Tíminn - 21.03.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.03.1964, Blaðsíða 9
 I Ólafur Ólafsson: Kristni Áratugur er senn liðinn síð an hér frá íslandi byrja'ði starfsemi nokkur í Suður-Eþí- ópíu er segja tná að sé ofurlítill vísir að stuðningi af okkar hálfu, íslendinga, við þróunar lönd Afríku. Jafnframt gerðumst við þá líka um síðir ábyrgir aðilar hins mikla útbreiðslustarfs kristinnar kirkju, — kristni- boðs. Opinbers fjárstyrks hefur þessi starfsemi einskis notið, enda þess ekki vænzt. Að henni standa, auk Sambands ísl. kristniboðsfélaga (stofnað 1929) einstaklingar víða um land. Einnig hefur verið leitað frjálsra framlaga almennings i mörgum kirkjum landsins, einu sinni á ári, — pálmasunnudegi sem oftast. Því er og skylt að kynna starf þetta á opinberum vettvangi, nauðsyn þess, gagnsemi og þarfir. Af hinum fjölmörgu sára- fátæku og þekkingarsnauðu ætt flokkum Suður-Eþíópíu, var til skamms tíma einna minnst vitað um Konsómenn. Þeir búa einir sér á hálendi, afmðrkuðu á alla vegu með breiðum slétt um og djúpum dölum. Héraðið er úrleiðis. En því ollu einnig illar samgöngur, að það vav einn þeirra landshluta, er vora síðast kannaðir. Það sem fyrst var birt á prenti um Konsó sérstaklega, mun hafa verið ritgerð eftir rómversk kaþólskan pater, Azaia að nafni, samin á frönsku og gefin út í ^ris, 1931. Hann ber Konsómönnum þann vitnis burð að þeir, fyrir margra hluta sakir, beri mjög af öðr um ættflokkum S.-Eþíópíu enda séu þeir ættflokkar ákaf lega frumstæðir. í þann mund er ítalir bjuggu sig undir að hernecna Eþíópíu, voru tveir þýzkir vísindaleíð- angrar gerðir út til Austur-Afr íku og Austurhorns, þar sem eru Sómalalönd og Eþíópía Þeir komu til Konsó og skýrðu síðar frá rannsóknum sínu n þar ýtarlegar en í nokkru öðru héraði, í 600 bls. riti í stóru broti, ,,Im Land des Gada“. 1936. Haustið 1937 til í febr. 1939 starfaði þýzkur jarðfræðingur dr. Ernest Nowack, með ítölsk um leiðangri í S.-Eþíópíu Þeir tepptust i Konsó 3 vikur vegna hernaðaraðgerða- Þangað kom þá einnig þýzkur grasafræðing ur og læknir, dr. R. Schotten loher. Þau urðu örlög þessara manna beggja, að þeir voru látnir, þegar skýrslur þeirra frá Konsó voru gefnar út. Læknirinn var kallaður í þýzka sjóherinn. Hann fórst með orrustuskipinu Tirpit". sosi Norðmenn sökktu í apríl 1944. dr. Ernest Nowack, með ítölsk beði 1946, en ritgerð hans um „Land und Volk der Konso“ var gefin út í Þýzkalandi 1954, — um líkt leyti og fyrsti ís- lenzki kristniboðinn. síra Felix Ólafsson, kom til Konsó og höf þar starf- íslenzkir kristniboSar í Suður-Eþfópíu: Á miðri <nynd eru Gísli Arnkelsson, sem nú stjórnar starfinu f Konsó og Katrfn Guðlaugsdóttir kona hans og dóttir þeirra. T. h. við þau er Jóhannes laeknir Ólafs- son og kona hans, Áslaug Johnsen hjúkrunarkona og sonur þeirra. Til vinstri er Haraldur Ólafs- son og Björg kona hans og sonur þeirra. Á myndina vantar Ingunni Gísladóttur, hjúkrunarkonu. skoli ekki jarðveginum á burt, það annað, að jarðveginum haldist á vatninu, ella mundi það síga undan og þeir þorna fljótlega i brennandi sólarhito. Þegar bezt lætur er hægt að aka á þrem dögum frá höfuð staðnum, Addis Adeba, suður til Konsó — 800 km. vegalengd En á