Tíminn - 06.02.1964, Page 9
mboð
JHM-St. Paul, Minnesota USA
Þegar menn tala um demó-
kratísk þjóðskipulög, þá er oft
bent á Bandaríkin sem dæmi
upp á jafnrétti og frjálsræði,
og er það með sanni sagt. En
líti menn lengra niður í kjöl-
inn þá má finna galla og veik-
leika, sem geta orðið hættuleg-
ir hinu demókratíska frjálsræði
Árið nítján hundruð sextíu og
fjögur er forsetakosningaár hér
í Bandaríkjunum og einmitt á
slíku ári reynir einna mest á
allt „system“ þjóðskipulagsins
og hvort frjálsræði er eins mik-
ið og stjórnarskrá landsins
kveður á um.
Fyrir um það bil ári fór und
irritaður að velta fyrir sér
hvort sá maður sem gefur
kost á sér til forsetakjörs yrði
að vera milljónamæringur. —
Þessi spurning varð til þegar
ég hitti Earl Warren, forseta
hæstaréttar Bandaríkjanna, í
Washington. Við ræddum um
stjórnarfyrirkomulag á íslandi
og í Bandaríkjunum og þá
spurði ég hann m. a. hvort
hann áliti að það væri orðið
að óskráðri reglu að frambjóð-
qndur í forsetakosningum yrðu
að vera milljónamæringar. —
Warren dómari sagði að margt
benti til þess, að hans áliti að
hver sá sem hefði hæfileika og
getu, gæti gefið kost á sér í
embættið. Hann bætti við að
fyrr á tímum hefðu milljóna-
mæringar ekki getað farið í
framboð, þar sem fólkið hefði
haft andúð á þeim; en nú væru
tímarnir breyttir, sem sýndi
þroska í þjóðfélaginu, þar sem
milljónamæringar eins og hverj
ir aðrir gætu orðið forsetar.
Skömmu seinna hitti ég mjög
þekktan blaðamann þar í borg,
sem heitir James Reston (grein
ar eftir hann birtast oft í Tím-
anum) og spurði hann sömu
spumingar. Reston sagði strax
að það væri orðið svo til ó-
mögulegt fyrir aðra en milljóna
mæringa að gefa kost á sér og
bætti við að öll merki bentu
til þess að svo myndi verða í
framtíðinni. Eg lagði þessa
sömu spurningu fyrir þó nokk-
uð marga öldungadeilda og full
trúadeildarþingmenn í Was-
hington. FæStir þeirra vildu
svara þessari spurningu beint
og reyndu að breyta umumræðu
efni. Ástæðan fyrir þessari
tregðu var sú . að f æstir vildu
játa að forsetaefni yrðu að
vera efnamenn; aðrir vona
kannski að einn góðan veður-
dag geti þeir gefið kost á sér,
þótt pyngjan sé létt, en aðr-
ir vilja ekki viðurkenna hversu
kostnaðarsamt það er að fá
menn kosna í opinber embætti.
— Eins hef ég lagt þessa spurn
ingu fyrir stóran hóp af pró-
fessorum, blaðamönnum, stjórn
málamönnum og öðrum sem
hafa getað gefið upplýsingar.
John F. Kennedy var tífald-
ur milljónamæringur, auk
þeirra milljóna sem hann hefði
erft, hefði hann lifað föður
sinn. Kennedy gaf árslaun sín,
sem voru 100.000 dollara til góð
og taldi 41 dollar á borðið. All-
ur hans auður kemur frá afa
hans, John D. Rockefeller, sem
varð margmilljóneri á olíu og
járnbrautabraski. Það er sagt
að Nelson Rockefeller fái um
5 milljónir dollara á ári i vexti
af eigum sínum, enda er engin
launa. Konan hans, Peggy Gold-
water, er einnig komin af mjög
ríkri fjölskyldu.
William W. Scranton, ríkis-
stjóri í Pennsylvania, erfði tíu
milljónir eftir móður sína, Mrs.
E. W. Scarnton, sem var sjálf
mjög framarlega í repúblikana-
NELSON ROCKEFELLER
gerðastofnana. Lyndon B. John-
son er sjálfur milljónamæring-
ur, en hefur afsalað sér öllu
valdi yfir eignum sínum, með-
an hann situr í Hvíta húsinu.
Að vísu er mest af hans eigum
á nafni konu hans Lady Bird
og dætranna tveggja, og er það
gert til þess að aðskilja pólitísk
an feril og peningamálin.
