Tíminn - 08.03.1964, Síða 8
t
SEI
DAVIÐ STEFANSSON
skáBd frá Fagraskógi - Fæddur 21. janúar 1895 - Dáinn 1. marz 1964
Kalt var hér á landi á útmán-
uðum árið 1895. Hafís var fyrir
öllu Norðurlandi og íshröngl í
mynni Eyjafjarðar. Norðaustan
stormar og hret lömdu bóndabýl-
in á ströndum Eyjafjarðar. Þá
bjuggu í Fagraskógi á vestur-
strönd fjarðarins hjónin Ragnheið
ur Davíðsdóttir og Stefán Stef-
ánsson, sem lengi var síðar þing
maður Eyfirðinga. Ragnheiður
var dóttir Davíðs prófasts Guð-
mundssonar að Hofi í Hörgárdal
og konu hans Sigríðar Ólafsdótt
ur trésmiðs og skálds Briems á
Grund í Eyjafirði. Móðurbróðir
séra Davíðs var Jón Árnason þjóð
sagnasafnari. Bróðir Ragnheiðar
í Fagraskógi var Ólafur Davíðs-
son náttúrufræðingur og þjóð-
sagnaritari. Faðir Stefáns í Fagra
skógi var séra Stefán Árnason, er
síðast var prestur að Háisi í
Fnjóskadal, en faðir hans var
séra Árni Halldórsson prestur að
Tjörn í Svarfaðardal.
Þrátt fyrir hamfarir storms og
bylja þennan áður umrædda vet-
ur, ríkti birta og gleði í Fagra-
skógi. Bæði var það, að hjóna-
band þeirra Ijjóna þar var jafn
an hið hamingjusamasta, og hinn
21. janúar þá um veturinn hafði
þeim fæðzt sonur, er látinn var
heita í höfuðið á afa sínum á
Hofi og skirður Davíð. Það var
grundvöllur að lífshamingju
sveins þessa að vera kominn af
kjarngóðum ættstofnum og eiga
ástríka móður og trygglyndan föð
ur, og betri foreldra en hans var
vart hægt að kjósa sér.
Sveinninn öðlaðist í ríkum
mæli beztu kosti forfeðra sinna
og foreldra. Hann varð flestum
sonum trygglyndari foreldrum
sínum, nánustu ættmönnum sínum
vinum sínum, fæðingarstað sín-
um, sveit sinni, héraði sínu, landi
sínu og þjóð. Heimili sitt taldi
hann alla sína ævi í Fagraskógi.
Um móður sína orti hann Ijóð,
látlaus, innileg og fögur, er
geymast munu um aldir sem gim
steinn, án þess að blikna í úr-
vali íslenzkra bókmennta. Hann
var svo ástsæll af þjóð sinni, að
slíks munu fá eða engin dæmi um
nokkurt skáld í samtíð sinni allt
frá upphafi íslandsbyggðar.
Stefán Stpfánsson í Fagraskógi
var vinsæll þingmaður og dugleg-
ur að vinna fyrir kjördæmi sitt.
Hann var og sveitar- og héraðs-
höfðingi, góður bóndi, komst vel
aí, en aldrei ríkur. Heimili hans
var rómað fyrir myndarskap og
gestrisni, og áttu þau hjón bæði
þar jafnan hlut og hún ekki síð-
úr. Eg, sem þesar línur rita,
kom eitt sinn á heimili þeirra.
l'annst mér það vera með óvenju-
lega miklum menningarbrag.
Davíð skáld ólst upp á heim-
ili foreldra sinna í hópi systkina
sinna, sem voru, Stefán, sem síð
ar var lögfræðingur og alþingis
maður og bjó eftir föðúr sinn í
Fagraskógi meðan honum entist
líf, Guðrún, er varð skáld og
giftist Jón skáldi Magnússyni í
Reykjavík Valgarður, sem nú er
stórkaupmaður á Akureyri, Valdi
mar, sem nú er yfirsakadómari í
Reykjavík, Þóra, er giftist Árna
Jónssyni frá Arnarnesi, og Sig-
ríður er giftist Guðmundi Krist
jánssyni, bónda í Glæsibæ.
Upp frá bænum í Fagraskógi
rís Sólarfjall, að vísu heitir það
nú öðru nafni. En það hét Sólar
fjall á landnámstíð, því að það
er talið að vera fjallið, sem Helgi
hinn magri gekk upp á, tii þess
Sólarfjall.
