Tíminn - 09.04.1964, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: .lónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif-
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan-
lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Ranglæti fagnað
í stjórnarblöðunum er haldið áfram að fagna úrskurði
meirihluta Kjaradóms. í sambandi við þennan fögnuð,
er það þó aldrei látið uppi, að hér hafi verið kveðinn
upp löglega og siðferðilega réttur dómur. Þess er vand-
lega gætt að minnast ekki á þetta atriði. Hins vegar
er því óspart hampað, að dómurinn sé pólitískt hagstæð-
ur fyrir ríkisstjórnina og nú beri henni að nota þetta
tækifæri til að binda hendur annarra stétta og skammta
þeim óbreytt kaup þrátt fyrir undanfarnar verðhækkanir.
Það er annars ekkert undarlegt, þótt stjórnarblöðin
ræði lítið um lagalegt og siðferðiiegt réttlæti í sam-
bandi við umræddan úrskurð. Það liggja nefnilega fyrir
alveg ótvíræð ummæli núv. forsætisráðherra og laga-
prófessors, Bjarna Benediktssonar, um þetta efni. í út-
varpsumræðum á Alþingi 6. nóv. s. 1 sagði hann m. a.:
„ . . . Nú segja stjórnarandstæðingar, að hækka
þurfi almennt kaupgjald til samræmis við liækkanir
til opinberra starfsmanna. Þá er tvennu gleymt. í
fyrsta lagi, að samkvæmt 20. gr. Kjaradómslaganna
ber Kjaradómi að miða ákvörðun sma við annað kaup-
gjald í landinu. í öðru lagi, og það sker úr, að opin-
berir starfsmenn eiga samkvæmt 7. gr. sömu laga rétt
á hlutfallslegum hækkunum til sín, ef almennt kaup-
gjald í landinu hækkar verulega"
Þetta voru ummæli Bjarna. Kjaradómur vefengdi ekki,
að síðan hann kvað upp fyrri úrskurð sinn. hefði kaup-
gjald yfirleitt hækkað um 15%, og verður það að telj-
ast meira en verulegt. Samt úrskurðar meirihluti Kjara-
dómsins, að kaup opinberra starfsmanna skuli óbreytt
Áðurgreind ummæli Bjarna sýna bezt, að sá úrskurður
getur ekki verið lagalega og siðferðilega réttur.
Samt er þessum úrskurði fagnað í stjórnarblöðunum
og krafizt meira af svo góðu. Það er glöggur vitnisburð-
ur um réttlætiskennd og lagavirðingu þeirra, sem þar
ráða húsum. Jafnframt má þetta vera holl áminning tii
launafólks og bænda um að vera vel á verði, þar sem
stjórnarblöðin heimta fleiri úrskurði á þessa leið.
Sænskir samningar
Nýlega er lokið heildarsamningi, sem gildir til tveggja
ára, milli Alþýðusambandsins og vinnuveitendasambands-
ins í Svíþjóð. Samið var til tveggja ára. Samkvæmt sam-
komulaginu verður bein kauphækkun fyrra árið 1,3%,
en 3,4% síðara árið, en auk þess fá verkamenn ýmis
fríðindi, eins og lengra sumarfrí, og er talið að þessi
auknu fríðindi svari til 7% kauphækkunar fyrra árið
og 9% síðara árið.
Samningar þessir tóku mjög langan tíma eða tals-
vert á fimmta mánuð. Sést á því, að nokkuð öðru vísi
er unnið að samningagérð hér en í Svíþjóð, en hér
byrja fulltrúar atvinnurekenda og launþega ekki í al-
vöru að ræðast við fyrr en verkfall er hafið.
Aðeins í eitt skipti hér á landi hefur verið reynt að
semja til tveggja ára með líkum hætti og í Svíþjóð
Það var sumarið 1961, er samvinnufélögin sömdu við
verkalýðsfélögin um 10% kauphækkun fyrra árið og 4%
kauphækkun seinna árið, að viðbættum lítils háttar fríð-
indum. Illu heilli kollvarpaði ríkisstjórnin þessum
tveggja ára samningi með gengisfellingunni 1961 og setti
með henni slíkan skrið á dýrtíðina, að hún hefur marg-
faldazt hraðar síðan en nokkru sinni Með þeirri geng-
isfellingu var unnið mikið óhappaverk.
Áhrifaríkri kenningu kollvarpað
Klofningur kommúnistaríkjanna breytir miklu í alþjóðamálum
Le Canard Enchaine, Paris
KENNING, sem jafnt komm-
únistar og andstæ'ðingar þeirra
trúðu á fyrir fáum árum og
byggðu mjög á afstöðu sína til
alþjóðamála, er nú hrunin til
grunna. Hrun bessarar kenning-
ar veldur því, að allt viðhorf ti)
alþjóðamála, er breytt frá því,
sem áður var.
Þessi kenning var su, að ríki
þau, sem kæmust undir stjórn
kommúnista, mjjndi halda fast
saman og stefna sameiginlega
að heimsyfirráðum kommún-
ismans. Kommúnistar sjálfir
trúðu mjög einlæglega á þetta
og töluðu um það með miklu
stærilæti, að sambúð kommún-
istarikja myndi verða með allt
öðrum hætti en sambúð kapital-
iskra ríkja. Meðal kommúnista-
ríkja myndi ríkja mjög bróðuv-
leg samvinna og allar deilur
jafnaðar friðsamlegar. Milli
þeirra myndu ekki eiga sér stað
svipuð átök og milli ríkja undir
borgaralegri stjórn. Sameigin-
lega mvndu svo komúnistaríkin
vinna áð því, að koma á komm-
únisma í heiminum.
