Tíminn - 21.03.1964, Blaðsíða 15
Halldór—Eggrún
Jón Ásbj.—Jón Magnússon
Elín—Hafsteinn.
Klukkan 20 sama kvöld verð-
ur 2. umferð spiluð:
Eggrún—Jón Ásbj.
Gunnar—Halldór
Ragnar—Ólafur
Elín—Kári
Hafsteinn—Jón Magnúss.
Sunnudaginn 22. marz verð.
ur svo 3. umferð spiluð klukk-
an 14.
Ólafur—Elín
Halldór—Ragnar
Jón Ásbj.—Gunnar
Jón Magnúss.—Eggrún
Kári—Hafsteinn.
Og klukkan 20 verður 4. um-
ferð:
Gunnar—Jón Magnússon
Ragnar—Jón Ásbj.
Elín—Halldór
Kári—Ólafur
Hafsteinn—Eggrún.
Þess má svo geta, að sýning-
artaflan verður í gangi mest-
alla keppnina og gefst áhorf-
endum þannig kostur á að fylgj
ast með gangi hennar.
íþréttfr
ið urn afrek, en ánægjulegt er að
sjá hve þátttaka unga fólksins
eykst á sundmótum, hlýtur það að
vera vísir að aukinni breidd. Ut-
anbæjarfólk lætur sinn hlut ekki
eftir liggja í þessum efnum, t .d.
senda Selfyssingar alltaf stóran
hóp þátttakenda á sundmótin hér
í Reykjavík og er áreiðanlegt, að
sá lofsverði áhugi á eftir að borga
sig .
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
keppti í 100 metra skriðsundi og
vann léttan sigur. Hún synti vega
len'gdina á 1:06,2 mín., sem er að-
eins lakari tími en íslandsmet
Ágústu Þorsteinsdóttur.
í heild má segja að mótið hafi
farið_vel fram,
SIÐFRÆÐILEG
(Framhald al 2 siðu)
okkar minnkar, þjóðfélag okkar
er í siðferðilegri upplausn“. Han.i
sjálfur er ekki í Siðvæðingarhreyf
ingunni, en margir hinna 80 eru
Siðvæðingarmenn og hefur þáttur
inn ekki hneykslað neina aðra,
svo vitað er.
HLAUT TVENN
Framhald at 16. síðu.
þykkt á Alþingi, að veita
500,000 kr. af fjárlögum ’63
til byggingar gagnfræða-
skólahússins .Þá faldi bygg-
ingarnefnd Ólafi Jenssyni,
arkitekt, að bjóða út teikn-
ingar að húsinu, og í dóm-
nefnd voru kjörnir eftirtald
ir menn, Bjarni Pálsson,
Guðmundur Kr. Kristinsson
og Árni G. Stefánsson.
Alls bárust nefndinni 12 til
lögur og voru þær allar
komnar til skila hinn 23.
febrúar í ár. 18. marz var
úrskurður nefndarinnar svo
gerður opinber og verðlaun-
um úthlutað, og voru þau |
eins og áður hefur verið
skýrt frá. Fyrstu verðlaun
voru 135,000 kr. í pening-
um. Tvenn aukaverðlaun
hlutu arkitektarnir, Helgi
Hjálmarsson og Guðmundur
Þór Pálsson, annars vegar,
og arkitektarnir Jörundur
Pálsson og Þorvaldur S. Þor
valdsson hins vegar.
Sýning á áðurtöldum teikn
ingum hefur verið sett upp
í Iðnskólanum á Selfossi og
verður hún opnuð almenn-
ingi á morgun. Svo verður
hafizt handa um byggingar-
framkvæmdir skólans svo
fljótt sem verða má, þegar
valið hefur verið úr teikn-
ingunum.