þær rætur,
yrði ekki lengri, þá aflaði hann
sér víðtækrar menntunar alla ævi.
Árið 1920 ferðaðist hann suður
til Ítalíu og í þeirri för hefur
hann séð margt og lært mikið.
Eftir Ítalíuförina fór hann til
útlanda með fárra ára millibili.
Hann ferðast um mikinn hluta
Evrópu, allt austur í Rússland.
Hann las og mikið. Hann átti
eitt hið stærsta og bezta bókasafn,
sem til var í einkaeign hér á
landi. Er það sérstaklega auðugt
af gömlum guðsorðabókum, rím-
um, leikritum, ljóðmælum og
þjóðsögum.
Sama árið og Davíð varð. stúd
ent kom út fyrsta ljóðabók hans,
Svartar fjaðrir. Með þeirri bók
var hann þegar kominn í tölu
góðskálda þjóðarinnar. Sjaldan
eða aldrei mun fyrsta bók ungs
að sjá sem víðast um byggðir
Eyjafjarðar.
Fagriskógur —
Þarna festi Davíð
sem aldrei slitnuðu. Þar vöknuðu
þrár hans, þar dreymdi hann
æskudrauma sína, þar glímir
hann fyrst við hin duldu rök
lífsins, þar skyggnist hann yfir
fortíð, nútíð og framtíð, og þar
flýgur hugur hans með hinum
vængjuðu landvættum Eyjafjarð-
ar, er Snorri Sturluson segir frá.
Með þeim flýgur hann út um
víða veröld og heim aftur.
Davíð mun hafa verið 9 eða
10 ára, er foreldrar hans réðu
Kristján kennara frá Dagverðar-
eyri fyrir heimiliskennara handa
börnum sínum. Kristján sagði
mér frá því, að þá hefðu þeir
Davíð verið eitt sinn saman ríð-
andi á ferð. Sagðist hann þá
hafa spurt Davíð að því hvað
hann ætlaði að verða. Davíð svar
aði stutt og ákveðið: „Eg ætla að
verða skáld.” Af þessu má sjá
að hverju hugur hans hefur stefnt
þegar í æsku.
Davíð settist ungur í gagnfræða
skólann á Akureyri. Þá kynntist
hann séra Matthíasi Jochumssyni.
Var hann þá og jafnan síðan hrif
inn af Matthíasi, Á þessum árucn
og raunar um l'angt skeið var
Matthías nokkurs konar Sókrates
Akureyringa, er fræddi þá með
viðtölum í húsum inni og á göt-
um úti. Hahn var þá ekki aðeins
andríkasti maður á Akureyri, held
ur mesti andans jöfur allrar þjóð
arinnar. En varla mun Davíð þá
hafa dreymt um, að hann ætti
eftir að skipa sæti Matthíasar.
Davíð lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1919. Hafði hann um skeið
tafizt frá námi vegna veikinda.
Árið eftir lauk hann prófi í for
spjallsvísindum við Háskóla ts-
lands. Þar með lauk skólanámi
Davíðs. En þótt skólaganga hans i Hús Davíðs við Bjarkarstíg á Akureyri.
ijóðskálds hér á landi hafa verið
lesin eins mikið og Svartar fjaðr-
ir. Árið 1922 sendi hann frá sér
aðra ljóðabók sína, Kvæði. Árið
1924 kom svo þriðja ljóðabók
hans Kveðjur. Hann var þá þeg-
ar orðinn eitt vinsælasta ljóð-
skáld þjóðarinnar. Kvæði hans
voru lesin, lærð og sungin. Á
vinnustöðum, á ferðalagi í bílum
og á samkomum. Og af söng-
kórum voru kvæði Davíðs sung-
in. Allir virtust kunna mörg
kvæði hans, svo sem Helgu jarls
dóttur, og Mamma ætlar að sofna.
Brátt mátti finna að ung skáld
höfðu orðið fyrir miklum áhrif-
um frá honum.
Árið 1925 var Davíð skipaður
bókavörður við Amtsbókasafnið á
Akureyri og hélt hann því starfi
nær þrjá áratugi. Frá þeim tíma
að hann varð bókavörður bjó
hann á Akureyri, þótt hann teldi
sig eiga heima í Fagraskógi.
