Tíminn - 07.04.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglysingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. ------1 ■■■■■■■" Gresn eftir fréttaritara „Times“ í Bonn: ... ..111...' Umræöur um Hitler ognazismann eru vaxandi í Vestur-Þýzkalandi Fuilorðna fólkið vill þó helzt ekki ræða mikió um Hitler. Hver eru úrræði ríkisstjórnarmnar? Alþingi hefur nú staðið í sex mánuði og verður því ekki annað sagt en að ríkisstjórnin hafi haft nægan tíma til að undirbúa og leggja fram úrræði sín í því máli, sem nú er óumdeilanlega aðalmál þjóðarinnar en það er að reyna að draga úr hinum hraða vexti dýrtíð- ar og verðbólgu, sem átt hefur sér stað seinustu miss- irin. Á þessum hálfs árs tíma, sem þingið hefur starfað, hafa ekki komið frá stjórninni, nema tvö mál, sem sagt verður að snerti efnahagsmálin verulega. Fyrra málið var frumvarp ríkisstjórnarinnar um lög- bindingu alls kaupgjalds. Ríkisstjórnin gafst upp við að framfylgja þessu máli sínu eftir að ljóst var orðið, að það var svo ranglátt, að þjóðin myndi ekki una því. Síðara málið var frumvarpið um stórfellda hækkun söluskattsins eða sem sem svarar 300 millj. kr. á ári. Sýnt var fram á með glöggum rökum, að ríkissjóður þyrfti ekki á þessu fé að halda, en rikisstjórnin lét það ekki tlreyta afstöðu sinni. Hún lét þessa skatthækkun, sem nemur árlega um 6400 kr. á hverju fjögurra manna fjölskyldu, koma jafarlaust. til framlcvæmda. Með því var dýrtíðin enn stóraukin. Þetta eru öll úrræðin, sem komið hafa frá ríkis- stjórninni varðandi efnahagsmálin á þessu þingi. Annað fjallaði um lögbindingu kaupsins, hitt um stórfellda hækkun rangláts neyzluskatts, sem mun stórauka dýr- tíðina. Stjórn, sem á tímum sívaxandi dyrtíðar og verðbólgu, hefur ekki annað fram að leggja en lögbindingu á kaup- gjaldi og hækkun neyzluskatta, sýnir ekki aðeins, að hún sé andstæðingur launafólks og bænda, heldur að hún sé gersamlega ófær um að benda á nokkur raun- hæf úrræði til lausnar þeim vanda, sem nú er fengizt við. Slík stjórn á ekki annan kost lieiðarlegan en að gefast upp og leggja málin að nýju i hendur kjósenda. Þjóðinni ber vissulega að fá að dæma um það, hvort hún vill sætta sig við það stjórnarfar, sem nú ríkir á sviði efnahagsmálanna. Aldrei meiri höfí Þeir eru nú fáir, sem eitthvað fást. við atvinnurekstur og viðskipti, sem ekki kvarta undan sívaxandi láns- fjárskorti. Efnalítið fólk, sem er að reyna að koma sér upp eigip íbúðum, hefur ekki síður þessa sögu að segja. Þetta er afleiðing hinna stórfelldu lánsfjárhafta, sem ríkisstjórnin hefur innleitt með frystingu sparifjárins 1 Seðlabankanum. Stjórnin lofaði því að draga úr höftunum, þegar hún kom til valda. Efndirnar eru þær, að lánsfjárhöftin eru nú miklu meiri en nokkru sinni fyrr. Með þessum höítum er stórkostlega þrengt að öllum efnaminni einstaklingum, sem standa í einhverjum fram- kvæmdum, en óbeint greitt fyrir hinum,. sem nóg f járráð hafa. Þessi höft fullnægja þannig því markmiði. Þrátt fyrir þessi römmu höft, finnst ríkisstjórninni enn ekki nóg gert. Fyrir þinginu íiggur frumvarp