Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 16
b
Vestf jarðabátar
fá nærri enga ýsu
FB-Reykjavík, 7. febrúar
Afli Vestfjarðabáta í janúar í
ár varð 3658 lestir, en í fyrra var
hann 5903 lestir. Það sem aðallega
gerir muninn, sem er nær 40%,
er að nú vantar ýsuna gersamlega
SPILAÐA
YFIR 100
BORÐUM
* FRAMSÓKNARVISTIN I
Súlnasal Hótel Sögu I fyrra-
kvöld var ein hin fjölmenn-
asta, sem haldin hefur verlS,
og sóttu hana á fimmta hundr
að manns. Vigfús Guðmunds-
son sagði eftir vistlna, að oft
hefði verið fjölmennt á vist-
inni á' Hótel Borg í gamla
daga, en þetta væri fjölmenn-
asta framsóknarvlst, sem
hann hefði stjórnað. Spilað
var á yfir 100 borðum. — Að
verðlaunum úthlutuðum flutti
Skúli Guðmundsson alþingis-
maður ávarp. Árnl Jónsson,
óperusöngvari söng einsöng.
Páil H. Jónsson stjórnaði al-
mennum fjöldasöng og sein-
ast var dansað af miklu fjöri
eins og myndin hér sýnir.
(Ljósm.: TÍMINN-GE).
20 ÞUS. MANNS í NÁMS-
FLOKKUNUM Á 25 ÁRUM
FB-Reykjavík, 7. febrúar.
NÁMSFLOKKAR Reykjavíkur
lialda upp á 25 ára afmæli sitt á
mánudaginn, en frá upphafi hafa
allt að 20.000 manns lagt stund á
hinar og þessar greinar, sem Náms
flokkarnir hafa boöið upp á
kennslu í. Nú eru þar kenndar 28
námsgreinar í 67 flokkum, og í
liaust innrituðust 1050 nemendur
í Námsflokkana. Flestir voru nem
endurnir 1957 samtals 1470 talsins.
Námsflokkarnir hófu starfsemi
sína 10. febrúar 1938. Ágúst Sig-
urðsson cand. mag. varð forstöðu
maður flokkanna og hefur verið
skólastjóri þeirra síðan. Hann
hafði kynnt sér starfsemi náms-
flokka erlendis, og gerði tillögur
um tilhögunina hér, og hefur
þeim verið fylgt frá upphafi.
Nú eru kenndar 28 námsgreinar
í Námsflokkunum í 67 flokkum,
en margir flokkar eru yfirleitt í
liverri grein. Til dæmis er hægt að
læra ensku í 6 vetur og dönsku í
5 vetur. Nýjustu flokkarnir eru
leikhúskynning, sem hófst í vetur,
en hún miðast við að aðstoða leik-
húsgesti í að njóta og skilja, það
sem fram fer í leikhúsinu. Þá var
tokin upp foreldrafræðsla fyrir 2
árum, þar sem sérfræðingar kynna
foreldrum meðferð uppeldisvanda
mála, og að lokum hefur verið
tekin upp kennsla í vélsaumi, út-
saumi og fyrir nokkrum árum tóku
Námsflokkarnir að kenna föndur.
Mun þessi föndurkennsla hafa átt
mikinn þátt í því, að árið 1957
innrituðust skyndilega 1470 nem
endur, en áður höfðu nemendur
yfirleitt verið milli 700—800. Síð-
an tóku ýmis félög að kenna fönd-
FLUGFELAGIÐ HEFUR
AFTUR FÆREYJAFLUG
Flugfélag fslands undirbýr nú
flug til Færeyja í sumar og hefir
þegar sótt um tilskilin leyfi til
viðkomandi yfirvalda.
Áætlað er að Færeyjaflugið hefj
ist 19. maí og nær áætlunin til
6eptemberloka. Samkvæmt henni
mun verða flogið einu sinni í viku
frá íslandi til Færeyja og þaðan
áfram til Norðurlanda. Á heim-
leið leggur flugvélin lykkju á leið
sína og kemur við í Skotlandi og
tengir Færeyjar þannig íslandi, I framkvæmda við flugvöllinn á Vog
Norðurlöndum og Skotlandi. Flug ey. Á þeim rúmlega tveim mán-
ferðir Flugfélagsins til Færeyja uðum sem flogið var voru fluttir
hófust í fyrrasumar, þó seinna en um 600 farþegar.
upphaflega var áformað, vegna I Framnald á 15. síSu.
ur, og dró þá aftur úr aðsókninni
að því hjá Námsflokkunum sjálf-
um.
Netnendurnir í Námsflokkunum
eru á öllum aldri frá 13 ára til
69 ára, en segja má, að meðalald-
urinn sé um 20 ár, en þó er það
nokkuð breytilegt ár frá ári. —
Margir hafa stundað nám hjá
flokkunum árum saman, t. d. inn-
ritaðist bóndi héðan úr nágrenn-
inu 7 ár í röð, og kona nokkur hef-
ur tekið þar 16 flokka, og fékk
hún ágætiseinkunn í þeim öllum.
