Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR, 7. febrúai. NTB-Leopoldville. — Stjórn Kongó hefur sent öflugan lier til höfuðs hryðjuverkamönnun- »im í Kwilu-héraðinu í Kongó. NTB-Stokkhólmi. — Norski fingrafarasérfræðingurinn Jo- han Hafnor sagði í réttinum í Stokkhólmi í dag, að fingraför- in á einu bréfanna umdeildu í Helandermálinu hefðu ekkert sönnunargildi. NTB-Saigon. — Um 115 Suð- ur-Vietnam-hermenn voru drepnir, og um 30 særðir, í sjö tíma löngum bardaga við skæru liða kommúnista í nokkruni þorpum í nánd við landamæri Kamhodsjíu. NTB-Wasihington. — Samtök Ameríkuríkja (OAS) ákváðu í dag að skipa nefnd til þess að rannsaka og leysa dailu USA og Panama- NTB-París. — Frakkar munu selja 300 vörubila til Kúbu bráðlega. Þeir verða greiddir á þrem árum. NTB-Bangkok. — Þrívelda- ráðstefnan í Bangkok hefur á- kveðið að skipa nefnd til að rannsaka þróunina í Malaysíu- deilunni síðan Manila-ráðstefn- an var haldin í ágúst s. 1. NTB-Washington- — Banda- ríkin, Danmörk og Noregur munu í sameiningu skjóta upp þrem Nike-Apacjie eldflaugum frá Andöya við strönd Noregs til rannsóknar á útvarpsbylgj- um o. fl. NTB-Oslo. — Um 400.000 norskir launþegar munu fá nýja samninga á þessu ári, þar af um 246.500 launþegar nú í vor. NTB-Bodö. — 31 norskur sjó maður drukknaði f janúarmán- uði s. 1. NTB-Oslo. — Norðmenn munu líklega gefa út silfurpen- ing að upphæð 10 kr. norskar i sambandi við 150 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar 17. maí n. k- NTB-París. — Líklegt er tal- ið, að de Gaulle komi í opin- bera heimsókn til Noregs og Svíþjóðar á næsta ári. NTB-Dar-Es-Salaam. — Ut- anríkis- og varnarmálaráðherr- ar meðlimaríkja Einingarbanda lags Afríku koma saman til fundar í Dar-Es-Salaam 12. febrúar n. k. Þeir munu ræða upprejsnirnar f A.-Afríku. NTB-París. — Gríska stytt- an af Venusi frá Milo verðnr send til Tokío í lok mánaðar- ins. Henni yerður stillt upp þar í sambandi við Olympíuleikana þar í sumar. NTB-Cairo. — 20 ára gömul flugfreyja lét lífið, er hún sog- aðist út um dyr flugvélar í 8500 feta hæð- BRETAR 0G FRAKKAR ERU SAMMÁIA UM AÐ BVGGJA GÖNG UNDIR ERMARSUND: GÖNGIN TILBOlN 1970 NTB-París, 6. febrúar. Ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands hafa komizt að sam- komulagi um að byggja járnbrautargöng undir Ermasundið fyrir árið 1970, að því er tilkynnt var opinberlega í dag. Göngin, sem verða 52,45 km. löng, eiga að ná frá Calais í Frakkiandi til brezku strandarinnar suðvestur af Folkestone. Bretar telja, að það taki um 6 ár að byggja göngin. Göngin verða 52,45 kílómetrar að lengd, og þar af eru 36,4 km. neðansjávar. Byggingartíminn verður 5—6 ár, og áætlaður kostn aður við göngin er um 450 millj. dollara, eða um 20,2 milljarðar íslenzkra króna. Brezka og franska ríkið munu útvega 25% kostnaðar fjársins hvort um sig, en hin 50% verða fengið hjá hópi bandariskra fjármálamanna. Göngin verða úr tveim aðskild- um rörum, sem hvort um sig verð uf 6,5 metrar í þvermál. Auk þess verða byggð minni göng, sem not uð verða fyrir síma- og rafmagns leiðslur og fleira þess háttar. Fjar- lægðin milli endastöðvanna verður 69,45 km. Franska stöðin -erður byggð suðvestur af Calais, en sú brezka suðvestur