frá henni um að auka enn frystingu sparifjárins Svo berja ráðherrarnir sér á brjóst og þykjast vera ákaflega mikið á móti höftum! Geta menn hugsað sér meira blygðunarleysi? „AUÐVITAÐ spyrjum við um Hitler. Við spyrjum for- eldra okkar fyrst, síðan kenn- arana og að lokum allt fullorð- ið fólk, sem við hittum. Og þegar allir neita að gefa okkur skýr svör, þá gefast flest okk- ar ýmist upp eða fara að lesa bækur, tímarit og blöð, og reyna þar að fræðast um þessa hluti.’1 Ræðijmaður er á að gizka átján ára að aldri, og svipur hans virðist bera vott um ein- lægni. Hann er í leðurjakka, níðþröngum buxum og támjó- um skóm. Á daginn vinnur hann við pípulagnir hjá mið- stöðvarfyrirtæki einu í Rínar- löndum. Sá, sem þetta ritar, hafði lagt leið sína í klúbb æsku- fólks í verkamannahverfi í Köln. Ætlunin var að komast að því, hvaða hugmyndir æsku- fólk í vesturþýzkri borg gerði sér um nazismann. Þegar talið barst að þessu efni, hópuðust ungmennin undir eins að, og þó stóð yfir kvikmyndasýning í salarkynnum klúbbsins og frá „jazz-holunni“ í kjallaranum ómaði hljómlistin. FÁEINIR unglingar leggja ekki orð í belg og hverfa fljót- lega á braút einn og einn. Eng- in stúlka er í þessum hópi. „Þær hafa engan áhuga á stjórnmálum," segir einhver, „og raunar ekki áhuga á neinu öðru en því, hvernig þær líta sjálfar út“. Allir eru piltarnir á aldrinum 17—20 ára, svo að þeir geta ekki hafa kynnzt Hitler persónulega. Prestur nokkur hóf starfsemi þessa klúbbs í skúr, sem stend- ur hérna skammt frá. Yfirvöld borgarinnar byggðu síðan hús yfir starfsemi klúbbsins, þar sem þetta er „slæmt hverfi“, eins og gæzlukonan komst að orði, og piltarnir hefðu að öðr- um kosti dvalizt á götunni öll kvöld, elt stelpur,hrifsað töskur roskinna kvenna, slegizt eða stolið bílum. — Gæzlu-konan er á að gizka 25 ára að aldri og borgaryfirvöldin greiða henni laun. — Enginn ræðir stjórn- mál við ungmennin í klúbbn- um .Haldið er fram, að þeir myndu ekki hafa neinn áhuga á því, og myndu auk þess snú- ast öndverðir gegn öllum til- raunum til ,bætandi“ áhrifa. ÞESSI ungmenni eru samt sem áður sérlega forvitin um nálæga fortíð Þýzkalands, og undras' Hitler mjög, en eru að mínu viti tortryggin gagnvart honum og algerlega ósnortin af fjarlægum, goðsagpakennd- um trægðarljóma nazismans „Der Adolf“, segir einn gáfu legasti unglingurinn í hópnum og glottir. Aftur og aftur berst í tal þögn foreldranna, kennaranna og alls fullorðna fólksins í upp- vexti þessara unglinga. Sagan, sem beim var kennd í skólun um, náði ekki nema til tíma Bismarcks. Rafvirkjalærlingur einn lét svo ummælt um for- eldra sína og kynslóð þeirra: ADOLF HITLER „Þau báru ábyrgðina, þau kusu hann öll. Þau vilja ekki tala um þetta af því að þeim varð á í messunni. Heldurðu ekki að þau töluðu um þetta ef þau væru stolt af því? Þau slá mann alltaf út af laginu, og ef þetta ber á góma heima, til dæmis eftir leikþátt í sjón- varpinu, finnst mér alltaf eins og þau segi ekki allan sannleik- ann. Manni verður þess vegna á að forðast að ræða um þetta í návist þeirra.