Tíminn - 09.04.1964, Qupperneq 6
TQMAS KARLS30N RITAR
Fóðuriðnaðarverksmiija
a
ðuriandi eystra
Karl Kristjánsson hafði í gær
framsögu fyrir þingsályktunartil-
lögu um fóðuriðnaðarverksmiðju á
Norðurlandi, sem liann flytur á-
samt öðrum þingipönnum Norður-
landskjördæmis eystra. Kveður til
lagan á um að ríkisstjórnin láti sér
fróða menn athuga skilyrði til að
koma upp á Norðurlandi eystra
heyköggla- og heymjölsverksmiðju,
gera áætlun um stofnkostnað og
reksturskostnað slíkrar verksmiðju
og hvemig hún mundi bera sig-
Fara hér á -eftir kaflar úr ræðu
Karls Kristjánssonar:
Eitt af því, sem gera þarf vegna
landbúnaðarins er að tryggja það,
að aldrei skorti búfénaðinn fóður.
Land okkar er svo misærasamt að
í þessu efni þarf að hafa mikla
og sívökula fyrirhyggju.
Hvernig sem árar verður að vera
til í landinu nógur fóðurforði — af
innlendum fóðurefnum.
Ef það á að takast verður að
koma upp fóðuriðnaði í nægilega
stórum stíl. Grasrækt verður auð-
viðtað að vera aðalundirstaða þess
iðnaðar. Komrækt kemur einnig
til greina í og með, en grasræktin
er miklu auðveldari og árvissari
— og heyskapur hlýtur því alltaf
að verða aðalhráefnisöflunin til
foðuriðnaðar.
Þessi fóðuriðnaður er þegar haf
inn, eins og öllum er kunnugt, en
fcetur má, ef duga skal.
Fyrir fáum árum tók til starfa
grasmjölsverksmiðja á Hvolsvelli
á vegum Sambands ísl. samvinnu-
félaga.
Grasmjölsverksmiðja er rekin á
Kjalarnesi sem einkafyrirtæki.
S- 1. haust var fullgerð og sett
aí stað í Gunnarsholti heyköggla-
verksmiðja, sem ríkið á.
Þetta er gott og blessað það, sem
það nær.
Allar eru þessar verksmiðjur
sunnanlands. Þær eru í þeim lands
fjórðungi, sem venjul. er minnst
vetrarríki í. —
Mest vetrarríki mun að jafnaði
vera á Norðurlandi, — einkum þó
Þörf atvinnuveganna fyrir
íæknimenntað fólk
Páll Þorsteinsson hafði f gær
framsögu fyrir tillögu til þings-
ályktunar um áætlun um þörf at-
vinnuveganna fyrir tæknimenntað
fólk, er hann flytur ásamt þeim
Birni Fr; Björnssyni og Sigurvin
Einarssyni.
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta gera nákvæma
athugun á þörf átvinnuveganna fyr
ir tæknimenntað fólk og ásetltm
þar sem m. a. koma fram þessi at-
riði: 1. Þörf atvinnuvega landsius
fyrir raunvísindamenn, verkfræð-
inga, tæknifræðinga og iðpfræð-
ingá á næstu 10 árum. 2. Áætlað
iramboð slikra manna á sama tíma
biliL 3. SJíi'á slíkra séif
iræðinga hér á landi á síðustu 10
ártinv og uiri þáðjfh'e'rtfergir tækni
menntaðir íslendingar starfa er-
lendis. 4. Samanburður við svipað-
ar áætlanir, sem gerðar hafa verið
í nágrannalöndunum. Athugun
þessari og áætlun skal lokið, áð-
ur en næsta reglulegt Alþingi kem
ui saman.
Lanclfundir Íslend
inga vestan hafs
Þórarinn Þórarinsson hafði' í
gær framsögu fyrir þingsályktun-
artillögu um landafundi íslend-
inga í Vesturheimi, er hann flyt-
ur ásamt þeim Sigurvin Einars-
syni, Ágústi Þorvaldssyni og Gísla
Guðmundssyni. Kveður tillagan á
um að ríkisstjórnin leiti samvinnu
við ríkisstjórnir Kanada og Banda
ríkjanna um rannsóknir varðandi
. landafundi íslendinga í Vestur-
heimi á 10. og 11. öld.
Þórarinn Þórarinsson sagði, að
undanfarið hefði allmikið verið
rætt í erlendum blöðum um land-
fundi íslendinga í Vesturheimi á
10. og 11. öld í tilefni af rann-
sóknum einstakra áhugamanna á
því sviði. Hér er um mál að ræða,
sem eðlilegt er að íslendingar
láti sig miklu varða. Jafnframt
virðist það eðlileg framkvæmd
slíkra rannsókna, að leitað sé sam
starfs við stjórnarvöld þeirra
landa, sem hér eiga hlut að máli.