úrkomutíma ársins verða vegir til Konsó ófærir með öllu vikum saman, stundum tvo til þrjá mánuði. Síðasta áfangann er ekið eft ir þurrum, grýttum árfarvegi, dálítinn spöl meðfram rótura hálendisins, unz komið er þar sem rudd hefur verið sneið upp brattann og síðan akfær vegur upp eftir hlíðum, 25 km. leið, til efstu hæða, þar sem öll byggð er. — Við verðum að venja okkur af að segja „mð ur í byggð“! Við fyrstu sýn virðist okkur Konsómenn býsna villimannleg ir: Með spjót í hendi, berfælt ir og hálfnaktir. Hörundslitar þeirra er mjög dökkur en með gráa slikju, er stafar af óhrem- indum. Ailsber börn, sem enga mannasiði kunna, bera einatt merki efna- og næringarskorts Þau gjalda þess m. a. að fjöl kvæni tíðkast. Og allir verða að gjalda lélegs húsnæðis, sem er skjálausir kofar með moldar gólfi. Enginn virðist bera skyn á frumstæðustu skilyrði hrein- lætis, eða nokkrar varnir gegn smitnæmi sjúkdóma í hitabeit islandi. Við nánari -kynni þykia Konsómenn aðlaðandi. Að ytra útliti og andlegum eiginleikum svipar þeim talsvert til negra Þeir eru barnslegir í sér, glað lyndir og skrafhreifir, söngelsk ir og lagnæmir. Strengjahljóð færi eitt hafa þeir, einfalt mjög en furðu hljómfagurb Þeir eru þakklátir fyrir það sem þeim er vel gert. Verður þess vart ekki sízt í sjúkraskýli okkar. 3. Öryggisleysi — ótti við árás ir vondra manna og anda og dýra — hefur ráðið mestu um skipulag þorpanna og staðseti ingu á hálendinu. Kringum þau eru hlaðnir öflugir grjótgarðar með aðeins tveim hliðum, til norðurs og suðurs. Húsin standa jafnan í hnapp, þó þannig að hver fjölskylda hef ur girðingu kringum sitt heim ili, með fimm til átta kofutn allt eftir efnahag sem og því hve margar konur húsbóndans eru. Allt eru þetta naglalaus mannvirki, bundin saman með tágum, — en svo vel frá þei-n gengið, að hvergi á leiðinni norðan frá Addis Adeba sáum við snotrari stráhýsi. Vegna meðfæddra gáfna Konsómann hefur hrjóstrugt hálendi verið þeim. ekki að- eins harður heldur lika þarfur skóli: Þeir hafa sökum skorts á haglendi orðið að yrkja jövð ina, sem útheimti. feikna mikla vinnu. Búfjárrækt og jarðyrkia er sá tvíþætti atvinnuvegur, er þeir eiga lífsafkomu sína undir Slíkir atvinnuhættir eru að fróðra manna sögn, eins dæmi meðal frumstæðra þjóðflokka i hitabeltislöndum Afríku, — og er þess getið Konsómönnum íi1 verðugs hróss. Árstíðir eru tvær og ein- kenna þær þurrviðri og votviðri Skepnur eru hýstar að ein hverju leyti þurrkatímanii (þegar akrar eru gróðurlausir) í þeim tilgangi að afla áburð- ar. Af fádæma elja hafa Konsó menn hlaðið lága grjótgarða um þverar hlíðar með stuttu millibili og byggt þannig upp akra, stall af stalli. Með þvf er tvennt unnið: það fyrst, að ofsafengnar hitabeltisskúrir í stað plógs er notaður tré haki klofinn, alveg óvenjulegt áhald á þeim breiddargráðum Uppskera er rýr og veldur því grunnur jarðvegur og illa pældur, úr sér gengnar sáðteg undir og ónógur áburður. - Einn okkar kristniboða keypti maís norður í Addis Abeba, sáði í kristniboðsstöðvarlóðina og gaf' nágrönnunum upskeruna til sáningar. „Verkin tala“. Allt frá því er Jesús ferðað ist um í landi sínu, „kenndi prédikaði og læknaði", hafa sannir vottar hans haldið þvf þríþætta