Tíminn - 07.03.1964, Page 6

Tíminn - 07.03.1964, Page 6
FB-Reykjavík, 6. marz. Á blaðamannafundi um Hall- grímskirkju, sem haldinn var í gær, skýrði gjaldkeri kirkjunnar •blaðamönnum frá því, að í árslok 1962 hefðu framkvæmdir við kirkjuna numið 3.655.000 krónum, en á sama tima höfðu kirkjunni toorizt í frjálsum framlögum og gjöfum 1.527.000 krónur, söfn- uðurinn hafði lagt fram 1.837.000 krónur, þar með taldar 166 þús- und krónur, sem ríkið hafði lagt fram, og auk þess hafði bærinn lagt fram til kirkjunnar á 10 ár- um 945 þúsund krónur. Síðasta kostnaðaráætlun, sem gerð hefur verið vegna Hallgrfcns kirkju, hljóðar upp á 50 milljónir, og á nú eftir að vinna fyrir 41 milljón til þess að fullgera kirkj- una, en stefnt er að því að ljúka toenin árið 1974 á 300. ártíð Hall- gríms Péturssonar, Passíusálma- skáldsins. í kostnaðaráætluninni er gert ráð fyrir kaupum á 50 radda org- eli, sem kosta mun um 1.2 millj- ónir króna, og verður það stærsta orgel landsins, en sérfræðingar telja, að hljómburður kirkjunnar ætti að verða sérstaklega góður, eða eins og bezt verður á kosið til flutnings tónlistar. Á fundinum skýrði biskupinn yfir íslandi yfir því, að danskur íslandsvinur hefði skrifað sér og sagzt vilja gefa Hallgrímskirkju veglega gjöf, sem er cnálverkið ForsfSa bréfanna. FÉ TIL MINNINGAR UM * KIRKJU Kristur á króssinum, eftir danska málarann Viggo Pedersen, en máL verk þetta er metið á 40.000 krónur danskar. Hallgrímskirkju hafa einig borizt aðrar gjafir, t.d. hét Samband íslenzkra samvinnu- félaga fyrir löngu, að gefa kirkju- klukkurnar, og fyrir skömmu skýrði ónafngreindur vinur Hall- grímsklrkju, séra Jakobi Jóns- syni sóknarpresti frá því, að hann hygðist gefa kirkjunni öll þau gólfteppi, sem þyrfti að nota í hana. Á þessu ári er ráðgert að ljúka byggingu hliðarálma kirkjunnar, en í vesturálmunni verður að- staða til safnaðarstarsemi, og þar verður messað, eftir að ekki verð- ur lengur hægt að messa í núver- andi húsnæði safnaðarins, og þar til kirkjunni verður lokið. Einnig er ætlunin að reisa 17 metra af hinum 174 metra háa turni í ár, og koma þaki yfir hliðarálm- urnar. Eins og nýlega hefur verið skýrt frá í fréttum, þá hefur biskup landsins valið 5. sunnudag í föstu sem er hinn 15. marz, til þess að vera almennur minningardagur Hallgríms Péturssonar í tilefni þess að á þessu ári eru 350 ár liðin frá fæðingu hans. Þann dag verða messur sungnar um land allt í anda sr. Hallgrims: „Minum Drottni til þakklætis" — „allt svo verði til dýrðar þér“ — svo skyldi kirkjan minnast og þakka. Þannig segir m. a. í bréfi biskups til sókn arpresta í sambandi við hina fyr- irhuguðu Hallgrímsminningu. í þessu sambandi hefur einnig verið minnst á minningarkirkjuna, sem þjóðin er að reisa Passíusálma skáldinu í hjarta höfuðborgar ís- lands og þvatt er til þess að all- ir, sem votta vilja þakklæti og hollu&tu við hin helgustu verð- mæti, þeir leggi fram skerf — lítinn eða stóran eftir ástæðum —„til Hallgrímskirkju í Reykjavík nú á þessum tímamótum SR. HALLGRIMS í þessu' tilefni hefur á undan- förnum mánuðum verið undirbúin útgáfa á svokölluðum