Tíminn - 08.03.1964, Qupperneq 14

Tíminn - 08.03.1964, Qupperneq 14
þannig lengi vel í djúpum þönk- um, án bess að vita af neinum eða neinu í kringum sig. Clementine tekur þá strax við og heldur samræðunum fimlega áfram. Á meðan á máltíðinni stendur, finnur maður stöðugt til nærveru húsfreyjunnar. Hún er ætið viðbúin að grípa í taumana, þegar eitthvað virðist ætla að fara í handaskol'um. Með árunum hefur hún orðið bráðsnjöll í því, hvernig taka beri sviptingagjörnu og breytilegu skapi Winstons.ofsa hans, örvæntingu og tárum, kæti, blíðlyndi og ást Þá löngu ævi, sem hún hefur verið gift Winston, hefur hún haft af gestum fremstu karla og konur heims, og enginn gesta þeirra, er hafá setið að borðum hjá þeim Churchillhjónum, minn- ast þess, að ekki hafi allt gengið snuðrulaust. Hins vegar hefur komið fyrir að Clementine hafi þurft að vera skjót til að beina samræðunum í nýjan farveg til þess að forða því að slys henti. Eitt sinn var frú Leo Amery, kona fyrrv. Indlandsmálaráð- herra, gestur við hádegisverðar- borð þeirra ásamt sir Stafford Cripps, sem var ráðherra þá í sömu stjórn og Winston, og sat hann gegnt Winston. Cripns fylgdi stranglega reglum náttúru- lækningamanna í mataræði. Winston naut stundarinnar út í yztu æsar, þar sem hann réðist á kalkúna og aspargus með heitri smjörsósu. Hann hallaði sér skyndilega að frú Amery, horfði illkvittinn á sir Cripps, sem af- þakkað hafði alla þessa gómsætu rétti, og sagði: “Eg er feginn að ég er ekki grasæta. Eg snæði það, sem ég vil, drekk það, sem ég vil og geri það, sem ég vil . . .“ Eftir áherzluríkaþögn hélt hann áfram: “.. .og svo er það hann, sem er með rautt nef.” í annað sinn snæddi hjá þeim kvöldverð maður nokkur, mjög kunnur, afskaplega hár vexti og leit ströngum augum á réttvísi og siðgæði. Yfir kvöldverðarborð- inu ríkti andi strangra siðaskoð- ana og almennur drungi. Þegar gesturinn stóð loks upp frá borð- um, hvessti Winston augum á Clementine og aðra þá, sem enn sáth og lifað höfðu af, og þrum- aði: “Hver vill létta af mér þess- ari þjakandi byrði guðanna?” Þó að Winston sé ætíð hinn kurteisasti og liprasti í samskipt- um sinum við konur, og þó að hann hafi ætíð varðveitt skemmti- lega, drengjalega framkomu sína, sem töfrað hefur marga, þá er vægast sagt ærið verkefni og alls ekki auðvelt að vera gift honum. Skapgerðir Clementine og Win- stons voru andhverfar. Það var ókleift að henda reið- ur á skapferli Winstons. Hins veg ar var Clementine alltaf sami diplómatinn. Engu skipti, hvað fyrir kom á heimilinu. Hún hafði nóga sjálfsögun til að bera til að geta varðveitt virðuleika í fram- komu. Hún metur það mikils, þeg- ar maður hennar ,,kemur heim úr vinnunni,” með vandamál menn- ingar framtíðar í huga, og að hann skuli vera að berjast gegn illum öflum í stjórnmálaheimin- um, þegar hann stundum kemur of seint í matiinn. Svo að hún leggur sig alla fram um að búa honum góða máltíð. Þar sem hann er afar óstund- vís, er hún alltaf stundvís. Hann er kunnur fyrir að hirða lítt um klæðaburð sinn. Hún er alltaf lýtalaus til fara. Fyrst og fremst þekkir hún skapgerð eiginmanns síns út í yztu æsar og betur en nokkur ann ar, en Ridell lávarður höfðaði til þess, er hann sagði í viðurkenning arskyni um hana: “Hún er drottn- ing eiginkvennanna, og hefur gott lag á Winston.” Winston hefur alltaf verið gest- risinn maður og Clementine vill hafa hann gegnt sér við borðs- endann. Ef