Tíminn - 07.04.1964, Blaðsíða 8
Pálína Kristlnsdóttir vl<5
massaspektrómeterinn.
að mér var þegar farið að líða
illa í baki. Þetta var undarleg
tilfinning í mjóhryggnum.
— Þú mælir geislavirk efni,
sagði ég við Pál og reyndi að
láta ekki á néinu bera.
— Já, hér eru mæld geisla-
virk efni til margs konar rann-
sókna einkum eru það tritium-
mælingar eða mælingar á
geislavirku vetni, er myndast
sumpart. af geimgeislum og
sumpart af tilraunum með
vetnissprengjur. Þetta er ísó-
tópur í vatni, sem fylgir alveg
því vatni, sem hann hefur
blandazt í. Þessar rannsóknir
eru hagnýtar til að komast að
raun um, hvernig vatnsrennsli
ei háttað neðanjarðar, — lið-
ur í rannsóknum á heitu vatni.
Vatn inniheldur mismunandi
magn af geislavirku vetni þeg-
ar það fellur niður á jörðina.
Þetta geislavirka vetni stafar
að langmestu frá tilraunum
með vetnissprengjur. Magn
þess eykst gífurlega eftir
hverja röð þessara tilrauna. Á
um um helming. Ef tíu eining-
ar fyndust í yfirborðsvatni og
fimm í grunnvatni, þá mund-
um við komast að raun um, að
þetta grunnvatn væri tólf ára
gamalt. — Með þessum rann-
sóknum ætti að fást vitneskja
um stærð þess vatnsforðabúrs,
sem tekið er af, og ef til vill
um rennslið.
Fyrirbærið í horninu hélt
áfram að tísta meðan Páll
s'kýrði frá þeirri geislun, sem
býr í höfuðskepnunni. Bakverk
urinn ágerðist jafnt og þétt,
sennilega mundi ég hníga nið-
ur áður en ég kæmist út úr
þessu húsi. Eg þreifaði fyrir
mér til sluðnings, en í sama bili
kom Þorbjörn og kvaðst ætla
að sýna mér verkstæðið.
— Hvernig er með hættrn á
geislun hér, spurði ég svo Páll
heyrði ekki til.
— Eg tel hvergi minni hættu
á að verða fyrir geislun á öllu
íslandi, sagði Þorbjörn. Við
fjarlægjum öll geislavirk
óhreinindi nákvæmlega, annars
gætum við ekki notað þá mæla
sem við höfum.
— Hvaða apparat er það,
björn, bæði við kennslu og
rannsókr.ir. Eg tel víst, að
eftirspurn eftir eðlisfræðingum
verði mikil hér eins og annars
staðar, þar sem henni er alls
ekki fullnægt.
Við göngum til skrifstofu Þor
bjarnar og biðjum hann að
drepa á helztu þætti stofnun-
arinnar.
— Eitt helzta verkefnið er
að rannsaka neðanjarðar
rennsli vatns eins og Páll
Theódórsson hefur skýrt frá.
Tilgangurinn er að fylgjast
með heita vatninu, hvaðan það
kemur, hvert það streymir,
hversu hratt. Ætlunin er að
kanna rennsli grunnvatnsins á
stórum landssvæðum. Við höf-
um grun um, að heita vatnið
sem kemur upp í Reykjavík
komi einhvers staðar innan af
hálendinu. Við tökum sýnishorn
af heitu og köldu vatni um
land allt, mælum í þvi geisla-
virkt vetni og svokallað þungt
vetni, sem er í öllu vatni i mis
munandi hlutföllum, og breyt-
ist við aðstæður í gufuhvolf-
inu. Til dæmis er meira af
þungu vetni í regnvatni hér út
Eðlisfræðistofnun háskólans
er til húsa í byggingu Þjóð-
minjasafnsins, kjallará vestan á
móti; í gömlu loftskeytastöð-
inni á Melunum og íþróttahúsi
háskólans. Þetta er dularfull
stofnun. ,.Það er þar sem þeir
eru með kjarnorkuna“, segja
menn efablandnir hvort það sé
varlegt að hafa svoleiðis orku
í landinu eða mitt í höfuðborg-
inni.
Fyrir nokkrijm árum var haft
á orði, að þeir í Eðlisfræðistofn
uninni mundu vera í sérstökum
búningum, líkast geimfarabún
ingum, en það munu ósannindi
því Þorþjörn Sigurgeirsson
prófessor var £ jakkafötum, þeg
ar undirritaður kom í bækistöð
ina í Þjóðminjasafninu á föstu
daginn var.
Þorbjörn vísaði mér inn í
herbergi fullt af mælum og
næsta tortryggilegum apparöt-
um, og varð mér ekki um sel,
þegar ég sá í einu horninu fyr-
irbæri sem minnti á ofn, hlað-
inn úr málmstykkjum og hvíldi
á voldugri trégrind. Inn í þetta
eða frá því Iágu margar slöng-
ur og fyrirbærið gaf frá sér
hljóð,' tísti í sífellu.
— Þú skalt nú tala við Pál
Theódórsson eðlisfræðing,
sagði Þorbjörn, hann sér hér
um mælingar á geislavirkum
efnum.
— Verður mrður ekki geisla
virkur hér? spurði ég Pál.
