Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 15
 LÓÐAMÁL Framhald af 6. síðu. 900—1000 lóðum, þá hefðu þær ekki orðið nema 5—600. Lóðir þær, sem þar hefðu orðið afgangs, ættu því að vera til reiðu nú, en þær virtust ekki auka úthlutunarkvót- ann að sama skapi á þessu ári. Kvaðst Einar vona, að upplýsingar eg fyrirheit borgarstjóra nú yrðu haldbetri. Verst væri þó, sagði Einar, að lóðaúthlutunin mundi fara fram svo seint, að mjög litlar fram- kvæmdir gætu hafizt á árinu á þeim, og allt sumarið eyðilagt fyr- ir þeim, sem ætla að ráðast í bygg ingar og bíða eftir því. Á því sleif- arlagi þyrfti að verða gagnger breyting. Guðmundur Vigfússon, borgar- fulltrúi kommúnista, tók einnig til máls og ámælti mjög þeim seina- gangi, sem væri á lóðaúthlutun- inni og sagði, að þetta væri engin frammistaða að geta ekki úthlutað lóð fyrr en á miðju sumri og mundu því verða sáralitlar nýjar íbúðabyggingaframkvæmdir í sum- ar í borginni, en samkvæmt lægstu áætlun þarfnaðist borgin 830 nýrra íbúða á ári. BRUNATRYGGINGAR Framhald af 6. síðu. Björn kvaðst ekki telja ástæðu til að rökstyðja þetta sjálfsagða mál frekar, því að allir borgarfull- trúar væru sennilega sannfærðir um það innst inni, að rík ástæða væri til þess.að fyrirbyggja harm- leiki, sem oft gerðust við bruna, að fólk standi eftir klæðlítið og snautt. Samþykkt þessarar tillögu væri mikilvægt spor í þá átt að byrgja þann brunn ef framkvæmd- in yrði gerð af alúð og áhuga. Vildi hann því hiklaust gera ráð fyrir því, að borgarstjórnin sam- þykkti tillöguna einhuga. Birgir ísleifur Gunnarsson, full trúi Sjálfstæðisflokksins, tók næst til máls og dró úr nauðsyn þessa máls og taldi ýmis tormerki á því, að unnt væri að framkvæma tillög- una. Kvað hann nánari greinargerð vanta um það hjá flutningsmanni, hvernig hann hugsaði sér þá fram- kvaemd. Bar hann síðan fram breyt ingartillögu, sem breytti tillögunni í einfalda hvatningu borgarstjórn- ar til almennings um að bruna- tryggja innbú sitt. Björn Guðmundssor. sagðist hafa verið búinn að taka saman í huganum ofurlitla þakkarræðu til meirihlutans fyrir sámþykkt máls- ins, en nú yrði hann að láta hjá líða að flytja þau þakkarorð. Nú hefði hann vaknað við þann kalda veruleika, að blessaður meirihlut- inn væri tregur til þess að bregða þeim vana sínum að samþykkja góð mál frá andstæðingum. Sann- aðist dæmið um meyna býsna oft á meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur. Kvaðst Björn þó undrast það, að meirihlutinn skyldi tel'ja sér ávinning að því að gera þessa litlu tillögu að pólitísku bitbeini. Flest væri þá orðið póli- tík. Hér væri um menningar- og hagsmunamá] almennings eitt að ræða. Björn kvaðst ekki ætla að leggja borgarskrifstofunum neinar lifsreglur um framkvæmdina. Þær mundu einfærar um hana, svo flók in gæti hún varla verið. Þótt vinn- an yrði auðvitað nokkur, gæti hún orðið létt, ef áhugi og góður vilji væri fyrir hendi, og mætti hugsa sér þá aðferð að leita upplýsinga hjá húseigendum og húsráðendum. En raunar sýndi það sig oftast, að borgaryfirvöld væru ekki í nein- um vandræðum með að ná til borg arbúa, a. m. k. ekki þegar leggja þyrfti á fasteignagjöldin og hvílir þá gjarnarf sú kvöð á einum hús- eiganda að innheimta gjöldin hjá öllum íbúum hússins. Og einhvern veginn færi borgin að því að ná til borgaranna með útsvarsseðla, og þá ekki einu sinni á ári heldur allt að 10 sinnum. Björn kvaðst ætla, að meginþorri manna mundi skilja nauðsyn málsins og bregðast vel við