samræðurnar virðast ætla að renna út í sandinn, getur hún alltaf rekið smiðshöggið á langdregnar samræðurnar með einhverjum hnyttnum orðum, sem hitta í cnark. Til þess að ná frábærum ár- angri í matargerð, eyðir hún alltaf hálftíma á hverjum morgni með eldabuskunni til viðræðna um matseðil dagsins. Venjulega var framborinn forréttur, súpa, nýr silungur eða koli, steiktur nautj- hryggur eða holdugur fasani, á- vextir, kökur og ostur, og stund- um var á borðum eitthvert lostæí- ið, sem hún hafði fengið úr nýrri uppskrift og vildi nú reyna. Að sjá um snilling og gáfnaljós og ala upn fjölskyldu er stórt verk efni, en Clementine unni heimili sínu. Hún hafði mikið dálæti á blóm i:m, sérstaklega rósum ofe blóma- skreytingar voru algengar í borð stofunni. Á miðborðinu var aldrei neitt; sem gat skyggt á gestina, og alltaf var þannig til hagað, að þeir ættu hægt með að sjá hver annan svo að samræður þeirra þyrftu ckki að verða þvingaðar þess i egna. Á hverjum morgni raðar hún riður við hádegisverðar- og kvöld verðarborðið sjálf, eftir að hafa ráðfært sig um matinn við elda- buskuna. Við niðurröðun sætanna gerir hún aldrei skyssu, þó að það sé engan veginn auðvelt að fást í því tilliti við ráðherra, herfor- ingja, háttsetta menn í opinberu lífi, verzlunarjöfra, og stundum gestkomandi, erlenda pótintáta. Til þess að auðvelda sér þetta verkefni, vill hún helzt, ef unnt er, raða gestunum niður umhverfis liringlaga borð. Gestaboðin umhverfis hringlaga borðin voru mismunandi eftir því, hvar þau höfðu aðsetur. Þegar þau fcjuggu í Downingstreet 10, og stjórnarstörf voru rædd við kvöld verðinn, var sú samkunda venju- legast formleg. Gestirnir voru allir karlmenn, og þó að Clementine sæi um málsverðina, tók hún aldrei þátt í þeim. Eftir að hafa tekið á móti gestunum, og ef til vill drukkið með þeim kokdilli, dró hún sig venjulegast í hlé og gekk til herfcergja sinna. 30 Að sjálfsögðu er það afar eítir sóknarvert að vera boðið til máls- verðar á heimili Churchills. Einu þeirra, er getur hrósað sér af að hafa orðið þeirrar virðingár að- njótandi er Bandaríkjamaðurinn írægi, Irving Berlin- Hvernig það varð gæti orðið gott efni í ein- hvern gamansaman söngleik han:,. Þannig vildi til, að í brezka sendiráðinu í Washington starfaði maður að nafni hr. I. Berlin, en hann sendi skýrslur til utanríkis ráðuneytisins um gang mála í Bandarikjunum. Skýrslur þessar voru síðan sendar forsætisráðherr anum. Winston var afar hrifinn af þeim og virti Berlin þennau mjög fyrir skarpskyggni hans og st j órnmálahyggindi. Morgun nokkurn veitti hann því athygli, er hann las blöðin, að hr. Irving Berlin væri kominn til Bretlands frá Bandaríkjunum. Þeg ar hann hafði gefið ritara sínum nauðsynleg fyrirmæli um boðið, tilkynnti hann Clementine: „Það kemur maður, sem heitir Berlin til hádegisverðar í dag.“ Hann var Oof önnum kafinn við mikilvægt málefni til að mega vera að skýra fyrir henni ástæðuna fyrir fcoð- inu. Irving Berlin mætti eins og vera fcer, og Clementine tók á móti honum. Winston tók sömu- leiðis á móti honum og jafnvel enn hjartanlegar. „Þér hafði skrif að prýðilega hluti“, sagði forsæt isráðherrann. „Eins og yður mua kunnugt, er ég afar hrifinn af því. En hvað álítið þér sjálfur, að það sé það bezta, sem þér hafið skrifað hingað til?“ ,,Ja, forsætisráðherra“, sagði Irving Berlin, „satt að segja veit- ég það varla, en ég mundi helzt nefna „Hjarta mitt hætti að slá.