Tíminn - 11.04.1964, Qupperneq 8

Tíminn - 11.04.1964, Qupperneq 8
jubioív* . : ' ; Sjúkdómur sem enginn lifir af enn Tréristumynd frá Feneyjum, árið 1560: Bændur leggja til atlögu við óðan hund. Hundaæði hefur borit’t til Danmerkuir, það er að segja í refi á Suður-Jótlandi, og er þegar vitað með vissu um fjög- ur dýr, sem hafa tekið veikina. Veiðimenn hafa verið sendir út á mörkina til að fanga og dreipa refi þar um slóðiæ, og hefta þar með útbreiðslu þessa voðalega sjúkdóms, sem hvorki maður né skepna hefur lifað af hingað til. Poul Effersöe, yfirlæknir við Blegdamshospitalet í Kaup- mannahöfn, ritaði nýlega grein um hundaæði, í Politiken, og skýrir þar frá, að nú standi vonir til, að hægt sé að lækna menn af hundaæði: Eftir að forfeður okkar byrj- uðu að ryðja skóga til að fá landrými til akuryrkju, hafa menn í vaxandi mæli hallazt að því, að veiðar skógardýra séu nauðsynjalaust sport. Suður-Jótar veiða nú refi af miklum móð, þar eð gert er ráð fyrir, að hundaæði hafi borizt frá Norður-Þýzkalandi í józku refina. Jótarnir vilja koma í veg fyrir, að refastofn- inum verði útrýmt vegna hundaæðis, og gera má ráð fyr- ir, að veiðimenn njóti þess með sjálfum sér, að hið nauð- synjalausa sport þeirra hefur fengið nytsamlegan tilgang, að koma í veg fyrir, að sjúkdóm- urinn berist í hunda og menn. Sá óvinur, sem veiðimenn eru á höttunum eftir, og sem reynt verður að koma í veg fyrir með því að bólusetja hundana, hefur dauðann sjálf- an í för með sér, en hagár sér þó ekki eins og lífshættulegar farsóttir, svartidauði eða bóla. Þær grípa marga og nokkrir deyja Hundaæði smitar aðeins bit. Sjúkdómurinn varir stutt, en hefur þá sérstöðu meðai allra smitandi sjúk- dóma. að enginn maður og eng inn hundur með einkenni hundaæðis, hefur lifað það af hingað til. Örugg einkenni sjúkdómsins hafa eina örugga þýðingu: dauða. Hundaæði nefnist rabies á latínu Ef óður hundur bítur mann og hann smitast, verður hann rabiate, það er að segja órór, uppstökkur, ofsafenginn og slefar froðu. Þetta er einn þeirra sjúkdóma, sem greini- legar heimildir eru um frá því í fornöld, Tvö þúsund árum fyrir tímatal vort var eftir- farandi tilskipun gefin í Mesó- pótamiu: „Ef hundur fær æði, og yfirvöldin hafa vakið at- hygli eigandans á því, og hann lokar ekki hundinn inni, og hundurinn bítur mann og hann deyr, þá skal eigandinn greiða 40 silfurpeninga. Ef hundur- inn bítur þræl og hann deyr, skal greiða 15 silfurpeninga. Það er eftirtektarvert, að fyirr 4000 árum var boðið að loka grunsamlega hunda inni ,í stað þess að drepa þá. Þetta er einnig ráðlagt nú á tímum, en með þessu móti er hægt að ganga úr skugga um, hvort hundurinn er með hundaæði eða ekki. Ef hundurinn er ekki dauður þegar vika er liðin, er ekki um hundaæði að ræða. Ef hann drepst, er hægt að ganga úr skugga um hundaæði með því að rannsaka heilann úr skepnunni. í fomöld var vitað, að menn fengu hundaæði af hundum, en að hundarnir fengu það af öðrum hundum, var ekki vitað. Menn töldu, að stjarna hund- anna, Síríus, og tilkoma henn- ar, væri þess valdandi, að hundar fengju hundaæði um hundadagana og bitu fólk. Læknarnir Celsus og Galen, sem voru uppi á dögum Krists, munu hafa gert ráð fyrir, að í biti óðra hunda væri „eitt- hvað‘“ hættulegt imönnum. Þessir læknar ráðlögðu að brenna sárin eða skera upp úr þeim Slík aðgerð er ekki talin fullnægjandi nú á dögum, því hundstennurnar nema æði djúpt Skömmu eftir 1800 var sannað með tilraunum, að veik- in getur borizt með slefunni úr einni skepnu í aðra. Fjöldi mynda af óðum hund- um að bíta fólk, hefur varð- veitzt frá miðöldum, og á átjándu öld herjaði sjúkdómur- inn í Mið-Evrópu. Mörg hundr- uð manns dóu árlega úr veik- inni. Veiðimenn voru sendir út af örkinni til að fanga og drepa hálfvillta hunda, sem óðu um og bitu heimarakkana Á fyrra helmingi nítjándu ald- ar heppnaðist nokkrum Evr- ópuþjóðum að hreinsa hunda- stofninn með lögum um eftir- lit og innflutning hunda. Til dæmis var hundastofninn í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, Iaus við sjúkdóminn árið 1826. Síðar hefur