Árið 1926 kom fyrsta leikrit
Davíðs út á prenti, Munkarnir á
Möðruvölhun. Sama árið og þeir
komu út voru þeir sýndir á leik-
sviði af Leikfélagi Akureyrar, og
var leiknum vel tekið. En ekki
vakti leikritið eins mikla hrifn-
ingu sem ljóð höfundarins. Árið
1929 kom út fjórða ljóðabók
Davíðs, Ný kvæði. Hafi einhver
áður verið í vafa, að Davíð væri
stórskáld, hlaut sá vafi að hverfa
er þeir lásu þessa bók hans.
í ljóðasamkeppninni í tilefni
alþingshátíðarinnar 1930 bar
Davíð sigur úr býtum Höfuðtón-
skáld þjóðarinnar sömdu lög við
þessi hátíðarljóð, og hafa þau
oft verið sungin, einkum þó lög
Páls ísólfssonar og Björgvins Guð
mundssonar. Og í heimabæ Dav-
íðs, Akureyri, stofnaði Björgvin
sérstakan kór, „Kantötukór Akur-
eyrar“ til þess að geta flutt kant-
ötur sínar, og þá fyrst og fremst
hátíðarljóð Davíðs.
Árið 1930 voru allar ljóðabæk-
ur Davíðs uppseldar og voru þær
þá gefnar út að nýju í tveim bind
um, Kvæðasafn I.—II.
Arið 1933 kom út fimmta ljóða
bók Davíðs, í byggðum, og önnur
útgáfa þeirrar sömu bókar kom
út 1941. Sjötta ljóðabók Davíðs,
Að norðan kom út 1936.
Skömmu fyrir jól 1940 kom út
skáldsaga Davíðs, Sólon íslandus
í tveim bindum, og seldist upplag
hennar upp á fáum dögum.
Snemma á árinu 1941 kom Sólon
út í annarri útgáfu. Það sama
ár kom leikritið Gullna liliðið. Það
hefur hlotið meiri vinsældir en
önnur leikrit Davíðs, og hefur oft
verið sýnt hér á landi og erlend
is, þar á meðal á listahátíðinnni
í Edinborg fyrir nál. tíu árum.
Árið 1943 kom út heildarútgáfa
af öllum áður prentuðum ljóð-
um Davíðs í þrem bindum,
Kvæðasafn I.—III. Árið 1944 kom
út leikritið Vopn guðanna, og
1947 Ný kvæðabók. Árið 1952
kom svo út heildarsafn af öllum
ritverkum Davíðs í fjórum bind-
um. Frá þeim tíma hafa komið
út eftirtaldar bækur hans: Svart-
ar fjaðrir, tvær útgáfur 1955,
Ljóð frá liðnu sumri og leikritið
Landið gleymda, 1956, Tvær
greinar, 1959, í dögun, ljóðabók,
1960, og Mælt mál, 1963. Auk
þeirra útgáfna af bókum Davíðs,
sem ég hefi þegar talið, hafa
komið út eitt og eitt kvæði í sér-
ugáfum.
Af bókum hans, sem þýddar
hafa verið og gefnar hafa verið
út á erlendum málum, veit ég
um þessar: ívar Orgland hefur
þýtt 41 af kvæðum hans á norsku
og gefið út með nafninu Eg sigl-
er i haust. Anna Z. Osterman
hefur þýtt Gullna hliðið á sænsku.
Það kom út 1950 með nafninu
Den gyldne porten. Eitthvað af
ljóðm?elum hans hefur verið þýtt
á dönsku og ef til vill fleiri er-
lendar tungur. Anna Z. Oster-
man hefur og þýtt Sólon ísland-
us á sænsku. Mun hann vera í
prentun.
Davíð Stefánsson reyndist trúr
sinni æskuhugsjón að verða skáld.
Mestan hluta st^rfsorku sinnar
hefur hann helgað henni. Alla
ævi skyggndist hann um af sólar-
fjalli og sá lengra og lengra. Sjón
hans skerptist • meir og meir og
skilningur hans óx. Ég hygg að
hann hafi aldrei ort betur en á
efri árum sínum, eins og níunda
og síðasta bók hans, í dögun,
sannar.
Þegar Davíð var sextugur að
aldri, gerði bæjarstjórn Akureyr
ar hann að heiðursborgara bæjar-
ins, og vottaði honum þar með,
að hún vildi sýna honum' sömu
virðingu og hún hafði áður sýnt
Matthíasi.
Fyrir allmörgum árum reisti
Davíð sér myndarlegt hús norðar
T i M I N N , sunnudaginn 8. marz 1984 —