“ FLESTIR halda piltarnir því fram að þeir lesi ekkert dag- blað að staðaldri. En þeim er kunnugt um réttarhöldin í sam bandi við Auschwitz, sem stenda yfir í Bonn. Þeir segjast oft heyra vini sína tala um þau. Enginn heldur uppi vörnum fyrir Hitler. Rafvirkjalærling- urinn minnist á hinar bráð- nauðsynlegustu bílabrautir, en bætir svo við: „En það, sem hann gerði við Gyðingana, það var brjálæði, hreint brjálæði.“ Hæglátum pilti, sem er að l.æra húsgagnasmíði, verður að or.ði: „Það er sérstaklega grimdin, sem við eigum ómögulegt með að skilja, eða hvernig á því stóð, að fólk framkvæmdi þess- ar skipanir.1' Sú mynd, sem þessir ungling- ar hafa gert sér af „Þriðja rík- inu“ er alveg biksvört. Því veldur þögn foreldranna, ásamt hinni sundurtættu borg, sem unglingarnir minnast frá bernskudögunum. Unglingarn- ir skreppa stundum til Hol- lands eða Frakklands, enda stutt að fara og kostar ekki mikið. Þeir furða sig á, hve vel þeim er tekið í þessum ferðum. þrátt fyrir fortíðina. Suma þeirra grunar, að móttökurnar séu ekki einlægar, og það sé einkum þýzka markið, sem fólk ið sé að fagna. ÞJÓÐVERJAR eru sem sagt aftur farnir að ræða opinskátt um Hitler átján árum eftir dauða hans. Þetta á þó einkum við um .æskufólkið, en áhugi þess beinist fyrst og fremst að því, hvernig beri að skilja þenna mann, og hvers vegna þýzka þjóðin hafi fylgt honum á árunum milli 1933 og 1945. Útgefendur blaða og tíma- rita virðast álíta Hitler mjög vinsælt umræðuefni, en það kann að stafa frá hinum tíðu réttarhöldum í sambandi við stríðsglæpi, Quick er eitt fjöl- lesnasta, myndskreytta viku- blaðið í Vestur-Þýzkalandi. Það hefir birt greinaflokk um „Manninn, sem nefndist Adolf Hitler." Greinaflokkur þessi á að sögn að veita æskufólki þá fræðslu, sem það hefir sótzt eftir árangurslaust. í greinunum er höfuðáherzl- an lögð á andstæðurnar í fari „foringjans", sem koma fram í pólitískri grimmd hans ann- ars vegar, til dæmis í sambandi við fangabúðirnar, og hins vegar í smáborgaralegri til- finningasemi hans í einkalíf- inu. Heiðarleg tilraun er gerð til að skýra atburði liðinna ára. Þarna er meðal annars að finna skýringar á orðum og hugtökum nazista, til dæmis í sambandi við S.S. og ógnvald þeirra STERN heitir annað mynd- skreytt tímarit, gefið út í Ham- borg, og á að keppa við Quick. í því er birt frásögn um valda tíma nazista í framhaldssögu- formi. Þessi frásögn á að skýra fyrir æskufólkinu, hvers vegna foreldrar þess fylgdu Hitler að málurn, enda þótt þeir kunni að vera skynsamt, gott og grand- vart fólk. Der Spiegel hefir birt þriðja greinaflokkinn, sem nefnist: „Einræðisherra krufinn". Birt- ing þessa greinaflokks hefir sannað, að Hitler er enn mikið þrætuefni meðal Þjóðverja. Vikublöðin höfðu birt grein- ina, sem Percy Schramm, pró- fessor í sögu Göttingen, hafði skrifað í sambandi við nýja út- gáfu á „Borðræðunum“ Hitlers. Þar er lögð megináherzla á persónulega eiginleika einræð- isherrans. Grein þessi hefir Framhald é 13 síSu TÍMINN, þriðjudaginn 7. april 1964 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.