Tíminn - 09.04.1964, Side 1
benzin eða diesel
Verður Surtur að agni fyrir ferðamenn?
reist í Eyjum
úur
og frí
/ Eyjum
Enn eitlu sinni hafa gagn-
fræðaskólanemendur í Vest-
mannaeyjum fengið frí i skól-
anum, þegar unglingar sit.ia
sveittir yfir bókunum annars
staðar á landinu, en Vestmanna
eyingarnir sitja þó ekki auðum
höndum. Þeir fara á fætur
klukkan 7 á morgnanna til
þess að bjarga verðmætum,
fiskinum, sem stöðugt berrt
á land í Eyjum, og liggur
undir skemmdum, ef hann
kemst ekki í vinnslu nógu
snemma. Svo er unnið hvíldar
laust til 2—3 á nóttunni, og
engum dettur í hug að svíkjast
um. Myndirnar tók Atli As
mundsson, og myndin hér að
ofan er frá Vinnslustöðinni, en
sú að neðan er af Gagnfræða
skólastúlkunum Guðrúnu Páls-
dóttur og Marteu Guðmunds-
dóttur við vinnu í Fiskiðjunni.
Annars má geta þess að vinnu-
fríið hefur verið framlengt t’.l
laugardags.
FB-Reykjávík, 8. apríl.
Mikil hreyfing vir'ðist vera að
koma á hótclmál okkar íslend-
inga. í gær sagði blaðið frá fljót-
andi hóteli á Hlíðarvatni í Hnappa
dalssýslu, og í dag bárust fréttir
af fyrirhugaðri hótelbyggingu í
Vestmannaeyjum. Björn Guð-
mundsson kaupmaður og útgerðar
maður hefur látið gera teikningu
af 4 hæða hóteli, scm er í alla
staði sniðið eftir þörfum tímans,
og hefur Ormar Guðmundsson
arkitekt gert tcikninguna.
Hótelinu er fyrirhugaður stað-
ur við Bárugötu, og verður það
því í hjarta Vestmannaéyjakaup
staðar, en þarna er nú gamalt
hús, sem verður að flytja burtu,
áður en hægt er að hefjast handa
um hótelbyggingu.
Aætlað er að hótelið muni ekki
kosta innan við 10—11 milljónir
króna uppkomið. Það er á fjórum
hæðum, og verða í því 20 tveggja
manna herbergi, en hægt er að
haga svo til í einu tilfellinu, að
SURTUR LÍKIST
ÁRAMÓTABRENNU
FB-Reykjavík, 8. anril.
Það logaði í Surti í kvöld þcgar
við hringdum til Eyja til þess að
spyrja frétta af honum. — Við
okum út eftir tii þess að horfa a
eldinn áðan, sagði fréttaritarinn,
cg þetta minnir á kvæðið Þar
rauður ioginn hrann. Þetta er eins
og væn áramótabrenna, þótt eldur
inn virðist ekki mjög stór héðan
að sjá, enda er Surtur nú langt
4 burtu.
í kvöld hefur því enn verPS
hraungos í Surtsey, sem ætti að
tryggja henni líf, eða að minnsta
kosti hluta hennar.
Noröurlandablöðin ræða
sextíu manna áskorunina
JK-Reykjavík, 8. apríl.
Áskorun sextíu alþingiskjósenda
um, að Keflavíkursjónvarpið verði
bundið við völlinn einan, hefur
vakið athygli á Norðurlöndunum.
Tíminn hefur fengið blöð frá öll-
um Norðurlöndunum, þar sem
skrifaðar hafa verið ýtarlegar
fréttir af áskoruninni.
Sem dæmi um þessi blaðaskrif
má nefna blaðið Dagen i Björg-
vin. Þar er áskorunin birt orðrétt
og síðan getið ýmissa kunnra
manna, sem eru í hópi hinna sex-
tíu. Síðan segir, að þúsundir fjöl-
skyldna í Reykjavík horfi á Kefla
víkursjónvarpið á hverjum degi
og dæmi sé um, að fyrsta orð eins
árs barns hafi verið enskt, þ. e.
a. s. „milk“.