“ Winston hló kurteislega við 35 15. KAFLI. Liwy hafði ekki ekið nema fáeina kílómetra, þegar mótorinn hikstaði nokkrum sinnum og síð an drapst á honum. Hún vissi ekk ert um vélar, svo að hún sneri lyklinum nokkrum sinnum og rak þá augun í, að benzínmælirinn stóð á núlli. Hún vissi fyrir víst, að hún hafði látið fylla tankinn um morguninn, svo að bíllinn gat varla verið benzínlaus. Hún steig út úr bílnum og ark aði af stað, hin gramasta, til næstu benzínstöðvar. Þar keypti hún fimmlítra brúsa með benzíni og bar hann aftur að bílnum. Bíllinn fór samstundis í gang og hún hélt áfram til vcrksmiðjunn- ar, en varð þó að stoppa til að skila brúsanum og láta fylla tank inn. Nú var orðið aldimmmt og hún sá ekki mikið af stóru bygg ingunni, þar sem skrifstofurnar voru, en hún tók eftir ljósi í einni élmunni og safnstofunni þar sem sjaldgæfu postulíni var stillt út, ekki aðeins Berenger framleiðslu heldur einnig kinversku, Ming, Sevres og öðrum frægum merkj um. Livvy steig út úr bílnum og gekk milli blómabeðanna að lágu einnar hæða miðblokkinni, þar sem skrifctcfurnar voru og hún hafði beðið að bögglarnir væru skildir eftir. Aldimmt var í bygg ingunni. Á sumrin var starfsliðið vant að snæða hádegisverð sinn uppi á þakveröndinni. Hún stóð andartak við dyrnar og hlustaði. Allt var kyrrt. Nætur vörðurinn var sjálfsagt á eftirlits ferð, hann hlaut að hafa gleymt að slökkva í safnstofunni. Livvy þreifaði í veskinu eftir lyklinum. Hún lauk upp dyrunum og gekk inn í forsalinn. Dyr á vinstri hönd voru í hálfa gátt og hún gekk inn og kveikti Ijósið. Þar stóðu þrír stórir bögglar á borði og merktir hennar nafni. Hún furðaði sig á, að næturvörð- urinn hafði ekki orðið hennar var og komið til að hjálpa henni. En Joe gerðist gamall og auk þess orðinn heyrnardaufur, svo að hann hafði sjálfsagt ekki heyrt þegar hún kom. Hún komst ekki með nema einn böggul út í einu. Þegar hún kom inn aftur, eftir að hún hafði bor- ið þann fyrsía út, fannst henni hún heyra dauf högg yfir höfði sér. Hún stóð kyrr og lagði við hlustirnir og skildi, að höggin komu af þakveröndinni. Svo fyllt- ist hún kvíða. Hugsa sér til dæm- is ef Joe gamli hefði farið þangað upp og dottið og slasað sig eða hann hafði kannski fengið hjarta- kast. Höggin hófust að nýju og nú hærri og ákveðnari . . . Livvy flýtti sér aftur fram i for- salinn. Hún hikaði aðeins andar- tak áður en hún hljóp upp hring- stigann, sem lá út á þakið . . . Þegar hún kom upp stóð hún kyrr andartak og reyndi að venj- ast myrkrinu. Hún hlustaöi, en heyrði ekkert. Svo kallaði hún: — Er einhver hérna? Ekkert svar. Hún greindi óljóst eitthvað við lágt handriðið. Það virtist óhugnanlegl, eins og þar lægi mannvera . . hreyfingarlaus . . . lífvana . . . Hún hraðaði sér í áttina og kallaði: — Joe? En engin hreyfing. Það var svo dimmt, að hún sá ekki gerla, hvað þetta var og þegar hún kom að því varð henni fótaskortur á því. Hún féll framyfir sig og reyndi CLEMENTINE KONA CHURCHILLS að grípa í handriðið sér til stuðn- ings .... Á því andartaki fékk hún högg í bakið, það var svo fast, að hún greip andann á lofti og endasteypt ist yfir það, sem lá á þakinu. Eitt andartak lá hún þarna og reyndi að ná andanum.Hún lyfti höndunum til að verjast ár- ásarmanninum, sem staðið hafði að baki hennar. Svo tókst henni að æpa upp yfir sig. En það kom ekki annað högg. Það sem hún hafði dottið á var að minnsta kosti ekki