Andstæðingar komúnista ótt-
uðust hins vegar, að þessi kenn-
ing væri rétt að því leyti, að
kommúnistaríkin myndu verða
undir sameiginlegri yfirstjórn,
er stefndi að heimsyfirráðum.
Þetta myndi gera kommún-
ismann miklu öflugri og hættu-
legri én élla.
Seinustu deilur milli leið-
toga kínverskra og rússneskra
kommúnista hafa til fulls koll-
» varpað þessum kenningum.
Flest virðist nú benda til þess,
að þessar deilur verði ekki jafn
aðar, heldur muni þær miklu
fremur magnast- Reynslan hef-
ur enn einu sinni leitt í ljós,
að hagsmunir og þjóðerni-
stefna eiga enn sem fyrr megin-
þátt í að móta afstöðu hverrar
þjóðar út á við, hvort heldur
sem hún er undir lýðræðislegil
stjórn, kommúnistískri eða fas
ískri Þeir, sem ekki gera sér
grein fyrir þessu, vaða í villu.
Samstarf þjóðanna getur ekki
orðið traust og farsælt, nema
fundinn sé grundvöllur. er hvíl
ir á sameiginlegum hags-
munum. Sameiginlegar hug-
sjónir hafa stórum minna að
segja. Þetta skilur de Gaulle, og
þess vegna er hann raunsærri
en flestir aðrir leiðtogar nú
tímans.
OPINBERLEGA snúast dei)-
ur leiðtoga rússneskra og kín-
verskra kommúnista mest um
fræðileg ákvæði varðandi fram
kvæmd kommúnismans og af-
stöðu til annarra ríkja. Þega»-
nánar er aðgætt. verður ljóst.
að deilan stendur miklu dýpra
og snýst raunverulega um önn
ur atriði Það, sem Kínverjar
ásaka Rússa um, eins og t. d
undanlát ,í Kúbudeilunni, eru
þeir jafnsekir um sjálfir, t.d. i
sambandi við Formósu. Báðir
láta þeir undan. þegar um stríð
eða frið við Bandaríkin er oð
tefla Um ýmsar ádeilur Rússa
á hendur Kínverja. má segja
hið sama. Vinnuaðferðir beggja
víða um heim eru líka þannig
að augljóst er, að þá greinii
ekki svo mikið á um þær Það
sem þá greinir hins vegar alvar
lega á um, er það, hvorir eigi
að hafa forustuna Þar koma
hinar þjóðernislegu mótsetning
ar til sögunnar. Þar rekast é
stórveldahagsmunir og yfirráða
draumar beggja. Rússar geta
illa hugsað sér heimskommún
ismann öðru vísi en að hann sé
undir rússneskri yfirstjórn, eins
og verið hefur hingað til. Kín
verjar telja sig hins vegar bet
ur borna til að hafa þetta for
ustuhlutverk á hendi
Til viðbótar þessu, koma sv<
beinir hagsmunaárekstrar, sem
m.a. stafa af því, að Kínverjai
telja Rússa halda löndum
Asíu, er hafi verið og séu raun
ar kínversk.
ÞAÐ hlýtur að hafa mikla
sögulega þýðingu, að kenningin
um allsherjar framsókn komm
únismans undir sameiginlegn
yfirstjórn, er hrunin til grunna
Þetta veikir stórlegá kommúti
ismann og mun breyta allri
þróun hans. Af þessu þarf ekki
að leiða, að þau ríki, sem hafa
staðið gegn honum breyti ver:;
lega afstöðunni til hans, en hins
vegar hlýtur þetta að breyta
meira og minna afstöðu þeirra
til einstakra kommúnistaríkja
Vel getur svo farið, að það eígi
eftir að valda gerbreytingu á
því ástandi, sem nú ríkir f al-
þjóðamálum.
Margir vestrænir stjórnmála-
menn segja líkt og Nixon ný-
iega, að vestrænar þjóðir eigi
að láta þessa deilu afskipta
lausa, þvf að hér deili tveir jafn
vondir. Þessir menn segja, að
ekki eigi fremur að draga taum
Rússa en Kínverja m.a. vegna
þess, að það geti gert Rússa of
öfluga. Aðrir vara við því að
einangra Kínverja um of. Vafa-
laust er rétt að taka fullt tillit
til beggja þessara sjónarmiða
Líklegt er þó, að það ráði hér
úrslitum, að þegar til meiri á
taka kemur, komi það betur í
ljós, að Rússar eigi í vaxandi
mæli samleið með vestrænum
þjóðum og það auki samstarf
við þá af sjálfu sér. Líkur
benda a.m.k miklu fremur til
þess, þótt á þessu stigi verði
ekki annað örugglega fullyrt
en að allt bendi til, að deilur
Kínverja og Rússa eígi eftir nð
hafa hinar þýðingarmestu af
leiðingar. Þ.Þ.
I
T í M I N N, fimmtudaglnn 9. aprfl 1964.
7