Frá Alþingi
arstöð sé út af fyrir sig hið merk-
asta fyrirtæki. Það verður að búa
þannig um hnúta, að fyrirtækið
verði hagkvæmt fyrir neytendur
og þjóðarbúskap íslendinga í heild
og það er margt að varast í því
sambandi. Þá þarf að athuga vel
viðskiptahliðina fyrir þjóðarbúið
í heild, hvort unnt sé að færa til
þau fiskviðskipti, sem nú byggjast
á benzíni og olíukaupum, því að í
þessu máli má ekkert gera, er gæti
orðið höfuðatvinnuvegum okkar
að tjóni.
Samstarf á Alþingi
um athugun þessara
stórmála
Með flutningi þessarar þings-
ályktunartillögu, sagði Eysteinn
Jónsson, viljum við eiga okkar
þátt í því að sem víðtækast sam-
starf gæti orðið um athugun þess-
ara mála og sem flest sjónarmið
geti komið fram áður en örlaga-
ríkar ákvarðanir verði teknar. Þau
sjónarmið verða að komast að áð-
ur en það er of seint, þegar þessi
mál eru cf til vill komin á loka-
stig og ákvarðanir hafa jafnvel
raunverulega verið teknar. Milli-
þinganefnd þarf að fá allar upp-
lýsingar og fjalla um þessi efni.
Þessi mál eru svo stórfelld og af-
drifarík fyrir þjóðina um alla fram
tíð, að nauðsynlegt er að tryggja
minnihlutanum fulla aðild að at-
hugun þeirra. Með því yrði líka
helzt eytt þeirri tortryggni, sem
oft kemur upp og það í sambandi
við smærri mál, en hér eru á
ferð. Eg vil mega vænta þess að
ríkisstjórnin og stjórnarflokkarn-
ir taki þessari tillögu vel og taki
upp samstarf um athugun þessara
mála nú áður en nokkrar ákvarð-
anir í þeim verða teknar.
EKKI ORÐIÐ VÖR
Framhaic' ai 16. síðu.
— í öðru herbergi, en á sömu
hæðinni.
— Hvað er hann gamall?
— 35 ára.
— Hvað ert þú gömul?
— 23 ára.
— Fleiri hafa orðið varir við
þessar hreyfingar?
Útför bróður okkar,
Steinars GuSmundssonar
frá Stykkishólmi,
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 23. marz og hefst kl. 10,30
f. h. — Kirkjuathöfninni verður útvarpaS.
Fyrir hönd systkinanna.
Kristján Guðmundsson.
Innilegar bakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhup við fráfall
',Ar Björgólfsdóttur,
Hafnarfirði.
Hjörleifur Gunnarsson,
Guðbjörg Gunnarsdóttir,
ingibjörg Guðmundsdóttir,
Ada Litvak Gunnarsson,
Ásta Lúðvíksdóttir,
Nanna Friðgeirsdóttir,
Ásgeir Long,
Magnús Gunnarsson,
Björgúlfur Gunnarsson,
Geir Gunnarsson,
Hjörtur Gunnarsson,
barnabörn og systkini.
— Pétur Sveinsson á Tjörn,
næsta bæ, svaf hér nóttina eft-
ir að við urðum fyrst vör við
þetta.
— Hvar svaf hann í bænum?
— í stofunni eins og pabbi
og mamma.
— Hvað gerðist þá?
— Stofuborðið hreyfðist.
— Er hundur i bænum?
— Já.
— Hvernig tekur hann þess-
um fyrirbærum?
— Við höfum ekki séð, að
þetta hafi nein áhrif á hund-
inn.
— Hafið þið nokkurn tíma
orðið vör við slik fyrirbæri áð-
ur?
— Nei, aldrei.
— Eru spurnir um slík fyrir-
bæri á næstu bæjum fyrr eða
síðar?
— Ekki svo ég viti til.
— Eruð þið hrædd við þetta?
— Við erum þreytt á þessu,
og þreytt á símanum. Þið ætt-
uð að koma hingað og sjá þetta
með eigin augum.
SÖGÐUST ÆTLA
Framhaid af 16. síðu.
hann Baltazar spænskan mál-
ara, ef ske kynni að draugurinn
mælti á tungu Spánverja.