Samhljóða tillaga var flutt á
! síðasta þingi, en afgreiðslu henn-
. ar þá frestað vegna tilmæla
menntamálaráðherra. Tilmæli
hans voru byggð á því, að íslend
ingar mundu taka þátt í væntan-
legum leiðangri Helge Ingstads
l til Nýfundnalands, og væri rétt
l að bíða átekta, unz séð yrði, hver
niðurstaða hans yrði. Sá leiðang-
ur virðist hafa upplýst, að norræn
ir menn hafa dvalizt eitthvað á
Nýfundnalandi fyrr á öldum, en
eigi getur þó þar verið um Vín-
land að ræða, og verður að leita
þess sunnar. Af þeim ástæðum er
því tillaga þessi flutt að nýju,
enda má segja, að það sé aukin
hvatning til frekari rannsókna í
þessum efnum, að fundizt hafa
minjar um norræna búsetu á Ný-
fundnalandi".
Mál þetta vekur nú vaxandi at-
hygli vestanhafs í tilefni af rann-
sóknum Helge Ingstads. Til um-
ræðu er á þingi Bandaríkjanna
tillaga þess efnis, að það skuli
viðurkennt, að Leifur heppni hafi
fyrstur hvítra manna fundið
Ameríku og skuli þess minnzt
hátíðlega 9. október ár hvert. Til-
laga þessi er flutt af. allmörgum
þingmönnum úr báðum flokkum
þingsins. Það mun koma fram í
tillögu þessari, að Leifur hafi
verið Norðmaður.
Landafundirnir í Vesturheimi
eru tvímælalaust sögulegasta og
merkasta afrek íslenzkra siglinga-
manna. Það er skylda íslendinga
að sjá um, að þetta afrek verði
viðurkennt og métið sem skyldi
og eigi ranglega eignað öðrum.
Þess vegna er tillaga þessi flutt.
Páll Þorsteinsson sagði m. a., að
sú öld, sem við lifðum á hefði með
réttu verið kennd við vísindi og
tækni. Framfarir allar hafa orðið
stórkostlegri á undánförnum árutn
en dæmi voru áður til, og hraði
þessarar þróunar verður stöðugt
meiri. Allar eiga þessar framfarir
?P meira eða mmn^,^!} yetur
sinar að rekja :tu nyrra. uppgotv
ana og alls konár framfára á^viði
tækni og vísinda. Þjóðirnar hafa
gert sér jgrein fyrir þessu, og er nú
alls staðar kappkostað að tryggja
sem bezt grundvöll tæknilegra
framfara, en þar má fyrst telja
tækni- og raunvísindamenntun
hvers konar, og tekið tillit til þess
í skólakerfinu allt frá bárnaskól
um upp í háskóla.
Þróunin á þessu sviði hér á landi
hefur valdið mörgum áhyggjum.
Nauðsynlegt er að gera sér gretn
fyrir þörf landsins fyrir tækni-
rnenntað fólk, og í þeim tilgangi
er þingsályktunartillaga þessi
flutt. Sú athugun, sem hér er lagt
til að gerð verði, getur einnig orðið
til leiðbeiningar við heildarendur-
skoðun skólakerfisins. Lagt er til,
að athugun þessari sé flýtt og það
leitt í ljós sem fyrst, hvaða breyt-
inga er þörf, því að nauðsynleg
iagfæring á þessum sviðum tekur
mjög langan tíma vegna margra
ára undirbúningsmenntunar og
þjálfunar tæknifróðra manna.
Ástæða er til að ætla, að fram
boð menntaðra manna hér á landi
hafi ekki aukizt eins og eðlilegt
eg nauðsynlegt verður að telja.
Þörf er skjótra aðgerða, ef okk
L'i Islendingum á að takast að vera
nokkurn veginn sjálfum okkur nóg
ír um starfsmenn á sviði tækni
og vísinda í framtíðinni, en það
má telja eitt af grundvallaratrið
um til framfara og á að vera metn
aðarmál sjálfstæðrar þjóðar. Er
því lögð á það áherzla, að athugun
þeirri, sem hér um ræðir, verði
hraðað. Virðist rétt að fela ein-
hverri ríkisstofnun að annast verk
þetta, eins og t. d- rannsóknaráði
ríkisins- Erlendis hafa skyldai-
stofnanir einmitt unnið svipuð
verk og minnzt hefur verið á her
að framan, enda verður að teija
framboð og starf tæknifróðra
manna náskylt þróun vísinda í
landinu.
Norðausturlandi.
Aldrei má heldur gleyma því að
þar lagðist oft fyrrum hafís að
landi og lokaði flutningaleiðum á
hafnir langtlmum saman.
Enginn veit hvenær hafísaar
kunna að skella yfir.
Öllum má ljóst vera að hvergi
er brýnna en í þeim landshluta að
koma upp fóðuriðnaði og fóður-
birgðastöð til öryggis.
Af þeirri ástæðu er þessi tillaga
til þingsályktunar flutt. Hún er
samt ekki fyrirmæli um að ríkið
st.ofnsetji nú þegar fóðurverk-
Framhald á 15. s(3u.
