Tíminn - 14.03.1964, Blaðsíða 13
\
Vorið er á næsta leiti
KASTDREIFARI
unglingar, eða fullorðið fólk, óskast til að bera
blaðið út við Rauðalæk.
cg viS erum komin í ferSahug. Á vorin er bezt a3 ferSast, lægsfu fargjöldin, fegursti árstíminn suöur í
löndum. Við fljúgum utan í vor með Flugfélaginu, móti sól og sumri og fylgjum sumrinu heim,-
Það er Flugféiagið,
sem flyhiryður á leiðarenda; ferðaskrifstofurnar annast alla fyrirgreiðslu og skipulsggja ferðina. t>ægi-
legar flugferðir, ódýr ferðafög, lág fargjöld, leitiS upplýsinga hjá Flugfélaginu eða ferðaskrifstofunum.
Börn
VICON kastdreifarinn hefur hlotið fjölda viður-
kenninga á landbúnaðarsýningum erlendis. Vicon
dreifir öllum tegundum tilbúins áburðar og hon-
um getur fylgt þvælari til að tryggja sífellt rennsli
áburðarins, jafnvel í röku veðri. Stilling er mjög
einföld. Einfaldur að gerð. Slitfletir fáir. Bilana-
hætta lítil. Varahlutir alltaf fyrirliggjandi. Hef-
ur verið í notkun hér á landi í fjölda ára. Vin-
samlegast sendið pantanir sem allra fyrst.
Afgreiðsla í apríl.
ARNI CESTSSON
Vatnsstíg 3 — Sími 11555
em
ICELAJVJJAJÍR
Bankastræti 7. — Sími 12323.
Undirbúningur að útgáfu Ferðahandbókarinnar er
hafinn og er ráðgert að hún komi út fyrri hluta
vors. Þeir aðilar, sem enn hefur ekki verið haft
samband við, en kynnu að vilja koma efni eða aug-
lýsingu í bókina, eru vinsamlegast beðnir að senda
það til FerSahandbókarinnar, Bogahlíð 14, Reykja-
vík, strax. Upplýsingar eru gefnar í síma 3 56 58
eftir kl. 7 e. h.
ÚTGEFENDUR-
Vettvangurinn
gleymdist sem sé á augnablikinu
að báðir áttu flokkar þeirra til hér
á Austurlandi félög með nákvæm
lega sama skafankanum og hér var
verið að víta.
Gleymska er fyrirgefanleg, en
sá sóðaskapur að ætla sér að beita
samtökum austfirzkra kvenna fyr-
ir pólitískt eyki sitt, aftur á móti
ekki. Kvenfélögin eru eins og all-
ir vita, ópólitísk samtök og Aust
firðingar eiga þeim margt gott
upp að unna, ekki síður en aðrir.
Þau eiga bví að fá að vera í friði
fyrir dægurþrasi og ríg.
Og hvað þeim ágætu konum, sem
skipa stjórn Sambands austfirzkra
kvenna, viðvíkur, þá er það aug-
ljóst mál, að þær eru fyrst og
fremst að berjast hér gegn hinni
algildu reglu íslenzkra stjórnmála
flokka, og veita þeim unglingum,
sem ekki hafa náð 16 ára aldri,
inngöngu. Ilafa þær eflaust margt
til síns máls og eiga það skilið að
skoðun þeirra sé tekin til athug-
unar hjá flokkunum öllum, en
ekki út úr henni snúið.
Hvað hefur gerzt hér? Jú, íra-
fár hefur gripið uni sig hjá and-
stæðingum Framsóknarflokksins
sakir þess fylgis sem hann á hjá
æskufólki þessa lands. Að von-
um er andstæðingunum erfitt um
vik, og taka því upp á að berja
hann fyrir það, sem þeir telja gott
og gilt í sínum eigin hcrbúðum.
„Þau eru súr“, sagði refurinn,
þegar hann náði ekki í berin.
rw>amsókn táldregur börn“,
sugja andstæðingarnir, þegar æsk
an fylkir sér undir merki Fram-
sóknarflokksins.
Stjórnmálabarátta er víst eng-
um erfiðislaus og því ekki að
undra þótt mönnum verði stund.
um fótaskortur á þeiin hála vegi,
sem aðskilur gott og illt. En þeg-
ar andstæðingar Framsóknar-
flokksins heimta hann dæmdan
sekan, fyrir það sem þeir telja
góða siði I sínum eigin heimilum,
þá rifjast upp fyrir manni þessi
gömlu orð heilagrar ritningar:
„Vei yður, þér hræsnarar“.
HEIMA OG HEIMAN
Framhalc al bls. 3.
farin úr byggð, þegar sjálfviljugur
útlagi úr Afríku, Julius Steinhardt
rithöfundur og náttúruskoðari,
settist þar að fyrir rúmum tíu ár-
um. Þar bar hann beinin fyrir
nokkru, og síðan hefur enginn
maður hafzt við á Habel. En eyj-
unni er nauðsyn að hafa einhvern
íbúa, annars eyðist hún fyrr. Því
var auglýst eftir einhverjum til
að taka við af „Robinson" Stein-
hardt. Margir umsækjendur gáfu
sig fram, aðallega ævintýramenn.
Loks var ráðinn Jacob nokkur
Johns og kona hans. En Jacob er
ekki svo eigingjarn, að hann vilji
hafa eyjuna fyrir sig og konu
sína eingöngu. Hann vill gefa
ferðamönnum tækifæri á gistingu,
og því lét hann boð út ganga:
„Eina húsið á Habel er óþarflega
stórt fyrir okkur tvö ein, þar rúm
ast fimm-sex manns.“ Og þeim,
sem áhuga hafa á að eyða sumar-
leyfinu á yndislegum stað fjarri
borgarryki, er frjálst að sækja
um gistingu hjá hjónakornunum.
En það þarf enginn að búast við
að fá þar öll þægindi, sem „sið-
menningin" býður upp á. Þegar
kvölda tekur og degi hallar, þýðir
ekki að styðja á ljóshnapp, held-
ur verður að kveikja á olíulampa,
því að rafmagn fyrirfinnst ekki á
Habel. Og vatnsleiðsla þekkist þar
ekki né rennandi vatn, heldur er
regnvatni safnað í ker. Þaðan er
ekki hægt að hringja í sima. Eina
sambandið við land er póstbátur-
inn, sem kemur þrisvar í viku.
1GÖSI er kominn út\
TÍMINN, laugardaglnn 14. marz 1964
13