Meðal þeirra sem heimsóttu
Saura í dag voru þeir Stefán
Jónsson fréttamaður og Guð-
mundur Kjartansson jarðfræð-
ingur. Guðmundur sagðist ekki
geta neina skýringu gefið á fyr
irbærum þessum.
VÍNNEYZLAN
Framhaid af 1. síðu.
sama tíma og vínneyzlan jókst
Þá fór hún upp í 1,6 kíló að
meðaltali á mann á ári, og það
er að mestu leyti sígarettur,
sem þar er um að ræða. Þelta
magn hefur verið nokkuð stöð-
ugt síðan og var 1,6 kíló árið
1962.
Á þessum tíma, frá 1881 fíl
1962, hafa fslendingar einkurn
aukið við sig á öðrum sviðuin
en í áfengi og tóbaki. Á árun-
um fyrir aldamótin drukku ís-
lendingar að meðaltali um 4,5
kíló af kaffi á mann á ári, en
árið 1962 var kaffineyzlan kom-
in upp í 11,7 kíló. Árin 1881—
1885 notaði hver íslendingur
7,6 kíló af sykri á ári að með-
altali en árið 1962 var neyzlan á
mann komin upp í 55,7 kíló.
MÆLDI 1 KIPP
Framhald af 16 síðu.
stakar rafhlöður, þær einu á land-
inu, sem til eru í jarðskjálfta-
mæla. Þessar rafhlöður eru nú
allar orðnar ónýtar, og segir Sig-
urður bóndi það vera ástæðuna
fyrir því, að kippurinn í morgun
kom ekki fram á mælinum.
Annað tíðinda var ekki af Vest-
fjörðunum, og sagði Sigurður, að
lítið væri varið í þessa smákippi
hjá sér miðað við undrin á Saur-
um.
FRIÐARHORFUR
Framhald af 1. sfðu.
Ayios Epiphanios, um 13 km. fyr-
ir sunnan Ghaziveran, hafi staðið ;
í björtu báli í morgun.
Allt var einnig rólegt í Kalok-
horio í dag, þótt ekki sé ennþá sam
ið um vopnahlé þar. En bæði tyrn
neskir menn og grískir eru ennþá
í bardagastöðum sínum og þarf
ekki mikið til þess að allt fari þar
i bál og brand á nýjan leik.
Utanríkisráðherra Kýpur, Spyr-
os Kyprianou, fór í dag með flug-
vél til Aþenu, en þar mun hann
dvelja til morguns. Hann rædrii
við gríska utanríkisráðherrann, S.
Kostopoulos, og er einnig búist
við að hann muni hitta Papandre-
cu forsætisráðherra. Á morgun fe~
hann til New York til viðræðna
við U Thant, framkvæmdastjóri
SÞ.
Finnska þingið samþykkti í dag
frumvarp ríkisstjórnarinnar um að
veita um 5,5 milljónum marka t.il
þess að greiða kostnaðinn af
þeirri 700 manna herdeild, sem
Finnar ætla að senda til Kýpur.
Verður hún líklega send þangað
eftir einn mánuð, en allir hermenn
irnir eru sjálfboðaliðar.
ÞAÐ VAR EINS OG
þau. (Viðtal við Sigurborgu er
á öðrum stað hér á síðunni). —
Það merkilegasta við skáp-
inn, sem þá féll, var, að tveir
matardiskar, sem voru í efstu
hillunni á skápnum, sem hreyfð
ist í búrinu, fóru ekki úr skápn-
um, heldur fór aðeins það, sem
var í neðstu hillunum.
