Tíminn - 06.02.1964, Page 5

Tíminn - 06.02.1964, Page 5
ÍÞRDTT ___________ ÍÞRÚTTíR iaw:ýx:w:w;:x RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON KNUD JOHANNESSEN Verðlaun og stig Innsbruck, 5. febr. (NTB) Verðlaun og stig skiptast þannig eftir keppnina í dag: Sovét G 8 s 8 B 5 St. 130,5 Noregur 2 5 3 62 Þýzkal. 2 3 3 58 Finnland 3 2 2 50 Austurr. 2 3 2 49 Frakkl. 3 3 0 43,5 Bandar. 1 1 1 35 Svíþjóð 1 1 1 34 Ítalía 0 1 2 14,5 Kanada 0 1 1 11 Pólland 0 0 0 8,5 N-Kórea 0 1 0 7,5 England 1 0 0 7 Holland 1 0 0 7 Sviss 0 0 0 7 Japan 0 0 0 5 Tékkósl. 0 0 0 4 Rúmenía 0 0 0 2 Norðmenn eru nú langefstir í karlagreinum með 62 stig, Sovétríkin eru með 40,5 stig, Þýzkaland með 35,5 stig, Finn- land með 29 stig og Svíþjóð með 27 stig. í kvennagreinum hafa Sovét- ríkin mikla yfirburði — eru með 90 stig, en Frakkland i öðru sæti með 28,5 stig. NORÐM VERÐLAUNAPALLI.. st Norðurlanda á leikunum í gærdag NORÐMENN unnu glæsilegan sigur í 5000 m. skautahlaupinu í Innsbruck f gær og hinir þrír keppendur landsins röðuðu sér í þrjú fyrstu sætin, og fengu mun betri tíma en aðrir. Aðalkeppnin stóð milli Knut Johannesen, hins 31 árs Oslobúa, og frægasta skautahlaupara Noregs síðustu árin, og hins 19 ára Per Ivar Moe, sem varð Noregs- meistari á dögunum með yfirburðum. Sigurinn féll Knúti í skaut og er það í annað sinn, sem hann verður Olympíumeistari, en aðeins tvö sekúndubrot skildu á milli. Knútur hlaut einnig silfurverðlaun á þessari vegalengd 1960. Keppnin hófst kl. 8 í gærmorg- un. Veður var gott, logn og sól- skin og ísinn var góður, en gaf þó ekki það rennsli, sem vonazt var eftir. Það var mikil gleði meðal Austuríkismanna, þegar H. Strutz setti strax í 3. riðli nýtt Olympíu met, en það stóð þó ckki lengi og i næsta riðli bætti Kositkin — sig- urvegarinn frá 1960 — það. En síð- an kom Per Ivar í sjötta riðli og hann bætti olympíumet Rússans Sjilkovs frá 1956 um 10,1 sek. Nú varð nokkurt lilé á góðum árangri, og enginn komst nálægt þessum tímum, fyrr en Knútur hljóp í 14. riðli. Hnnn fór ekki eins hratt af sitað og Per Ivar og þegar hlaupið var hálfnað hafði hann þremur sek. lakari milli- tíma, en pilturinn. En Knútur seig jafnt og þétt á, og þegar að síðasta hring kom var millitím- inn sá sami. Per Ivar hafði hlaup ið síðasta hring mjög vel — og það var greinilegt að aðeins sek- úndubrot myndu skilja þá annan hvorn veginn. Og hinn reyndi Knútur gaf nú allt sem hann átti og það nægði — sigurinn og nýtt elympíumet var hans. Nú var nokkuð öruggt um fyrstu sætin tvö, en Norðmenn voru þó enn órólegir og biðu með óþreyju, að Rússinn Habibulin hlypi. Hann var í 19. riðli, en þegar um mitt hlaup var greinilegt, að hann gat ekki ógnað sigri Norðmannanna. Og þá var aðeins Fred A. Maier eftir af þeim „stóru”. Hann fó:r mjög hratt af stað og hafði fracn- an af betri tíma en Knútur, en ís- inn var nú farinn að versna vegna sólarinnar — og honum tókst ekki að halda hraðanum til loka. En bronzverðlaunin tryggði hann sér örugglega — og hefði jafnvel get- að ógnað löndum sinum hefði hann hlaupið fyrr. En fyrir keppn ina var hann talinn lakastur Norð- mannanna og því settur í þriðju ,,grúbbu“. — Daninn Kurt Stille hfjóp með miklum glæsibrag og náði 12. sæti og setti danskt met á tíma, sem nægt hefði tii silfur- verðlauna á tveimur síðustu leik- um. Svo er framförin tnikil. Norðmenn hafa oft unnið marga góða sigra í skautahlaupum, en þessi sigur þeirra mun þó taka öllu fram. Eftir hlaupið sagði Knútur, að hann áliti þennan sigur mun meiri, en þegar hann vann 10 km. Aastumkismenu gull og silfur Austurríki, gestgjafarnir, hlutu önnur gullverðlaun sín í gær á leikunucn, þegar Feistmantl og Stengl urðu fyrstir í sleðakeppni tveggja manna. Austurríki hlaut silfrið, en í þriðja sæti urðu ítalsk ir sleðamenn. ISKNATTLEIKS- KEPPNIN Innsbruck, 5. febr. (NTB) Tveir leikir fóru fram í a- riðli í ísknattleik. f gærkvöldi léku saman Kanada og Finn- land og unnu Kanadamenn með 6:2. Þá léku Sovétríkin við Finn land í dag og unnu með mikl- um yfirburðum, 10:0. Staðan í a-riðli er þá þannig: Kanada 5 5 0 0 29:11 10 Sovétríkin 4 4 0 0 37:6 8 Tékkósló. 