Allir þeir menn, sem þykja
líklegir framabjóðendur fyrir
republikanaflokkinn í þessum
HENRY CABOT LODGE
launung á því, að hann er einn
af ríkustu mönnum heimsins.
Eg hitti Rockefeller einu sinni
þegar hann var að halda kosn-
ingaræðu fyrir Richard Nixon
og fannst mér hann vera mjög
geðfelldur maður og bar það
alls ekki með sér að hann væri
milljóneri, á einn eða annan
hátt.
Næstur kemur Barx-y Gold-
water, öldungadeildarmaður
frá Arizona, sem er maður met
RICHARD NIXON
flokknum. Hún sat í aðalnefnd
flokksins í meir en 23 ár og var
þá oft kölluð „hertogaynjan.“
Þriðji í-íkisstjórinn í þessum
hópi er George Romney, sem
kallaður hefur verið „faðir litla
bílsins í Ameríku“, þetta nafn
fékk hann meðan hann var for
stjóri American Motors, sem
framleiðir Ramibler-bíla og
urðu fyrstir til að framleiða
minni bílagerðir hér í landi.
Romney bjargaði félaginu er
BARRY GOLDWATER
kosningum, eru stórauðugir.
Fremstur í flokki er Nelson
Rockefeller, ríkisstjóri í New
York. hann er maður, sem á tvö
hundruð milljó'nir dollara, sem
mest er í hlutabréfum í Stand-
ard Oil Comp.any í New Jersey.
Nú um daginn var hann spurð-
ur að því, er hann var á kosn-
ingafundi í New Hampshire,
hvað hann hefði mikið í vesk
inu.1 Rockefeller dró upp veskið
WILLIAM SCRANTON
inn á nokkrar milljónir.
Hans auður kemur að mestu
leyti frá stórverzlanahring, sem
fjölskylda hans stofnaði og heit
ir Goldwater Stores. Verzlan-
irnar voru seldar á s.l. ári fyr-
ir rúmar tvær milljónir doll-
ara, en bróðir hans er eftir sem
áður forstjóri félagsins og
Barry er formaður stjórnarinn
ar og fær fyrir það um átta þús.
dollara á ári, auk annarra
GEORGE ROMNEY
framleiðslan gekk illa, með
framsýni sinni og nýjum að-
ferðum í sölu. Forstjóralaun
hans voru um 150 þús. dollar-
ar á ári; hann er sjálfskapaður
milljóneri og á nú yfir 100.000
hlutabréf í American Motors.
Það er sagt, að Romney hafi
byrjað sem fátæklingur, en
viljakraftur og mormónatrú
hafi gert hann að því sem hann
er í dag.
Richard Nixon, fyrrverandi
varaforseti, er vel efnum búinn
og starfar nú sem lögfræðingur
hjá einu voldugasta lögfræði-
fyrirtæki í New York. Tíma-
ritið TIMES sagði nýlega frá
því að hann fengi „200.000 doll-
ara í árslaun". — Enn annar
mögulegur frambjóðandi er
Henry Cabot Lodge, ambassa-
dor í Viet Nam; hann er kom-
inn af mjög voldugri ætt í Bost
on, sem hefur verið viðriðin
pólitík og verzlun um langan
aldur; auk þess sem konan hans
ku verá mjög vel stæð. Mér
hefur ekki tekizt að grafa upr
hvort hægt sé að kalla þessa
tvo milljónera, en það er mjög
líklegt að þeir séu það, auk
þess sem þeir eru mjög vel
settir að öllu leyti og hafa mjög
sterka menn innan flokksins á
bak við sig, ef þeir þurfa ein-
hverja hjálp.
Ekki alls fyrir löngu þótti
það sjálfsagt að forsetaefnin
væru fædd í bjálkakofum við
mikla fátækt og ömuideika. Það
má finna í sögu Bandaríkjanna
mörg slík dæmi. Eitt þeii'ra er
Abraham Lincoln; hann var kos
in forseti 1860, án þess að hafa
haldið svo mikið sem eina kosn
ingarræðu og án þess að hafa
yfirgefið heimili sitt í Spring-
field, Illinois. Hann var mjög
fátækur maður og með litla
menntun, en varð einn mesti og
bezti forseti sem Bandaríska
þjóðin hefur átt. Forsetakosn-
ingarnar 1860 kostuðu báða
flokkana samtals 150.000 doll-
ara. Hundrað árum seinna, eða
1960, þá þurfti John F. Kenne-
dy að ferðast fjörutíu þúsund
milur og halda 360 ræður, en
Richard Nixon sextíu og fimm
mílur og halda 212 ræður í 50
ríkjum. Forsetakosningarnar
það árið kostuðu báða flokk-
ana 20 milljónir dollara.
