Tíminn - 14.03.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1964, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR Fræöa- og lista- verkamiðstöðvar Gísli Guðmundsson hafði í sam- einuðu þingi á miðvikudagskvöid framsögu fyrir tillögu, er hann flytur ásamt Ágústi Þorvaldssyni um fræða- og listaverkamiðstöðv- ar. Fer meginhluti ræðu hans hér á eftir: Tillagan er þess efnis að fela ríkisstj- að skipa 5 manna nefnd til að endurskoða lög frá 1947 um! viðhald fornra mannvirkja og byggðasöfn, lög frá sama ári um héraðsskjalasöfn og I. kafla 1. frá . 1963 um a’menningsbókasöfn og | gera jafnframt till. um samræmda löggjöf í þeim tilgangi að stofna ! eða efla fræða- og listaverkamið- í stöðvar í byggðum landsins undir rmsjón sérfróðra manna, er bú-, settir verði eftir því, sem við verð . ui komið, í hlutaðeigandi héraði1 eða landshluta. í till. er gert ráð íyrir, að ráðuneytisstj. í mennta- mrn. eigi sæti í n. og sé formaður henanr. Að öðru leyti séu nm. skip aðir samkv. tilnefningu þannig, að einn nm. sé tilnéfndur úr lands fjórðungi hverjum, en tilnefning fari fram á fjórðungssambands- fundi eða á fundi, þar sem mætti” eru 1—2 fulltrúar frá hverri sýslu nefnd og bæjarstjóra í fjórðungn- um. Síðan segir svo í till., að n- í-kuli í starfi sínu hafa samráð við þjóðminj avörð, þ j óðsk j alavörð, bókafulltrúa ríkisins, forstöðu- •nenn Listasafns ríkisins, Náttúrii gripasafnsins, svo og sýslunefndir og bæjarstjórnir eftir þvi, sem við verður komið. Efni þessarar till. er i rauninni komið frá fjórð ungssambandi Norðlendinga eða fjórðungsþingi Norðlendinga, ur haldið var sumarið 1962 og frá Jóhanni Skaftasyni sýslumanni og bæjarfógeta á Húsavík, sem um skeið var formaður fjórðungssam bandsins. Frá þessum aðilum bá'.- ust þessar till. á sínum tíma eða svipaðar till. þeirri n., sem þá starfaði á vegum ríkisstj. að því að gera athuganir og till. varðandi staðsetningu ríkisstofnana. Þessi nefnd fékk Jóhann Skafta son sýslumann, sem er mikill á- hugamaður í þessu máli og viður- kenndur áhugamaður um eflingu þjóðlegrar menningar og lands byggðar, til þes að gera grg- um nokkra þætti þessa máls og sú grg., sem hann á sínum tíma gerði fyrir n., er prentuð með þessari till., sem fskj. En í þess- ari n. áttum við sæti við hv. 2. þm. Sunnl. og ekki aðrir, sem nú eiga sæti á þingi og þess vegna er það, að við höfðum tekið þett.i mál til flutnings hér á þingi, til þess að kynna það og fá það tekið til þinglegrar meðferðar. Eg skai ekki hafa um þessa till. mörg | orð, enda er hér margt annað á dagskrá og get látið mér að mestu nægja að vísa til grg., sem till. fylgir og fskj., sem ég nefndi áðan. En fyrir hvatamönnum þessa máls í Norðurlandi, sem í raun og veru hafa komið því á fram færi opinberlega, vakir, að gerð verði tilraun til þess, eins og segir í till., að kema upp eins konar menningarmiðstöðvum og fræða í byggðum iandsins, þar sem það telst framkvæmanlegt og að í þessum menningarmiðstöði’- um eða í sambandi við þær séu héraðsskjalasöfn og byggðasöfn og almenningsbókasöfn og jafnframt söfn listaverka og söfn náttúru- 6 fræðilegs efnis, og þá náttúrlega fyrst og fremst varðandi íslenzka náttúrufræði, sem sé, að þarna séu miðstöðvar þjóðlegra fræða og sér í lagi fræða, sem varða þann landshluta, sem hér er um að ræða, þjóðlegra fræða, bæði á sviði bókmennta og lista og nátt- úrufræði. Þetta er það, sem fyrir hvatamönnum þessa máls vakir. Jó hann Skaftason segir í áminnztri fskj. m. a. með leyfi hæstv- for- seta: „Héraðsskjala- og byggðasöfn eru i fæðingu, en þau eru enn lít- ils megnug. Kapp þarf að leggja á að efla þau og fer vel á, að ríki og héruð hafi samvinnu um það. Er nú aðstaða til þess orðio góð, þar sem hægt er að kaupa smámyndaræmur, micro-filmur, handa skjalasöfnum og ljósprent- aðar útgáfur af ýmsum, fornum bókum. Héraðsskjalasöfnin hafa þegar tekið við ýmsum gömlum, opinberum skjölum og bókum og taka við því framvegis. Almenn- ingur varðveitir margs konar rit aðan