gjafahluta- bréfum Hallgrímskirkju, sem vera skulu kvittanir fyrir frjálsum fram lögum til minningarkirkjunnar. Bréfin eru prentuð í mismunandi litum eftir upphæðum þeirra sem eru kr. 100,00, kr. 300,00, kr. 500,00, kr. 1000,00, kr. 5000,00. A forsíðu bréfanna er mynd af Hallgrímskirkju eins og hún verð ur byggð, tilfærð er upphæð og kvittun byggingarnefndar kirkj- unnar fyrir gjafahlutum. Á annari slðu er prentuð mynd af listaverkinu Hallgrímur Péturs son, eftir Einar Jónsson mynd- höggvara, með áletruðu versinu: „Gef þú að móðurmálið mitt“. Á þriðju síðu er ávarp biskups- ins yfir íslandi svohljóðandi: „Síra Matthías Jochumsson sagði í fyrirlestri, sem hann flutti kring um síðustu aldamót um síra Hall- grím Pétursson, að ef leita ætti atkvæða um það, hvaða íslend- ingar væru mest dáðir og elskaðir af þjóðinni, mundi síra Hallgrím- ur án efa verða hlutskarpastur. í því fámenna úrvali afbragðsmanna sem kæmust í úrslit í slíkri keppni væri höfundar Passíusálmanna ó- tvírætt mestur „ástgoði“. Hvað veldur? Síra Matthías rek ur nokkur þau rök, sem til þess liggja, og verður þeim naumast hnekkt. Kjarni málsins er sá, að þjóðin vissi sig eiga Hallgrími meira að þakka en öðrum mönn- um. Enginn hafði sem hann verið henni styrkur í stríði og þraut, enginn borið bjartara ljós í litla, dimma bæi, enginn staðið eins nærri hverjum einstökum frá bernsku til banadægurs. Til hans voru orðin sótt, þegar baminu var kennt að biðja. í margvíslegum aðstæðum lífsins voru heilræði hans tiltæk og tímabær. Lífsspeki hans, auðskilin, djúp og tær, var sífelld stoð cg hugbót. Og í hverju helstríði og harmi veittu versin hans svölun og græðslu. Fáir eru Cörti ,6ii Tir;: ,isgmi'(öin<-.i fj þéir, sem iagt hafa þjóð'Jáfrímii- ið af mörkum til andlegrar farsæíd ar. Dæmin úr veraldarsögunni um svo ríkan sess eins manns í lífi þjóðar öldum saman eru ekki mörg, ef nokkur eru. Þakkarskuld íslendinga við síra Hallgrím Pétursson verður aldrei ofmetin. Sú gjöf, sem hann var þjóðinni, verður alltaf meiri en hver áþreifanleg viðurkenning hennar. Vér vonum, að aldrei renni sú öld yfir ísland, að gildi hans verði ekki metið, að verk hans og minniing fyrnist. Kirkjan er í smíðum í höfuð- borg íslands. Sérstaða hennar er sú, að hún á að bera nafn Hall. gríms, Hallgrímskirkja. Hún verð- ur ekki tiltakanlega mikið mann- virki á mælifcvarða nútímans, — stærðin mundi varla mjög gagn- rýnd, ef í hlut ætti leikhús, dans- salur eða kvikmyndahús. Hún verð ur sóknarkirkja eins hins fjöl- mennasta safnaðar, auk þess er henni ætlað lilutverk í almanna- þágu, sem er nauðsynlegt en engin kirkja höfuðstaðarins hefur rými til að gegna. Flestum irun finnast það heil- brigð og réttmæt hugsun, að höf- uðkirkja f höfuðborg fslands sé helguð minningu þess manns, sem ber yfir aöra í íslenzkri kirkju- sögu og að það horfi til sæmdar fyrir þjóðina að votta á þann hátt þökk sína og vitund um var- anlegt gildi dýrmætustu verðmæta sinna. Heitum því og stuðlum að því, að Hallgrímskirkja í Reykjavík rísi sem fyrst.