starfað í átján vetur, var stofnaður af frístundamálurum, 03 voru fyrstu kennarar skozki mál- arinn Waistel, Ásmundur og Þor- valdur Skúlason listmálari. Að- sókn hefur ætíð verið góð. Barna- deild hefur starfað þar í nokkur ár og verið mjög vinsæl, og í haust var stofnuð unglingadeild, einnig tók þá til starfa sérstök vatnslita- deild- Nemendur skólans eru ann ars á öllum aldri, og eru nokkur dæmi þess, að hjón stundi þar nám Framhald á 13 sí8u Á ÞORRABLÓTI Myndllstarskól- ans voru allir veggir þaktir myndum eftir nemendur, tugir verka eftir einstaka nemendur, en a5 auki þar a5 líta tvær feikn stórar myndir. Önnur náði nærri yfir þveran gaflvegginn í Ás- mundarsal, og var það skreyti- mynd, sem flestir eldri nemendur og kennarar iögðu hönd að dag inn, sem blótið var haldið. Hin stóra myndin Var samsett úr fjölda teikninga eftir nemendur, og héngu myndirnar í alls kon- ar stellingum. Sú mynd er hér í miðið. Á minnstu myndinni ræð- ast þeir við blótstjórinn og heið- ursgesturinn, Jón Einarsson og Þórbergur Þórðarson. — Stærsta myndin, sem hér birtist, sýnir að- eins hluta blótgesta undir borð- um. í horninu stendur tunnan góða á stokkunum og yfir vegg inn skreytimyndin eftlr nemend ur og kennara. Sá, sem stendur við borðið og er að sækja í sig veðrið, er Páll Pálsson skólastj. En aðrir, sem þekkja má á mynd inni, eru Valborg Bentsdóttir, — Halldóra Guðmundsdóttir, Gréta Kort, Ágúst Sigurðsson, Ragnar Kjartansson, Jóhannes Jóhannes son, Álfheiður Kjartansdóttir, Bó el ísleifsdóttir, Jón B. Jónasson, Hringur Jóhannsson og Jónas Guðvarðsson. „Samstaða er allt, sem þarf" Þetta er heiti á forystugrein Vísis í gær og ber því að líta á það sem eins konar ályktun eftir að stjórnarflokkarnir hafa hafnað til'lögu Firamsóknar- manna um að fara að eins og Danir að skipa nefnd allra flokka þingsins til athugunar á vandanum og úrlausna hans. Vísir segir: „Það er furðulegt, að stjórn- málabaráttan skuli vera háð í slíkum anda í þessu litla þjóð- félagi, þar sem allir ættu að vinna saman að Iausn vanda- málanna. Og árangurinn af þessu sundurlyndi er sá, að erf- iðleikairnir, sem við erum að berjast við, eru að mestu sjálf- skaparvíti. Verðbólgan, sem við höfum verið að glíma við síð- ustu 20 árin eða meira, er draug ur, sem við höfum sjálfir vakið upp, en við gætum verið búnir að kveða hann niður fyrlr löngu, ef alliir stjórnmálaflokk. ar hefðu bundizt samtökum um að róða niðurlögum hans. — Og enn er það ekki of seint“. Sterkur rök- stuðningur Engum, sem þetta les, gæti dottið annað í hug en þetta væri rökstuðningur fyrir því, að ríkisstjórnin tæki feginsamlega tfllögu þeirri, sem Framsóknar- menn hafa flutt um athugunar. nefnd allra þingflokka, meira að segja mjög sterkur rökstuðn- ingur. En því miður hefur ríkis- stjómin þegar hafnað þessari tillögu, meira að segja með offorsi, sem forsætisráðherrann sjálfur fylgdi eftir með ósæmi- legum aðdróttunum í nafnlausu skrifi sínu í sunnudagsblaði Mbl. En Vísir segir: „Enn er það ekki of seint“. Ber ef til vill að skilja þessi orð svo, að stjórnin sé að hugsa um að endurskoða afstöðu sína til tillögunnar? Menn hljóta að sipyrja svo, þegar þeir sjá þessi ályktunar- orð í forystugrein eins helzta stjórnarmálgagnsins: „Við gæt- um verið búnir að kveða hann niður, ef allir stjómmálaflokk. ar hefðu bundizt samtökum um að ráða niðuriögum hans“. Það var einmitt þetta, sem tillaga Framsóknarflokksins fjallaði um. En stjórnin neitaði Stjórnin vill annað Neitun stjórnarinnar á til- lögu Framsóknarmanna getuir raunar ekki sýnt rieitt annað en það, að það er ekki æðsta ósk ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka, sem nú fara með völd, að ráða niðurlögum verðbólg- unnar og dýrtíðairinnar. Sú ósk er ef til vill önnur í röðinni, en ofar henni er aug'ljóslcga óskin um að búa sem bezt í hendur sérgróða. og stórgróðamönnun. um, gefa dýrtíðarbröskurunum betra tækifæri, gæta þess, að byrðarnar séu umfram allt lagð- ar á almenning, en hvergi skert- ur hlutur gróðamanna. Hún vill fyrst og fremst leyfa þeim mikil umsvif í fjárfestingu og fram- kvæmdum og til þess að tryggja það, hikar hún ekki við að skerða ríkisframkvæmdir til al- mannaheilla og framkvæmdir almennings. Stjórnin veit, að sameigirileg nefnd þingflokka mundi komast að þeirri niður- stöðu að þessi stefna magnar dýrtíðina, og því yrði að breyta Framhali a 13. siðu TÍMINN, fimmfudaginn 6. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.