Tíminn - 21.03.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.03.1964, Blaðsíða 14
að breyta þessari litlu flota- máláíbúð í sómasamlegt heimili, i þegar auk þess Winston fyllti allt með símum og skrifstofu- ánöldum. Það var enginn friður í heim- inum og vissulega ekki flóafriður i þessari litlu íbúð, enda hafði , Winston gefið skipun um, að | hann yrði látinn vita, hvenær sem eitthvað mikilsvert gerðist og þá sama á hvaða tíma sólahrings var. Skrautlegur náttsloppur hans, röndótt náttfötin, inniskórnir og vindillinn í munni hans, varð al- geng sjón á göngum flotamála- skrifstofanna. Sjón, sem vakti lotningu þeirra er sáu. Strax og hann kom inn úr dyr- unum inn í flotamálaráðuneytið vildi hann sjá, hvernig floli sá, er honum hafði verið falinn, liti út. Hann byrjaði því þegar að sækja heim fyrirvaralaust stærstu flotastöðvarnar. Hann byrjaði á Cha,tham stöðvunum. Clementine fylgdi honum alla leið. Þau ferðuðust til Thursoe í Skotlandi. Þegar þau komu þang- að, fóru þau um borð í tundur- spilli, sem hélt með þau til Scapa Flow, aðalstöðva flotans. Á leið þeirra til Scapa, barst loftskeyti — stóra herskipinu Courageous hafði verið sökkt með sex hundruð mönnum. Þau luku ferðinni, með því að aka til Inverness, þar sem einka- lest beið þeirra. Þau stönzuðu til að snæða hádegisverð undir beru lofti við fljót nokkurt, og Wins- ton var óvenjulega fáskiptinn og niðurdreginn. Nokkrum dögum síðar fóru þau til stöðva sjóhersins við Ports- mouth og Plymouth. Winston varð ofsareiður yfir lélegum varnarmætti Scapa Flow stöðvarinnar <og skipaði fyrir um endurskipulagningu stöðvarinnar þegar í stað. Áður en tími vannst til þeirra aðgerða, var herskipinu Royal Oak sökkt af kafbáti, sem komizt hafði í gegnum varnir Scapa Flow stöðvarinnar. Winston spólaði. í eyru Clemen tine og staífsliðs síns tautaði hann: „Ef þeir hefðu bara veitt orðum mínum gaum nokkrum árum fyrr, hefði þetta ekki komið fyrir.“ Hann varð jafnvel enn stað- ráðnari í ákvörðun sinni, og þau héldu ferðum sínum áfram. Hann leitaði upplýsinga og reyndi að bæta um vanrækslu margra ára. Enn einu sinni lagði hann af stað ásamt Clementine til að sjá með eigin augum, hvernig hlutirn ir væru, og jafnframt til að sýna sig. Hann vildi fá að sjá, hvað gert væri í skipasmíðastöðvunum, í verksmiðjunum, á flugvöllunum, í herbúðunum, og vildi láta alla sjá, að hann hefði óhuga á mál- unum. Hvað hann snerti, var honum nýnæmi að vinsældunum, og sama gegndi um Clementine. Hún stóð ætíð við hlið hans, á mörkum þeirrar ljóskeilu, sem lék um hann. Þrjózkufull ákveðni hans og Iléttlyndi, þótt á móti blési, hvatti áðra til dáða, og sjálf lét hún sitt í té á sinn hógværa hátt. Hún deildi með honum ábyrgðinni af slíkri einlægni, að sérhverri konu fannst hún betur skilja sig, ótta sinn. og áhyggjur af eiginmanni, syni; eða bróður. Tnúnaðartraust og vingjarnleg bros'fylgdu alls staðar í kjölfar hattsrns, göngustafsins og vindils- ins, en allt þetta hafði nú náð mikilli frægð. Breiðir kjálkarnir og kýttar herðarnar voru hér og þar og alls staðar, og oftast gekk hin háa glæsilega kona tveimur skrefum fyrir aftan, með bros í augum, og hafði augsýnilega ein- læga ánasgju af að ræða við fólkið og enn sýnilegra var, hve hreykin hún var af hinum nýorðnu vin- sældum eiginmanns síns. Þau unnu saman. Eiginmaðurinn og eiginkonan unnu saman að sigri. Næstum vikulega tókst henni að fá hann til eyða helgi á Chart- well, en brátt urðu helgarnar jafn erilsamar og aðrir dagar vikunar. Hann vildi helzt ekki eyða einu einasta andartaki að þarflausu og vann 120 vinnustundir á viku og barðist við að bæta úr, þar sem varnarmáttur flotans hafði