alþýðufróðleik, seim söfnun- um mun áskotnast smátt og smátt, en strax þarf að rannsaka, hvað af því tagi er fáanlegt. Þjóð- ninjasafnið varðveitir allmikið af fornum munum, sem það getur sér að meinlausu afhent viðkom- andi byggðasöfnum, þegar þau öðlast hæf húsakynni og hætta að láta sér nægja gömlu torfbæ- ina, sem eru uppbúnir á sinn rétta hátt eða séu hreinn gripur í fórum byggðasafnsins. Byggða- söfnin eru smátt og smátt að verða lista- og menningarsjóðs söfn hér á landi. Þar sem í sama héraði er bæði skjalasafn og byggðasafn, gæti sami maður veitt þeim báðum for- stöðu í byrjun- Ætti hann að verða lærður í fornfræði, sögu íslandn eða íslenzkri tungu og hafa lokiö háskólaprófi í þeim fræðum. Hann gæti einnig verið bókavörður hér- aðsins og væri heppilegt, að hann hefði sér til aðstoðar launaða stúd enta sem leggja vildu stund á þau fræði, sem söfnin varðveittu og gætu þeir búið sig þar að nokkru undir háskólapróf jafn- framt starfi við safnið. Á það hefur verið lögð sérstök áherzla og sé ástæðu til þess að nefna það hér, að sem forstöðumenn þessara niiðstöðva í landshlutunum, menn ingarmiðstöðva í landshlutunum veldust menn, sem væru vel undir það starf búnir, t. d. og sér lagi menn, sem lokið hafa há- skólaprófi í íslenzkum fræðum við háskólann hér. Og að þeir menn yrðu þar með starfandi víðs veg ar um landið í stað þess, sem nú á sér stað, að þeir, sem slíka menntun hafa safnazt flestir hér í höfuðborginni að þvi, er hér og óvíða annars staðar eru verkefni. Og þetta er einmitt að ýmissa dómi mjög mikið atriði í þessu máli. Sama er að segja að sjáif- sögðu að því, er varðar lista- söfnin og náttúrufræðisöfnin, að ti! þeirra þyrftu að veljast 6ér- fróðir menn. Væri þannig að því stefnt, að dreifa kröftum sér menntaðra manna á þessum svið um meir um landið heldur en gert hefur verið. 1 Jóhann Skaftason bendir á það i þessari ritgerð m. a., að fyrr á timum hafi verið til fjöldi fræða- og tnenningarmiðstöðva viðs veg ar um landið. Hann bendir á skól ana fornu og biskupsstólana og kiaustrin, þar sem án efa hafa verið unnin merkileg verk, verk, sem eiga kannske meiri þátt í því en nokkuð annað að haláa uppi eða hafa átt að halda uppi ís- lenzkri menningu og sjálfstæði og hróðri íslands og íslenzkrar menningar. Og einnig var það svo, að fyrr á tímum voru flestir — þá fór það svo um flesta menn, sem æðri menntun höfðu á landi Framhald á 15. síSu. A ÞINGPALLI í fyrradag voru samþykktar tvær þingsályktanir í sameinuðu þingi. Tillaga Matthíasar Bjamasonar um að tryggð verði eðlileg stofn- lán til innlendra skipabygginga og tillaga Björns Pálssonar, Gunn- ars Gíslasonar og Benedikts Gröndals um athugun á auknum iðnaði í þeim kaupstöðum og kauptúnum, þar sem atvinna er ónóg. í neðri deild í fyrradag var frumvarpið um bann við eltrun fyrir ref næstu 5 ár samþykkt sem lög frá Alþingi. t sameinuðu þingi var tillögum um almennan lífeyrissjóð, fræða- og listaverkamiðstöðvar og epibætti lögsögumanns vísað til síðari umræðu og nefnda. í neðri deild var frumvarp um loftferðir afgreitt gegnum 2- umr. og breytingatillögur allsherjarnefndar samþykktar. Þeir Sigur- vin Einarsson og Einar Olgeirsson, töluðu við umræðuna og gerðu athugasemdir við frumvarpið. aðinn í landbúnaðinum Jómfrúræða Halldórs Kristjánssonar á Alþingi VIÐ 1. umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar í efri deild í fyrradag flutti Halldór Kristjáns- son jófrúræðu sína á Aiþingi. —! Ingóifur Jónsson, landbúnaðarráð herra, hafði framsögu fyrir frum- varpinu og var ræða Halldórs stutt svarræða og fer hér á eftir: Mér þykir sú fullyrðing ráð- herrans að með þessu frv. sé stigið stærra skref en nokkru sinni hafi verið gert í ræktunarmálum lands ins síðan iarðræktarlögin voru sett — álíka hæpin og sú fullyrðing hans, að það hafi verið meira at- j vinnuleysi í þorpum víða úti um land á tímum vinstri stjórnarinnar heldur en nú. Þegar sett voru lög um almannatryggingar 1946, var j landinu skipt í verðlagssvæði, j vegna