Tíminn - 21.03.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1964, Blaðsíða 6
TÓMAS karlsson ritar Nauðsyn víðtækrar samstöðu i um stórvirkjunar- og stóriðjumálin a Eysteinn Jónsson mælti í sameinuðu þingi í gær fyrir þingsályktunartillögu þeirri er hann flytur ásamt þeim Gísla Guðmundssyni, Helga Bergs og Hermanni Jónassyni um stórvirkjunar og stóriðju- mál. Tillaga þessi er svohljóð- andi: Alþingi ályktar a3 kjósa 7 manna netnd til að kynna sér niðurstöðuir þcirra rannsókna á stórvirkjunarmöguleikum hér á landi, er fram hafa farið á veg- um raforkumálastjórnarinnar, svo og athugana stóriðjunefndar á mögu'leikum til stóriðju. Nefndin veluir sér formann. Hlutaðeigandi ríkisstofnunum og ríkisstarfsmönnum ber að veita nefndinni allar umbeðnar upplýsingar og aðstoð í starfi hentiar. Nefndinni er og heimilt að ráða sérfróða menn sér til að- stoðar. Nefndinni ber að Ieggja fíram álit sitt og tillögur í stórvirkj- unar- og stóriðjumálum svo fljótt sem unnt er. Kostnaður við störfin greiðist úr ríkissjóði. Alþingi taki stefnuna Eysteinn Jónsson sagði, að til- laga þessi hefði verið samin strax eftir umræður þær, er urðu á Al- þingi, er iðnaðarmálaráðherra svaraði íyrirspurn um þessi mál. Undanfarið hafa farið fram athug anir á möguleikum til stórvirkj- unar vatnsafls og einnig í því sambandi á stóriðnaði er grund- vallaðist á raforkukaupum frá stórvirkjun. Það kom fram í um- ræðunum á Alþingi, að undirbún- ingsathugunum er það langt komið, að tímabært er fyllilega að Alþingi móti þá stefnu, sem tékin verður í þessum málum. Við teljuim hér um svo stórfellt mál að tefla, að þau eigi nú að koma tíl kasta Alþingis áður en lengra verður haldið. Það knýja á í þessu sambandi margar spurn- ingar, sem Alþingi ber að svara að lokinni athugun. Á að taka upp sámstarf við er- lenda aðila varðandi rekstur stór- iðju svo sem alúmíníumverk- smiðju til raforkukaupa frá stór- virkjun — og ef það verður gert, hvernig á þá að tryggja hagsmuni íslendinga í því sambandi? ís- lendingar .hafa enga reynslu í því að setja slíkri starfsemi sérstaka löggjöf né gera um hana samn- inga og því rík nauðsyn, að Al- þingi athugi þá hlið málsins gaum- gæfilega i tæka tíð. Þá knýr á sú spurning hvar á að setja upp stórvirkjanir og stór- iðju, ef til greina kemur. Hvernig yrði hægt að koma byggingu stór- iðjuvers á eðlilegan hátt inn í framkvæmdaáætlun íslendinga, án þess að setja úr skorðum eðli- legt athafnalíf og uppbyggingu í landinu? Þá kemur einnig upp spurningin um, hvort nýjar stór- framkvæmdir ættu að verða til þess að stuðla að jafnvægi í byggð I landsins eða hvort ráðstafanir í þessum málum yrðu til þess að auka enn vandann í þeim efnum. | Allar þessar spurningar knýja nú á, en Alþingi hefur ekki fengið nein þau gögn í hendur, að það geti svarað þeim á viðhlítandi hátt á þessu stigi málanna og því er þessi tillaga flutt um að Al- þingi kjósi sérstaka nefnd, er skoði þessi mál ofan í kjölinn. Eysteinn sagðist ekki hika við að segja, að það hafi verið eitt af aðalsmerkjum íslenzks þjóðarbú- skapar, að nálega allur atvinnu- rekstur 'f landinu er í höndum ís- lendinga sjálfra. Þeirri sömu meginstefnu ber að fylgja fram- vegis, en spurningin er, hvort skynsamlegt sé og nauðsynlegt að gera undantekningu frá þessari reglu, þegar sérstaklega stendur á og sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Framsóknarflokkurinn hefur litið svo á, að slíkt gæti komið til | greina, ef með því móti væri unnt 1 að leysa tiltekin, aðkallandi verk I efni í þágu alþjóðar, sem óhugs- | andi væri að leysa öðru vísi — en Jþví aðeins má gera slíka undan- þágu, að þannig standi á. — Og j ef menn vilja gera slíka undan-; tekningu í því skyni, að geta1 virkjað stórt, þá þarf að liggja fyrir, hvað rafmagn fæst mikið ódýrar meff því móti, þ.e. hve stórfellt hagræði íslenzkur þjóð- arbúskapur hefði af því. Og hvað er þá til vinnandi til að fá ódýrt rafmagn? Hvað