Tíminn - 14.03.1964, Qupperneq 8
j ÆBKUNNAF 1 fc 1 ••"• •. ' ' :. ••' •'..jv-.;'■.... 1f III m f, * x,'::v:'.|'.ll-::' ' ÆSKUNNAR' v: "•':
ÚTGEFANi:*: SAMBAND UNGRA FRAMSOKNARMANN A Ritstjóri: Elías Snæland Jónsson.
Blaðið AUSTRI skrifar um árásir íhalds og kommúnista á unga Framsóknarmenn á Héraði:
VES YÐUR, ÞÉR HRÆSNARAR
Undanfarín ar hefur Framsóknarflokkurinn átt miklu fylgi að fagna meSal æskufólks.
Fjöldi ungra manna og kvenna um land allt hefur skipað sér undir merki hans og sett
traust sitt á frjálslynda umbótastefnu hans.
Þetta hefur farið í taugarnar á andstöðuflokkum Framsóknarflokksins sem eðlilegt er,
og hafa þeir gripið til hinna ólíklegustu vopna, ef vera mætti, að með því fengju þeir
stöðvað rás þróunarinnar.
Fyrir skömmu stofnuðu 178 ungir menn og konur Félag ungra Framsóknarmanna á
Fljótsdalshéraði. Þessi háa félagatala olli bæði straumi og skjálfta hjá forustumönnum
íhalds og komma, langhundar voru skrifaðir um „bamaveiðar Framsóknarmanna" og ljót
vinnubrögð. Meira að segja höfðu þessir ijótu „kallar“ ekki kinokað sér við að fara inn
í barnaskólana til að táldraga æskulýðinn.
Foringi Alþýðubandalagsins á
Héraði, sem einnig er fréttaritari
Þjóðviljans á Egilsstöðum, fór fyr
ir í baráttu þessari. Fréttaskeyti
hans til flokksblaðanna létu þó
sannarlega svipuna ríða yfir synd-
ugan hrygg Framsóknar. Ljót var
hún fyrir, en nú kastaði tófun-
U«L
Því miður varð þó þessi ágæti
forustumaður svo óheppinn að vill-
ast allmjög fram hjá sannleikan-
um. Sumir sögðu, að þar gætti
skaphita, og foringinn mundi vera
afsakaður, þar sem hann eflaust
gæti ekki greint rétt frá röngu,
sakir ofsa. Þetta mun þó ekki vera
rétt, þar sem hér er um einstak-
PRENTVILLA
t Alþýðublaðinu (þ. e. Auka-Mogganum) 8. marz s.l.
varð mjög meinleg prentvilla í greininni „Flokkur án
hugsjóna“. Rétt átti upphafsmálsgreinin að vera svona:
„Það er sárt að leita hugsjóna
og finna þær ekki, illt að vilja
vera hugsjónamaður í flokki án
hugsjóna, sárt að standa uppi sem
Alþýðuflokksmaður á íslandi í
dag og horfast í augu við fortíð,
nútíð og framtíð."
Ég finn sárt til með greinarhöf-
undi, sem reynir í ofboði að finna
hugsjón í spillingu íhaldsins og
• •
er
íhaldskrata. Syndafen það
djúpt og illt upp úr því að komast.
Þess vegna flýja ungir menn og
ungar konur unnvörpum flokk í-
haldskrata og fylkja sér i Fram-
sóknarflokkinn í leit sinni að sósí-
aldemökratískum hugsjónum. Þar
er þær að finna.
Með þökk fyrir birtinguna,
Jafnaðarmaður
FRAMSÝNI
Það mun vart til í heimin-
um þjóðfélag, sem býr við
slíkt skipulagsleysi í efnahags
málum, og fleiri þjóðmálum,
en íslendingar í tíð núverandi
ríkisstjórnar. íslenzkt efna-
hagslíf er sem stjórnlaus bát-
ur, sem þvælist fyrir vindi og
veðri — og stjórnarvöldin
gera ekki hina minnstu til-
raun til þess að láta vélina
ganga, setja stýrið í samband
eða reyna að stefna fleyinu
í land. Á meðan þeir græða í
því þjóðfélagi, sem þeir hafa
gert að heimsmeistara í f jár-
málaspiliingu og fjármála-
glæfrum, — á meðan þeir
græða, þá láta þeir bátihn
reka hvert sem vera vill. Þess-
ir íhaldsflokkar eru mjög
vel á veg kommr með að
gjöreyðileggja íslenzkt efna-
hagslíf og þjóðlíf.
Miðstjórn Framsóknar-
flokksins hélt fund um síð-
ustu helgi og birti stjórnmála-
yfirlýsingu, sem telja má þá
merkustu, sem nokkur stjórn-
málaflokkur á íslandi liefur
látið frá sér fara. Þar hefur
flokkurinn sig yfir dægur-
þrasið og horfir með stórhug
inn í framtíðina.