þeirri viðleitni borgarinn- ar að tryggja hag fólksins. Til mundi það auðvitað verða, að ein- hverjir vildu ekki þýðast ábend- ingu um að tryggja innbú sitt, en sá hinn sami mundi þá líklega hafa stórmennsku til þess að þiggja ekki aðstoð, ef hjá honum brynni. Þegar menn eru að mikla fyrir sér erfiðleika við að ná til fólks í þessu sambandi, verður mér hugs að til pólitísku flokkanna fyrir kosningar, sagði Björn. Ég er viss um, að þeim Sjálfstæðismönnum mundi að minnsta kosti finnast það barnaleikur að fá upplýst hjá háttvirtum kjósendum, hvort þeir brunatryggðu innbú sín. Ef til vill er ekki úr vegi aö hugleiða, að við skyldum fólk til sjúkrasamlagstryggingar. Gegn því fáum við mikið af meðulum og læknishjálp frítt. Ef menn borga ekki iðgjöld sín. fer illa fyrir þeim, þegar veikindi ber að garði. Það verður framfærslunefndin oft vör við. Þetta gæti einnig gerzt með iðgjöld til tryggingafélaga, en þó eru þau mjög dugleg að inn- heimta, þegar einu sinni er búið að tryggja. Sennilega duglegri en I sjúkrasamlagið hefur verið. Borg- | in þarf að halda uppi áróðri og veila upplýsingar um nauðsyn inn j' þústfygginga. Það er unnt að koma i miklu áleiðis með hvatningarorð- I um, auglýsingum og stuttum þátt- | um í útvarpi. En hafi meirihlut- i inn ekki trú á frjálsri aðferð í þessu máli og sinni eigin forgöngu, , þá er varla annarra kosfa völ en Iögbjóða skyldutryggingu á innbú- | um. Að gera ekkert er versti kost- | urinn, sagði Björri að lokum. Afgreiddi meirihlutinn síðan málið mec^ þv{ að samþykkja úr- | dráttarfillögu Birgis ísleifs. í FRYST GRÆNMETI Framhald af 1. síðu i ingargildi sínu, en Unnsteinn sagði að það hefði auðvitað hvað mesta þýðingu, að grænmetið kæmist til neytendanna í sama ástandi og i það væri, þegar það væri tekið til frystingar. Að lokum náðum við tali af hús I móður, sem hefur notað grænmet- | ið í mat. Hún sagðist hafa reynt | allar þær tegundir, sem í búðinni | fengjust. Hún hafði notað kálið og gulræturnar í súpu, og hefði i það í engu staðið að baki nýju j grænmeti, enda væri svo á sumrin i að grænmetið væri farið að láta á | sjá í búðunum, eftir langa geymslu.* Öllum þeim, sem glöddu mig með gjöfum og góðum skeytum á áttræðisafmæli mínu 28. ianúar s.l. votta ég innilegt þakklæti og bið þeim allrar blessunar. Valdimar Benónýsson spsp^: innlleaai- þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Magndísar Benedikfsdóttur Börn, tengdabörn og barnabörn. SKUGGAMYNDIR f-'r:. m-iTIO a) 2 Slðu sem út hafa komið til þessa. Þeirra á meðal Páll Jónsson, Björn Björns son og Hörður Kristinsson ungur grasafræðingur, sem tók allar nema tvær blómamyndanna. Fræðslumyndasafnið hefur látiö tvö fyrirtæki gera eftirtökur af lit myndunum, sem notaðar hafa ver- ið. Það eru þýzka fyrirtækið Herr- mann & Kraemer, en hitt fyrir- tækið er Geisli s.f. og er það stefna safnsins, að allar tnyndirnar verði gerðar hérlendis í framtíð- inni. METFLUG Framhald af 16. síðu. þar til hann lenti á flugvellinum við Vopnafjörð. Vindur var af SV 7—8 vindstig, og mjög ókyrrt í loftinu. Meðalhraði í ferðinni aust ur var 370 km. á klst., en á heim- leiðinni 130 km. á klst. Var flogið þá í 9 þús. fetum og verið á aðra klukkustund á leiðinni, enda vind urinn í nefið. Ferðin tókst að öllu leyíi vel, og var farið með fárveika konu á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. FLUGFÉLAGIÐ Framhald af 16. síðu. Flugfélag Færeyja mun svo sem í fyrrasumar annast afgreiðslu flugvéla Flugfélags íslands