höfum við svo mikið vatnsafl hentugt til virkj- unar og erum við aflögufærir í stórrekstui — annan en okkar eigin. Raforkuþörf okkar eykst með ofsahraða og talið er, að haganlega virkjandi vatnsafl verði fullnýtt upp úr næstu aldamótum hér á landi með sama hraða og nú er virkjað. í sambandi við alúmíníum-ver- ið hefur verið talað um 30 þús.! lesta ársframleiðslu fyrst um sinn, en látið að því liggja að vel geti komið til mála, að framleiðslan verði aukin og þá hljótum við enn að spyrja: Hvað hafa íslendingar ráð á að binda mikið rafmagn í þess konar fyrirtæki? Nauðsynjafyrirtæki eða Trójuhestur Tvenns konar sjónarmið geta ráðið um, með hvaða hætti at- vinnurekstur útlendinga hér á landi kæmi til greina og samninga um hann má gera með tvennu móti. Vafalítið er hægt ao gera þá sammnga nokkuð trygga varð- andi íslenzka hagsmuni með skýr- um ákvæðum um tiltekið fyrir-J tæki, þar sem starfssvið þess væri skýrt afmarkað, og leyfið bundið við það! eitt sem sérstaka und- antekningu, og þá miðað að því beinlínis að leysa þjóðfélagslegt vandamál sérstaks eðlis, t.d. með því að skapa grundvöli að einni stórri virkjun. Hins vegar er lika hægt að hleypá erlendum aðilum hér inn með svo rúmum samnings- og ,fwí: mmxB EYSTEINN JÓNSSON lagaákvæðum, að erlent stórfyrir- tæki kæmi sem eins konar Tróju- hestur inn í íslenzkt atvinnulíf og gæti þanið sig út og fléttað sig inn i íslenzkt efnahags- og atvinnulíf. — Slíkt má alls ekki henda, og er margt að varast í því sambandi, og ganga þarf vel og tryggilega frá öllum hnútum. — Það er eng- in trygging í því, þótt erlend fyr- irtæki væru hér í samstarfi við íslenzka einstaklinga. Einstakling- arnir geta ofmetið persónulega hagsmuni sína og komizt í þjón- ustu hins erlenda fjármagns. Án getsaka um einn eða neinn, verð- ur að gera ráð fyrir að sú hætta sé fyrir hendi, eins og hjá öllum öðrum pjóðum. Ef til kæmi að útlendingar fengju hér aðstöðu til atvinnu- rekstrar, yrði að vera sérstakur samningur og sérstök löggjöf hverju sinni. Hins vegár er hin almenna löggjöf, sem nú er í gildi um réttindi útlendinga hér á landi orðin mjög úrelt og miklu veikari en gerist meðal nágranna- þjóða. Framsóknarmenn hafa lagt fram aðra þingsályktun um end- urskoðun á þeirri löggjöf með það fyrir augum að tryggja íslendinga gegn óeðlilegum áhrifum útlend- inga hér á landi Byggðaþróunin og borg á Akureyri | Einn veigamesti þáttur í þess-j um málum er svo varðandi upp- byggingu íslenzka þjóðarbúsins Iramvegis og hvernig eigi að byggja íandið allt. Framsóknar- menn leggja ríka áherzlu á, að þjóðin verði að byggja landið allt, því verði það ekki gert, muni ís- lendingar ekki geta haldið land- inu. í þessum málum horfir nú illa, eins og kunnugt er. Allt virð- ist stefna að þvi, að íslendingar safnist nalega allir saman í einni borg. Ef svo fer, mun íslending- um ekki takast til lengdar að vera sjálfstæð þjóð. — Það þarf að koma upp þéttbýlis- miðstöðvum í öllum byggðarlög- um, er gætu orðið miðstöð iðnað- ar, verzlunar, samgangna og mennta. Með því væri dreifbýlinu í sveitunum alveg borgið. Á flokks fundi Framsóknarmanna í fyrra var ályktað um þetta mál og rík áherzla lögð á nauðsyn þess. Það verður að vinna að því að upp rísi fleiri borgir en Reykjavík og efla fleiri kaupstaði og kauptún í öll- um landshlutum. Með því er einn- ig hinum dreifðari byggðum bók- staflega bjargað. Reynslan sýnir það. Það þarf að vinna skipulega að því, að Akureyri verði borg og myndi það eins og nú standa sak- ir, verða eitt stærsta skrefið, sem unnt væri að stíga, til að snúa þeirri öfugþróun við, að þjóðin setjist öll að í einni borg. Það er ekki síður hagsmunamál íbúa höf- uðborgarinnar sjálfrar en ann- arra lanasmanna. Hún yrði ekki lengi höfuðborg sjálfstæðrar þjóðar, ef svo færi að landsbyggð- in eyddist og fleiri borgir byggð- ust ekki í landinu. Að þessu athuguðu er ljóst, að það verður að hafa byggðaþróun- ina mjög ofarlega í huga í sam- bandi við stóriðjumálin. Á þessu virðist og hafa ríkt nokkur skiln- ingur á Alþingi. 