Blaðið hefur þetta eftir Þór-
halli Vilmundarsyni prófessor,
sem er einn helzti oddamaður
hinna sextíu: „íslendingar svíkja
skyldu sína sem norræn menning-
arþjóð, ef þeir gefa einu stórveldi
möguleika á að hafa áhrif á þjóð-
aruppeldi íslendinga með áhrifa-
mesta fjölmiðlunartæki nútím-
ans.“
Vakin er athygli á því, að eng-
ir kommúnistar séu meðal hinna
i sextíu, en hins vegar fjöldi
| þekktra manna úr Sjálfstæðis-,
j Framsóknar- og Alþýðuflokknum.
! Furðar blaðið sig mest á þátttöku
j framámanna í Alþýðuflokknum,
sem það segir hafa verið vinsam-
Framh. á 2. síðu
Island bláser til kamp mot
amerikanisering ved fjernsyn
Framtredende foík fra ulike partier vil ha soldatsenderen i Keftavik
uskadeliggjort. 1 ár gammelt barn sa sitt fflrste ord pá engelsk: Milk
tvö herbergi verði notuð sameig-
inlega og myndi eina litla íbúð.
Á neðstu hæðinni verður veitinga
salur, en á annarri hæð fínni
skemmtistaður auk samkomusalar
sem hægt verður að leigja út fyr-
ir klúbbfundi og annað slikt.
Mikil þörf er á því, að hér rísi
upp fleiri hótel, ekki sízt með það
fyrir augum, að hægt verði í
framtíðinni að senda útlendinga
til fleiri staða en nú er, þegar
þeir koma hingað í stuttar heim-
sóknir. Ætti Surtur að verða mik-
ill segull fyrir ferðamenn, svo
lengi sem hann helzt ofansjávar.
Fjórir játa
r
KJ-Reykjavík, 7. apríl.
Rannsókninni í Drangajökuls-
málinu var haldið áfram af full-
um krafti í dag. Yfirheyrslur yfir
skipverjum fóru fram í Hegning-
arhúsinu við Skólavörðustíg, og
mun framburði þeirra ekki hafa
borið saman.
Tollgæzlan hafði haft grun um
að mikið magn af áfengi væri um
borð, sem ætlað var að smygla
í land. Var því hin mikla leit
gerð i skipinu, er það kom frá
Bandaríkjunum. Við leitina fannst
aftur á móti ekki allt það magn,
sem tollgæzlan hafði grun um að
væri innanborðs. Seinna fékkst
svo staðfesting á því vestan um
haf frá yfirvöldum þar að áfengis
og tóbakskaup skipverjanna hefðu
verið mikil og langt yfir það
mark, sem leyfilegt er að fara
með í land hér. Auk þess sem
rannsókninni er beint að smygli
úr næstsíðustu ferð skipsins, hafa
skipverjar verið rækilega yfir-
heyrðir vegna þriggja eða fjög-
urra síöustu ferðanna, því að
grunur leikur á að þá hafi tölu
verðu af áfengi verið smyglað í
land.
Mál þetta mun vera með yfir-
gripsmestu smyglmálum, sem upp
hafa komið, og því mun rann-
sóknin taka nokkurn tíma. Fram-
burður skipverja við réttarhöldin
í dag mun ekki hafa verið sam-
hljóða um það hvað af þessum
12—1300 flöskum varð. Segja
sumir, að þeim hafi verið hent í
sjóinn, en aðrir að þeim hafi ver
ið smyglað í land.
Fjórir skipverjanna höfðu ját-
að að hafa flutt inn áfengi á ólög
legan hátt, og eru þeir í gæzlu-
varðhaldi. Öll er skipshöfnin í
farbanni, sem þýðir að þeir mega
ekki út fyrir Reykjavík fara nema
með sérstöku leyfi.
Drangajökull siglir nú milli
hafna hér innan lands með nýja
áhöfn innanborðs.
Nútímahótel