Unglingafræðsla
utan kaupstaða
Björn Pálsson hafði í gær fram
sögu fyrir þingsályktunartillögu,
er hann flytur ásamt Gunnari
Gíslasyni um endurskoðun á regl
um um unglingafræðslu utan kaup
staða. Tillagan er svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að gefa út nýja reglu-
gerð um unglingafræðslu utan
kaupstaða, þar sem m. a. séu
ákvæði um eftirtalin atriðl:
a. Aðstoð vegna ólögboðinnar
unglingafræðslu utan kaupstaða
verði aukin þannig, að.kennarar
við hana njóti svipaðra launa-
kjara og við hliðstæða skóla í
kaupstöðum, enda sé lágmarks-
tala nemenda ákveðin.
; b, Ákyeðjð verði , upi skiptingu
á kostnaði við milliferðir, hús-
næðii o. fl. milli nemenda, sveit-
arfélaga og ríkissjóðs.
c. Reglur verði settar um náms
greinar og próf, sem tryggi það,
að unglingafræðslan í heiman-
gönguskólum sé hliðstæð og í
tveimur fyrri bekkjum gagnfræða-
skóla og miðskóla.
Björn Pálsson sagði, að hið op-
inbera hefði ekki enn lagt fram
nægilegt fé, svo að hægt sé að
veita öllu æskufólki landsins skóla
vist. Úr þessu hefur ofurlítið ver
ið reynt að bæta með unglinga-
skólum í þorpum. Fjárveiting til
þeirra hefur vægast sagt verið
mjög takmörkuð, og reglugerðar-
ákvæði um þá eru algerlega ófull
nægjandi, sem eðlilegt er. Skóla-
árið 1961—62 hafa 95 nemendur
fengið tilsögn í slíkum skólum,
og styrkur frá ríkinu nam það ár
165 þús. kr. eða 1740 kr. á nem-
anda. Á fjárlögum 1963 er fjár-
veiting til héraðsskóla, sem hafa
um 100 nemendur, nálægt 1 millj.
kr., eða 10000 kr. á nemanda.
Hér er því um ósámfæmi að
ræða. Það er óverjandi, að ríki
og byggðarlög búi ekki þannig
að æskufólki, að skilyrði til
menntunar geti verið sem líkust,
eftir því sem við verður komið,
án tillits til þess, hvar fólkið er
búsett.
Unglingaskólar eru of fáir og
litlar líkur til, að úr þvi verði
I bætt til fulls næstu árin. Með til-
liti til bættra samgangna er ger-
1 Framhald á 15. síðu.
Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra svaraði í gær fyrirspurn
frá Helga Bergs og Halldóri E. Sigurðssyni um greiðslur vegna
ríkisábyrgða. Ráðlierrann afhenti fyrirspyrjendum vélritaða
skýrslu og taldi of langt mál að lesa hana frá orði til orðs. Út
af þessu spunnust nokkrar umræður, en þetta er nýmæli, er ráð-
herra svarar fyrirspurn. Niðurstaðan varð sú, að ráðherrann lofaði
að senda hverjum einstökum þingmanni afrit af skýrslunni.
f skýrslunni kom m. a. fram, að greiðslur ríkissjóðs vegna áfall-
inna ríkisábyrgðalána í vanskilum voru á áUnu 1962 samtals rúmar
129 milljónir króna og á árinu 1963 tæpar 108 milljónir króna eða
samtals þessi tvö síðustu ár 237 milljónir. Skýrsla þessi verður
ef til vill gerð frgkar að umtalsefni í blaðinu síðar.
í efri deild í fyrradag var haldið áfram 2. umræðu um Stofnlána-
deild landbúnaðarins. Svaraði Páll Þorsteinsson þá nokkrum at-
riðum úr ræðu Ingólfs Jónssonar. Þá beindi Ásgeir Bjarnason fyr-
irspurnum til Magnúsar Jónssonar, bankastjóra, varðandi af-
greiðslu lána úr veðdeild Búnaðarbankans vegna jarðakaupa,
hvenær afgrciddar myndu stofnlánaumsóknir, sem borizt hefðu
fyrir áramót og hvort lánað myndi út á dráttarvélar jafnóðum og
umsóknir berast.
Magnús Jónsson sagði, að dráttur hefði orðið á lánum úr veðdeild
vegna þess, hve fjárvana hún væri, m. a. af því, að bændur, sem
fengið hefðu lausaskuldum sínum breyttí föst lán hefðu ekki
staðið í skilum með afborganir en veðdeildin orðið að greiða
út skuldabréfahöfunum. AHar stofnlánaumsóknir sem borizt höfðu
fyrir 1. des. sl. hefðu verið afgreiddar fyrir áramót og kleift hefur
reynzt ennþá að afgreiða þær, sem bárust í desember. Vonandi
rættist úr. Varðandi dráttarvélalánin sagðist bankastjórinn ekkert
geta fullyrt. Ef innffutningur á dráttarvélum yrði í ár eins mik-
ill og í fyrra myndu verða erfiðleikar á að lána út á vélarnar
jafnóðum.
TlMINN, flmmtudaglnn 9. apríl T964.