1961 var sam- þykkt einróma á Alþingi þings- ályktun um að rannsókn á mögu- leikum á virkjun Jökulsár á Fjöll- um með stóriðju til framleiðslu útflutningsvöru fyrir augum. Um aðrar stórvirkjanir hefur Alþingi ekki gert ályktanir svo ég minn- ist, og hefur byggðajafnvægið því sérstaklega verið haft þarna í huga. Alþingi hefur alls ekki fengið skýrslu um þessar rann- sóknir — en ófullnægjandi upp- lýsingar um aðrar virkjunarrann- sóknir. En nú er hins vegar talað eins og virkjun Dettifoss og vatns- aflsvirkjanir norðanlands séu nánast úr sögunni. Við þetta er ekki hægt að sætta sig. Upplýsing ar verða að koma fram. Þetta m.a. rak á eftir því, að þessi tillaga var flutt og nefndin, sem tillagan geri ráð fyrir, fær væntanlega öll gögn um rannsóknir hér að lútandi í hendur, og getur skoðað þau nið- ur í kjölinn. Lauslega hefur verið talað um möguleika á að iðjuver sem fengi orku frá virkjun sunnan- lands, rísi norðanlands — og er eins og í því tali felist vottur skilnings á nauðsyn þess, að stuðla að jafnvægi I byggðaþróuninni — en þetta er aðeins lauslegt tal og allt ærið óljóst í sambandi við það enn þá, sem verður að skýrast. Hiklaust ber að leggja í veru- legan kostnað til þess að stóðiðja, ef af yrði, gæti stuðlað að heppi- legri byggðaþróun. Þar á ekki beinhart peningasjónarmiðið eitt að ríkja, hvað sé ódýrast í bili. — Þegar litið er á þá óhemju sóun, sem hér á sér stað í sambandi við fjárfestingarframkvæmdir lands- manna og handahófið í þeim efn- um og allan þann lúxus og eyðslu, sem í er lagt og ekkert skilur eft- ir — þá ætti mönnum ekki að vaxa í augum, þótt verulegu fjár- magni væri varið til þess að stuðla að lífsnauðsynlegri byggðaþróun í landinu, sem fleiri og fleiri sjá að þarf að verða, ef þjóðin ætlar að byggja þetta land og lifa hér sjálf stæð og óháð framvegis. Og hvenær á að kryfja þessi mál til mergar og marka stefnuna, ef ekki þegar taka á ákvarðanir um iðn- aðaruppbyggingu í landinu? Olíuhreinsunarstöð og útlendingar í umræðum um stóriðjumálin hefur einnig verið rætt um ann- an atvinnurekstur en aluminium- verksmiðju með þátttöku útlend- inga. Olíuhreinsunarstöð hefur ver ið nefnd. Olíuhreinsunarstöð fyrir okkar þarfir er ekki stærra mann- virki en Sementsverksmiðjan eða Áburðarverksmiðjan og því íslend ingum vel viðráðanleg eftir venju- legum leiðum að koma upp slíku fyrirtæki. Það fyrirtæki myndi hreinsa olíur og benzín fyrir ís- lendina sjálfa fyrst og fremst og myndi verða hér eitt um hituna, fá raunverulega einokunaraðstöðu eins og Sementsverksmiðjan og Áburðarverksmiðjan. Slík stöð yrði því að vera alveg á valdi ís- lendinga sjálfra og tryggt að hún yrði rekinn með þeirra hag fyrir augum og öflugar ráðstafanir þarf að gera til þess að tryggja hagsmuni íslenzkra neytenda, land búnaðar- sjávarútvegs-, iðnaðar og alls almennings. En það, sem fram hefur komið um þetta mái sýnir að ekki má lengi dragast, að Al- þingi ákveði stefnu sína varðandi hugsanlega byggingu olíuhreinsun arstöðvar í landinu. Olíuhreins- unarstöð gæti sennilega orðið byrjun að margvíslegum öðrum efnaiðnaði og ef útlendingar hefðu raunveruleg yfirráð yfir stöðinni gætu þeir í gegnum hana ofið sig inn í íslenzk atvinnu- og efnahags líf á þan hátt, sem Framsóknar- flokkurinn vill alls ekki að geti átt sér stað. Olíur og benzín eru um helm- ingur af því vörumagni, sem nú er fiutt til landsins. — Sjá menn því hve málið er stórt. Talað hefur verið um að gera samning við á- kveðinn aðila um hráolíukaup til langs tíma. Það er sagt að amer- ískt félag hafi áhuga fyrir að reisa og jafnvel reka hér slíka stöð. Af hverju stafar sá áhugi? Það er ekki nóg, að amerískt fé- lag hafi áhuga og að olíuhreinsun- Framhald á 15. slSu. T í M I N N, laugardagur 21. marz 1964. — 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.