“ Á baksíðu er tilfært eftirfar- andi úr lögum um tekjuskatt og eignarskatt nr. 70/1962: 12. gr. Frá tekjum skal draga, áður en skattur er á þær lagður: D. Einstakar gjafir til menningar- mála, vísindalegra rannsóknar- stofnana viðurkenndrar líknar- starfsemi og kirkjufélaga, þó ekki yfir 10% af skattskyldum tekjum gefanda, enda sé hver gjöf ekki undir 300 kr. Fjármálaráð- herra ákveður í reglugerð, hvaða| málaflokkar og stofnanir korni til greina s amkvæmt þessum staf- lið.“ Meðfylgjandi mynd sýnir útlit forsíðu hinna nýju gjafahluta bréfa Hallgrímskirkju. Það skal tekið fram, að þetta er ekki í fyrsta skipti, sem slík Gjafahluta bréf eru notuð í sam-j bandi við söfnun á fé til kristi-1 legs starfs. Sumarbúðirnar í Lind- ar-rjóðri í Vatnaskógi, sem byggð- ar voru um og eftir 1940, eru að verulegu leyti byggðar fyrir til- svarandi gjafahluti. Þessi nýju bréf Hallgríms- kirkju, hafa nú verið send öllumj sóknarprestum í landinu og verða þau fáanlega að loknum minning- arguðsþjónustunum í kirkjum um land allt sunnudaginn 15. marz n.k. og síðan áfram fyrst um sinn hjá sóknarprestunum. Öðrum vinum Hallgrímskirkju' úti um landið verða einnig send þessi bréf til fyrirgreiðslu og mun síðar verða skýrt frá hverjir þeir eru. í Reykjavík og nágrenrii verða bréfin með sama hætti fáanleg hjá sóknarprestum og kirkju- vörðum — og á ýmsum stöðum, Byggingarnefnd Ha'lgrímskirkju hvetur landsmenn til að leggja stein í byggingu minningarkiirkju passíusálmaskáldsins, einmitt nú á þessum tímamótum, og gera það með því að eignast gjafahlutabréf þau, sem nú er verið að dreifa um landið. Allar gjafir, þótt minni séu en gjafahlutabréfin, segja til um, eru jafn þakksamlega þegnar. Má af- henda þær sóknarprestum lands- ins eða til Biskupsskrifstofunnar, Klapp- arstíg 27, Reykjavík. eða til gjaldkera Hallgríms- kirkju, Þórsgötu 9, (sími 199 58), Reykjavík. EINKAMAL SVEITAMAÐUR óskar eftir að komast í bréfasamband við stúlku 25—50 ára, sem hefur áhuga á sveitabúskap. Flillrl þagmælsku heitið. — Svar sendist til auglýsingaskrifstofu TÍMANS, Banka stræti 7 fyrir 1. apríl n. k. Merkt: Sveitabúskapur. Gott iðnaðarhúsnæði til leigu. Upplýsingar í síma 37132 og 32281 SKIPAtiTGCRB RÍKISINS Ms. Herðubreiö fer vestur um land í hringferð 12. þ.m. Vörumóttaka árdeg- is í dag og á mánudag til Horna fjarðar, Djúpavogs, Breiðdals- víkur, Stöðvarfjarðar, Mjóa- fjarðar, Borgarfjarðar, Vopna- fjarðar, Bakkafjarðar, Þórs- hafnar og Kópaskers. Farseðl- ar seldir á miðvikudag. Skjaldbreið fer vestur um land til ísa- fjarðar 12. þ.m. Vörumóttaka árdegis í dag og á mánudag til Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Suðureyrar og ísafjarðar. Farseðlar seldir á miðvikudag. Jörðin Efra-Nes í Borgarfirði er til sölu, eða leigu. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Upplýsingar í síma 35803. ChctuaiÁ JZaiiía kroíí frítrterkín TIL SÖLU Þvottaker (úr tré), 2 eldhúsborð og kerru- poki, allt sem nýtt. Upplýsmgar í síma 12367, eða 17384. Trúlofunarhringar Fljói afgreiðsla Sendum gegn póst- kröfn GUÐM. P09STEINSSON gullsmiSur Bankastrætj 12 1« T í M I N N, laugardagur 7. marz 1964.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.