í yfirlýsingunni er. m.a.
lögð mikil áherzla á tvö atriði.
í fyrstá lagi skipulagningu —
hlut, sem stjórnarfl. mega
ekki heyra nefndan, af því
að skipulagning leiðir til fram
fara og uppbyggingar til góðs
fyrir ALLA þjóðina, en ekki
bara fáeina íhaldsbraskara, —
og í öðru lagi að taka vísindi
og tækni meira í þjónustu at-
vinnuveganna við uppbygg-
ingu þeirra. Framsóknar-
flokkurinn hefur með þessu,
eins og oft áður, tekið foryst-
una meðal íslenzkra stjórn-
málaflokka með framsýnni
stefnu skipulagningar, vísinda
og tækni. fsleróka þjóðin hef-
ur sýnt síðustu árin, og mun
sýna það rækilegar á komandi
an geðprýðismann að ræða, en hitt
aftur líklegra, að ' einhverjar
hrekkjóttar tungur hafi verið að
verki og skrökvað í eyru hans, til
að láta hann hlaupa með alla vit-
leysuna. Sé svo, þá er það ekki fag-
urt og engum til eftirbreytni. En
látum nú útrætt um foringja þenn
an, sem Framsóknarflokkurinn
hins vegar óskar innilega að haldi
pólitískri stöðu sinni sem lengst,
þrátt fyrir gálausa fréttamennsku.
Sannleikurinn í máli þessu er
sá, að meðal hinna 178 stofnenda
FUF á Héraði voru 7 á aldrinum
14 til 16 ára. Nú skyldi einhver
segja, að þarna væri einmitt glæp-
urinn, 14 og 15 ára unglingar
dregnir inn í pólitísk ofstækisfé-
lög, þyrfti nú fremur vitnanna
við?
Um það má deila, hvort leyfa
eigi unglingum innan 16 ára ald-
urs inngöngu í pólitísk félög, og
eðlilega skiptast menn þar í skoð-
anahópa og eiga til rök, bæði með
og á móti. Hitt er annað, að hér
eru allir íslenzkir stjómmálaflokk-
ar á sömu braut, og méira að
segja allir á sama stað. Allir leyfa
þeir 14 ára unglingum inngöngu
í félög sín, engu að síður þeir, sem
nú mega vart vatni halda af vand-
lætingu yfir „ljótu köllunum í
Framsókn". Heimdallur reið á vað
ið með þetta strax árið 1927, og
síðan hafa aðrir fetað þessa sömu
braut, smátt og smátt. Framsókn-
arflokkurinn fór þar síðastur með
skipulagsbreytingu á Sambandi
ungra Framsóknarmanna árið
1962.
Þessi er sannleikurinn, og þegar
honum er stillt upp við hliðina á
hinum öfgakenndu skrifum and-
stæðinga Framsóknarflokksins að
undanförnu, hvaða orð kemur þá
fram í huga manns, annað en:
Farisear?
Þó væri það nú ekkert, ef
Fariseamir hefðu engan reynt að
skemma nema Framsóknarflokk-
inn, en við það gat nú ekki setið.
Stjórn Samb. austfirzkra kvenna
birti ákaflega sakleysislega yfir-
lýsingu í Ríkisútvarpinu nú fyrir
skömmu, þar sem skorað var á
mæður að koma í veg fyrir, að
börn þeirra yngri en 16 ára gengju
inn í stjórnmálafélög.
Þetta birtist nokkru eftir að org-
arnar tóku að rísa út af FUF á
Héraði, svo hinir pennalipru rit-
stjórar íhalds og komma voru
ekki lengi að finna út úr yfirlýs-
ingunni þá meiningu, sem þeim
hæfði.
„Konurnar voru auðvitað að víta
Framsókn, hvað annað?“ Þeim
Framhald á 13. síSu.
FRÁ
STJÓRN SUF
Eyjólfur Eysteinsson, erind
reki SUF, fer í næstu viku til
Vesturlands og mun ferðast
um Vesturlandskjördæmi
næstu vikurnar. í byrjun maí
fer hann síðan að nýju til Aust
urlands, off mun hann eins og
áður á ferðum sínum vinna að
stofnun félaga og félagasam-
banda í þessum kjördæmum.
ENN LYGUR ÞJODVIUINN
•fa FORYSTUMAÐUR kommúnista á Austurlandi, Sigurður Gunnarsson, sem að sögn þeirra, sem bezt
tll þekkja, er geðprýðlsmaður hlnn mesti, hefur gerzt „fréttarltarl" Þjóðviljans á Egllsstöðum, og
frætt landsmenn undanfarið um hinar svokölluðu „barnaveiðar" Framsóknarmanna þar.