í Fær eyjum. Flugáætlun Færeyjaflugsins er þannig, að á þriðjudögum verður flogið frá Reykjavík tjl Færeyja og þaðan áfram til Björgvinjar og Kaupmannahafnar. Á fimmtudög- um frá Kaupmannahöfn til Björg vinjar og Færeyja og samdægurs til Glasgow. Á föstudögum frá Glasgow til Færeyja og þaðan til Reykjavíkur. Allmargar farpantanir hafa nú þegar borizt vegna Færeyjaflugs- ins, sérstaklega milli Bretlands og Færeyja og einnig á leiðinni milli Færeyja og Kaupmannahafnar. KJARAPÓMUR. Framhaid at i síðu. béra heitið: Sérlærð hjúkrunar- kona. Kjaranefnd varð ekki sam- mála um niðurstöðu ó.g meiri hlut inn, Páll S. Pálsson, Ragnar Ólafs- son og Ólafur Björnsson kváðu upp þann úrskurð að hjúkr.kon- rfr, secn stundað hafa sérnám í 9 mánuði, skuli ekki taka laun eftir 15. launaflokki, því þær vanti 3 mánuði upp á að hafa stundað sér nám í eitt ár. í samningi um nið- urröðun starfsmanna í launaflokka sem tekinn var upp í Kjaradóm, sé svo kveðið á, að þær hjúkrun- arkonur einar, sem stundað hafi sérnám í 1 ár, geti tekið laun eftir 15. launaflokki. Jón Þorsteinsson skilaði sérat- kvæði, þar sem tekið er fram, að hann sé samþykkur niðurstöðu meirihlutans, en á þeim forsendum að umrædd hjúkrunarkona hafi hlotið, starfsþjálfun en eigi stund- að séi’nám. Kristján Thorlacius form. BSRB skilaði einnig sératkvæði og kemst þar að þeirri niðurstöðu, að greiða beri umræddri hjúkrun- arkonu laun samkvæmt 15. launa flokki. Segir Kristján, að túlka beri „eins árs framhaldsnám“ sem almanaksár' en ekki skólaár. — Námstíminn var 15 mánuðir en 1961 styttist hann í 9 mánuði. Segir Kristján, að sú venja haíi iskapazt hér á landi, að telja kennslutímabil hvers árs, eins árs nám. Má í því sambandi vitna til skólakerfisins hér á landi, þar sem talað er um eins árs skóla, tveggja ára skóla o. s. frv., og þá átt við skóla, sem starfa hluta úr árinu frá 8 og upp, í 10 mánuði. Einnig sé viðurkennt, að kennarar, sem stundað hafi framhaldsnám í 9Vz —10 mánuði í kennaraskóla í Dan- mörku hafi stundað eins árs nám- Hjúkrunarkonur sem verið hafa í 9 mánaða sérnámi á skurðstof- um hér á landi, eru teknar sem fullgildar skurðstofuhjúkrunarkon ur erlendis, en eftir úrskurði meiri hluta kjaranefndar eru þær ekki fullgildar hér á landi. Blaðið hafði samband við Önnu Loftsdóttur formann Hjúkrunar- fclags fslands, og sagði hún að úrskurður meiri hlutans hefði kómið sér mjög á óvart og hjúkr- unarfólk hefði alls ekki búizt við þessari niðurstöðu. Hún sagði að sér væri kunnugt um að hjúkrun- avkonur hefðu sagt upp og hygðu á störf erlendis. Nokkrar skurðstofuhjúkrunar- l:onur komast þrátt fyrir þetta í 15. launaflokk og eru það þær, sem lokið höfðu námi áður en það var stytt. VESTFJARÐABÁTAR Framhalú aí 16. síðu. ýsu í fyrra, en í janúar í ár voru lestirnar aðeins 51. Aflahæstu ísafjarðarbátarnir í janúar voru Guðbjartur Kristján með 122 lestir í 16 róðrum, Guð- björg með 115 lestir í 21 róðri og Víkingur II. með 102 lestir í 19 róðrum. Fréttamönnum Tímans á Vest- fjörðum ber saman um, að afli hafi verið mun rýrari í vetur en í fyrravetur. Einnig ber mikið á því að ýsu vanti í aflann, ea að- alorsökin er þó líklegast sú, að sótt hefur verið töluvert á önnur mið en þau, sem búast má við að ýsa fáist á, nema ef vera skyldi af ísafjarðarbátum. Fréttaritari blaðsins í Bolungarvík sagði, að bátar þaðan hefðu róið mikið á önnur mið en á sama tíma í fyrra. Hann sagði einnig, að í fyrra hefði verið óvenjulega mikið um ýsu, stundum hefði hún