þess að okkur, sem bjugg-: um úti um land var ekki treyst til j þess að kaupa okkur jafn dýrar; tryggingar og Reykvíkingum ogj þetta lagaðist ekki fyrr en á tíma- bili vinstri stjórnarinnar. Þá var: tekjujöfnuður landsmanna, okkarj úti um land og Reykvíkinga, jafn- aður þannig, að þá fyrst þótti Al- þingi fært að leggja að okkur að kaupa jafndýra tryggingu og ég veit ekki betur en þetta sé stað- fest með opinberum öruggum töl- um, en það er erfitt að gera sér grein fyrir því í fljótu bragði, — hversu stór hvert skref er stigið fram á við. Það er ekki hægt að miða við krónufjöldann, vegna þess að þeirra gildi hefur svo mjög breytzt. En það er ekki á- stæða til að vera mikið að þrefa um þetta. Það er rétt, að hér er verið að stiga spor í rétta átt. Hins vegar fannst mér, að þau rök, sem ráðherrann bar fram fyrir því, að það væri ástæðulaust, hvort nauð- syn bæri til að hækka framlagið fyrir votheyshlöður vegna þess, að margir bændur hafa vothey. Ef votheysgerðin skyldi nú vera á svo háu stigi í landinu, að enginn bóndi hefði tilhneygingu til að bæta þar við, þá mundi það ekki kosta ríkissjóðinn nein útgjöld, þó að þetta framlag væri hækkað, það kæmi ekki til útborgunar. Hins vegar veit ég ekki betur en Hag- stofa íslands gefi enn út búnað- arskýrslur. Hún hefur gert það framundir þennan dag og þar hef- ur verið getið um. hve mikill hey- fengur væri í hverjum hreppi, — iivað mikið af því væri þurrhey og hve mikið vothey og ef menn vildu glugga 1 þetta, gætu þeir gert sér dálitla hugmynd um það, á hvaða stigi votheyskapur í land inu er. Og ég er alveg sannfærður um það, að nokkuð af þeim hey- feng, sem bætist við, þegar ráðh. hefur hjálpað bændum til að koma sinni túnstærð upp í 25 ha., þessum 3800, sem eru þar innan við, þá er töluvert af þeim hey- feng, sem bætist við/verkað sem vothey. Þó að ræktunin sé undirstaða bú skaparins, þá er hún ekki nóg. — Hún gefur ekki af sér peninga hjá bóndanum fyrr en búið er að byggja yfir heyfenginn og yfir bú- stofninn, sem á heyfengnum á að lifa. Og það er sambandið milli þessara mála og verðlagsmálanna og efnahagsmálanna í heild, sem ég tel, að sérstök ástæða sé til að athuga. Við vitum, að það er reynt að miða verðlag landbúnaðarafurða við framleiðslukostnaðinn og því meiri, sem stofnkostnaður bænd- anna er við að koma búi á fót, því hærra verður verðlagið. Það öngþveiti, sem ríkir nú í verðlagsmálum og efnahagsmál- um verður ekki lagað nema lagð- ur verði hemill á stofnkostnað og reksturskostnað. Það þarf auðvit- að að gera margs konar og marg- víslegar ráðstafanir til þess, en þetta stendur í beinum og órjúf- anlegum tengslum við það, hvern þátt ríkið tekur í ræktunarkostn- aði og uppbyggingarkostnaði á jörðum, þannig að hækkað jarð- ræktarframlag gerir minni stofn- kostnað hjá bóndanum við að koma búi upp og þess vegna hygg ég, að það sé alls ekki hið ósnjall- asta ráð í meðferð opinberra fjár- mála, til þess að hafa hemil á þró un verðlagsmálanna í landinu, að leggja lið á þessu sviði. Ég held, að það muni nú lengst af vera tal ið svo, að setning iarðræk'tarlag- anna verði talið meira afrek held- ur en það, sem greitt verður eftir jarðræktarl. næsta ár. Ýmsir bændur hafa gefizt upp við búskap. Það eru því miður ekki eingöngu bændur á smáum jörð- um. Vandamálið nú er ekki fyrst og fremst það, að þeir, sem búa i dag hafa kannski ekki einhver ráð með það að búa áfram án þess að flosna upp. Vandinn er sá, að það getur yfirleitt enginn maður byrjað búskap undir venjulegum kringumstæðum vegna þess að stofnkostnaðurinn, byrjunarkostn- aður er orðinn svo gífurlegur og það er sérstaklega á því sviði, sem verður að mæta vandanum. Með þessu frv. er vitanlega stigið spor í rétta átt, en það er ekki nema eitt spor af mörgum, sem .stiga verður til þess að rétta þá hluti. TÍMINN, laugardaginn 14. marz 1964 — j 11 f iT Tf f I * n | T fl ?7 T s <3. ITv’ *■? 7. ' • V ’L " -« u 1t i Qfyu V 'i V/ <i -i. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.