af Folkestone. Áætlað er, að járnbrautarlest- irnar noti göngin vel, því að 3—4 farþegalestir eiga að fara í gegn- um þau á hverri klukkustund, auk þess, sem sórstakar bílaflutninga lestir munu fara um göngin sex sinnum á klukkustund. Hver bíla- Skuggamyndir tíl kennsiu FB-Reykjavík, 7. febrúar. FRÆÐSLUMYNDASAFN ríkis- ins hóf á síðasta hausti útgáfu lit- skuggamynda til notkunar við kennslu í skólum landsins og til fræðslu og skenuntunar fyrir ai- menning. Þegar eru komnir út f jór ir flokkar um Árnessýslu, Borgar- fjörð, fslenzkar jurtir og íslenzka fugla. Þá eru væntanlegir flokk- ar um Skagafjörð, Eyjafjörð, Múla sýslurnar báðar og að lokum flokk ur um starfsíþróttir. Fræðslumyndasafnið ætlar sér að gefa út myndaflokka úr öllum sýslum landsins, og í hverjura flokki eru myndir af sögustöðum, sérstæðum náttúrufyrirbrigðum, þorpum, kaupstöðum og yfirlits- myndir af landslagi. Jafnhliða landafræði- og sögu- flokkunum er hafin útgáfa á mynd- um úr náttúrufræði og verður þfeirri útgáfu haldið áfram, eftir því, sem ástæður frekast leyfa. í október kcm út flokkurinn íslenzk ir fuglar og eru í honum 27 mynd ir, en nú er að koma út flokkur- inn íslenzkar jurtir, og er þetta viðamesti flokkurinn, sem enn hef ur komið á markaðinn, en í honum eru samtals 60 myndir. Myndaflokkunum fylgja litlir lextapésar brotnir saman og eru þeir í sömu stærð og myndirnar og falla vel við hlið litskuggamynd anna í öskjunum. Fjölmargir ljós- myndarar hafa tekið myndirnar, FramhalO é 15 siðo lest ber um 300 bíla, og farþeg- arnir fá að sitja í bílunum á leið- inni yfir, sem einungis tekur um 45 mínútur. Ferðin frá London til Parísar mun því einungis taka fjóra tíma og 20 mínútur með lest, en nú tekur sú ferð 7 tíma og 20 mínútur vegna ýmissa tafa í sambandi við ferjurnar. Umferðargjaldið gegnum göng- in er áætlað um 700 íslenzkar krón ur fyrir bílinn og 90 krónur fyrir manninn. Þetta gjald mun borga allan kostnað við býggingu gang- anna á 30 árum. Tæknifraaðingar hafa reiknað út, að bygging brúar yfir Ermarsund yrði helmingi dýrari, og auk þess hindra sigl- ingar yfir sundið. Einnig hefur verið hætt við hugmyndina um göng, sem væru bæði fyrir bíla- umferð og lestir . Stjórnir Bretlands og Frakk- lands munu nú ræða ýmis lögfræði leg vandamál í sambandi við þessa byggingu, og einnig, hvenær haf- izt skuli handa. Ekki er enn þá ákveðið, hversu miklu einkafjár- magni verði hleypt inn í fram- kvæmdir þessar, en víst er talið að ríkisstjórnir viðkomandi landa muni hafa meirihlutann í því fé- [ lagi, sem stofnað verður til þess að sjá um bygginguna. Bílnum í brekkunni bjurguð ÞJ-Húsavík, 7. febrúar. BIFREIÐINNI, sem lenti í snjó flóðinu í Auðbjargarstaðabrekkum á Tjörnesi síðastliðið þriðjudags- kvöld, var bjargað í gær úr gilinu, þar sem hún Iá á hliðinni um 50 metra neðan vegar. Skarphéðinn Jónasson, Halldór Bárðarson, Húsavík stjórnuðu verk inu, sem tókst mjög giftusamlega og án þess að bifreiðin skemmdist nokkuð, til viðbótar því, sem varð. við hrapið og afleiðingar þess. Bifreiðin virðist furðu lítið skemmd. Vélarhús og stýrishús hafa þó laskazt nokkuð, framrúðan og önnur afturrúðan höfðu brotn- og vélin er úrbrædd. Við björgunina var notuð