í Þjóðviljanum 4. marz s. I. birtist yfirlýsing frá Birni Magnússyni, skólastjóra á Eiðum, I tilefni af
fullyrðingu Sigurðar um, að 12 ára börn úr barnaskólanum þar hafi gengið fnn í FUF á Héraði. Sagði
B|örn skólastjóri, að fullyrðing þessl væri „alger staðleysa", svo sem rétt er.
Geðprýðlsmaðurinn mlkli, Sigurður Gunnarsson. kvað skólastjórann hreinlega Ijúga þessu, og full-
yrti, að drengur elnn til helmilis að Þrándarstöðumí Eiðahreppi, 12 ára að aldri, hafi gengið í FUF.
Hér mun um að ræða dreng, sem Stefán Jóhannsson heltir. Samkvæmt inntökubeiðni I FUF á
Héraði er hann fæddur 19. ágúst 1949 — verður sem sagt 15 ára I ágúst næstkomandi. Til frekarl
öryggis litum við I manntalið, og nlðurstaðan var sú sama — Stefán Jóhannsson á Þrándarstöðum er
tæplega 15 ára, en ekkl 12 ára eins og geðprýðismaðurinn Sigurður Gunnarsson fullyrðir.
Sigurður Gunnarsson, sá mikli geðprýðlsmaður kommúnista á Austurlandi, hefur því ekki einungis
orðlð uppvis að fréttafölsun af lægstu tegund — þeirri tegund, sem kommúnistaþrælar á íslandi hafa
sem aðalatvinnu, ásamt Morgunblaðsmönnum, — heldur hefur hann orðið uppvis að visvitandi lyg-
um um unga Framsóknarmenn, ( því skyni að reyna að skaða þá. Svo mikll er afbrýðisemi hans og öfund
út f FUF á Héraði, sem var nýlega stofnað með 178 félögum, og er því langglæsilegasta stjórnmálafélag
ungra manna, sem nokkru slnnl hefur verið stofnsett á Austurlandi — svo mlkil er öfund geðprýðls-
manns kommúnista þar, að hann bætir lygum á lygi ofan. Væri höfuðpaurum kommúnista hér fyrtr
sunnan ekki nær að gera ærlegt verk einu sinni á ævinnl og troða tappa upp i geðprýðismann sinn
þarna fyrir austan? Þeim yrði vissulega þakkað það af mörgum á Héraði, kommúnistum sem öðrum.
árum, að hún kann að meta
framsýni Framsóknarflokks-
ins og treystir honum til þess
að koma hjóðarskútunni á rétt
an kjöl að nýju eftir skipbrot
íhaldsflokkanna tveggja. En
það þarf enginn að láta sér
detta í hug að það verði gert
með skipulagslausu penna-
striki, eins og Ólafur Thors
ætlaði sér. Við verðum að
sigra skref fyrir skref á skipu
legan hátt.
Lífeyriskerfi
Eitt af þeim málum, sem
Framsóknarflokkurinn hefur
barizt fyrir árum saman, er
lífeyriskerfi fyrir alla lands-
menn. Er hér um að ræða mik
ið nauðsynjamál, og því skilj-
anleg sú þröngsýna afturhalds
afstaða, sem ihaldsfloklcarnir
í núverandi ríkisstjórn hafa
tekið til þessa máls.
En lífeyriskerfi fyrir alla
landsmenn er ekki einungis
mikið baráttumál launþega-
stéttanna og bænda hér á ís-
landi. Svíar hafa þegar kom-
ið á fót slíku kerfi hjá sér, og
er þar um mjög merkilegt fyr-
irkomulag að ræða. Mál mál-
anna meðal norskra jafnaðar-
manna þessa stundina er að
koma á lífeyriskerfi fyrir alla
þar í landi. Það er sjónarmið
allra jafnaðarmannaflokk-
anna á Norðurlöndum, jafnt
Verkamannaflokksins í Nor-
egi sem Framsóknarflokksins
hér, að eitt af höfuðskilyrðum
nútíma þjóðfélags sé, að sjá
vel fyrir þeim eldri, sem lok-
ið hafa dagsverki sínu.
Framsóknarflokkurinn hef-
ur því enn einu sinni t*>kið
upp mikið hagsmunamál. oink
um fyrir launastéttina og
bændur. og hefur í fiöldí* ára
orðið að berjast gegri doyfð
íhaldsflokkanna — líka ihalds
krata, sem stundum gerast
svo ósvífnir að kalla sig jafn-
aðarmcnn.
B
T f M I N N, laugardaginn 14. marz 1964