— Eg lofa engu um það,
sagði hann.
Þorbjörn brá sér nú frá og
skildi mig eftir hjá Páli, sem
neitaði að ábyrgjast velferð
mína á þessum stað,
— Við erum með ýmislegt
drasl héma, sagði Páll síður
en svo hughreystandi.
Eg sneri baki í apparatið,
sem tísti í horninu og fann
ti ft $ 17
síðasta sumri var þessi aukn-
ing sérlega mikil, vegna til-
rauna í Sovétríkjunum haustið
1962. Rigningarvatnið fyrri
hluta árs ’63 sker sig úr að
þessu leyti. Við tökum vatnssýn
ishom frá öllum helztu hvera-
svæðum á landinu, mælum það
og höfum komizt að raun um,
að í því er næstum ekkert triti-
um. Það sannar, að minnsta
kosti tíu ár eru liðin síðan
vatnið féll sem regn, en sá t£mi
gæti verið miklu lengri. Með
þvi að fylgjast ævinlega með
tritiummagni heita vatnsins
hlýtur að koma að þvi, að geisla
virka vatnið síðan í fyrra komi
upp úr hverunum.
— Væri hægt að framkvæma
slíkar mælingar, ef kjarnorku-
tilraunir hefðu ekki átt sér
stað?
-- Já, geislavirk efni deyja
reglulega út. Á ca. tólf árum
minnkar geislavirknin hjá triti-
Prófessor Þorbjörn Sigurgelrssoin við geigerteljarann.
sem var í gangi þarna í hom-
inu?
— Það er eins konar geiger-
teljari.
Skyndilega fann ég, að bak-
verkurinn linaðist.
— Hér smíðum við mælitæki
og gerum tilraunir með ný
tæki, sagði Þorbjörn og benti
yfir verkstæðið.
— Mikið um slíkar smíðar?
— Sum geislamælingatækin
eru smíðuð hér. Við höfum
líka smíðað tæki til segulmæl-
inga. Þetta sparar fé, og stund-
um er það svo, að við getum
ekki fengið tækin öðruvísi, ná-
kvæmlega eins og við viljum
hafa þau Á þessum sviðum er
stöðugt verið að kanna nýjar
aðferðir Við viljum vera fljót-
ir að tileinka okkur nýungar,
og þar af leiðandi smíðum við
tækin sjálfir og reynum þau.
— Hér er verið að smíða nýja
gerð af segulmæli, sem kann-
ar stöðugleika segulsviðs jarð-
ar. Það er Þorsteinn Halldórs-
son stud. phys. sem vinnur að
smíðinni.
Innvolsið úr mælinum Ugg-
ur á vinnuborðinu og minnir
á skrautsaúm úr marglitu víra
virki.
Þorsteinn stúderar eðlisfræði
í Göttingen í Þýzkalandi og
kveðst eiga langt nám fyrir
höndum
— Eg er. búinn með hálft
annað ár. segir hann.
— Er mikil framleiðsla á eðl
isfræðingum?
— Það er mikill fjöldi stú-
denta við eðlisfræðinám. Fáir
hafa útskrifazt, en þeir verða
margir á næstu árum.
— Eru líkindi til að þeir fái
störf hérlendis?
— Það er líklegt, segir Þor-
við ströndina heldur en inn til
landsins. Með því að mæla hlut
föllin í massaspektrómeter er
hægt að finna hvaðan grunn-
vatnið kemur. Heita vatnið i
Reykjavik inniheldur minna af
þungu vetni en yfirborðsvatnið
hér, og svarar fremur til yfir-
borðsvatns nær miðju landsins.
Þunga vetnið eyðist ekki á leið-
inni gegnum jarðlögin, öfugt
við tritium, sem helmingast á
tólf árum. Þriðji liður í þess-
um rannsóknum er að blanda
geislavirku efni í grunnvatnið,
dæla vatni með geislavirku
joði niður í borholur og sjá
hvernig það dreifir sér neð-
anjarðar Við erum aðeins byrj-
aðir á þessu í Reykjavík, en eig
um eftir að gera mikið á því
sviði. Þessar rannsóknir eru
nýlega komnar í fullan gang,
mælingar á þungu vetni — með
massaspektrómeter — hafa að-
eins verið framkvæmdar i hálft
ár, en vatnssýnishorn hafa
verið tekin reglulega frá 1960.
— 1958 var byrjað að safna
ryki úr andrúmsloftinu til að
mæla gejslavirk efni í því. Sýn
ishornin eru tekin á Rjúpna-
hæð. Enn fremur gerum við
mælingar fyrir nokkrar aðrar
stofnanir sem nota geislavirk
efni. Eð.'isfræðistofnunin rek-
ur segulmælingastöð við Leir-
vog í Mosfellssveit. Þar fer
fram stöðugmæling á segul-
sviði jarðar, með sjálfritandi
tækjum undir eftirliti dr. Þor
steins Sæmundssonar, stjörnu
fræðings Úrvinnslu og ljós-
myndun segullínuritanna annast
frú Þorgerður Sigurgeirsdóttir.
Breytingar á kompásstefnunni-
hafa reynzt öllu minni en gert
8
TÍMINN, þriðiudaglnn 7. aprfl 1964