verið % af aflanum. Ýsan hefði aukizt stöð- ugt eftir að landhelgin hefði ver- ið færð út, en ágangur togara hefði verið óvenju mikill í vetur, og þeir sargað hverja einustu bröndu upp að landhelgislínunni, og hefði mikið dregið úr aflanum á Djúpmiðum, og teldu sjómenn þennan ágang ástæðuna, því það hefði alltaf fylgzt að — mikill á- gangur togara og aflaleysi. Rannsókn lokið KJ-Reykjavík, 5. febrúar, Rannsókn er nú lokið í misferlis máli því er kom upp hjá Eimskip nú eftir áramótin, er starfsmað- ur hjá félaginu afhenti 24 bíla án þess að tilskilin tollskjöl væru af hent á móti. Maður þessi var um tíma í gæzluvarðhaldi og sömu- leiðis forstjóri Raftækni er bíl- ana átti. Forstjóranum var sleppt úr haldi í morgun. Ekki hefur starfsnjaður Eim- skips haft mikið fyrir — því hann fékk aðeins eina flösku af áfengi fyrir hvern afhentan bíl. Ekki munu aðrir hafa komið við sögu þessa máls en þessir tveir menn. Málið verður nú sent Saksóknara ríkisins til umsagnar. 20 ÞÚS. MANNS Framhald af 16. sí3u. ir fyrrverandi nemendur og kenn ara. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, en þeir sem vildu tryggja sér miða áður geta hringt, til Ágústs Sigurðasonar í síma 1-51-55. Hófið hefst kl- 8,30. Þ. ÞGBGRÍMSSON & Co, Suðnrlandsbraut 6 Ragnar í Smára sextugur RAGNAR í SMÁRA á nú sex- tugsafmæli og verður þá mörgum hugsað til hans með þökk og vildu gjarna taka í hönd á afmælisbarn- inu. En hann kærfr sig víst ekki um neitt tilhald í tilefni þess, — gæti alveg eins hugsazt, að hann muni ekkert eftir afmælisdeginum sjálfur. Að minnsta kosti er hann sjálfur víðs fjarri og víst kominn alla leið til Kanaríeyja þessa dag- ana. Það var honum líkt. Aldrei hefur Ragnar gegnt opin beru embætti, en hann hefur aft- ur á móti af sjálfsdáðum unnið verk margra manna, sem ættu að vera launaðir af hinu opinbera, leyst af hendi það, sem ríkið hefur vanrækt. Hvar væru íslenzkar Iist ir á vegi staddar, ef Ragnars hefði ekki notið við? Þetta geta vitaskuld íslenzkir listamenn bezt borið um. En Ragnari þykir þetta siálfsagður hlutur og ekki umtals vert. Hann nýtur athafnarinnar en kærir sig kollóttan um eftirmæli. Þegar opinberir aðilar kveina undan og telja ekki mögulegt við- fangs, að vinna verk til^ fram- gangs mennta og lista á íslandi, gerir þessi ótrúlegi maður sér lít- ið fyrir að skila af sér slíkum stór- virkjum með glæsibrag. Og allt þetta sem eftir hann liggur í þágu iísta og bókmennta er eins og Lann hristi fram úr erminni í hjáverkum. Ég trúi því statt og stöðugt, að Ragnar gæti hæglega stjórnað útvarpinu í matartíman- um og gert það svo ekki væri minnkun að. Það er svo margt, sem Ragnar hefur komið í kring fyrir listir og listamenn, að ærið efni væri í stóra bók, hvernig slíkt hefur gerzt. Ósjaldan hefur víst vaðið á uiðum kringum karl, en hann hef ur sjaldnast ráðizt á garðinn, þar -;cm hann var lægstur. Tónlistin á Jslandi á honum meira að þakka en nokkrum öðrum manni. Útgáfa hans á íslenzkum listaverkabókum er glæsilegt brautryðjendaverk. — Listaverkagjöf hans til Alþýðusam bandsins er einstök í sinni röð hér á landi og þótt víðar væri leitað. Þetta vita allir. Mest forvitni leik- ur mér á að vita, hvað gerist stórra atburða fyrir tilstilli Ragnars á næstu áratugunum ! þágu ísl. mennta og lista. Þessum manni verður aldrei fuliþakkað. En af- mælisóskir honum til handa eru færðar óteljandi af heilum hug. TÍMINN, laugardaginn 8. febrúar 1964 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.