Guðmundur sagði að ekni
hefði farizt bátur frá Saurum
síðan í júlí 1914, að bátur með
fimm eða sex mönnum hefði
farizt. Guðmundur man vel eft-
ir því. Sagði hann að aðgæzlu-
veður hefði verið á, en ekki
hægt að kalla það slæmt. Segl
af bátnum rak á Hrauni á
Skaga, sem er á Skagatánni, en
sjálfur fannst báturinn marandi
í hálfu kafi á Drangeyjar-
sundi. Það einkennilegasta við
bátsskaða þennan var þó, að
engan mannanna rak á fjörur,
svo menn vissu. Var haft við
orð þá, að hvalur hefði hvolft
bátnum mjög skyndilega og
mennirnir horfið í kolsvart haf
djúpið^Báturinn^var-síðan seld-
ur til Sauðárkróks, og var róið
á honum í nokkur ár. þar ril
hann fórst með manni og mús
í einum róðrinum, og ekkert
hefur af honum sézt síðan. Út-
lendingar hafa ekkí fariztþarna
um slóðir svo við Guðmundur
munum eftir, eða minnumf.t
að hafa heyrt getið um.
Varðandi jarðskjálftana, sem
urðu þarna á Skaganum í fyrra,
er þess að geta, að þá urðu kýr
órólegar og létu mikið i sér
heyra, en nú hafa þær ekki
bært á sér utan einu sinni. —
Jarðskjálftarnir fundust ’sæmi-
lega hér þá.
Guðmundur sagðist hafa tek-
izt á við borðið og hefði það
hristst í höndum sér, verið
eins og það væri lifandi, og
spriklaði.
Bæjarhúsin á Saurum eru úr
torfi, með timburstafni, og allt
klætt innan með timbri. Era
húsin öll hin vistlegustu. Und-
arlegheitin eru aðeins á einutn
stað í einu á bænum; stofunni,
búrinu eða eldhúsinu. Steypt
gólf er í eldhúsinu en timbur-
gólf annars staðar. Guðmund-
ur hefur búið á Saurum í um
20 ár. Heimilisfólkið á Saurum
eru nú þau hjónin Guðmundur
og Margrét og börn þeirra þrjú:
Björgvin yfir fertugt, býr á
Skagaströnd en stundar hrogn-
kelsaveiðar frá Saurum nú,
Benedikt um þrítugt og Sigur-
borg 22 ára og heitbundin.
Munnmæli eru um að Frans-
arar eða Spánverjar séu heygð-
ir í dysi á Framnesi sem er
skammt sunnan við Saura. Var
eitt sinn bær á Framnesi, en
er nú í eyði. Björgvin tók
steina úr dysinu í fyrra, f-r
hann var að búa í haginn fyr-
ir æðarfugl, en ekki varð vart
við nein undarlcgheit þá.
Heimilisfólkið á Saurum bar
sig vel, en var heldur órólegt
yfir þeirri óvissu og leyndar-
dómi, sem hvílir yfir öllu þessu.
Svo sem áður segir var gest-
kvæmt mjög á Saurum í dag,
og var öllum veitt rausnarlega
kaffi og meðlæti. Meðal gesta
sem komu var Stefán Jónsson
fréttamaður útvarpsins og í
fylgd með honum var Guðmund
ur Kjartanssón jarðfræðingur.
Vil kaupa
eða leigja góða bújörð. —
Þarf að vera landstór og
með rafmagni.
Allar uppl. um -erð og
gæði, sendist blaðinu fyrir
1. apríl merkt:
„Góð viðskipti“.
IVIaður
Vegna veikinda óskast maður
á gott sveitaheimili til lengri
eða skemmri tíma.
Tilboð sendist Tímanum sem
fyrst merkt: „Áreiðanlegur
493“.
Nýkomið!
Sænska, Lamel eikarparkettið
Samband ísl. byggingafélaga
Sími: 36485
Skrifstofustúlka
STÚLKA með vélritunar- og bókhaldskunnáttu óskast til starfa hjá heildsölu-
fyrirtæki. Tilboð sendist afgr. TÍMANS fyrir mánudagskvöld merkt. Skrifstofu-
ft
stúlka.
r í M I N N, laugardagur 21. marz 1964. —
15