manns- líkami. Hún þreifaði á því og uppgötvaði að það var sekkur með hálmi, sem notaður var til að pakka inn postulíni. Að lokum tókst henni að vega sig upp, hún trúði ekki eitt andar- tak að hún myndi komast héðan lifandi. Ef hún liti um öxl mundi hún sjálfsagt sjá fjandmann sinn . . þá mundi hún loks fá að vlla, hver það var, sem sóttist eftir lífi hennar. Loksins hleypti hún í sig kjarki og leit í kringum sig, en hún sá ekki sálu. Jafn hljóðlaust og þessi mannvera hafði komið fram úr myrkrinu hafði hún horfið aftur. Hún grét hljóðlega og nötraði eins og lauf í vindi og varð að setjast niður aftur. Hún hallaði höfðinu að lágu handriðinu og þá var eins og hún rumskaði. Eins og leiftur þaut það gegnum huga hennar, að höggið sem henni var greitt hefði átt að láta hana fljúga yfir handriðið og ef hálm- sekkurinn hefði ekki legið þarna og hún hrasað sekúndubroti áður ! en höggið var greitt . . . — Joe! Joe! hrópaði hún tryll- ingslega, beið og hlustaði. En ekkert svar, aðeins ógnarleg kyrrð allt um kring. Hún varð að reyna að komast | héðan burtu. Lá árásarmaðurinn ; í leyni niðri og beið þess að i granda henni, fyrst fyrri tilraunir | höfðu mistekizt. Henni tókst að ; rísa upp, svo þaut hún yfir þakið og niður stigann. Hún nam ekki staðaj- til að taka fleiri böggla, heldur þaut áfram og hneig niður í bílsætið. Ilún kom bílnum í gang, en uppgötvaði, að hendurnar skulfu svo mjög, að hún gat varla haldið um stýrið. Hún þorði ekki að stanza og reyna að jafna sig, hún varð að koma sér burt - þangað sem hún væri örugg. Orðið virt- ist hlæja að henni! Hræðslan hel- tók hana að nýju, þegar henni varð ljóst að árásarmaðurinn átti hægt með að veita henni eftirför og neyða hana til að stanza . . . Það yrði ekki erfitt að láta það líta út sem slys, enginn vitni voru hér á fáförnum, dimmum veg- inum . . . En hún átti ekki um annað að velja. Hún varð að halda áfram, aka eins hratt og bíllinn kæmist, og til Simonar! Hún steig fastar á benzíngjöfina af undarlegri heppni beygði hún inn á réttan afleggjara við vega- mótin. Hendurnar skulfu og hugs- anir hennar voru allar á ringul- reið. Hún var svo mjög að hugsa um ótta sinn að hún veitti því lengi vel ekki eftirtekt, að bifreið kom akandi á ofsahraða á eftir henni. Og þegar hún tók loks eftir því, beygði hún inn á annan veg, þar eð hún vonaði að bíllinn héldi áfram. Bílstjórinn beygði líka og depl- aði ljósunum í ákafa. Hann nálgað ist stöðugt, hún bjóst við að bíl- stjórinn mundi reyna að komast á hlið við hana og neyða hana til að stanza. Hún reyndi að aka á miðjum veginum, en bíllinn sem á eftir kom hafði kraftmeiri vél og var fljótari að átta sig. Hún var til- neydd að sveigja út á vegarkant- inn. Eftir augnablik fæ ég að vita hver það var sem myrti Clive og ætlar einnig að ráða mig að dög- um, var hennar eina hugsun. Hún flautaði látlaust og vonaði að einhver í grenndinni heyrði til hennar. En þeir mundu hvort eð var koma of seint. Bíllinn var korninn á hlið og nú varð hún að nema staðar. Livvy sneri sér frávita og leit á bílinn. Hún sá ekki hver sat við stýrið, en hann hafði áreiðanlega elt hana frá verksmiðjunni, og hún var sem lömuð af tryllings- legri hræðslu. Hinn bíllinn nam staðar fyrir framan hennar og sá sem við stýrið sat sneri sér við. í Ijósunum frá bílnum sínum sá hún hver hann var. lö.kafli. TÍMINN, sunnudaginn 8. marz 1964 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.