verið vanræktur. Á fyrstu tveimur vikum styrj- aldarinnar gat hann tilkynnt að einum tug þýzkra kafbáta hefði verið eytt. Þeir dreifðu í kring- um sig tundurskeytum, — við svöruðum í sömu mynt. Þeir juku aðgerðir kafbátaflotans, við elt- umst við þá dag og nótt — ,,ég segi ekki miskunnarlaust, enda hjálpi oss Guð til' að gleymn aldrei að sýna miskunn að minnsta kosti ekki án takmarks og tilgangs eða aðeins af grimmd- arlosta," sagði Winston. Eftir að fréttaflutningi B.B.C., klukkan níu var lokið sunnudag- inn 1. október 1939 talaði Wins- ton í útvarpið. Clementine og Mary sátu og hlustuðu í einu herbergjanna fyrir ofan flotamála skrifstofurnar. Þetta var fyrsta útvarpsræðan af þeim mörgu, sem áttu eftir að verða ,,leynivopn“ Breta í styrjöldinni, — sem áttu eftir að innræta allri þjóðinni sigurvilja og þrautseigju í bar- áttunni til lokasigurs. Hitler hafði ákveðið, hvenær stríðið skyldi hefjast, sagði Wins- ton. — ‘ „Það hófst, þegar hann vildi, og því lýkur ekki fyrr en við erum sannfærð um. a* hann hafi fengið nóg.“ Clementine og Winston höfðu rætt sartian um fyrstu drög ræð- unnar, og þau voru ásátt um, að nú hæfðu ekki löng orð né fræði- leg. Þau vissu bæði, að til þess að maður gæli orðið sannur leið- togi þjóðarinnar, yrði hann að tala röddu fólksins, og færa ræðu sína í einfaldan og látlausan bún- ing orða, sem hittu í mark. „Þá stóðu þeir sig bezt“ hljóm- aði heimshornanna milli og var skráð í söguna skýrara letri, en „þá reis manndáðin hæst“, hefði nokkru sinni verið skráð. Framvegis leit Winston nú svo á, að orðabækur gætu aðrir en hann lesið. í útvarpsræður sínar þurfti hann nú aðeins einföld orð. Frjálsar þjóðir heimsins eru enn frjálsar, vegna þess að þegar við höfðum ekkert að berjast með annað en orð, valdi Winston réttu orðin. í gegnum hann kom 41 skýrt í ljós létt lund og baráttu- gleði þjóðarinnar. Fólk var hreyk ið yfir að blanda geði við þenn- an mann — mann, sem var margra maki og mundi hljóta sama sess í mannkynssögunni og Alexander mikli, Júlíus Caesar, Napoleon og Cromwell, Nelson og Lincoln. Þeir seldu líf sitt í hendur manns, sem þeir bundu allt sitt traust við og „sem gerði silt bezta til að drepa sig í þjón- ustu hins opinbera,” eins og vinir hans orðuðu það. Clementine las yfir handritin af öllum ræðum hans, svo að hún fengi gert athugasemdir — athuga semdir, sem hann tók oft til greina, þegar hann endurskoðaði og fágaði ræður sínar, unz af þeim skein fullkomnun í orðfæri og orðavaii. Hið sama og hann krafðist af s.iálfum sér. Raunsæi Clementine gerði hana að hans bezta ráðgjafa, og gerði henni kleift að benda honum á atriði i ræðu hans, sem honum hafði sézt yfir í ákafanum. Hún hafði lært mikið af honum um list stjórnmálanna, en skildi meira en hann hafði kennt henni. Ilún gat oft fengið hann tii að hallast á sveif með sér í ýmsum málum, eða um skoðanir hans á fólki. Skörp athygli hennar, stjórnsemi og náinn skilningur hennar á honum gaf honum marg- ar hugmyndir og margt orðið, á sama hátt og hún stjórnaði dag- legu lífi hans. Hermaður nokkur, sem lá á sjúkrahúsi, sem hún heimsótti á meðan á stríðinu stóð, sagði: „Hún lítur út eins og hefðar- frú, án þess að tala eins og slík“. Bæði hún og Winston töluðu beint frá hjartanu, töluðu sömu tungu og fólkið. Margar beztu ræður hans las hann fyrir, á meðan hann lá í rúminu. Hann tók ekki eftir — Kannski þér viljið fá heita mjólk að drekka? — Nei . . Livvy tókst að reisa sig upp við dogg. — Ekki mjólk! Frú Groom tók utan um hana og hjálpaði henni að rísa upp og hagræddi púðanum við bakið. — Er . . . Rorke . . hr. Hanlan í SKUGGA ÓTTANS KATHRINE TROY hér? Eða var mig að dreyma? spurði