Einn þingmaður sagði við
mig: „Kosningar eru eins og
skattarnir. Um leið ug skatt-
arnir byrja að hækka, þá er
enginn leið að stöðva þá; eins
er það með kosningakostnaðinn
hann heldur áfram að fara upp
úr öllu valdi.“ Kosningarnar
1960 kostuðu samtals 175 millj-
ónir dala, þegar búið er að
reikna með öllum öðrum fram-
bjóðendum í önnur pólitísk em-
bætti. Kosningarnar í Banda-
ríkjunum 1956 kostuðu „að-
eins“ 140 milljónir dollara.
Hvað kosta þær í ár? Það þorir
enginn að ímynda sér það, hvað
þá nefna tölur.
(Seinni hlutinn af þessari
grein er um ástæðumar fyrir
því hvers vegna forsetafram-
bjóðendur þurfi að vera millj-
ónerar, ef þeir ætla sér að ná
kosningu).
St. Paul í janúar 1964.
— Jhm.
vott, að hann var fráhverfur mælgi
kemur beint að kjarnanum og er
sýnt um eðlileg efnistengsl og nið-
urröðun, enda hafði hann löng og
mikil kynni af fundarbókunum,
sem hann hlaut jafnan mikið lof
fvrir.
Röskur aldarfjórðungur er að
baki, síðan við Araór kynntumst,
ag í 18 ár hittumst við svo til dag-
lega. Eg hafði ekki aðeins ánægju
af þeim kynnum heldur jafnframt
mikið og margs konar gagn. Þar
*em við vorum báðir kunnugir við
Breiðafjörð, rifjuðum við margt
upp þaðan að vestan, þótt ekki
væru það sameiginlegar minning-
ar. Eg fann, að Araór hafði gam-
an að því að hverfa þangað í hug-
anum. Guðrún á Valshamri og
Magnús á Laugum urðu þá stund-
um á leið okkar, en Arnór kunni
margar vísur eftir þau, og líklega
sumar þeirra verið í gullastokkn-
um, sem hann hafði með sér að
heiman. Þegar Rímnafélagið var
stofnað gerðist Arnór strax félagi
þess. Hann var um alllangt skeið
í stjórn félagsins og hafði mik-
inn áhuga á útgáfustarfsemi þess,
en rit Rímnafélagsins eru gefin
út með þeim hætti, að teljast má
íslendingum til sæmdar. Arnór
var mjög bókhneigður og bókelsk-
ur og eignaðist gott safn fágætra
bóka. Gætti í þeirri söfnun hans
mikillar vandvirkni og nákvæmni,
enda varð hann bókfróður vel.
Þótt það yrði hlutskipti Arnórs
Guðmundssonar „að lifa og deyja
í fiski“ ef svo mætti orða það,
gægðist bóndinn þó títt upp í hon-
um. Hann var bændaættar og heim
anfylgjan minnti oft á sig, henni
var ekki varpað fyrir róða, þótt
komið væri á mölina. Eg ætla, að
Arnór hafi heldur ekki haft löng-
un til þess. Skikkjan sem honum
hafði verið sniðin í Strandasýslu
og Dölum, fór honum vel og reynd
ist haldgóð, því að ekki varð hún
til trafala í því starfi, sem naut
óskiptrar starfsorku hans. Eg veit
ekki, hver kynni Arnór hafði af
Guðjóni á Ljúfustöðum né öðrum
samvinnufrömuðum í Stranda-
sýslu, en vel gazt Arnóri að hug-
sjón samvinnumanna og studdi
hana með ráðum og dáð svo lengi,
sem ég þekkti til hans.
Arnór kvæntist 9. febrúar 1918
Margréti, dóttur Jónasar Helga-
sonar organleikara og tónskálds.
Þau eignuðust fimm dætur, mann-
vænlegar konur, sem allar eru
giftar.
Oft sagði Arnór í gamni og al-
vöru, að þetta eða hitt gæti verið
sterkur leikur — Það er ekki
Framhald i 13. «ISu.
(ÍMINN, flmmtudaglnn 6. febrúar 19í4 —
9