komið á daginn, að eftirlit með hundum kemur ekki að fullu haldi, því allar skepnur með heitt blóð geta tekið sjúkdóminn, úlfar og ref- ir sérstaklega. Sjúkdómurinn hefur ógnað Norðurlandabúum á þessari öld; þótt hundastofninn og villidýr í þessum löndum væru Louls Pasteur laus við sjúkdóminn, hefur hann alltaf verið til staðar í refum og úlfum í Kanada og Rússlandi. Úlfar hafa hvað eft- ir annað borið hann frá Rúss- landi til Finnlands, og eftir slðustu heimsstyrjöld barst hundaæði vestur á bóginn um PóUand til Þýzkalands, og greip um sig í villidýrum. Skýr ingin mun sú, að hernámsveld- in bönnuðu Þjóðverjum alla meðferð skotvopna á tímabili eftir stríð. Sleðahundar Grænlendinga hafa frá því um miðja síðustu öld, hvað eftir annað tekið sjúkdóminn. Vorið 1960 dráp- ust yfir 1000 hundar í Egedes- minde úr veiki, sem líktist hundaæði, og sáust þar óðir réfir. Um sama leyti beit óður hundui fjögra ára stúlkubarn, sem hagaði sér á eftir sem óð væri. Hún var flutt á spítala í Kaupmannahöfn, og dó skömmu seinna. Rannsóknir leiddu í Ijós, að banameinið var hundaæði. Þessi sjúkdómur getur farið í allar skepnur með heitu blóði. í Brazilíu og Mið-Ame- ríku hefur æðið hlaupið í bú- smala. Sú smitun átti sér stað á óvenjulegan hátt. Þar kom í Ijós, að vekin herjar á leður- blöku, sem sýgur blóð úr kvik- fénaði og smitar hann. Áþekk- ur sjúkdómur kemur fram á Trinidad í mönnum, sem leður- blakan hefur sogið í svefni. Kettir geta borið hann í menn, og heimildir eru fyrir því, að kýr með hundaæði beit fimm manneskjur og smitaði. Þetta ólánssama fólk ætlaði að fjar- lægja æxli úr hálsi kýrinnar. Æxlið var ekki til staðar, en kýrin átti erfitt með að kyngja vegna krampa í háls- vöðvunum, en það er eitt af sjúkdómseinkennunumi Þess vegna er hundaæði stundum kallað „vatnshræðsla". Áhrifaríkt meðal við hunda- æði er ekki til. Sjúkdómurinn stafar frá veiru, en tíminn, sem hann þarf til að búa um sig í mönnum, frá því að bitið á sér stað, þar til einkennin koma i ljós, er tiltölulega lang ur, stundum svo máiiuðum skiptir Á þessu tímabili er hægt að auka mótstöðuaflið með sprautum. Frægt er hvern ig Pasteur flutti hundaæðis- vírus úr einum kanínuheila annan og meðhöndlaði tauga- kerfið þannig, að honum tókst að lama smitandi veiruefni, sem örvaði mótstöðuaf] líkam- ans. Tilraunir Pasteurs, að sprauta hunda gegn veikinni með þessum lamaða vírus, voru fyrst kunngerðar á 8. al- þjóðlega læknafundinum i Kaupmannahöfe árið 1884. Þær vöktu mikla athygli og enn meiri athygli árið eftir, þegar Pasteui sprautaði dreng með bit eftir óðan hund. Drengur- inn boldi sprautuna og fékk ekki siúkdóminn. Ekki var vit- að með vissu, hvort þetta var sprautunni að þakka, því bitið orsakar aðeins sjúkdóm í ca. einu tilfelli af sex, þótt skepn- an sé áreiðanlega með veik- ina. Við áframhaldandi notkun lyfsins kom á daginn, að það gat stöku sinnum orsakað heila blóðfall, því endurtekin inn- > spýting heilavefs úr kanínum kom af stað mótefnisnlyndun gegn heilavef hjá þeim, sem sprautaðir voru. Alþjóða-heilbrigðismálastofn- unin skýrir frá, að árið 1958 voru 487.728 manns sprautaðir gegn hundaæði, 937 dóu úr hundaæði og 49 þeirra, sem sprautaðir voru, fengu heila- blóðfall. Nú gera menn sér vonir um að sleppa við þessa hættu með því að rækta veir- una í andaeggjum í stað heila- vefja úr kanínum. Sú veira hefur verið notuð í Danmörku og ekkert slys hlotizt af. Lyfið er enn fremur kröftugra en á dögum Pasteurs. Sjúkdómurinn lýsir sér með óróleika og krampa, þegar hann kemur í ljós; stundum fylgir lömun í kjölfarið. Krampann verður að stilla með þar tii ætluðum aðferðum, en áhrifarík meðhöndlun leiðir yf- irleitt til þess, að krampinn snýst ’ lömun. Aftpr á móti er nú vitað, hvað gera skal við lömumnni, meðal annars með öndunarvélum. Mikil reynsla á þessu sviði er þegar fyrir hendi. Þar af leiðandi er nú von til að hægt sé að halda manm með hundaæði svo lengi á lífi, að mótstöðuafl líffær- anna vinni bug á sjúkdómin- um. 8 T ( M I N N, laugardagur 11. aprfl 1964.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.