starfi áfram, enda alls staðar sýnt sig að einmitt þess var þörf, —alls staðar. Fyrsta verk kristniboða okk- ar var að byggja sjúkraskýli, jafnframt því að hann eftir getu (og áður en langt um liði með aðstoð hjúkrunar- konú) „prédikaði, kenndi og læknaði" Allt til þess tíma höfðu andalæknar og seiðmenn einir boðið ráð dýru verði gegn því böli, sem er mest áberandi í Konsó líkt og víðar í Afríku Hvers konar sjúkdómum. — Síðast liðið ár tóku tvær hjúkr unarkonur okkar i Konsó á móti nítján þúsund sjúkl- ingum. Auk þess voru þær oft sóttar út í þorp th kvenna í bamsnauð og sjúkl- inga, sem vom of veikir til þess að hægt væri að flytja þá til skýlisins. Mjög er aðkallandi að stækka sjúkraskýlið. f undir- Konsó búningi er að reisa hús fyrir legusjúklinga. Önnur bygging kristniboðs- stöðvarinnar var skólahús. — hið fyrsta í Konsó. Til þess tíma áttu börn þar ekki ann- ara kosta völ en að semja sig að rótgrónum heiðnum trúar- hugmyndum og siðum ætt- flokksins. Á hverju ári hafa fleiri sótt um skólann en hús- rúm var fyrir. Nýtt skólahús er í byggingu. Kirkja hefur enn ekki verið þyggð — eða samkomuskáli, sem nú er farið að tala um. Um þurrkatímann, þegar gott er yfirferðar Qg vinna engin á ökrunum, hefur samkomu- sókn komizt upp í 800 til 1000 manns. Orsók þess er andleg neyð fólksins. Það trúir bókstaflega og í römmustu alvöru á ,stokka og steina“ af því að það hygg- ur að í þeim búi andar, ef til vill hinn voldugasti og versti- þeirra allra, sem það kallar „Seitan." Frá bernsku hafa því verið innrættar skyldur ætt- flokksins við illar, ósýnilegar andaverur, sem krefjast dýrra fórna fyrir minnstu óhlýðni við vilja þeirra. Þvi er nú svo komið að eftirsóttast af öllu, sem kristniboðið hefur með að fara eða miðla. er fagnaðar- erindið sjálft um góðan Guð og son iians Jesúm Krist. Fleiri vilja verða kristnir en mögulegt er að kenna, þrátt fyrir að innbornum snmverka- mönnum smáfjölgar með ári hverju. Það krefst mikils tíma og erfiðis að kenna fólki, sem ekkert hefur áður lært í skóla og ekkert ritmál hefur. Sérstakt hús hefur verið byggt fyrir námskeið unglinga og fuilorðinna, en þau eru hald in mestan hluta ársins. 5. Ef nefna ætti eitthvað sem hefur orðið til mestrar upp- örvunar og gleði, þá yrði það auk þessa, sem þegar hefur verið nefnt um mikla aðsókn til skóla, námskeiða, sjúkra- starfsemi og samkomuhalda, framar öllu, að Konsómenn reynast vel, bæði börn og ungl- ingar i skóla og sem samverka menn, að lokinni framhalds menntun. ýmist sem kennarar, trúboðar eða hjúkrunarmenn. Þess skal að lokum getið, að nauðsyn ber til að Samband ísl. kristniboðsfélaga geti á þessu án sent eina milljón króna til Konsó, eins og gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun stöðvarinnar. — Norski ferðabókarhöfund urinn, Albert Henrik Mohn, segir í bréfi, er hann skrifaði samræðufundi um margra millj. króna fjárfestingu Stór- þingsins til þróunarlanda, með al annars þetta: „Það hefur sýnt sig í verki, að kristniboðið hefur náð með lágmarks tilkostnaði hámarki þess, er gert verður hinu um- rædda málefni til eflingar, — sem er betri heimur.“ T I M I N N, iaugardagur 21. marz 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.