ein ýta og þrír trukkar. Ýtan var lát- in grafa sig niður og tengd með vírum við trukkana, til þess að halda þeim föstum, en trukkarn- ir voru síðan látnir draga bifreið- ina upp á veginn með spilum og blökkum eftir að búið var að reisa hana upp á hjólin. Ekki varð því við komið, að draga bifreiðina stytztu og beinustu leið upp á veg- inn heldur varð að fara með hana um 70 metra leið upp mikinn bratta. Bruni í Kóoavogi KJ-Reykjavík, 6. febrúar. KLUKKAN 17,40 var slökkvilið- ið í Reykjavík kvatt að Holtagerði 54 í Kópavogi. Var eldur laus á efri hæð hússins. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins, en töluverðar skemmdir munu hafa hlotizt af honum. Hús þetta er ekki fullfrágengið, en bú- ið í því samt. Haraldur Björnsson (lengst til hægrl) stjórnar æfingu á ímyndunarveikinni. ÍMYNDUNARVEIKIN A HERRANÚTT BÓ-Reykjayík, 7. febrúar. HERRANÓTT Menntaskólans KVIKMYNDA- SÝNING HJÁ VARÐBERGI NÆSTKOMANDI laugardag kl. 2 e. h. efnir félagið Varðberg til kvikmyndasýningar í Nýja Bíói, Reykjavík. Sýndar verða þrjár eftirtaldar kvikmyndir: Um loftin blá, fjallar sú mynd vm samstarf V.-Evrópu þjóða á sviði loftferðartiála og flugöryggis. Leiðtoginn Ulbricht, greinir myndin frá nokkrum æviatriðum þessa foringja A -þýzkra kommún- ista. Kafbátavarnir mynd þessi er tekin af upplýsingaþjónustu NATO — og sýnir varnir Atlantshafsrík.i- anna gegn hinum ógnvekjandi kafbátaflota Soyétríkjanna. Aðgangur að þessari kvikmynria sýningu er ókeypis, og öllum hejm j!l, börnum þó aðeins í fylgd með fullorðnum. býður að þessu sinni upp á hinn velkunna gamanleik ímyndunar- veikina eftir Moliére. Leikurinn verður frumsýndur í Iðnó n. k. mánudagskvöld, kl. 20,30. Leikstj. er Haraldur Björnsson. Fréttamenn ræddu í dag við Jóhann Guðmundsson, formann leiknefndar, og Einar Magnússon, menntaskólakennara, og sögðu þeir, að æfingar án leikstjóra hefðu byrjað í október. Haraldur Björnsson var þá erlendis, en um jólaleytið tók hann stjórnina í sínar hendur. ímyndunarveikin var sýnd í Þjóðleikhúsinu 1952, en Haraldur lék þá Diafoirus lækni. LR sýndi leikinn 1931- Hlutverkin eru 15, en auk þess leikur 5 manna hljóm- sveit úr Menntaskólanum. Jón Þór arinsson útsetti lögin og æfði hljómsveitina- Fjórar fyrstu sýningarnar verða fyrir menntaskólanemendur og boðsgesti, en vepja er að flytja ieikinn um það bil 10 sinnum. Þá bafa Menntaskólanemar sýnt Herranóttipa utan Reykjavíkur, en að þessu sinni er óráðið um ferða lag. Búningar og húsgögn eru fengin að láni hjá Þjóðleikhúsinu, en nem endur hafa sjálfir gert leiktjöld- in. Á mánudaginn, 10. febrúar, eru 291 ár liðið síðan ímyndunarveikin var fyrst sýnd í París. AKRANES FRAMSÓKNARFÉLAG Akraness heldur skemmtifund í félagsheimili sínu að Sunnubraut 21 n. k. sunnu- dag kl. 20,30. Spiluð verður fram- sóknarvist og sýnd kvikmynd. — Ölium er helmill aðgangur. REYKJANES- KJÖRDÆMI FUNDUR verður haldinn í stjórn kjördæmissambands Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi þriðjudaginn 11. febrúar n- k. og hefst kl. 30,30 í félagsheimilinu, Tjarnargötu 26. Formenn flokks- félaganna í kjördæminu mæti á fundinum. 2 TÍMINN, laugardaginn 8. febróar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.