3 2 0 1 20:8 4 Svíþjóð 3 2 0 1 15:7 4 USA 4 1 0 3 10:20 2 Finnland 5 1 0 4 6:27 2 Þýzkaland 3 0 0 3 3:23 0 Sviss 3 0 0 3 0:27 0 Jernberg tryggði Svíum ennþá Sovézkum splunJraS Sovézku valkyrjunum tókst ekki að hljóta öll verðlaunin í 5 km. skíðagöngunni í gær, því öllum á óvænt tókst finnskri stúlku að j splundra sovézka ,,kvartettinum“ Sigurvegari varð Claudia Bojarsk-1 ik á 17 mínútum. í öðru sæti varð j Mirja Lehtonen, Finnlandi, á1 17:52,9 mín., en hin fræga, sov- ézka kona, Koltsjina (kona göngu- garpsins Koltsjin) varð þriðja. í fjórða sæti var Mekshilo, Sovét, fimmta Toini Posti og í sjötta sæt.i B. Martinsson, Svíþjóð. Sixten Jernberg — hinn nær fertugi sænski skíðakappi, ól- ympskur meistari 1956 og 1960 — tryggði Svíþjóð enn gullverðlaun á Vetrar-leikun- um, þegar hann sigraði með yfirburðum í 50 km. skíða-| göngunni á leikunum í gær, nær mínútu á undan landa' sínum Assar Rönnlund. Og! 5angan var að öðru Jeyti stór- sigur fyrir Norðurlandabúa, j því í fvrstu sætunum komu Svíar, Norðmenn og Finnar og hinir fjórir keppendur Sví- þjóðar og Noreps voru meðal tíu beztu. Jernberg sýndi enn einu sinni hver „taktiker" hann er. Hann hóf gönguna varlega og eftir 10 km. var hann aðeins í fjórða sæti, en eftir 35 km. var hann kominn í annað sætið — á eftir Ólympíu- meistaranum í greininni 1960, Hamalainen, sem hafði verið lang- fyrstur framan af og hélt foryst- unni um 40 km., en sprakk þá al- veg, og hafnaði að lokum í 15. sæti. Síðustu 10 km. gekk hinn þrautreyndi Svíi mjög vel, og þá var greinilegt, að hann myndi standa efstur á verðlaunapallin-í um eins og Missure eftir 30 km. I og í Squaw Valley, einnig eftir 30 km. Jernberg hefur einnig hlotið fjölmörg önnur verðlaun á Ólym-j píuleikum. Finninn Mantyranta, sem hafði sigrað svo glæsilega í 15 km. ogí 30 km .fyrr í Innsbruck — og var álitinn mjög sigurstranglegur í gær — náði sér aldrei verulega á strik. Hann var sjötti eftir 10 km og var níundi eftir 35 km., sem einnig varð lokatala hans í marki. í heild var gangan mikill sigur fyrir Norðurlöndin, og allt frá 10 kih. var greinilegt, að göngu- menn annarra þjóða myndu ekki blanda sér í baráttuna um efstu sætin. Fyrstu 10 urðu þessir: 1-Jernberg, Svíþjóð 2.43.58,6 2. Rönnlund, Svíþjóð 2.44.58,2 3. Tiainen, Finnland 2.45.30,4 4. Stefansson, Svíþjóð 2.45.36,6 5. Stensheim, Noregi 2.45.47,2 6. Grönningen, Noregj 2.47.03,3 7. Östby, Noreg 2.47.20,6 8. Ellefsater, Noreg 2.47.45,8 9. Mantyranta, Finnl. 2.47.47,1 10. Risberg, Svíþjóð 2.48.03,0 hlaupið í Squaw Valley á nýju heimsmeti. En það voru ekki allir ánægðir eftir hlaupið- Sænski heimsmeist- arinn, Johnny Nilsson, náði að- eins sjötta sæti. Við fréttamenn sagði hann: „Ég áleit, að ég myndi standa mig mun betur, því allt virtist 1. flokks hér, og ég skil ekki að mér fannst ég þegar orð- inn þreyttur eftir nokkra hringi". Fyrstu 12 urðu þessir: 1- K. Johannessen, Noregi 7:38,4 2. Per Ivar Moe, Noregi, 7:38,6 3. Fred A. Maier, Noregi, 7:42,0 4. V. Kositkin, Sovétr., 7:45,8 5. H. Strutz, Austurríki, 7:48,3 • 6. J. Nilsson, Svíþjóð, 7:48,4 7. Ivar Nilsson, Svíþjóð, 7:49,0 8. R. Liebrechts, Hollandi, 7:50,9 9. C. Verkerk, Hollandi, 7:51,1 10. M. Habibulin, Sovétr., 7:52,3 11. G. Traub, Þýzkal., 7:53,9 12. Kurt Stille, Danmörku, 7:56,1 SIXTEN JERNBERG fagnað í Innsbruck. TÍMINN, fimmtudaglnn 6. febrúar 1964

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.