Kennsla er ókeypis í Námsflokk
unum, en við innritun greiðir nem
andinn innritunargjald, sem fyrsta
árið var 5 krónur, en er nú 75
kr. Reykjavíkurborg greiðir um
helming kostnaðar, en þar að auki
veitir ríkið árlegan styrk til starf
seminnar.
Ágúst Sigurðsson skólastjóri
tjáði blaðamönnum, að langvinsæl
asta námsgreinin væri enska, og
svo hefur verið svo að segja frá
byrjun. Sex flokkar eru i ensku,
og að þeim loknum er fólk búið
að fá góða undirstöðu í málinu,
en bæði í 5. og 6. flokki er ein-
göngu töluð enska, því kennarar
hafa yfirleitt verið útlendir.
Á mánudaginn halda NámSflokk
arnir upp á afmæli sitt með hófi
í Klúbbnum, sem verður bæði fyr-
Framhald ð 15. sfðu.
Vélsetjari
- ÓSKAST í PRENTSMiÐJU TÍMANS
HS-Akureyri, 7. febr.
Tryggvi Helgason fór á mettíma
til Vopnafjarðar í morgun í sjúkra
flug. Liðu aðeins 24 mínútur frá
því hann tók stefnuna á Vopna-
fjörð og þar til hann var kominn
þangað.
Tryggvi lagði upp í þetta sjúkra
flug kl. 8 í morgun á tveggja
hreyfla Piper Apache vél sinni.
í aflann, en segja má, að hún hafi
verið uppistaðan i aflanum undan
farin ár.
ísfirzkir bátar fengu aðeins 142
lestir í janúar af ýsu, en í janúar
í fyrra var ýsan 395 lestir. Sömu
sögu er að segja í Bolungarvfk,
þar fengu bátarnir 257 lestir af
Framhald á 15. siðu.
BLAÐAMANNA-
KLÚBBURINN
TK-Reykjavík, 7. febrúar.
BLAÐAMANNA-klúbburinn er
nú að taka aftur til starfa eftir
nokkurt hlé — með nýju sniði og
í nýjum húsakynnum, hliðarsal
Þjóðleikhússkjall
arans. Sá háttur
verður á hafður
framvegis, að
gesti verður boð-
ið á hvem klúbb
fund og mun
hann spjalla við
blaðamenn um
það, sem efst er
GYLFI á baugi hverju
sinni eða það, sem að blöðum,
blaðamennsku og blaðaútgáfu lýt-
ur. Hins markverðasta, er fram
kemur á hverjum klúbbfundi verð
ur getið í blöðunum.
Fyrsti klúbbfundurinn verður n.
k. þriðjudagskvöld, 11. febrúar og
hefst fundurinn kl. 9,30. Gestur
klúbbsins verður þá dr. Gylfi Þ.
Gíslason, menntamálaráðherra, og
mun hann spjalla við blaðamenn
um „Samkeppni og áhrif sjón-
varps á blöð og blaðaútgáfu".
Sérstakur, ódýr réttur, blaða-
mannaréttur, verður jafnan á boð-
stólum á klúbbfundunum. Klúbb-
urinn er opinn fyrir alla blaða-
menn og gesti þeirra og eru blaða-
menn hvattir til að fjölsækja fund
inn á þriðjudaginn.
HAFNARFJÖRÐUR
FRAMSÓKNARFÉLAG HafnarfjarS-
ar heldur aðalfund sunnudaginn 9.
febrúar kl. 14 I GóStemplarahúsinu
f HafnarfirSi. Dagskrá: 1. Venjuleg
aSalfundarstðrf. 2. Rætt verSur um
f járhagsáætlun HafnarfjarSar. —
Frummælandi er Jóhann ÞórSarson
— 3. Bæjarmálln. Frummælandl *>r
Jón Pálmason bæjarfulltrúi. — Mæt
ið stundvíslega. — Stjórnln.
Metflug til Vopnafjarðar
Var vélin sjö mínútur að „klifra'*
upp í 10 þúsund fet, tók hann síð-
an stefnu á Vopnafjörð og liðu
ekki nema 24 mínútur þar til
hann var yfir vellinum á Vopna
firði. Fór hann einn hring yfir
völlinn í tvær mínútur, og liðu
þannig ekki nema 33 mínútur frá
flugtaki á Akureyrarflugvelli og
Framhald á 15. sfðu.
Vatnsflaumur í
Bolungarvík
KJ-Bolungarvík, 7. febr.
í kringum síðustu helgi
snjóaði mikið hérna, sérstak
lega á sunnudag og mánu-
dag kyngdi hér niður mikl-
um snjó. Á þriðjudag stytti
upp og gerði blíðuveður. í
gær og fyrradag kom svo
asahláka og allan snjó hef-
ur nú tekið upp.
Vatnsflaumurinn varð
mjög mikill og flæddi jafn-
vel inn í kjallara þeirra
húsa sem lægst standa. Ræsi
tóku ekki við öllu vatninu,
og fyrir kom að klóakleiðsl-
ur stoppuðust. f einu hús-
inu hálffyiltist kjallarinn,
en skemmdir urðu þó furðu-
litlar.