Livvy lágróma. — Hann hefur veiið hér í alla nótt, eins og ljón í búri. Hann bíður bara eftir því að ég komi með skilaboð um, að hann megi koma inn til yðar. — Hann er ekki vanur að bíða eftir leyfi frá neinum, svaraði Liwy og brosti dauflega. — Ég verð að tala við hann. — Ég ætla að setja einn kodda enn við bakið. Svona já, er það ekki betra? En viljið þér ekki fá eitthvað að drekka? Heita súpu eða ávaxtadrykk? — Ekki fyrr en ég hef talað við Rorke! — O, hann getur beðið ögn . . — En þér skiljið þetta ekki! Það veltur allt á því! Livvy hafði óskaplegan höfuðverk og hún fékk velgju, en hún varð að koma þeim í skilning um, að þau máttu engan I tíma missa. I — Ég verð að koma í veg fyrir að Adrienne . . ungfrú Charles fái að koma hingað . . ég get ekki útskýrt það allt fyrir yður núna . . . Frú Groom færði sig til, svo að Livvy sá ekki framan í hana. — Ég veit það allt, frú Bereng- er. Hr. Hanlan er búinn að segja mér frá því. Ég held ekki, að þér hafið verra af að fá að vita það . . . þótt hræðilegt sé . . Hún hikaði við. — Ungfrú Charles er dáin. I-Iún fannst fyrir neðan nibbuna, þar sem hr. Hanlan fann yður. Svo að þér getið verið alveg róleg . . . þér eruð öruggar núna. Adrienne var dáin. Hafði hún misst jafnvægið, þegar hún kast- aði steininum af öllum kröftum að höfði Livvy? Síðasta neyðaróp- ið, sem hún hafði heyrt og vissi ekki hver hafði veinað . . það hafði verið hróp Adrienne. — Hver kom með mig hingað? spurði hún skjálfrödduð. — Hr. Hanlan. — Ég verð að tala við Rorke, sagði Livvy einbeitt. — Ég veit svei mér ekki, hvað læknirinn segir við þessu . . . sagði frú Groom, gekk til dyra og kallaði á Rorke. Hann kom að vörmu spori og settist á rúmstokkinn. Hún horfði á hann, og hún sá ^stúð í augna- ráði hans. — Hvar fannstu mig Rorke? Heyrðirðu þegar ég hrópaði? — Þú ert reglulega aðlaðandi sjúklingur, Livvy. Hún neitaði að taka þátt í spaugi hans. — Gerðu það fyrir mig að tala við mig, sagði hún alvarleg. — Ég verð að tala um það. Ég fæ ekki frið fyrr en ég hef gert það. — Gott og vel. Það er ekki mörgu við að bæta, annað en það að ég fór út til að leita þín, eftir að Keith gaf okkur lausnina á hver það var sem myrti Clive. — Keith! — Já, hann gat auðvitað ekki sagt okkur það með orðum, en honum tókst að gefa það til kynna Ég geri ráð fyrir að hann hafi séð Adrienne þegar hún kom héðan út, kvöldið sem Clive var myrtur. Hún hefur sennilega laumazt eftir stígnum við víkina, því að hún hefur ekki þorað að fara aðalgöt- una. Manst þú, að Maggie sagði okkur einu sinni, að Keith nyti þess að sitja við gluggann og horfa út, þegar óveður væri? Ég hygg, að þá hafi runnið upp fyrir Adrienne sá möguleiki, að Keith hafi ef til vill séð hana um kvöldið og hún varð með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að hann fengi málið og ljóstraði upp um hana. — Hann var svo hjálparvana . hún hefði getað drepið hann líka! En hún þurfti þess ekki. Það eina sem hún þurfti að gera var að hræða hann, svo að hann fengi enn taugaáfall, svo að engar líkur væru til að hann yrði heilbrigður á ný! — Livvy, segðu mér hvað gerð- ist úti á klettunum? — Já, ég ætlaði einmitt að gera það, svaraði hún og leyfði honum að halda um báðar hendumar meðan hún sagði frá hinum hræði- lega atburði. — En finnst þér ekki furðulegt, Rorke, að hún bað mig að búa hjá sér? — Það var einn liður í áætlun hennar til að vinna trúnað þinn og fylgjast með, hvað þú tækir þér fyrir hendur hverja stund dagsins. — Og allan tímann vorum við að brjóta heilann um, hver gæti átt hring með grænum steinum 14 T í M I N N, laugardagur 21. marz 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.